Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir REIÐHJOLIÐ var hengt á umferðarmerki og belgurinn í næsta staur. Óskemmti- legur hrekkur Egilsstöðum - Eigandi þessa reiðhjóls mátti sækja það á þennan óvenjulega stað, eftir að einhverjir höfðu gert sér að leik aðfaranótt laugardags að hengja það upp á umferðarmerki og binda við belg sem þeir hengdu í nálægan staur. Þeir sem þetta gerðu höfðu sótt hjólið og belginn í nærliggjandi húsagarð. Nýsköpunarleiðtogar framtíðarinnar? ísafjörður. - Þessa dagana eru íjórir unglingar í óða önn að sól- þurrka saltfisk í Neðstakaupstað á ísafirði. Unglingarnir, Valgerð- ur Sigurðardóttir, Jóhann Daníel Daníelsson, Jón Kristinn Krist- insson og Kristinn Orri Hjalta- son, hafa stofnað með sér fyrir- tækið Tumfisk og ráðgera að selja ferðamönnum sem og öðr- um sem áhuga hafa á framleiðsl- unni. Hugmyndina að fyrirtækinu má rekja til Elsu Guðmundsdótt- ur, atvinnuráðgjafa Vestfjarða. „Á bak við hugmyndina liggur sú staðreynd að viðskiptaþekking er ekki eðlislæg þekking, heldur lærð. Mér datt í hug að að væri gaman að ná til unglinganna og kenna þeim viðskipti, að skapa nýja frumkvöðla og móta þá sem nokkurs konar nýsköpunarleið- toga framtíðarinnar. Eg komst að þeirri niðurstöðu að það væri gaman að blanda saman þjónustu við ferðamanninn og einhverri vöru sem þarf að selja og sól- þurrkaður saltfiskur er afskap- lega góður og ekki framleiddur á ísafirði í dag. Ég hafði sam- band við Vinnuskóla ísafjarðar og þaðan völdust fjórir unglingar til verksins," sagði Elsa Guð- mundsdóttir í samtali við blaðið. Elsa segir að til að byija með hafi unglingamir setið stutt nám- skeið í því að kynnast hvað fyrir- tæki væri, hvernig ætti að reka Morgunblaðið/Siguijón. VALGERÐUR Sigurðardóttir og Jóhann Daníel Daníels- son, tveir af eigendum Turnfisks á Ísafirði, að sól- þurrka saltfisk. Eins og sjá má er klæðnaður þeirra líkt og tíðkaðist fyrr á öldinni. það sem og að gera kostnaðar- áætlanir. Eftir námskeiðið ákváðu unglingarnir að slá til og stofnfundur fyrirtækisins var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar ísafjarðar. Þar gerðu unglingarn- ir með sér skriflegan samning um hvernig skipta ætti verkum og ábyrgð í fyrirtækinu og síðan hófst fiskvinnslan. „Unglingamir keyptu fisk af fiskmarkaðnum, 400 kg af þorski. Fiskverkunarmenn í Norðurtanganum sýndu krökk- unum hvernig fiskurinn er flatt- ur, þveginn og saltaður í kör. Síðan fluttum við fiskinn niður í Neðstakaupstað, þar sem við höfum verið að þurrka hann. Verkunin gengur vel og hún skapar um tveggja tíma vinnu á dag. Á milli dyttum við að ýmsu í Neðstakaupstað, en þar eru eins og kunnugt er elstu hús bæjar- ins. Þegar fiskurinn verður tilbú- inn, verður honum pakkað í neyt- endaumbúðir og seldur. Kostnað- urinn er kominn í 40 þúsund krónur og það lítur út fyrir að við munum ekki tapa á þessu,“ sagði Valgerður Sigurðardóttir í samtali við blaðið. Að sögn þeirra Elsu og Val- gerðar hafa starfsmenn Norður- tangans, sem og stjómendur fyr- irtækisins, sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og lagt þeim til góðar ráðleggingar og vinnuað- stöðu. ■y • . •: . Morgunblaðið/Theodór Þórðarson MENN léku knattspyrnuna jafnt utan vallar sem innan á Búnaðarbankamótinu í Borgarnesi. Þarna æfa nokkrir af knattspyrnumönnum framtíðarinnar réttu taktana á hliðarlínunni. Búnaðar- bankamótið í Borgarnesi Borgarnesi - Nýverið var haldið svokallað Búnaðarbankamót í knattspyrnu í Borgarnesi. Mótið var haldið af knattspyrnudeild Umf. Skallagríms. Þetta er í annað sinn sem slíkt mót er haldið í Borgarnesi og tóks það mjög vel í alla staði. Alls mættu um 300 keppendur frá 9 félögum til leiks á aldrinum 7 til 14 ára og reyndu með sér. Y r I í » | i » t I L 5 © :© i ( i i..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.