Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 11 FRÉTTIR Miklar umræður um nýskipað framkvæmda- og tækniráð í bæjarráði Hafnarfjarðar Harðorð mótmæli bókuð FULLTRÚAR minnihlutans í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar eru ósáttir við samþykkt bæjarráðs um skipun og starfshætti nýskipaðs framkvæmda- og tækniráðs. Magnús Jón Árnason, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins, sagði í bók- un á síðasta bæjarráðsfundi að sam- þykktin snúist um það eitt að fela Jóhanni G. Bergþórssyni bæjarfull- trúa aukin völd. „í raun er verið að ráða yfirbæjarverkfræðing og yfir- bæjarstjóra. Þetta er fyrsta sýnilega afborgun Alþýðuflokksins fyrir hinn nýja meirihluta." Magnús segir að með samþykkt- inni séu bæjarstjórn, bæjarstjóri og bæjarráð svipt völdum. Hann telur að samþykktin geri níu nefndir bæj- arstjómar að undirnefndum ráðsins og taki frumkvæðið af bæjarstjórn um framkvæmdir næstu ára. Enn- fremur að ráðið verði í aðstöðu til að ráðskast með forstöðumenn bæ- jarkerfisins og svipti þannig bæjar- stjóra hlutverki sínu sem yfirmanns embættismanna. Valgerður Sigurðardóttir, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, lét einnig færa bókun í fundargerð. Þar segir m.a.: „Ég vil lýsa furðu minni á þess- ari greinargerð sem hér liggur frammi. Þar er m.a. skilyrt að í ráð- inu sitji eingöngu einstaklingar með tæknimenntun. Það útilokar alla kjörna bæjarfulltrúa til setu í ráðinu nema bæjarfulltrúann Jóhann Gunn- ar Bergþórsson. Því mótmæli ég harðlega. Það er nýlunda að lögð sé fram tillaga um nefndarskipan hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem gerð er krafa um ákveðna menntun sem úti- lokar kjörna fulltrúa fólksins í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar til starfa." Á valdi bæjarráðs Óvíst er hvenær framkvæmda- og tækniráðið heldur sinn fyrsta fund, en búist er við að Jóhann G. Bergþórs- son verði þá kosinn formaður þess. „Ummæli Magnúsar Jóns bera bara vott um það hversu mikilli fýlu hann er í,“ sagði Jóhann í samtali við Morg- unblaðið. „Mér þykja þetta ansi fá- tækleg viðbrögð af hans hálfu. Þegar málið var til umræðu hjá fyrri meiri- hluta var Magnúsi ljóst að í ráðinu myndu sitja tæknimenntaðir menn og þá var ekkert því tii fyrirstöðu. Það er á valdi bæjarráðs að ákveða að menn þurfi að uppfýlla grundvali- arskilyrði til setu í undimefndum þess, eins og t.d. um menntun. Mér þykir dapurlegt að Alþýðubandalagið sé svo fátækt af tæknimenntuðum mönnum að það þurfi að tilnefna Magnús. Það liggur skýrt fyrir að þetta er ráðgef- andi ráð til stuðnings bæjarráði og bæjarverkfræðingi, sem ráða hvort farið verður eftir þvi eða ekki.“ * VSI mótmælir álagn- ingu eftirlitsgjalds Skattlagning en ekki gjald fyrir veitta þjónustu VINNUVEITENDASAMBAND íslands hefur mótmælt álagningu árlegs eftirlitsgjalds á fyrirtæki, en tekjur af gjaldinu eiga að standa undir kostnaði af heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Telur Vinnuveit- endasambandið að þar sem álagn- ing gjaldsins sé ekki tengd þeirri þjónustu sem veitt sé í hverju til- viki, sé ekki um þjónustugjald að ræða heldur skattheimtu og laga- heimild