Morgunblaðið - 31.10.1995, Síða 64

Morgunblaðið - 31.10.1995, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NBTFANG MBUaiCENTRUMlS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Eignatjón á Flateyri meira en í Súðavík Flateyri. Morgunblaðið. Vinnsla hafin hjá Kambi á Flateyri FREYR Jóhannesson, matsstjóri Viðlagatryggingar íslands, telur að eignatjón sem varð vegna snjóflóðs- ins sem féll á Flateyri sé meira en tjónið sem varð þegar snjóflóð féll á Súðavík 16. janúar. „Þarna hafa miklu meiri kraftar verið að verki, en þó standa steyptir veggir furðu vel,“ segir Freyr. Hann segir að ekki sé ljóst hvað tjónið sé mikið, en raunhæft sé að áætla það á milli 200 og 300 milljónir króna. Eignatjón vegna hamfaranna í Súðavík var metið rúmar 180 millj- ónir króna. Freyr segir að tjónið sem orðið hefur á eignum á Flat- eyri sé meira, en það komi ekki í 162 millj- ónir hafa safnast ÞEGAR hætt var að taka við framlögum í landssöfnunina Samhugur í verki klukkan 23 í gærkvöldi, höfðu safnast 161.891.917 krónur og alls var Qöldi framlaga 28.836. Fjár- munirnir renna til aðstoðar þeim sem eiga um sárt að binda eftir flóðið á Flateyri. Sími söfnunarinnar, sem er 800 5050, verður opinn í dag en einnig verður tekið við fram- lögum á söfnunarreikningi nr. 1183-26-800 í Sparisjóði Flat- eyrar allan nóvembermánuð, auk þess sem hægt verður að leggja framlög inn á símanúm- er söfnunarinnar jafnlengi. Forráðamenn söfnunarinnar segja þá upphæð sem safnast hefur vera langt framar björt- ustu vonum, ekki síst miðað við skamman undirbúnings- tíma söfnunarinnar. 90 síma- línur voru opnar í gærkvöldi og fjöldi stjórnmálamanna, tón- listarmanna, leikara og ann- arra listamanna, auk annarra, tók við framlögum almennings og fyrirtækja. Forráðamenn söfnunarinnar segja að mikill hugur hafi verið í þeim fjöl- mörgu sem lögðu sitt af mörk- um fyrir og eftir beina sjón- varpsútsendingu sem efnt var til i gærkvöldi. t_________________________ Syngur fyrir Flat- eyringa KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngv- ari mun halda tvenna einsöngstón- leika með Sinfóníuhljómsveit íslands í maí á næsta ári og rennur ágóði af öðrum tónleikunum til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna snjó- flóðsins á Flateyri. Kristján mun syngja Óþelló eftir Verdi. „Mig langar til að taka þátt í að rétta þessu fólki hjálparhönd," segir Kristján. Ágóðinn af hinum tónleikum hans rennur til styrktar byggingu tónlistarhúss. ■ Kristján syngur/28 ljós fyrr en eftir nokkra daga hvað það sé mikið. Verið sé að meta eign- ir og afla gagna fyrir matsmenn. Líklega verði haldið vestur að nýju í næstu viku til að skoða eignir sem eru skemmdar að hluta en endan- legt mat liggi sennilega ekki fyrir fyrr en undir jól. Á þriðja tug eigna skemmdist „Við fyrstu sýn virðast húsin á Flateyri vera tryggð hærra en í Súðavík. Brunabótamat 21-22 húsa sem eru bæði skemmd og ónýt er um 240 milljónir, sem er hámarks- tryggingafjárhæð og segir ekkert til um endanlega bótafjárhæð þar ÁGÚST Oddsson, héraðslæknir á Vestfjörðum, segir að andleg líðan fólks á Vestfjörðum sé slæm eftir þau þungu áföll sem riðið hafa yfir Flateyri og Súðavík. Hann segir afar mikilvægt að heilsugæslan á Vestfjörðum verði efld og fólk verði aðstoðað við að komast yfir þessa reynslu. Fólk verði að fá aðstoð við að komast í gegn um þennan vetur, sem margir óttist að verði þungur. „Snjóflóðið sem féll á Súðavík var gríðarlegt áfall fyrir okkur Vestfirð- inga. Við vorum ekki búnir að jafna okkur á því slysi þegar ósköpin dundu yfir á Flateyri í síðustu viku. Heilsugæslan á ísafirði hefur unnið með Súðvíkingum, en það verður að segjast eins og er að heilsugæslu- stöðvarnar úti á landi eru ekki í stakk búnar til að bæta við sig svo stórum aukaverkefnum, sem þetta verkefni er. Við hefðum þurft að fá sem eftir á að meta skemmdir.