Morgunblaðið - 31.10.1995, Síða 42

Morgunblaðið - 31.10.1995, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ -h MIINININGAR + Sigfríð Gróa Tómasdóttir fæddist á Seyðis- firði 31. maí 1907. Hún lést á Borgar- spitalanum í Reykjavík 23. októ- ber 1995. Foreldrar hennar voru Tómas Guðmundsson frá Neðri-Hálsi í Kjós og Jóhanna Sigríð- ur Eyjólfsdóttir úr Landeyjum. Sigfríð átti tvo eldri bræð- ur, Axel og Guðna. Unnusti hennar var Einar Sigurðsson, verslunar- maður, f. 28. ágúst 1899, d. 4. ágúst 1930. Þeirra sonur er Garðar Björgvin, útibústjóri, f. 29. janúar 1929. Eiginkona hans er Margrét Guðmundsdóttir, bankaritari, f. 30. nóvember 1930. Sonur þeirra er Sigurður, tónlistarmaður, f. 13. október 1952. Yngri sonur Sigfríðar er Einar Sigurður, deildarstjóri þjá Flugleiðum, f. 5. jjilí 1935. GÖMUL kona er dáin. Hún fæddist vorið 1907 og dó haustið 1995. En gamla konan var ekki tilbúin til að deyja. Lífslöngunin var sterk. Gleð- in var mikil í kringum þessa konu þau 88 ár sem hún lifið. En sorgin hafði líka verið aðgangshörð. Undir blíðu yfírborðinu var sterk kona og dugleg. Hún sigraðist á öllum erfið- leikunum á aðdáunarverðan hátt og umvafði samferðafólk sitt hlýju. Missirinn eftir Sigfríði Tómasdóttur er mikill. Það er alltaf sorglegt þegar SfKaminn lætur undan áður en sálin er tilbúin að kveðja. Það er alltaf sorglegt þegar gott fólk deyr. Hún amma mín var stór hluti af lífi mínu. Við bjuggum á móti hvor annarri í tæp tuttugu ár og alla mína æsku var hún alltaf til staðar fyrir litla stelpu sem vildi koma inn og hlýja sér, fá sér smá gijóna- graut með rúsínum eða bara spila rommí við ömmu Issý og jafnvel Faðir hans var Ing- var Guðjónsson, út- gerðarmaður, f. 17. júlí 1888, d. 8. des- ember 1943. Eig- inkona Sigurðar er Kirsten Friðriks- dóttir, kennarí, f. 8. maí 1942. Dóttir þeirra er Sigrún, sagnfræðinemi, f. 26. febrúar 1973. Fóstursonur Sigurð- ar er Örn Valdi- marsson, blaðamað- ur, f. 21. september 1968. Sigfríð og syn- ir hennar bjuggu lengst af ásamt Oktavíu Sigurðardóttur frá Mjóafirði eystra, systur Ein- ars Sigurðssonar unnusta Sig- fríðar, og eiginmanni hennar, Sigurði Baldvinssyni póstmeist- £ira. Eftir lát Sigurðar 1952 héldu þær Sigfríð og Oktavía áfram heimili saman. Útförin fer fram í dag frá Fossvogskapellu og hefst at- höfnin kl. 13.30. taka eina skák. Hún amma kenndi mér að tefla og hún kenndi mér líka svo margt annað sem ekki verð- ur með orðum lýst. Stundum kúrðum við okkur sam- an undir sæng á köldu vetrarkvöldi og þá sagði ég: „Amma, segðu mér sögu frá því þegar þú varst lítil eins og ég.“ Ég vissi ekki þá hversu erfiða æsku hún hafði átt. Hún sagði mér frá því hvernig hún lék sér í gamla daga og gaf mér bæði !egg ng ske! og spávölu ti! að leika mér að. Hún sagði mér aldrei frá því að móðir hennar hefði dáið úr berklum árið 1917 og að hún hafi þá verið send í fóstur. Hún sagði mér heldur aldrei frá því að góða konan sem tók, hana að sér dó úr berklum tveimur árum síðar. Eftir það var amma mín send til vanda- lausra og fátæktin var mikil. Það sagði pabbi mér. Þegar amma mín var ung kona kynntist