Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 35 sýninga á verkum nemenda í hand- og myndmennt. Löngu fyrir alla þjóðfélagsum- ræðu um jafnrétti karla og kvenna var tekin upp sama kennsla í handa- vinnu fyrir drengi og stúlkur í Kópavogsskóla. Drengir námu hannyrðir jafnt og stúlkur og stúlk- ur smíðar jafnt og drengir. Þetta var á fyrstu skólastjórnarárum Magnúsar. Magnús var góður og gegn skóla- maður. Því miður varð starfsævi hans styttri en vænta átti. Árið 1977 varð hann að láta af störfum vegna veikinda, þá á besta aldri og átti ekki afturkvæmt til starfa. En eitt er víst að Kópavogsskóli mun alltaf njóta starfa hans. Þau spor sem hann skildi þar eftir sig verða ekki afmáð. Magnús Bæringur! Ég þakka þér vel unnin störf í þágu Kópavogs- skóla og fyrir góð kynni, og óska þér blessunar í hulinsheimum. Við Elísabet sendum Guðrúnu, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum ástvinum Magn- úsar alúðar samúðarkveðjur héðan úr Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Olafur Guðmundsson, skólastjóri Kópavogsskóla. Þótt andlát hans hafi ekki komið á óvart eftir langa sjúkdómstíð, er erfitt að átta sig á og sætta sig við, að hann Bæringur skuli vera okkur horfinn. Hann, sem var eins og ferskur, glaður blær kominn norðan yfir fjöll, því mikill frískleiki og kraftur einkenndi manninn og fylgdi honum. Hann var ímynd ís- lenzkrar karlmennsku að líkams- burðum, hreystimennsku, snarræði og vaskleika, svo fáir stóðust honum snúning. Þannig minnist ég hans í leikfimisalnum, skíðaferðunum, list- rænum skautahlaupunum og vin- samlegum fangbrögðum skólafélag- anna á ganginum í gamla, góða Kennaraskólanum okkar, svo og í heimahúsum hverra annarra. En í fylgd með þessari ytri, víkingslegu manngerð var innri maðurinn ljúf- ur, fíngerður, viðkvæmur, næmur, jafnan glaður og búinn til hins bezta í hverjum leik og starfi. Það var einmitt þessi næmleiki innra manns- ins, sem opnaði samskipta- og tján- ingaleiðirnar í félags-, skóla- mennsku-, leiklistarstarfinu og söngnum — ekki hvað sízt í söngn- um. Bæringur var söngmaður góð- ur, ekki einungis tónnæmur, heldur og hljómnæmur. Hann var einn þeirra manna, sem heyrði samhljóm- inn hið innra með sér áður en hann söng. Þess vegna var gaman, enginn vandi né áhætta að blanda röddum stríðra tónbila J)ar sem hann var annars vegar. I söngnum var það trúlega sem við tengdumst hvað nánast, en vinfengið var allt í senn gleðiríkt, náið og harla traust. Því þegar við hittumst, sem og hinir bekkjarfélagarnir, var allt því lík- ast, að við værum að koma inn úr síðustu frímínútunum. í hjúskaparmálum var Bæringur gæfumaður. Það var einmitt í bekknum okkar að hann fann eftir- lifandi, ágæta eiginkonu sína, Guð- rúnu Sveinsdóttur. Allt frá þeim tíma hefur hún staðið honum óskeikulléga við hlið í öllu lífi og starfi. Kostir hennar hafa ekki hvað sízt sannað sig hin mörgu, þung- bæru sjúkdómsár, sem hún bar með honum af hetjudáð. Kæra skóla- og bekkjarsystir, Guðrún og fjölskylda. Látið ekki sorg og trega á ykkur festa. Þau hugtök voru ekki í orðaforðanum hans. Hjá honum ljómaði gleðin í öndvegi ofar öllu. Guð hjálpi ykkur að láta fögru minningamyndina hefja upp til hæðanna þar sem eilíf- ir endurfundir bíða. Hér er góður drengur genginn. Blessuð sé minning okkar kæra Bærings. Með innilegri samúð, Jón Hjörleifur Jónsson og Sólveig. Eftirvænting ríkir alltaf í skólum, þegar von er á nýjum kennara. Það var einnig svo haustið 1948 þegar kom til starfa að Marbakkaskóla, ungur, stæltur og nýútskrifaður