Morgunblaðið - 31.10.1995, Page 53

Morgunblaðið - 31.10.1995, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 53 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Tímarnir breytast og mennirnir með Frá Ragnari Halldórssyni: SÁ ER háttur atvinnustjórnmála- manna, að trúa því að skammtíma- minni „háttvirtra" kjósenda sé liðið og langtímaminni ekkert. Valt er að draga þær ályktanir, því tímarnir og viðhorf fólks breytist. Liðin er sú tíð, þegar hin ríg- bundna og óijúf- anlega flokkstrú var við lýði og jaðraði við ódrengskap og svik að snúa hug- anum í aðra átt eða skila auðu. Sú var tíð, að jafnvel við dauðans dyr náði skuldbindingin hámarki og skyldi minnast. Þannig hljóðaði dán- arminning í flokksblaði fyrir margt löngu: „Hann Jón Jónsson var enginn veifiskati. Hann fylgdi ávallt flokkn- um og las gleraugnalaust fram í andlátið." Svona skrifuðu flokkaritstjórar. Dauðir menn voru metnir af flokkn- um fyrst og fremst, þó annars væri í framhjáhlaupi getið. Fók hefur menntast, orðið víð- sýnna og farið að nota gleraugu, það er hjálp við nærsýni og eykur fjar- sýni. Heilagsandahopp í þágu þröng- sýnna afturhaldsafla, einræðis eða tækifærissinnaðra, lukkuriddara, sem sitja við þann eldinn, sem best brenn- ur og gefur flesta bitlinga er liðinn. Þegar skoðuð er öll vandlæting og fordæming krata á stjórnarhátt- um bæði nú og langt aftur í tímann, sérstaklega hvað landbúnað varðar, mætti ætla að „pínulitli flokkurinn" Alþýðuflokkurinn, eins og hann oft var nefndur meðal fólks, hafi ekkert komið við sögu stjórnarsetu undan- fama áratugi. Við skulum athuga það: Þau undur og stórmerki hafa gerst, að vegna oddaaðstöðu „pínulitla flokksins" hefur hann orðið einskonar blaðlús í aldingarðinum og hreiðrað svo um sig að með fádæmum er. Síðan 1934-1995 hefur Alþýðu- flokkurinn setið í tólf ríkisstjórnum og áskotnast þrjátíu og fjórir ráð- herrar - 34 ráðherrar!! Vel hafa verið rekin trippin. Svo var um tíma, að þurrð varð á krata- fólki í allar þær opinberu hálauna- stöður, nefndir og bitlinga. Þeir hafa því getað sagt eins og sagt var í þjóðsögunni um tilberann „Fullur peli móa“. Aðeins tveir heiðursmenn, Haraldur Guðmundsson og Friðjón Skarphéðinsson gengu út úr ráðu- neytunum, það voru menn! Kveðið var á Alþingi fyrir margt löngu: „Dragsúgur í deildinni doktors þreki gjörði skaða“. Kannske hefur ástæð- an verið sú sama hjá þeim. Eftir sátu áratugum saman kratar, mann fram af mönnum í mjúkum ráðherrastólum og fundu engan dragsúg! Krataráðherrar hafa ávallt haft allt á homum sér í landbúnaðarmál- um, og aldrei meir en nú. Sátu þó í síðustu ríkisstjómum, en fundu þá ekki til skaða neinn dragsúg. Merki- legt! Vildu ólmir sitja áfram. Það er rétt hjá krötum, að margt er að varðandi landbúnaðinn. Langt mál yrði að skpða það rækilega. Verður kannske gert ef guð leyfir. Kannske mætti nú nota tillögu eins krata ráðherra, sem komst á varir þjóðarinnar. Sannanir veit ég engar, en sagt er að sjaldan ljúgi almanna- rómur. í þann tíð seldist, eins og fyrr og síðar illa kindakjöt og fýrir lágt verð. Hinsvegar var ágætt út- flutningsverð fyrir gærur. Tillaga ráðherrans sem komst á varir þjóð- arinnar var þessi: „Fækka sauðfé en tjölga gærum“. Ekki trúi ég að sagan sé sönn. Fyndið er samt að hún komst á kreik í þjóðsagnasafni alþýðunnar. Hún segir sitt um álit fólksins á Alþýðu- flokknum. Ekkert er