Morgunblaðið - 31.10.1995, Page 22

Morgunblaðið - 31.10.1995, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUIt 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ - LTTA Í&EFNA ,.tj f- Á hesta sírtð i bwnum SKIPHOLT 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 551 2323 BLDGGATJOED VIÐSKIPTI Ný tölvu- símaskrá BÓKAÚTGÁFAN Aldamót hefur sent frá sér Tölvusímaskrána 95, en eins og nafnið bendir til er hér um símaskrá á tölvutæku formi að ræða. Að sögn Matthías- ar Magnússonar, framkvæmda- stjóra Aldamóta, er í þessari símaskrá hægt að nálgast upplýs- ingar um heimilisföng, símanúm- er og faxnúmer flestra íslenskra fyrirtækja, stofnana og félaga, auk þess sem þar er að finna netföng og heimasíðuslóðir rúm- lega 200 fyrirtækja. Matthías segir að ætlunin sé að uppfæra símaskrána 4 sinnum á ári og geti notendur hennar valið tíðni uppfærslna. Auk þess að vera hefðbundin símaskrá getur forritið leyst ýmis verk af hendi fyrir notand- ann, að sögn Matthíasar. „Forrit- ið getur útbúið margvíslega lista, prentað dreifibréf og prentað á límmiða. Auk þess er hægt að láta það vinna upp skrár og flyija þær yfir í nánast hvaða Windows forrit sem er. Ef notandinn hefur internettengingu getur hann smellt á einn hnapp og þá er hann kominn inn á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis. Með sama hætti getur hann látið for- ritið hringja fyrir sig, ef tölvan er tengd við síma.“ Skráning í Tölvusímaskrána er fyrirtækjum að kostnaðar- lausu. Þegar hafa verið skráð um 6.000 fyrirtæki og segir Matt- hías að gert sé ráð fyrir því að búið verði að færa öll fyrirtæki inn um næstu mánaðamót. Hann segir að forritið kosti 12.800 krónur með vsk. og þegar sé búið að selja það tæplega 400 aðilum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FJÖLMENNT var á stofnfundi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. Mikill áhugi á við- skiptum STOFNFUNDUR Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins var haldinn í húsa- kynnum Félags íslenskra stórkaup- manna sl. föstudag. Að sögn Stefáns S. Guðjónssonar, framkvæmdastjóra FÍS, ríkir mikil ánægja með þau við- brögð sem stofnun viðskiptaráðsins hefur fengið, en þegar hafa um 90 íslensk fyrirtæki _gerst aðilar að því. í máli_ Jóns Asbjörnssonar, for- manns FÍS, kom fram að menn vilji horfa í allar áttir, hvað viðskipta- tækifæri varðar, og æskilegt sé að heimsviðskiptin séu eins frjáls og opin og mögulegt er. Jón lagði áhérslu á að stórkaupmenn séu mót- fallnir hvers konar viðskiptahöftum og viðskiptablokkum. Orkan byrjar um miðjan nóvember STEFNT er að því þijár bensínstöðv- ar hins sameiginlega fyrirtækis Skeljungs, Hagkaups og Bónus, Ork- unnar hf., verði opnaðar um miðjan nóvember. Stöðvarnar eru við verslun Bónuss í Kópavogi og við verslanir Hag- kaups á Eiðistorgi og á Akureyri. Eins og fram hefur komið er um að ræða sjálfsafgreiðslustöðvar án nokkurra starfsmanna og er gert ráð fyrir að bjóða þar bensín og díselolíu á umtalsvert lægra verði en verið hefur hjá olíufélögunum. við Kína Á fundinum talaði einnig Gua Haibin, fulltrúi viðskiptaskrifstofu Kína í Evrópu, CCPIT, en skrifstofan hefur aðsetur í London. Haibin bauð fram aðstoð skrifstofunnar við að koma á viðskiptasamböndum við Kína, en hann er ekki með Öllu ókunnugur íslensku viðskiptalífi þar sem hann var viðskiptafulltrúi við kínverska sendiráðið hér á landi fyr- ir 12 árum. Oft á tíðum er litið til stórkaup- manna sem innflutningsaðila fyrst og fremst. Stefán segir markmiðið með stofnun þessa viðskiptaráðs þó langt því frá að vera eingöngu til að stuðla að innflutningi. Útflutning- urinn sé alveg jafn mikilvægur þátt- ur í starfsemi ráðsins. „Ástæða þess að við réðumst í stofnun þessa fé- lags er fyrst og fremst sú að Félag íslenskra stórkaupmanna er félag fyrirtækja í milliríkjaviðskiptum. Okkar félagsmenn hafa verið að horfa í vaxandi mæli til Kína og hafa átt viðskipti við landið, bæði beint og óbeint. Við töldum þetta því vera rökrétt og eðlilegt framhald af þvi og með þessu viljum við styðja við bakið á okkar félagsmönnum,“ segir Stefán. Á fundinum var Sigtryggur S. Einarsson í XCO kosinn formaður viðskiptaráðsins, en auk hans voru 15 aðilar kosnir í stjórn sem síðan mun hún skipa þriggja manna fram- kvæmdastjórn úr sínum röðum. Stef- án segir að Félag stórkaupmanna muni annast daglegan rekstur við- skiptaráðsins og veita alla þá ráð- gjöf sem félagsmenn sækist eftir. Hugbúnaður Kínverjar töpuðu í höfunda- réttarmáli Peking. Reuter. DÓMSTÓLL í Peking hefur fundið kínverskt fyrirtæki sekt um brot á höfundarétti í fyrsta sinn og Microsoft-fyrirtækið gerir sér vonir um skaðabætur. „Við vonum að þetta hafi fordæmisgildi," sagði talsmað- ur Microsofts. „Við fögnum úrskurðinum, þótt málið hafi tekið langan tíma.“ Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að tölvufyrirtækið Ju Ren hefði fjölfaldað og selt Autocad, Lotus 1-2-3, Windows 3.0, Microsoft Word, WordPerfect og fleiri forrit. Microsoft, Autodesk Inc og Word Perfect Application Group höfðuðu málið í febrúar 1994. Talið er að dómstóllinn kveði upp úrskurð um skaðabætur í nóvemberbyijun. Búizt er við að þær verði verulegar. Viðskiptavinir Ju Ren hafa fengið að velja hugbúnað með einkatölvum, sem fyrirtækið hefur selt, að minnsta kosti síðan síðari hluta árs 1993 samkvæmt kínverskum blaða- fréttum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.