hún góðum manni, Einari Sigurðssyni. Ástin á milli þeirra var sterk og þau ætluðu að byggja sína framtíð saman. Þau eignuðust lítinn dreng árið 1929, en þá var Einar orðinn veikur. Hann lést úr bráða- berklum stuttu síðar. Framtíð ömmu minnar hrundi á svipstundu en hún stóð ekki ein eftir. Hún átti Garðar litla og honum ætlaði hún að búa gott heimili. Ég horfi á ljós- mynd af þeim mæðginum sem tek- in var þetta sama ár. Amma mín er falleg ung kona á þessari mynd og hamingjusöm að sjá með dreng- inn sinn í fanginu. En þetta er ekki amma eins og ég þekkti hana. Þeg- ar ég fæddist var amma með þykkt silfurlitað hár, hrukkur í andliti og fjörug augu. Þessi flörugu augu heilluðu marga. Fólk laðaðist að henni ömmu minni en hún hleypti ekki hveijum sem var nálægt sér. Sumir segja að hún hafi verið einfari en ég held að það sé ekki rétt. Hún var vissu- lega mjög sérstök kona sem var lít- ið gefin fyrir yfirborðslegar sam- ræður og hleypti ekki hveijum sem var nálægt sér. En hún opnaði hjarta sitt fyrir þeim sem á annað borð urðu vinir hennar. Hún og afi minn, Ingvar Guðjónsson, urðu góð- ir vinir. Ingvar afi minn var efnað- ur útgerðarmaður. Hann ferðaðist mikið og var sannkallaður heims- maður. Amma mín starfaði lengst af sem ráðskona, m.a. hjá Tryggva Þórhallssyni ráðherra. En Ingvar gerði sér betur grein fyrir því en margir aðrir að manngæði verða ekki metin í veraldlegum eigum eða starfsheitum. Hann leit á ömmu mína sem jafningja. Fyrir nokkrum árum lét amma mín mig fá bréf sem Ingvar skrifaði henni á 4. áratugn- um. Þessi bréf eru uppfull af hlýjum orðum og eftir því sem árin líða fer þeim fjölgandi. Amma mín og afi voru góðir vinir en fyrir þeim átti ékki ao iiggja aö eyða ævinni sam- an. Afi minn gat ekki búið með neinum nema sjálfum sér og dó ungur. Sigurður, pabbi minn, fæddist sumarið 1935. Amma mín hugsaði vel um drengina sína tvo. Hún var dugleg kona og vann hörðum hönd- um utan heimils, lengst af sem ráðs- kona á Landspítalanum. Amma mín var hluti af fimm manna fjölskyldu. Hún bjó lengst af, ásamt drengjun- um sínum, þeim Garðari og Sig- urði, með Oktavíu Sigurðardóttur og Sigurði Baldvinssyni, póstmeist- ara. Vinátta þeirra þriggja var ein- stök og saman bjuggu þau sér fal- leg heimili, fyrst í Tjarnargöt og síðar á Eiríksgötu og Flókagötu. Sigurður gekk pabba mínum og bróður hans í föðurstað og batt fjöl- skylduna saman. Hann lést árið 1952 en vinátta ömmu minnar og Oktavíu styrktist og dafnaði. Þær bjuggu ásamt pabba mínum í Kaup- mannahöfn í sjö ár og þá var nú gaman að lifa. Amma mín kunni vel við sig í kóngsins Kaupmanna- höfn og talaði oft um þessi ár. Það átti vel við hana að labba um stór- borgina, kaupa sér föt samkvæmt nýjustu tísku, bregða sér í Tívolí á kvöldin, borða góðan mat, drekka sérrí í góðra vina hópi og ræða málin fram á rauða nótt. Eitt árið bauð pabbi minn þeim Issý og Æju með sér í ferðalag um Evrópu. Borgirnar London, París, Mónakó, Feneyjar og Lugano voru heimsótt- ar. Þetta var ömmu minni ógleym- anleg ferð. Hún kunni svo sannar- lega að njóta þess sem lífið hafði upp á að bjóða og ljómaði öll