kennari, Magnús B. Kristinsson, sem átti meðal annars að kenna leikfimi og íþróttir, sem ekki hafði verið sinnt áður í skólum í Kópa- vogi. Um áramótin 1948-49 flytur skólinn í nýtt hús við Digranesveg (þar sem nú er Digranesskóli) og breyttust kennsluaðstæður til hins betra við það. Magnús var hug- mynda- og hæfileikaríkur kennari og þótti þröngt um sig til kennslu í leikfimi og íþróttaiðkun innan skólaveggja, og því brá hann á það ráð að skipuleggja skíðaferðir nem- enda sinna. Þá tíðkuðust ekki rútu- bílar eða önnur þægindi til slíkra ferða. Við mættum bara í skólann, með skíðin okkar og nestið, og gengum yfir til Vífilstaða. Þar und- um við daglangt í brekkum og bugðum undir stjórn Magnúsar sem var mjög góður skíðamaður og kennari. Enda varð orðstír hans við Kópavogsskóla sá að hann var þar alla sína starfsævi og síðustu árin sem skólastjóri. En lífið er skrítið, árið 1957 liggja leiðir okkar saman á ný, þegar við tókum þátt í að stofna Leikfélag Kópavogs. Þá sýndi Magnús, sem var mikill fé- lagsmálamaður, að honum var margt til lista lagt „hann var leik- ari af Guðs náð“. Saman störfuðum við í leikfélaginu í fjölda mörg ár, því verður aldrei neitað að á gullald- arárum félagsins var Magnús einn af sterkustu burðarásum þess, hvort sem var á sviði eða baksviðs. Ofarlega í huganum eru hlutverk hans og túlkun t.d. í Gildrunni og Alvörukrónunni, svo fátt sé nefnt af þeim hlutverkum sem hann lék hjá leikfélaginu. Enn sækjast sér um líkir, 1959 vorum við aftur meðal stofnenda félags, nú var það Lionsklúbbur Kópavogs. í slíkum félagsskap reynir á frumkvæði, glaðværð og stjórnsemi sem hann átti allt til. I Lionsklúbbi Kópavogs valdist Magnús til flestra trúnaðar- starfa, hann var formaður, ritari, gjaldkeri og svo í forsvari nefnda innan klúbbsins. Og auðvitað leysti hann öll þessi störf vel af hendi og þurfti enginn að fara í fötin hans þar. Það kom þó engum á óvart að hann varð „landsfrægur ljónatemj- ari“ (siðameistari í Lionsklúbbi). Orðstír Magnúsar í þessu embætti barst víða og var hann oft fenginn til að koma í aðra Lionsklúbba til að kenna listir ljónatemjarans. Magnús var alltaf að kenna, hann kenndi mér í barna- og unglinga- skóla, hannkenndi mér líka í skóla lífsins. Fyrir það vil ég þakka honum. Ég sendi eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magnúsar Bær- ings Kristinssonar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Pétur Sveinsson. Lífið er fljótt, líkt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. (Matthías Jochumsson) í dag er kvaddur hinstu kveðju Magnús Bæringur Kristinsson, fyrrverandi skólastjóri við Kópa- vogsskóla. Kópavogsskóli er elsti skóli bæjarins, tók formlega til starfa 1949, og var eini skóli bæjar- ins um tíma eins og nafnið gefur til kynna. Magnús hóf kennslu í Kópavogi 1948 og starfaði við Kópavogsskóla til ársins 1981. Um þróun skólamála er hægt að lesa í Sögu Kópavogs og ekki ætla ég að rekja hana hér en í bæ sem byggðist upp eins ört og raun varð á um Kópavog má geta nærri að vel varð að halda á spöðunum til að uppfylla fræðsluskyldu þeirra fjölmörgu barna sem þangað flutt- ust og þar fæddust á þessum blóm- legu landnemaárum. Magnús tók við stjórn Kópavogsskóla 1964 af Frímanni Jónassyni. Ég kom að skólanum haustið 1971. Þá voru ríflega 600 nemend- ur þar í 6 árgöngum og kennt allan daginn 6 daga vikunnar. Það var því í nógu að snúast. Mér er mjög minnisstætt þegar ég kom í Kópavogsskóla í fyrsta skipti, í viðtal vegna umsóknar um kennarastöðu, og þá sérstaklega góðar