skorti til innheimtu gjalds- ins með þeim hætti. Gjaldið er nú innheimt í fyrsta skipti í Reykjavík. Öllum eftirlits- skyldum aðilum ber að greiða gjaldið og er þeim skipt í fimm flokka eftir eðli þeirrar starfsemi sem um ræðir. Gjaldið er á bilinu 10-80 þúsund krónur eftir eðli starfseminnar og greiðist án tillits til þeirrar þjónustu sem veitt er. Öskar Maríusson hjá Vinnuveit- endasambandi íslands sagði í sam- tali við Morgunblaðið að í greinar- gerð heilbrigðisnefndar Reykjavík- ur með þessari gjaldskrá væri sagt berum orðum að heilbrigðisnefnd áliti „að ekki sé um eiginlegt eftir- lits- eða þjónustugjald á fyrirtæki að ræða heldur árlegt gjald óháð eftirlitstíðni til þess að afla tekna á móti kostnaði sem hlýst af starf- semi heilbrigðiseftirlitsins." Óskar sagði að þeir litu þannig á að gjald sem þetta væri skattur og sérstaka heimild þyrfti í lögum til skattálagningar. Slík heimild væri ekki fyrir hendi. Þessu hefði verið mótmælt við borgarstjórann í Reykjavík og umhverfisráðherra en án árangurs. Meðal annars hefði verið vitnað til álits umboðsmanns Alþingis í hliðstæðu máli, en þar hefði sú niðurstaða orðið að skýr lagafýrirmæli þyrfti til að leggja á skatta samanber 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. í álitinu væri minnt á „það grundvallarsjónarmið varðandi skatta að þeir væru lagð- ir á og innheimtir óháð þeirri þjón- ustu sem ríkið veitir skattgreið- enda, ólíkt því þegar innheimt eru gjöld til að standa straum af kostn- aði vegna einhverrar tiltekinnar þjónustu sem hið opinbera lætur í té. Um slíka gjaldtöku, svonefnd þjónustugjöld, gildir sú meginregla að hún ve'rður að byggja á laga- heimild og gæta ber þess við ákvörðun gjaldanna að þau séu ekki hærri en nemur þeim kostn- aði sem almennt stafar af því að veita þá þjónustu sem í hlut á.“ Ekki eiginlegt þjónustugjald Óskar sagði að af þessu réði hann að þar sem ekki væri um eiginlegt þjónustugjald að ræða, eins og segði í greinargerðinni með gjaldskránni, þá gæti hann ekki séð annað en að um skattlagningu væri að ræða. 3toOne Poppland Technovo 4 Big Savod Atari Teenage Rilt T-World \ Niður Innersphere Bubbleflies Olympia Lhooq Exem £ % • » ChtjpterKfitiit; o\ DJ. Charlie Hall \ -ft' IDJ. Tony Sopiano I DJ, Saul Kane <$V DJ. Jón Atli 3D . James Lavellu )J. Craig Walsh PDJ. Sherman DJ. Þossi DJ. Chris Needs J. David Hedger Andrew Currley Jamie Bissmiire DJ. Alec Empire Sérstakir hei&ursgestir: BOBBY GiLLESPIE og ANDREW INNES (forsprakkar Primal Screamj SSSól ITO'KSTMSSE «. Forsala á flestöllum bensínstöövum Skeljungs úti á landsbyggöinni, Skaftárskála á Klaustri, Hljómalind, Týnda hlekknum, Levis búöinni i Reykjavík og Akureyri, Freefall Laugavegi 20b, Músik & myndum i Mjódd og Japis, Brautarholti og Kringlunni, Feröaskrifstofu stúdenta. Aldurstakmark 16 ár nema í fylgd meö fullorðnum. Áfengisbann a tónleikasvæði. Verð kr. 7600. Viö veröum með sérstakt fjölskyldusvæöi fyrir okkur gömlu pönkarana sem tökum krakkana meö og förum snemma í háttinn. -Og að sjálfsögðu er friít inn fyrir börn yngri en 12 ára. WmzíMk . # StlASW Áppk'.-umboöið hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.