Morgunblaðið - 31.10.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 31.10.1995, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/J6n Sigurðsson í GÆR hafði einungis tekist að grafa sjö hross úr snjóflóðinu og alls óvíst hvort frekari leit yrði gerð fyrr en hlánar. - Snjóflóð í Móbergsfjalli í Langadal Nítján hross drápust Blönduósi - Nítján hross fórust er mikið snjóflóð féll úr Móbergsfjalli í Langadal milli bæjanna Móbergs og Skriðulands. Tuttugu og tvö hross lentu í flóðinu og tókst að bjarga þremur hrossum lifandi eftir þriggja og hálfs sólarhrings dvöl í flóðinu. Þau hross sem lentu í snjóflóðinu voru frá bæjunum Móbergi og Fagra- nesi. Heimildir segja að mikið flóð hafi fallið á sömu slóðum fyrir um sjötíu árum og fórust þá átta hross. Af þessum nítján hrossum sem fórust áttu ábúendumir Jón Ingi Guðmundsson og Jakobína Halldórs- dóttir á Fagranesi þrettán hross. Eftir þessa atburði er hrossaeign þeirra einungis eitt folald. Þau Jak- obína og Jón stunda vinnu á Blöndu- ósi og voru þessi hross þeirra eini bústofn. Jón sagði að allt þeirra ræktunarstarf hefi horfið á örskots- stundu og af þessum þrettán hross- um sem þau misstu voru átta.reið- hross. Þetta eina folald sem um ræð- ir bjargaðist úr flóðinu ásamt tveim- ur öðrum hrossum um þrémur og hálfum sólarhring eftir að flóðið féll. Að sögn Halldórs Einarssonar, bónda á Móbergi, þá hljóp folaldið frá björg- unarmönnum um 15 mínútum eftir að það var grafíð upp. Halldór Ein- arsson sagði að menn hefðu ekki gert sér grein fyrir því að snjóflóð hefði fallið fyrr en á sunnudag því fennt hefði yfír slóð flóðsins sem að öllum líkindum féll aðfaranótt fímmtudagsins. Umfang flóðsins er gríðarlegt og skriðþungi þess mikill því það fer milli 400 og 500 metra vegalengd á jafnsléttu og stöðvast ekki fyrr en niður við gamla þjóðveginn. Mesta breidd þess var um 200 metrar og voru menn að áætla að mesta dýptin væri hátt á fjórða metra. SAMEIGINLEG sjóbjörgunaræfing var haldin 14. október á Drangsnesi þar sem þátt tóku auk heimamanna björgunarsveit- armenn frá Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn og Hólmavík. Mötuneytið úr Straums- vík slysa- vamahús á Drangsnesi Drangsnesi - Séra Sigríður Óla- dóttir, sóknarprestur á Drangs- nesi, vígði sunnudaginn 15. október nýtt hús Slysavarna- deildarinnar Bjargar á Drangs- nesi. Þetta nýja hús SVD Bjargar á Ðrangsnesi á sér nokkuð langa sögu en það var áður hluti af mötuneyti suður í Straums- vík. Þegar því hlutverki lauk gaf Álfélagið í Straumsvík Slysavarnafélagi íslands það. Þessi bygging, sem var saman- sett úr einingum, var i heild um eitt þúsund fermetrar að flatar- máli. í sljórn SVFÍ sáu menn að nýta mætti þessar húseining- ar og væri þetta tilvalin lausn fyrir smærri deildir úti á landi til að koma þaki yfir starfsemi þeirra og búnað. Aðalhvatamaður þess að Slysavarnadeildin Björg á Drangsnesi skyldi vera ein þeirra deilda sem góðs. nyti af mötuneytinu úr Straumsvík var Þráinn Elíasson, félagi í Björg- unarsveitinni Tryggva á Sel- fossi. Og þeir Tryggvamenn létu ekki þar við sitja heldur komu norður, reistu húsið og gerðu fokhelt sl. haust. Þeir sögðu ekki skilið við Drangsnes- inga svo búið heldur komu aftur og unnu sleitulaust þar til verk- inu var lokið, klæddu húsið utan með járni og gengu frá gólfi. Enn er samt eftir að vinna við rafmagn og sitthvað fleira eins og gengur. Einar Sigurjónsson, forseti Slysavarnafélags íslands, Gunn- ar Tómasson varaforseti og Garðar Eiríksson, gjaldkeri fé- lagsins, komu norður til að vera viðstaddir vígslu hússins. Trausti Traustason, formaður björgunarsveitarinnar Tryggva á Selfossi, afhenti forseta SVFÍ húsið. Um leið og Einar Sigur- jónsson aflienti Tryggva Olafs- syni, formanni SVD Bjargar, lyklavöldin að þessu nýja húsi deildarinnar minntist hann þess að í ár er Slysavarnadeildin Björg á Drangsnesi 50 ára en hún var stofnuð 28. mars 1945. Lét hann þess einnig getið að sljórn SVFÍ gæfi deildinni tvær talstöðvar. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir FÉLAGAR úr björgunarsveitinni Tryggva á Selfossi fylgdu mötuneyti álversins eftir og . reistu það fyrir Slysavarnardeildina Björgu á Drangsnesi. Sértilboð' til Kanarí 22. nóvember 49.960 kr. 22.nóv. 24 nœtur Aðeins 8 hús í boði Verð 49.960 kr. m.v. 2 í smáhýsi, 22. nóv. Skattar innifaldir. Við kynnum nú nýjan gististað á Kanarí í vetur, Santa Fe, falleg smáhýsi í hjarta Ensku strandarinnar. Við höfum fengið 8 hús á sérkjörum sem við bjóðum viðskiptavinum okkar í ferðina 22. nóvember. Falleg smáhýsi á einni hæð, öll með einu svefnherbergi, baði, stofu og eldhúskrók. Stór og fallegur garður, móttaka og veitingastaður. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. TÓNLEIKAR í Háskólabíói fimmtudaginn 2. nóv. kl 20.00 SINFÓNÍUHLJÓMSVEITISLANDS OG IB LANZKY-OTTO JosefHaydn: Sinfónía nr. 103 W. A. Mozart: Homkonsert nr. 2 I ----------------------------------- | Þorkell Sigurbjörnsson: Rúnir, X I konsert fyrir horn og hljómsveit | Béla Bartók: Dansasvíta____________ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói viö Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HL|ÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.