móttökur Magnúsar sem færðist allur í aukana þegar hann vissi hverra manna ég var en hann og móðir mín voru jafnaldrar og alin upp í Hrísey. Mér er til efs að meiri Hríseyingur en Magnús hafi verið til, svo fastur var hann í rótum sínum. Sem skólamaður vann Magnús margt til þarfa. Hann var áhugasamur um allar framfarir enda keppnismaður í eðli sínu og ákaflega góður íþróttamaður. List- ræna hæfileika nýtti hann i þágu skólans en hann var drátthagur með afbrigðum og góður leikari. Ennþá eru til myndir sem hann teiknaði sem hjálpartæki í lestrar- kennslu. Ein mynd fyrir hvern staf, táknræn fyrir hljóð stafsins. Leik- hæfileika sína nýtti hann við upp- setningu leikrita hjá nemendum og kennslu í framsögn sem hann lagði mikla áherslu á. Örugglega með þeim fyrstu sem það gerðu og trú- lega er Kópavogsskóli fyrsti skólinn sem hætti að greina kynin í sundur í handavinnu. Stúlkur í sauma og strákar í smíði var liðin tíð í Kópa- vogsskóla í upphafi áttunda áratug- ar. Bæði kyn fóru í hvort tveggja. Það er líka óhætt að rifja upp stór- an hlut Magnúsar í félagslífi kenn- arahópsins en hann og Guðrún kona hans, sem var kennari við Kópa- vogsskóla, voru höfðingjar heim að sækja og kunnu að gleðjast og gleðja. Á þessum árum var oft tek- ið í spil í Kópavogsskóla, bæði í frímínútum og eftir kennslu. Þar var Magnús vel liðtækur bridsspil- ari. Vísnagerð var líka í hávegum höfð og allar vísur skrifaðar niður í bók sem kölluð var Mæra. Magnús á allmargar vísur þar. Alvara og gaman eiga vel saman segir mál- tæki og ég tel að Magnúsi hafi tek- ist vel að fá okkur til að fara eftir því og þar með að taka daglegum störfúm af jákvæðni. Þegar Magnús var rétt rúmlega fimmtugur veiktist hann og varð að láta af störfum. Hans hefur oft verið minnst í Kópavogsskóla af góðum gjörðum og við fylgdumst með honum þegar hann var á dag- legum gönguferðum í grennd við skólann meðan hann hafði heilsu til þess. Honum voru búin þung örlög heilsuleysis árum saman en hann tók því þó ótrúlega vel og gæti hafa haft orð séra Matthíasar að leiðarljósi: í sjálfum mér býr sigur, líf og náð, ef sólarmegin læri ég að stríða. Þessum fátæklegu orðum er ætl- að að vera þakkir til Magnúsar sem skólamanns, yfirmanns og starfsfé- Iaga. Guðrúnu, börnum þeirra og fjölskyldum eru færðar samúðar- kveðjur. Með kveðju frá Kópavogsskóla. Jóna Möller. Mörg eru þau minningarbrot sem upp koma í hugann þegar ég minn- ist Magnúsar Bærings Kristinsson- ar, fyrrum skólastjóra Kópavogs- skóla. Hann átti í mörg hin síðari ár við erfið veikindi að stríða. Ég get ekki minnst Magnúsar án þess að geta eftirlifandi eiginkonu hans, Guðrúnar Sveinsdóttur, svo sam- rýnd voru þau hjón í leik og starfi. Guðrún var Magnúsi mikill stuðn- ingur í veikindunum. Ég hóf barnaskólanám á íslandi í Kópavogsskóla 11 ára gömul eftir 6 ára dvöl erlendis. Þá skiptu hjón- in Magnús og Guðrún með sér kennslu í bekkjardeild jafnaldra minna. Þau voru kraftmiklir kenn- arar í Kópavogsskóla og það fór ekki framhjá neinum að hér var einlægt skólafólk á ferðinni. Ég kem aftur í Kópavogsskóla nýbrautskráður kennari haustið 1971 og kenni þar samfellt í 9 ár. Aftur hitti ég þar Magnús Bæring, nú sem skólastjóra. Mér er það afar minnisstætt hversu vel Magnús tók á móti mér, nýliðanum. Á þessum árum fékk ég mitt kennarauppeldi. Ég upplifi áratuginn 1970-’80 sem mikið átakatímabil í íslenskri skólasögu. Ólíkar stefnur ruddu sér til rúms hér á íslandi sem og ann- ars staðar í heiminum. Ég kynntist fyrst af eigin raun þeirri skóla- stefnu