Morgunblaðið - 31.10.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.10.1995, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Oddvitinn á Flateyri bjartsýnn á að hægt verði að útvega byggingarlóðir á eyrinni fyrir þá sem vilja Skipuleggja þarf byggð- ina upp á nýtt Magnea Guðmundsdóttir, oddviti á Flateyri, og Einar Oddur Kristjánsson alþingis- maður segja að nú sé höfuðáherslan lögð á að koma atvinnulífínu í gang og útvega fólki húsnæði. Þau eru spör á yfirlýsingar um framtíðina í samtölum sem Helgi Bjamason átti við þau í gær en Magnea er bjartsýnni en áður á að mögulegt verði að útvega töluvert af lóðum til framtíðarupp- byggingar á eyrinni. FYRST liggur fyrir að skipuleggja þessa byggð upp á nýtt, það sem eftir er af henni. Nýta óbyggð svæði og þétta byggðina. 011 áhersla er lögð á að koma sem flestum í húsaskjól hér á staðnum, þeim sem það vilja og mér sýnst það vera töluverður fjöldi,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, oddviti Flateyrarhrepps, þegar rætt er við hana um framtíðina á Flateyri. Ánægð að sjá fólkið aftur Magnea segist ekki vita hvort þeir Flateyringar sem fóru í burtu eftir að snjóflóðið féll séu famir að huga að heimferð. Hún segir að margir hafi komið til að vitja eigna sinna og í öðrum erinda- gjörðum. „Ég er óskap- lega ánægð að sjá fólkið aftur. En framhaldið fer eftir því hvernig okkur tekst að útvega því hús- næði. Lögð verður áhersla á að koma eins mörgum fyrir hér á staðnum og mögulegt er á meðan verið er að byggja þetta upp aftur.“ Hún segir að jafnhliða ráð- stöfunum til bráðabirgða sé verið að undirbúa varanlegar fram- kvæmdir. Frumskilyrðið sé að leggja fram nýtt skipulag og ef það takist að ert verði byggt ofan Ránargötu enda hafi endinn á flóð- inu náð alla leið þangað niður. „Og eftir þessi ósköp eigum við eftir að sjá hvar rauða línan endar, hún gæti lent mun neðar. Hugsanlega getur hún orðið ofar hinum megin á eyrinni, við Brimnesveginn. Fólk sem býr á þessu svæði má fara heim til sín en ég veit ekki til þess að neinn hafi gert það. Ég fór heim til mín í Ólafstún í fyrra- kvöld í fyrsta skipti eftir að ósköp- in dundu yfir en ég sá ekki ljós í neinu húsi, drungi lá yfír öllu.“ Dýrt að byggja upp annars staðar - Sýnist þér að þið getið byggt upp sambæriiegt samfélag þarna á eyrinni, eða þurfið þið að leita annað? „Maður getur betur gert sér grein fyrir því þegar nýtt skipulag hef- ur verið sett niður á blað, hvað hægt verður að koma mörgum íbúum þarna fyrir. En mér fínnst ekki koma til greina að fara að hugsa um önnur svæði á meðan við eigum sjálf eitthvert land. Það er ekki skynsamlegt vegna þess hvað það yrði dýrt að byija upp á nýtt annars staðar. Eg á ekki von á öðru en að Áherslan lögðá eyrina Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ hreinsunarstaffinu á Flateyri í gær. Lögð var áherzla á að persónulegum munum fólks yrði bjargað. Hér hefur mynd fundizt heil í húsarústum. Sameiningin myndi engu breyta um þetta. Við verðum hverfi í þessu nýja sveitarfélagi og fólkið velur sér hverfi til að búa í. Við þurfum að geta tekið á móti þeim sem vilja búa áfram í Flateyrarhverfi og því mun sam- einingin sem slík engu breyta, þótt það yrði niðurstaðan. Þá verður líka að taka skýrt fram að þótt sameining sé vissulega í umræðunni er hún ekki orðin að veruleika og okkur ber skylda til bregðast við strax.“ Hef trú á Kambi - Atvinnulífið á Flateyri hefur verið á uppleið eftir ákveðna erf- iðleika. Óttast þú ekki bakslag vegna atburðanna í síðustu viku? „Nei, ég hef svo mikla trú á því fólki sem rekur Fiskvinnsluna Kamb, þetta er hörkuduglegt fólk. Það hefur byggt þetta fyrir- tæki upp jafnt og þétt síðastliðin tíu ár og ég hef ekki trú á því að það gangi neitt til baka hjá því. Keyptir hafa verið tveir nýir bátar, annar er kominn og von er á hinum til hafnar á næstu dögum. Flateyri á sér langa útgerðar- sögu og ég á ekki von á að breyt- ing verði þar á og að þetta fan hægt og bítandi af stað aftur. Ég vona bara að fyrirtækinu tak- ist að fá nógu margt fólk til vinnu,“ segir Magnea Guðmunds- dóttir oddviti. Morgunblaðið/Árni Sæberg MAGNEA Guðmundsdóttir, oddviti á Flateyri, og Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður. okkur stæði til boða að athuga með byggingarland í Holti í Mo- svallahreppi. En ég