Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ - FRETTIR Flateyri - ávarp vegna landssöfnunar MÁLVENJA býður okkur ekki að fagna vetri með sama ávarpi og sumar er boðið velkomið. Við segj- um gleðilegt sumar í von um betri tíma, ekki aðeins við litabreytingu með grænu grasi og gróðri öllum, heldur einnig þægilegri tíma, þar sem minna reynir á manninn sjálf- an en í hörkuveðrum þess árstíma, sem nú í dag hefst samkvæmt al- manakinu. Og þó fínnst okkur veturinn löngu kominn. Ekki aðeins fyrir þær sakir, að víða var sumarið í styttra lagi, heldur vegna þeirra hörmunga, sem annálar fyrri alda töldu yfirleitt að fylgdu vetri, en haust væri laust við og aðrir árs- tímar. En slys geta dunið yfir hvenær sem er og ekki er spurt að heiti tíma eða mánaðar. Ög það hafa þau líka gert víða um land á vegum úti og fylgja myndir, sem vekja óhug. Og þó ávarpa ég þjóð í dag af sérstöku tilefni, þar sem eru ótrú- legar hörmungar á Flateyri. Við byijun árs vorum við hrist svo harkalega, að værð vanans vék fyrir ógnþrunginni vá, þegar snjó- skriða eyddi byggð í Súðavík og hreif með sér íbúa, svo helkuldinn svipti lífi. Og enn hefur snjórinn eytt byggð og hrifsað fleiri úr faðmi ástvina en jafnvel gerðist í janúar. Tuttugu voru snögglega boðaðir til þeirrar farar, sem allra bíður vissulega. Flateyri, vinalegur bær við fagran fjörð, umluktur fjalla- hring, sem við venju- legar kringumstæður eykur yndi, varð að hluta til að rúst á and- artaki. Lagðist snjó- skriðan yfir af slíkum krafti, að vart munu aðrir skilja en þeir, sem líta og leitast við að losa um heljartökin. Sár liðins tíma voru langt frá því gróin. Ýfðust þau upp við þessi tíðindi, og munu þeir, sem sárast eiga um að binda frá slys- inu í ársbyijun, hafa fengið martröð lífs magnaða enn. Og hve við finnum reyndar öll til, hvert barn og hver einasti ungl- ingur, að ógleymdum þeim, sem fleiri ár hafa lifað og því meira séð. Öll eigum við aðeins eina ósk, að mega með einhveijum hætti verða þeim að liði, sem svo mikið hafa misst. Við heyrðum fregnir, síðan voru lesin nöfn og loks birtust myndir. Við hvert skref aukinnar upplýs- ingar jókst hryggðin og þar með samstaðan. Þjóðin tjáði tilfinningar svo sem ein sál væri og fundu allir til. Ég ávarpa landsmenn af því til- efni, að enn veita fiölmiðlar, Póstur og sími og hjálparstofnanir kirkju og Rauða krossins okkur tækifæri til þess að láta athöfn túlka tilfinn- ingu og gjafir samstöðu. Við getum Ólafur Skúlason rétt fram hjálparhönd með því að láta fé af hendi rakna í sðfnun- arsjóð, sem kemur þeim að notum, sem andartak rændi fyrri von og gerði áætlanir að engu. En ég kem líka til þess að hvetja til sam- stöðu með öðrum hætti en fjárgjöfum einum. Ég hvet alla til þess að biðja, til þess að ákalla Guð og fela látna að fordæmi þeirra, sem fyrr misstu svo mikið, barnavininum mesta. Við biðjum þeim blessunar auk- ins styrks, sem mest hafa misst. Við biðjum þeim blessunar, sem hafa séð líf sitt tætt í sundur og áform eydd. Við biðjum þeim blessunar, sem án hiks héldu til starfa á Flateyri og lögðu nótt við dag í þjörgunar- starfi sínu. Við felum þá Guði, sem