þegar hún sagði mér frá kaffihúsunum og mannlífinu suður í Evrópu. Þegar pabbi kynntist mömmu minni fluttu þær Issý og Æja frá pabba mínum og yfir í næsta hús. Stuttu síðar fæddist ég og nú hafði amma mín á stuttum tíma eignast tengdadóttur og tvö barnabörn, mig og Órn bróður minn. Það átti nú vel við hana. Hún kunni vel við sig í ömmuhlutverkinu, en fyrir átti hún eitt barnabam, Sigurð Garðarsson. Þau tvö voru alla tíð miklir vinir og sýndu hvort öðru mikla um- hyggju og ást. Ég var rétt farin að stíga fyrstu skrefín þegar ég vaggaði af stað í mitt fyrsta ferðalag yfir götuna til að heimsækia þssr Issý og Æju. Þangað átti ég oft eftir að leita. Æja var í raun amma mín alveg eins og Issý. Hún hafði miklar og ákveðnar skoðanir, hún Æja, og var litríkur persónuleiki en einhvem veginn áttum við Issý betur saman. Það var gaman að spjalla við Æju og hlusta á hana segja sögur en þegar eitthvað bjátaði á var betra að leita til Issýjar. Hún skildi allt svo vel. Æja dó eftir erfið veikindi árið 1982. Þá var ég níu ára. Sökn- uðurinn var sár og það var erfitt SIGFRIÐ GROA TÓMASDÓTTIR + Grímur Heið- lund Lárusson fæddist á Blönduósi 3. júní 1926. Hann lést í Landspítalan- um 23. október síð- astliðinn. Grímur var sonur hjónanna Lárusar Björnsson- ar, bónda í Gríms- tungu, og Péturínu Bjargar Jóhanns- dóttur. Börn þeirra, auk Gríms, eru Helga Sigríður, dó barn, Björn Jakob, Helgi Sigurður, dó 19 ára, Helga Sigríður, Ragnar Jóhann, Kristín Ingibjörg og Eggert Egill. LOKSINS hvíld eftir hatramma glímu, en svo mörg ósögð orð. Faðir okkar er látinn eftir erfiða baráttu við sjúkdóma. Við viljum minnast hans í fáeinum orðum. Pabhi var fæddur Húnvetningur og ólst upp í Grímstungu í Vatnsdal. Þar lágu leiðir mömmu og pabba saman og giftust þau árið 1954. Þau stofnuðu heimili í Reykjavík ári síðar þar sem hann vann ýmis störf að vetri en á sumrin fór ^öl- skyldan heim í sveitasæluna. Árið 1959 fluttust þau búferlum ásamt tveimur sonum að Grímstungu þar sem þau bjuggu á þrískiptri jörð á móti Dóa og afa. Pabbi var góður bóndi og naut trausts og virðingar Unnusta Gríms var Elsa Aðalsteins- dóttir, þau áttu tvö börn, Sigriði, sem ólst upp hjá föður- foreldrum sínum, og Smára, sem ólst upp hjá móður sinni. Grímur og Elsa slitu samvistir. Grímur giftist Magneu Halldórs- dóttur, ættaðri úr Ölfusi, 26. júní 1954. Þau eignuð- ust fimm börn. Barnabörn Gríms eru 19. Útför Gríms fór fram frá Hallgrímskirkju 31. október. sveitunga sinna og var valinn gangnaforingi á eftir afa. Örlögin höguðu því svo að fimm árum síðar fluttist fjölskyldan á mölina. Bónda- sonurinn með mikla verkvitið vann myrkranna á milli til þess að koma upp heimili í Reykjavík fyrir eigin- konu og börnin sem voru orðin fimm. Það var mjög gestkvæmt í litla húsinu okkar á Bragagötunni og var alltaf húsrými fyrir svei- tunga og aðra aufúsugesti sem vantaði húsaskjól í höfuðstaðnum. Pabbi vann allt árið um kring, lengi við byggingarvinnu, húsaviðgerðir og húsamálun. Nokkur ár starfaði hann við afgreiðu hjá heildverslun. Hann endaði sinn vinnuferil í Stjórnarráði íslands sem vaktmað- ur. Hugur