sem ríkjandi var á íslandi að skipta nemendum niður á bekkj- ardeildir eftir lestrargetu og ís- lenskukunnáttu þegar ég kom sjálf í skólann til náms, illa talandi og illa læs á íslenska tungu. Sama stefna var ríkjandi í skólamálum þegar ég hóf minn kennsluferil í Kópavogsskóla. Það var áreiðan- lega ekki létt verk að vera skóla- stjóri á þessum árum. Kvennabar- áttan var hávær og minnist ég dug- mikilla kvenréttindakennara sem vildu breyta skólakerfinu með einu pennastriki. Þá gustaði af Magn- úsi. Hann vissi að raunhæfar breyt- ingar til batnaðar gerast hægt. Enn þann dag í dag eru mikil átök um álitamál í skólamálum eins og blöndun í bekkjardeildir, sérúr- ræði, nýbúakennslu, kennslu barna sem dvalið hafa árum saman er- lendis. Menn greinir fyrst og fremst á um framkvæmdaleiðir, þ.e. leiðir til þess að koma til móts við nem- endur með ólíkar námsþarfir. Magnús var opinn fyrir nýjung- um sem skólastjóri' og minnist ég þess að hann bað mig ásamt öðrum kennara að sækja athvarfsiðju- kennarasnámskeið um miðjan átt- unda áratuginn. Nám þetta átti að búa kennara betur undir það að takast á við nemendur með hegðun- arvandkvæði. Þar með kviknaði áhugi minn á sérkennslumálum og áttu þau Magnús og Guðrún sinn þátt í að ég beindi kröftum mínum æ meir í þá áttina. Kópavogsskóli var á þessum tíma velbúinn gögnum til nýbreytni. Magnús var framsýnn og viidi búa skólann sinn sem best úr garði. Þar hafði hann mikinn metnað. Fram- sýnin kemur einnig fram þegar horft er til áhuga Magnúsar á kennslu í framsögn, bæði fyrir nem- endur og kennara. Mér vitandi var þetta ekki almennt kennt í skólum á þessum tíma. Leiklistarhæfileikar Magnúsar nýttust honum hér afar vel og reyndist honum því afskap- lega auðvelt að hrífa nemendur með sér. Veikindi Magnúsar gripu síðar í taumana og við tók erfiður kafli sem skildi eftir sig djúp sár. Ég upplifi að á þessum tíma hafi skól- anum verið um megn að taka á veikindum og breytingum af fag- mennsku og nærgætni. Við erum jú öll börn okkar tíma. Þegar um ólíkar áherslur er að ræða milli manna, í lifandi skóla, enda mál oft í togstreitu. En það er einmitt þá sem mér finnst mest áríðandi að taka á málum af innsæi, skilningi og virðingu. Vonandi sjáum við fram á ábyrg- ara og mýkra skólakerfi á næstu áratugum þar sem yfirstjórn skóla, kennarar og foreldrar sameinast um að finna réttlátar og raunhæfar lausnir fyrir alla innan skólans. Það er mín tilfinning að Magnús styddi heilshugar svona framtíðarsýn. Ég votta Guðrúnu einlæga samúð mína, svo og aðstandendum öllum. Blessuð sé minning Magnúsar Bærings Kristinssonar. María I. Hannesdóttir. Mörg framfaraspor hafa verið stigin í skólamálum Kópavogs en þrátt fyrir allt má telja að stærsta átakið hafi verið þegar Kópavogs- skóli var byggður og fyrsti áfangi hans tekinn í notkun 1949, þá voru erfiðir tímar og sveitarfélagið lítið og bláfátækt. Kópavogsskóli er því vagga menntunar í Kópavogi og einn af þeim sem lagði sitt lóð á vogarskál- ina, Magnús Bæringur Kristinsson, einn af fyrstu kennurum skólans og síðar skólastjóri, er nú kvaddur með nokkrum fátæklegum orðum. Með því fyrsta, sem ég heyrði af Magnúsi var að hann væri mjög vinsæll og vel látinn kennari, en fljótlega lágu leiðir okkar saman er við tókum báðir sæti í stjórn Breiða- bliks, sem þá var ungt og vanmegna félag. Samt var reynt að halda uppi félagsiífi og mikill styrkur og upp- örvun var að því að starfa innan Ungmennasambands Kjalarness- þings og minnist ég þess að Magnús var meðal fulltrúa Breiðabliks á þingum