tel að það sé ekki skynsamlegt að huga að því strax, ekki á meðan einhver vill byggja eyrina en það á eftir að koma betur í ljós hvernig verður með það. Á meðan fólk vill þiggja lóðir þar verður höfuðáherslan lögð á það svæði." Sameiningin breytir engu - Mun fyrirhuguð sameining sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum og tilkoma jarð- ganganna í Breiðadalsheiði breyta einhverju um þetta. Fólk. gæti hugsanlega búið á ísafirði eða á öðrum þéttbýlisstöðum í nýja sveitarfélaginu en unnið á Flateyri? „Hvort sem við sameinumst eða ekki, getur fólk búið þar sem það vill á svæðinu. Reyndar hef ég ekki verið að hugsa um sam- einingu undanfarna daga og vaknaði aftur upp við það í gær að sú vinna þarf að halda áfram. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður segir mikilvægt að atvinnulífið haldi áfram af fullum krafti Byggðin verður aldrei sú sama „VIÐ vitum öll að byggðin okkar verður aldrei sú sama. Það gera allir sér grein fyrir því. Við verð- um hins vegar að gera það sem við getum til að tryggja að at- vinnulífið haldi áfram af fullum krafti,“ segir Einar Oddur Krist- jánsson, alþingismaður frá Flat- eyri, þegar hann er spurður um afleiðingar snjóflóðanna fyrir staðinn og atvinnulífið á FÍateyri. Einar Oddur vill fara varlega í yfirlýsingar um framtíðina. Segir að óvissuþættirnir séu svo margir og svo verði að gefa fólk- inu þann tíma sem það þarf til að átta sig, enn sem komið er sé ekki hægt að ætlast tilþess að það geti áttað sig á hlutunum. Nauðsyn að koma frystihúsinu í gang „Við lítum á það sem mjög mikla nauðsyn að koma frysti- húsinu í gang því hversdagurinn tekur nú við og í vinnunni felst ákveðin fróun. Við áttum þó nokkuð hráefni og er vinnsla hafin og svo reynum við að koma bátunum út. Síðan verður fram- haldið spilað eftir eyranu," segir Einar Oddur. Hann gerir sér vonir um að það takist að fá nægilega margt fólk til starfa en segir ekki gott að spá fyrir um hversu langan tíma það taki. Hann segir að skelfiskvinnsla hefjist ekki alveg strax hjá Vest- firskum skelfiski. Ákveðið hafi verið að nota þetta tækifæri til að setja Æsu, skip fyrirtækisins, í slipp. Mönnum hafi þótt rétt að gera hlé á þessari vinnslu á meðan svona fáliðað væri á Flat- eyri. Vinnslan færi siðan í gang einhvern tímann á næstu vikum. „Við erum í óskaplegum vand- ræðum vegna húsnæðisleysis, fyrst og fremst vegna þeirra húsa sem eyðilögðust en til við- bótar kemur það húsnæði sem talið er óíbúðarhæft vegna snjó- flóðhættu. Nýtt hættumat liggur ekki fyrir, eins og gefur að skilja, og á meðan svo er verður hver og einn að meta það hvort hann treystir sér til að flytja inn í þessar íbúðir eða ekki. Við reikn- um ekki með að búið verði í mörgum húsum þarna ofan til, kannski ekki neinu, og við erum því i miklum vandamálum. Við erum að reyna að leysa þau eins og við getum, með bráðabirgða- húsnæði og með því að stefna að því að lagfæra og endurbyggja mikið af gömlum húsum sem eru niðri á eyrinni og grípa til ann- arra þeirra ráða sem við höfum þessa mánuðina. Við getum ekki gefið yfírlýsingar um framhaldið, það verður bara að koma í ljós, en ég held að það sé samdóma álit allra að við byggjum ekki aftur á því svæði sem snjóflóðið fór yfir,“ segir hann. Einar segir, aðspurður um það hvort til greina gæti komið að hefja uppbyggingu í Holti í Ön- undarfirði, þar seni í sumar var byijað að skipuleggja íbúðar- byggð, að þar væri um framtíðar- hugmyndir að ræða. Framtíðin yrði að leiða það í ljós hvernig sú hugmynd þróaðist. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn viti hvað þeir vilja á þess- ari stundu. Það verður hver að fá sinn tíma og það má enginn vera með neinar yfiriýsingar eða þrýsting á fólk í þessu sam- bandi,“ segir hann. Viss um stuðning stjórnvalda Einar Oddur segist vera sann- færður um stuðning stjórnvalda við nauðsynlegar ráðstafanir á Flateyri og hafi verið það frá upphafi. „Það liggur fyrir að af hálfu stjórnvalda verður allt gert sem í þeirra valdi stendur. Það er auðvitað óskaplega erfitt að eiga við svona mál, en ég lít þann- ig á að allir hinir bestu menn _ hafi verið fengnir til hjálpar- Eg er ekki í neinum vafa um vilja manna og getu til að gera allt sem hægt er,“ segir Einar Oddur Kristjánsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.