verra í íslenskum stjóm- málum, en að „pínulitli flokkurinn" eða aðrir slíkir tækifærissinnar í oddaaðstöðu, við myndun ríkisstjórn- ar. Annað mál er, hvort núverandi ríkisstjórn er það sem fólkið vill til langrar framtíðar. Mér finnst það ósennilegt. RAGNAR HALLDÓRSSON, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Að gera menn að „glæpomim“ Frá Stefáni Þór Sigurðssyni: UM HAUSTIÐ 1989 bjuggum við hjónin á Snæfellsnesi vestur. Þar sem eiginkonuna vantaði atvinnu gripum við fegins hendi umboðs- mennsku fyrir dagblöð á búsetu- svæði okkar. Þegar eiginkonan spurðist fyrir um kaup og kjör, reyndust launin heldur rýr, einkum þegar tillit væri tekið til ýmiss fyrir- sjáanlegs kostnaðar, til dæmis bíla- og símakostnaðar. En, viti menn, dagblöðin upplýstu að greiðslur fyr- ir umboðsmennsku og útburð dag- blaða væru og hefðu alltaf verið skattfijáls — þ.e.a.s. ekki gefin upp til skatts!! Væru umboðslaunin reyndar útreiknuð með það í huga!! Reyndist nú vera grundvöllur fyrir að taka að sér umboðsmennskuna — að við héldum, og önnuðumst við starf þetta í nokkur ár. En viti menn! í stól ráðherra fjármála sest maður, sem hendi væri veifað — og situr enn — sem sá hversu þegn- um þessa lands væri mismunað með því að þurfa ekki að greiða skatt af öllum sínum tekjum og það meira að segja þegnar, sem ekki eru alþingismenn. Var nú gefín út tilskipun til allra skattstjóra lands- ins að leita þetta fólk, flest bama- fjölskyidur og/eða gamlingjar að drýgja sultarlaunin, leita þetta fólk uppi, sem ótíndir glæpamenn og skattsvikarar væm og hafa af þeim lögbundin gjöld, með 25% glæpa- mannaálagi ofan á venjulega skatta — og það fímm ár aftur í tímann!! Þar með var brostinn launagrand- völlur umboðsmennskunnar og auð- séð að laun síðustu fimm ára að engu orðin, þegar tillit er tekið til alls kostnaðar. Hefði ekki ráðherra nægt og verið nær réttlætistilfinningu venju- legs fólks að gefa út tilskipun um að frá og með einhverri dagsetn- ingu — ekki fímm ár aftur í tímann — skyldi skattleggja umboðslaunin? Þá hefðu menn getað gert það upp við sig hvort menn vildu halda áfram, semja um hærri greiðslur frá dagblöðunum, eða hætta ella. Þá væri nú ekki fjöldi illa settra einstaklinga orðinn að glæpamönn- um og það án þess að hafa ætlað sig vera að gera nokkuð á hluta nokkurs. Þá væra færri að missa allt niðuram sig, vegna óvæntra og ófyrirsjáanlegra útgjalda. En er hægt að ætlast til þess að fólk, sem fínnst eðlilegt að hafa hálf verka- mannalaun skattfijáls og kallar sig alþingismenn og ráðherra, skilji óréttlæti sem þetta? Nei, það er til of mikils mælst, enda langt í næstu kosningar og skilningurinn á kjör- um alþýðunnar í réttu hlutfalli við þann tíma. Stefán Þór Sigurðsson, Hjallavegi 1, Njarðvík. Á að hækka sjálf- ræðisaldur? Frá nemendum í 9. og 10. bekk Tjarnarskóla: HVAÐ merkir það að vera sjálfráða? Undanfarið hafa heyrst tillögur um hækkun sjálfræðisaldurs. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs er sá sjálf- ráða sem ræður sér sjálfur, hann er fijáls ferða sinna og athafna. En stóra spumingin er hvort 16 ára unglingar séu tilbúnir að taka þá ábyrgð. í raun eru 16 ára unglingar ekki orðnir sjálf- ráða, þeir hafa hvorki fullt vald yfir fjármálum sínum né ökuréttindi. Ann- ars staðar í Evrópu er sjálfræðisald- urinn 18 ár. Aðalvandamálið er hve mikið er verið að seinka því að ungl- ingar verði fullorðnir og jafnframt fullábyrgir. Ekki þarf að fara lengra en í upphaf þessarar aldar til saman- burðar en þá var ungu fólki falið að vinna erfiða fullorðins vinnu. Lítið hefur verið fjallað um þetta mál og því langaði okkur að forvitnast um hug almennings. Svo virðist sem flestum finnist að hækkun sjálfræðisaldurs sé ekki tímabær ákvörðun. Við spurðum eitt hundrað einstaklinga á ýmsum aldri og er svarhlutfallið 91%. 