þess, bæði í Mosfeilssveit og Kjós. Segir það nokkuð til urh breytta tíma að í þá daga kom ekki annað til greina en gista í sveitinni þegar um tveggja daga þing var að ræða, enda skorti þar ekki gestrisni. Á vegum Breiðabliks tók Magnús þátt í íþróttum enda stæltur og vel gerður líkamlega og var í því liði, sem hóf knattspyrnuferil félagsins, en fyrsti kappleikurinn var gegn félögum okkar í Aftureldingu í Mosfellssveit. Ekki var sótt gull í greipar þeirra, enda Mosfellssveitin miklu öflugra sveitarfélag á þeim tíma en Kópavogur. w Árið 1957 er Magnús einn af þeim sem stofnuðu Leikfélag Kópa- vogs og var ekki tvínónað við hlut- ina, leikstjóri ráðinn og leikritið „Spanskflugan" sett á svið og auð- vitað í Kópavogsskóla, sem var þá allt í senn skóli, samkomuhús, þing- staður og guðshús. Magnús lék unga manninn og elskhugann í þess- um skemmtilega farsa, en bráðlega var Félagsheimili Kópavogs opnað og héldu þá flestir að aðstaða leik- listar í Kópavogi ætti eftir að batna en það fór á annan veg. Fyi'sta leikritið, sem við Magnús lékum saman í, var hið þekkta leik- rit Agöthu Christie, Músagildran, árið 1959. Ég minnist Magnúsar úr öðrum eftirminnilegum hlutverk- um, svo sem Sjakaiín gúvenor í Alvörukrónunni og sem lögreglu- manninum í prestsgervinu í franska sakamálaleikritinu Gildrunni. Á þessum árum var Magnús meðal fremstu leikara Leikfélags Kópa- vogs, en hann tók einnig þátt í fleiru innan félagsins og var um skeið varaformaður þess. Magnús Bæringur var félags- lyndur maður og var einn af stofn- endum Lionsklúbbs Kópavogs og starfaði þar meðan heilsan leyfði. Það vill oft fara svo að góðir kennarar verða skólastjórar, stund- um jafnvel gegn vilja sínum. Ekki skal neitt fullyrt um það hvort Magnús hafi í raun viljað það stjórn- unarstarf, en eitt er víst að það reyndi mjög á mann, sem hafði ríka skaphöfn og var tilfinninganæmur. Ég leyfi mér að flytja Magnúsi bestu þakkir mínar og annarra stofnenda Leikfélags Kópavogs, en sá hópur er nú tekinn að þynnast. Ég þakka honum góðar og skemmti- iegar stundir á sviði ög utan og færi eftirlifandi eiginkonu og börn- um þeirra samúðarkveðjur. Sigurður Grétar Guðmundsson. > Látinn er félagi okkar Magnús Bæringur Kristinsson fv. skólastjóri. Ekki er hægt að segja að lát hans hafi komið okkur félögum á óvart, en hann fékk heilablóðfall 1978 og náði ekki fullri heilsu eftir það. Sérstaklega átti hann erfitt ; með mál og gang, en var andlega hress og mætti á fundum hjá okkur af og til í kiúbbnum allt þar til fyr- ir 2-3 árum, að hann fluttist á hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð, þar sem hann lést þann 20. júlí. Magnús Bæringur var stofnfélagi í Lionsklúbbi Kópavogs 1959 og eru nú aðeins 4 stofnfélagar eftir í klúbbnum. '*r Magnús gegndi velflestum emb- ættum og nefndarstörfum innan klúbbsins meðan hann hafði heilsu til, m.a. var hann ritari 1962-63, formaður 1970-71 og siðameistari var hann eitt árið og innleiddi þá nýjan stíl í því embætti, þar sem slegið var á létta strengi, enda var Magnús hrókur alls fagnaðar, leik- ari og söngmaður góður. Magnús var gerður að heiðursfélaga Lions- klúbbs Kópavogs 1987. Eftirlifandi kona hans er Guðrún Sveinsdóttir kennari, mikilhæf kona, sem borið hefur með honum byrðar sjúkleika og örorku af sönnum hetjuskap. Um leið og við félagar Magnúsar í Lionsklúbbi Kópavogs kveðjum góðan félaga, sendum við Guðrúnu og börnum þeirra samúðarkveðjur. F.h. Lionsklúbbs Kópavogs, Ólafur Gunnarsson, formaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.