Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 53 Það er spurning Hvað ætlar þú að gera um verslun- armanna- helgina? Signý, 15 ára Það er ekkert ákveðið. Brynjar, 15 ára Ég bara veit það ekki. Brynja, 15 ára Ég er ekki alveg viss. Magnea, 15 ára Ætli ég fari ekki í ferðalag, kannski í Galtalæk. Verslunarmannahelgin er framundan og þá flykkjast ungmenni á útihátíðir. Því miður fylgja þessari helgi oft óhöpp, slys og ofbeldi, þar á með- al nauðganir. Starfskonur Stíga- móta hafa reynt að vera á öllum svæðum þar sem haldnar eru úti- hátíðir til að veita fyrstu hjálp og aðhlynningu. Steingerður Krist- jánsdóttir er ein þessara kvenna, hún er í hringborðinu í dag til að ræða þetta mein sem nauðganir eru. Hvað er nauðgun? Nauðgun er fyrst og fremst ofbeldi, nauðgun er það þegar ein- hver hefur samfarir við aðra per- sónu án hennar samþykkis, þá á ég við til dæmis það að vera dauð- ur brennivínsdauða er ekki sam- þykki. Nauðgun á ekkert skylt við kynlíf, kynlíf er eitthvað sem báð- ir aðilar taka þátt í af fúsum og fijálsum vilja. Hveijir eru það sem nauðga? Það er ofsalega erfitt að sjá það fyrir hveijir það eru sem nauðga. Það sem er algengast á íslandi eru svokallaðar kunningjanauðganir, og eru þær gerðar í skjóli þess trausts sem maður hefur á vinum sínum, þá er sama hvort við erum að tala um kunningjahóp, bekkjar- félaga eða ejnhvern úr nánasta vinahóp. Oft þróast málin þannig að fólk verður eitt eftir undir ein- hveijum kringumstæðum og þá á sér oft stað nauðgun. Þessi mýta með ljóta karlinn í skúmaskotun- um er ekki rétt því að mjög fáar nauðganir eiga sér stað á þann hátt, þ.e. með árás ókunnugra. Tæknilega er mjög erfitt fyrir konur að nauðga en þær geta áreitt kynferðislega, stærsti hluti nauðgara eru karlmenn. Hvort sem það eru stúlkur eða drengir sem verða fyrir nauðguninni þá eru það menn sem eru gerendurn- ir í 97% tilfella. Það geta allir orð- ið fyrir nauðgun, það er enginn ákveðinn aldurshópur ef hægt er. að tala um einhvern áhættuhóp þá eru það unglingar sem eru að byija að feta sig áfram í lífinu og Hringborðið Nauðgun er glæpur eru mikið úti að skemmta sér og hitta fullt af fólki. En það er engin algild regla, konum og körlum er nauðgað sama á hvaða aldri þau eru. Ég veit um nokkur tilfelli þar sem strákum hefur verið nauðgað þar sem þeir eru dauðir brennivínS' dauða. Það er aldrei nein afsökun fyrir nauðgun, brenni- vínsdauð mann- eskja getur ekki varið sig og það gefur ekki einhveijum öðrum rétt til að beita hana ofbeldi. Og það er aldrei á ábyrgð fórnarlambsins að því var nauðgað, heldur alltaf ábyrgð gerandans. Hafí hann verið undir áhrifum áfengis þá er það samt hans ábyrgð, bara hann ber byrgð á sinni áfengisneyslu, enginn annar. Hvert geta fórn- arlömb nauðgana snúið sér og hverjir veita að- stoð og hvernig? Fórnarlömb nauðgana geta snúið sér til bráðamót- töku Borgarsítalans þar fer fram réttarlæknisskoðun og kyn- sjúkdómaskoðun, beint til Stíga- móta og fengið þar fylgd í bráðam- óttökuna eða aðstoð við að kæra málið. Stígamót bjóða síðan upp á viðtöl eftirá, því það hefur sýnt'*' sig að þvi meira sem viðkomandi getur rætt um atburðinn og sína líðan því fyrr nær viðkomandi stjórn á lífi sínu aftur. Nauðgun er innri árás og einstaklingurinn missir alla stjórn á tilfinnigum sín- um og sínu lífi, hans innsta var tekið, það er ekkert eftir. Rauða- kross-húsið er einnig opið allan sólarhringinn fyrir unglinga og það er neyðarmóttaka fyrir nauðg- unarþola á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og svo er Kvennaat- hvarfið opið allan sólarhringinn. Þannig að það eru nokkrir staðir sem fólk getur leitað til ef það verður fyrir nauðgun, drengir jafnt sem stúlkur geta leitað til Stíga- móta eftir hjálp. Síðan eru auðvit- að lögreglustöðvar um allt land og þeim ber skylda til að koma viðkomandi undir læknishendur því við lifum á ógnaröid alnæmis og kynsjúkdóma og nauðgun fylg- ir alltaf mikil smithætta. Það er mjög alvarlegt mál og það er allt- af tekið kynsjúkdómapróf á fórn- arlömbum nauðgana sem leita sér læknishjálpar. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir nauðgun? Það er ekkert sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir hana, og það eru heldur ekki til nein rétt viðbrögð við nauðgun. Þeim sem verða fyrir nauðgun kemur atburðurinn alltaf á óvart, viðkom- andi hefur ekki grun um hvað er í uppsiglingu og mjög oft kenna nauðgunarþolar sjálfum sér um, vegna þess að þeir gerðu ekki neitt til að koma í veg fyrir nauðg- unina. En oftast verður fólk grinið^ ofsahræðslu og hreinlega lamast, ' óttast að verða drepið eða eitthvað í þá veruna og getur ekki varið sig. í langflestum tilfellum er það þannig að þeir sem nauðga ákveða það fyrirfram, nauðgun er í fæst- um tilfellum tilviljanakenndur verknaður. Sönn saga stúlku sem fór á útihátíð ETTA er saga stúlku sem var sextán ára þegar hún fór á útihátíð ásamt tveim vinkonum sínum, það var mikil tilhlökk- un í gangi og þær töluðu um ferðina í margar vikur áður en þær fóru. Þetta var í fyrsta skipti sem hún fékk að fara á útihátíð. Hún kom á mótssvæðið ásamt vin- konunum og þær tjölduðu og fóru á ball um kvöldið og fannst alveg rosalega gaman. Þær hittu krakka sem þær þekktu og þar á meðal nokkra stráka. Anna var óvön að drekka áfengi, og þetta kvöld drakk hún aðeins of mikið. Hún bað einn af strákunum, sem var vinur hennar að hjálpa sér upp í tjaldið, hún rataði ekki þangað og þurfti hjálp við að finna það. Hann hjálpaði henni upp í tjaldið, en þegar hún ætlaði að skríða inn í svefnpokann fer hann að gera eitthvað við hana sen henni finnst ekki honum líkt og hún vill ekki. Hún er orðin mjög drukkin, hann hlustar ekki á hana, dregur hana úr buxunum og nauðgar henni. Þegar hann er búinn að því þá fer hann og hún deyr brenni- vínsdauða. Morguninn eftir þegar hún vaknar man hún óljóst eftir því sem gerðist, en í stað þess að leita sér hjálpar því hún skammaðist sín fyrir að hafa drukkið svona mikið og hafa „látið“ þetta gerast, eins var hún áhyggjufull yfir því hvað foreldrar hennar myndu segja, þá ákveður hún bara að halda áfram að drekka og er alveg útúrdrukkin alla helgina. Vinkonum hennar fannst þetta skrýtið vegna þess að hún hefði varla bragðað áfengi áður, þær ganga á hana og spyija hvort eitthvað hafí komið fyrir en hún segir allt vera í sóma hún sé bara að skemmta sér. Þegar hún svo kemur heim til sín og víman renn- ur af henni þá fer henni að líða mjög einkennilega, henni finnst hún sífellt vera skítug og fer því í sturtu þrisvar á dag, henni líður illa og hefur ekki lengur sjálfstraust til að gera nokkurn skapaðann hlut. Henni gekk illa í skól- anum veturinn eftir átti erfitt með einbeitingu og einangraðist smámsaman. Á endanum yar fjölskylda hennar komin með miklar áhyggjur af henni, það voru komin áramót og hún var bara skugginn af sjálfri sér. Þegar foreldrar hennar ganga á hana kem- ur þetta upp úr dúrnum, að henni var nauðgað á útihátíð um verslun- armannahelgi hálfu ári fyrr og var smituð af Klamidíu. Foreldrarnir fóru með hana á bráðamóttök- una en þar var ekkert hægt að gera því það var svo langt um liðið. Stúlkan vildi ekkert frekar gera í málinu, vildi ekki kæra því þetta var vinur hennar og hún hafði verið svo drukk- in, henni fannst þetta vera sér að kenna. HVAfi GETUR ÞU GERT ef VINKONU Trúðu fpaSögn hennan og talúðu vel að haini. Vertu hjá henni og velttu hioni allan pann stnðilig .Miii.i.Jllustaiu á hana 00 rayofci »S li htni II (bss i( ttte ki l»í ««m eertltt tii Mlre 8»m bfcn lenr telil un uiðBfcnina |«f leln Ijrlr fim. Ekki takaalkennl ríöin. ÞÚ GETUR ÝMISLEGT GERT TIL AD FORDAST NAUÐGUN Enginn gelur venifl öruggup um aö Homast íijá nauflgun Vertu ekki viðskila Við VÍltÍ |lIltB,SD.iíutrtmciI ulihaliiUiim, pariyum eöa el íu lerð i liæimi a kvöldin. tnleoa ertu nuðvelúara lörnarlamb el þu helur ðrukhið ul Dpagðu úp hættunni með því að kka ekki of mikió. ver ællar að nauðga þér æptu á hjálp eins. tlátt og lungun leylB. Slundumgelurþaönrælt nauónarann 09 vakið athynli þeirra sem cru i náorenninu a fcvi að þu þurtlr a hfatp að tialúa. Stígamót halila námskeiö í sjáitsvörn, sem enu öílumopin. Vertuvelkomin(n). Vanlíðanin hjá henni heldur áfram og móðir henna hringir í Stígamót og fær sendan bækl- ing um nauðgun. Þær lesa hann saman og í honum les stúlkan um ýmis einkenni sem hún sjálf hefur fundið fyrir en hefur ekki tengt nauðguninni. Hún fer í viðtal í Stígamótum og á mjög erfitt með að tala um þetta og er alveg lokuð. Eftir því sem viðtölin verða fleiri þá getur hún meira og meira talað um sársaukann sem fylgir þessari árás á líf hennar og hún fékk skilning á því að þetta var ekki henni að kenna. Hún kemst að því að öll ábyrgð á verkn- aðinum er hjá vini hennar sem nauðgaði henni og þar með getur hún farið að byggja upp sitt eigið líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.