pabba stóð alltaf til Vatnsdalsins og húnvetnskra heiða. Það mátti greina æskublik í augum og nýjan lífsþrótt í hvert sinn sém hann leit heimabyggðina sína. Hann var mikið náttúrubarn og veiðimað- ur. Það voru ófáar næturnar sem hann lá á grenjum á heiðum uppi. Einnig skaut hann mink, ijúpur og aðra fugla. Þótt ósyndur væri veiddi hann silung i net á Friðmundarvötn- um og í vötnum á Grímstunguheiði á litlum bátskektum. Við börnin nutum góðs af þessum náttúru- áhuga hans. Það voru ófáar veiði-, grasa- og beijaferðirnar sem við fórum með honum og mömmu. Pabbi var mikill gleðimaður, dansari og hrókur alls fagnaðar í öllum félagsskap, Hann hafði mikla og fallega söngrödd sem naut sín jafnt í kórsöng, kveðskap og í veisl- um. Hann glamraði á gítar, spilaði á munnhörpu og hárgreiður börnum til skemmtunar. Pabbi var hagleiksmaður til hug- ar og handa og byggði allt frá stór- um einbýlishúsum að litlum öskjum undir flautur sem hann gaf okkur. Alla ævi hafði hann yndi af kveð- skap og var hann hagyrðingur góð- ur. Eftir hann liggja hundruð lausa- vísna og Ijóðabálka. Hann var fé- lagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni til fjölda ára. Við börnin munum glöggt allar yndislegu ferðirnar með kvæðamönnum þar sem gaman- og kersknivísur þutu manna á milli. Pabbi átti einkar auðvelt með að smíða tækifæris- og gamanvísur. Oft fylgdu ferskeytlur með afmæl- ispökkum til okkar og barnabarn- anna. Hann átti oft auðveldara með að tjá tilfinningar sínar í bundnu máli en óbundnu. Seinasta áratuginn glímdi pabbi við erfiðá blóðsjúkdóma þannig að hann varð svo til óvinnufær. Hann tók sjúkdómunum af miklu æðru- leysi, var glaður í sinni og lét hveij- um degi nægja sínar þjáningar. Síðustu mánuðina naut hann frá- bærrar aðhlynningar og stuðmings frá starfsfólkinu á krabbameins- deild Landspítalans, 11 E, og segja allar vísurnar sem hann skaut til þeirra meira en nokkuð annað um hug hans. Við söknum okkar kæra föður sem nú er farinn frá okkur. Okkar eina huggun er að nú er hann liðinn frá þjáningu og þraut. Hugur okkar þrunginn tómleika, söknuði og sorg. Hvíl þú í friði. Fyrir hönd systkin- anna. Guðrún Sesselja, Helgi og Reynir. Grímur Heiðdal Lárusson er lát- inn eftir mikla þrautagöngu. Elsku bróðir, nú ertu horfinn sjónum okk- ar, en myndin lifir alltaf. Ég var svo lánsöm að geta hitt þig fyrir stuttu og við spjölluðum um alla heima og geima, gömlu góðu dag- ana þegar við vorum að kveða og syngja með vinum. Þá var svo gam- an. Þú varst alltaf svo góður, gerð- ir gott úr öllu, tókst rétt á málum, varst svo tryggur vinur og bróðir. Vísurnar þínar og kvæðin gleymast ekki. Grímur var trúlofaður stúlku, ættaðri úr Eyjafírði, Elsu Aðal- steinsdóttur, átti með henni Sigríði, sem ólst upp hjá foreldrum okkar sem nú eru bæði Iátin, þeim Lárusi GRIMUR HEIÐL UND LÁRUSSON að upplifa dauðann í fyrsta sinn. Issý amma mín átti mjög erfitt á þessum tíma og eftir dauða Æju styrktist samband okkar mikið. Svanhvít Smith reyndist ömmu minni einnig vel á þessum árum. Þær voru miklar vinkonur og höfðu gengið í gegnum súrt og sætt sam- an, allt frá því að þær