64% svar- enda voru á móti því að hækka sjálf- ræðisaldurinn, en 36% vildu hækkun úr 16 árum í 18 ár. Meiri andstaða var á meðal karla og skipti aldur karlanna ekki máli. Konur, jafnt ungar sem aldnar, voru einnig mót- fallnar þessari breytingu. Umræðan um hækkun sjálfræð- isaldurs er komin stutt á veg. Marg- ir hafa velt þessu lítið fyrir sér og í rauninni vita kannski fáir hvað það merkir að vera sjálfráða. Að okkar mati þyrfti því að veita meiri upplýs- ingar og kynna málið frekar áður en afstaða er tekin. ANNA SOLVEIG ÁSKELSDÓTTIR, ELVA RUT ERLINGSDÓTTIR, HJÖRTUR HJARTARSON, KATRÍN JÚLÍA MIXA, LOUISA SIF JÓHANNESARDÓTTIR, RAKEL JÓNSDÓTTIR. Furstarnir fárast Frá Brynjari Franssyni: EFTIR síðustu kosningar settist að völdum samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. I stól iðnaðar- og viðskiptaráðherra settist ungur maður, Finnur Ingólfsson, einn okkar glæsilegasti stjórnmálamaður. Við- skiptaráðherra tók þegar til óspiltra mála sem hans var von og vísa, að hrinda í framkvæmd ýmsum málum sem honum voru hugleikin og hann telura ð til heilla horfi. Á dögunum setti ráðherrann fram hugmyndir um að losað yrði um ein- okunaraðstöðu lífeyrissjóðanna. Eins og við mátti búast ærðust litlu pen- ingafurstarnir, sem hafa ráðið yfir fiármunum fólksins í formi lífeyris- sjóðanna, enda engin furða, eignir líf- eyrissjóðanna era nefnilega um 230 milljarðar (tvöhundruð og þijátíuþús- und milljónir), dágóð summa. Menn hafa getað keypt sér völd fyrir minna. Flestir þeir sem raunveralega ráða fjármunum fólksins era einnig svo nefndir verkalýðsleiðtogar. Þeir hafa að undanfómu legið undir þungu ámæli frá sínum umbjóðendum. Heyrst hafa nafnbætur eins og riddarar ræfildómsins. Upphlaup nefndra leiðtoga er því trúlega af tvennskonar rótum vunnið. í fyrsta lagi, væntanlegur valdamiss- ir og í öðru lagi að geta beint at- hygli fólksins um stund frá sjálfum sér og að ráðherra. Það er umhugsunarvert fyrir al- menning að þessir títt nefndu leiðtog- ar hafa aldrei spurt eigendur fjárins hvernig þeir vilji haga geymslu þess. Ég tel að hugmyndir ráðherra séu allrar athygli verðar og skora því á hann að láta ekki undan síga fyrir þessum nafnbættu leiðtogum. BRYNJAR FRANSSON, Vallarhúsum 24, Reykjavík. Vitara V6 Nýr eðaljeppi þar sem afl og öryggi hafa forgang. Vitara V6 er einstaklega aflmikill, með hljóðláta V6 oél, 24 ventla, sem afkastar 136 hestöflum. Hann er byggður á sjálfstæða grind og er með hátt og lágt drif. Nákoæmt oökvastýrið og lipur 5 gíra handskiptingin eða 4ra gíra sjálfskiptingin gera Vitara V6 auðoeldan í akstri á oegum sem utan oega. Öryggisloftpúðar fyrir ökumann og framsætisfarþega, höfuðpúðar á fram og aftursætum og styrktarbitar í hurðum gera Vitara V6 að einum öruggasta jeppa sem býðst. Einstaklega hljóðlátt farþegarýmið er búið öllum þægindum sem eiga heima í eðaljeppa eins og Vitara V6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.