“ Freyr segir þó ljóst að annað hvort virðist hús ónýt með öllu eða mjög lítið skemmd, þ.e. hlutatjón sé lítið. Altjón er mat á heildartjóni að frádregnu veði á eignum, á verð- lagi í dag, og fá veðhafar sinn hluta greiddan en eigandi afganginn. Alls skemmdist á þriðja tug fast- eigna í snjóflóðinu. Þar af eru hátt í 20 hús gjörónýt. Þar fyrir utan eru mörg hús á svæði sem enginn treystir sér til að búa lengur á. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar, sveitarstjóra á Flateyri, eru um 30 hús á þessu hættusvæði og líklega verður ekki búið í þeim framar. ~ fleiri stöðugildi til að ráða almenni- lega við þetta. Eg sé fyrir mér að núna verðum við að fá aukinn mann- skap.“ Eins og að rífa upp nýgróið sár „Því sem hefur gerst núna má líkja við sjúkling sem er að gróa sára sinna og skyndilega er hrúðrið rifið ofan af. Þeir sem voru verst á sig komnir eftir Súðavíkurslysið og voru ekki búnir að jafna sig finna nú fyrir mikilli vanlíðan.“ Ágúst sagði að þessi vanlíðan fólks væri ekki bundin við Flateyri og Súðavík. Nýlega hefðu fallið snjóflóð á Steinsmiðjuna og sorp- brennslustöðina á ísafirði, á hest- húsin í Bolungarvík, ennfremur í UM 25 manns mættu til vinnu hjá fiskvinnslunni Kambi á Flateyri fyrsta vinnudag eftir að snjóflóð féll á kauptúnið. Fyrir flóð unnu um 60 manns við fiskvinnslu hjá Kambi. Gyll- ir, sem er í eigu fyrirtækisins, fer til veiða á morgun og hinir bátarnir fara strax og áhafnir koma til starfa. 10-15 erlendar stúlkur hafa unnið í fiski hjá Kambi og sagði Hinrik Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Kambs, að ekki væri að heyra annað á þeim en að þær ætluðu að vera áfram á Flateyri. Síðar í þess- ari viku væri von á fjórum stúlkum frá Póllandi. Nokkrar Reykhólasveit og ekki væri langt síðan snjóflóð hefðu fallið á Patreks- firði. „Það er snjóflóðahætta á nán- ast öllum þéttbýlisstöðum á Vest- fjörðum, nema kannski á Þingeyri. Eftir því sem snjóflóðin verða tíðari og mannskæðari hafa þau meiri áhrif á líðan fólks.“ Margir nyög óttaslegnir Ágúst sagði að margt fólk væri mjög óttaslegið. Eftir þessi stóru snjóflóð hefðu margir skyndilega á tilfinningunni að þeir væru ekki öruggir á heimilum sínum. Fólk vissi ekki hveiju það ætti von á úr fjalls- hlíðinni. „Það er mjög mikilvægt að fólk fái áfallahjálp. Afallahjálpin er öðru- færeyskar stúlkur störfuðu hjá Kambi, en þær eru farnar. Mjög fast mun hafa verið þrýst á þær af ættingjum í Færeyjum að koma heim. Hinrik sagði Ijóst að vinnu- aflsskortur yrði á Flateyri á næstunni. Búast mætti við að Flateyringar gætu ekki unnið úr öllum þeim afla sem bærist á land. Ef svo færi yrði aflinn sendur til vinnslu í bæjum í kring. I gær voru 12 tonn send til vinnslu á ísafirði, en sýnt þótti að ekki tækist að vinna úr aflanum á Flateyri með því vinnuafli sem þar er núna. ■ Innan við helmingur/6 vísi en önnur heilbrigðisþjónusta að því leyti að við þurfum oft að leita uppi þá sem eru í mestri þörf. Marg- ur sem líður illa dregur sig í hlé og forðast að leita sér hjálpar. Áfallahjálp er að megninu til for- varnarstarf. Með henni reynum við að koma í veg fyrir það sem við köllum áfallahugsýki. Sjúklingur sem haldinn er áfallahugsýki er sam- félaginu mjög dýr. Hann leitar mjög mikið til heilbrigðiskerfisins og oft eru gerðar á slíkum sjúklingi dýrar rannsóknir á hátæknisjúkrahúsum. Menn detta út úr vinnu og hjóna- skilnaðir eru algengir. Þessum sjúkl- ingum verður sem sé fótaskortur í lífínu. Það er mikið unnið með hveij- um sjúklingi sem tekst að forða frá því að lenda í þessum aðstæðum." ■ Snjóflóðið og afleiðingar þess/2/4/6/9-14 og miðopna. Morgunblaðið/Árni Sæberg INNAN við helmingur starfsfólks hjá Kambi mætti í vinnu í gær. Á myndinni faðmast vinnufélagar fyrsta vinnudag eftir að snjóflóðið féll. Héraðslæknirinn á Vestfjörðum óttast um andlega líðan Vestfirðinga Nauðsynlegt að efla áfallahjálp vestra Flateyri. Morgunblaðið. Margir telja sig ekki örugga á heimil- um sínum eftir snjóflóðin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.