voru unglins- stúlkur, en Svana dó í októberlok fyrir tveimur árum. Þá var amma mín ein eftir úr stórum vinkvenna- hóp. Þrátt fyrir söknuð eftir góðum vinum og heilsuleysi var amma mín oftast kát. Það var auðvelt að gleðja hana. Súkkulaðimoli, koss á kinn og lítil saga úr daglega lífinu gátu komið henni í gott skap. Síðustu árin bjó amma mín á hjúkrunaheim- ilinu Eir. Þar var vel hugsað um hana en henni þótti oft einmanna- legt að liggja þar rúmföst og hálf blind. Hún missti mikið þegar sjón- in versnaði og hún gat ekki lengur lesið á bók. Eitt sinn er ég hringdi í hana sagði hún við mig; „Æ, Sía mín, mikið er gott að heyra í þér. Ég er búin að liggja hér og biðja góðan guð um að þú hringdir." Þessi orð gleymast mér aldrei. Hvað gat ég annað gert en að gera allt sem í mínu valdi stóð til að létta ömmu minni lífið. Ömmu minni sem hafði gefið mér svo margt og hugsað svo vel um mig þegar ég var lítið barn. Ég vona að amma mín hafi fundið hversu mikils virði það var fyrir mig að fá að hugsa um hana þessi síðustu ár. Alveg eins og ég veit að það var ekki aðeins af skyldurækni sem amma hugsaði um mig þegar ég var lítil vona ég að hún hafi fund- ið og vitað að ég hugsaði ekki aðeins um hana af skyldurækni, heldur fyrst og fremmst af ást og væntumþykju. Á vmdanförnum árum kom það tvisvar sinnum fyrir að ég sat við hlið ömmu minnar í sjúkrabíl þar sem hún lá nær dauða en lífi og hvíslaði hvatningarorð í eyra henn- ar. Hún hafði oft sigrast á erfiðum veikindum og komið bæði læknun- um og okkur sem þekktum hana hvað best á óvart. Hún amma mín var óútreiknanleg. Þegar hún var flutt í ofboði á spítala fyrir tæplega viku síðan var hún ekki tilbúin til að deyja. Það bráði af henni og ég trúði því um stund að hún myndi Bjömssyni og Péturínu Jóhannsdótt- ur í Grímstungu, og soninn Smára, sem ólst upp hjá móður sinni. Elsa og Grímur slitu samvistir. Smári og hans fjölskylda kom hingað flest ár og okkur finnst Grímur vera á með- al okkar þegar Smári er hér, þeir eru svo líkir til orðs og æðis. Smári á þijár dætur og tvö barnabörn. Sigríður á þijú börn. Grímur var lengi í foreldrahúsum, kynntist þar indælli kaupakonu, Magneu Halldórsdóttur, ættaðri úr Ölfusi. Þau giftust 26. júní 1954. Magga og Grímur eiga fimm börn; öll uppkomin og böm þeirra systkina eru 13. Afkomendur Gríms eru öll indælt fólk svo og tengdabömin. Magga mín, við fjölskyldan á Bakka þökkum þér áratuga tryggð og vináttu og hversu vel þú hugsað- ir ætíð um Grím og ekki síst í hans mikla veikindastríði, sast hjá hon- um, last fyrir hann og varst alltaf hress, hvernig sem þér leið. Aldrei guggnaðir þú. Þá langar okkur að þakka fyrir son okkar, Jón Baldvin, sem var hjá ykkur í tvo vetur og þið hjónin reyndust honum sem bestu foreldrar. Þetta allt verður aldrei fullþakkað. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og þakkir fyrir liðnar samverustundir til Möggu, Reynis, Halla, Báru, Heiga, Gunna, Smára og Siggu og afkomendum ykkar allra. Guð styrki ykkur og leiði. Kristín, Jón, synir, tengdadætur og barnabörn. Hver fógur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.