sjá á eftir ástvini kærum og biðjum um það, að fyrir mátt trúarinnar á hinn eilífa Guð rofi til í svartnætti sorg- armyrkursins. Og við biðjum fyrir þeim, sem telja sig búa þar, sem hættur leyn- ast, þótt enginn geti skýrt og- allar áætlanir mannanna reynist fall- valtar. Gef þeim hugarró, Drottinn. Og við biðjum fyrir öllum mönn- um, hvort heldur þeir óttast hættu af einhverri nálægð við hlíð, fjall eða fjörð eða eru aðeins að búast til farar. Gef öllum aðgæslu með æðruleysi, að við gerum okkur grein fyrir því, að við getum sjálf verið hættuvaldar og bakað öðrum tjón og valdið lífslokum. Við biðjum góðan Guð um að blessa alla menn hverrar þjóðar sem er eins og gert er nú í kirkjum landsins, af því tilefni, að Samein- uðu þjóðimar hafa starfað í hálfa öld. Og við biðjum þeim öllum bless- unar, sem nýta sér hjálp kirkjunnar og mildandi aðstoð hennar og að fleiri fylgi þeirra fordæmi. Og við biðjum góðan Guð, að sameina okkur í áframhaldandi skilningi á annarra þarfír, svo að þjóðin öll megi finna til þess skyld- leika, sem éyðir tortryggni, víkur hatri langt í burt og öfund til þeirra afkima, að engan saki. Lát okkur, fátæk og smá, finna nærveru þína á þungum stundum, svo af sé létt byrðum, og á bjartari tímum sé unnt að láta himinsýn móta hvert eitt spor. Veit syrgjendum á Flateyri og ástvinum vítt um land huggun vegna fyrirheits um eilíft líf í skjóli hins upprisna Drottins og frelsara Jesú Krists. Hann blessi okkur öll. í Jesú nafni er beðið og honum falin fram- tíð þjóðar sem einstaklings sér- hvers. Ólafur Skúlason. Opið virka daga kl. 9—18. í dag auglýsum við aðeins lítið sýnishorn af þeim fjölda fyrirtækja, sem við erum með á söluskrá. Hringdu eða líttu við á Fyrirtækjasölu Hóls og kynntu þér fjölmörg tækifæri til eigin atvinnurekstrar. FYRIRTÆKJASALA Skipholti 50b N/ 2.hæð 5519400 # Fiskbúð. Afar glæsileg og vel tækjum búin fiskbúð til sölu á góöum stað í Reykjavík. Þessi hentar sjósóknarfólki til sjávar og sveita. Góð viðskiptavild. 12026. 0 Kvenfataverslun. Vorum að fá í sölu þekkta kvenfata- verslun í verslunarkjama sem er á uppleið. Eigin innflutningur aö hluta. Möguleiki er að kaupa húsnæði það sem verslunin er rekin í. Saumastofa er rekin í tengslum við verslunina.. 12028. # Dagsala með grílli. Dagsöluturn með grillaðstöóu á góöum stað miósv. í Reykjavík. Þessi er fyrir þá sem hafa áhuga á matargerð. Góö afkoma. 10003. # Tískuvöruverslun við Laugaveg. Erum með í sölu tísku- vöruverslun við Laugaveg. Verslunin hefur verið starfrækt á sama stað í 8 ár. Góður sölutími framundan. 12029. # Skó- og herrafataverslun. Á Reykjávíkursvæóinu erum við með athyglisverða verslun fyrir fólk sem gerir kröfur. Vandaðar vörur í stórri og glæsilegri verslun. Frábær tími fi'a- mundan. 12030. 0 Gæludýr - heildverslun. Verslun. sem selur gæludýr og allt það sem þeim viökemur. Eigin innflutningur á dýrafóðri og dreifing í aðrar verslanir. 12015. 0 Hreingerningafyrirtæki. Um er að ræða fyrb'tæki sem hentar dugmiklum einstaklingi. Starfsemin er mikil í kringum stærri eignir ogfjölbýlishús. 16020. 0 Heilsuræktarstöð með meiru! Rótgróinheiísuræktarstöð með fjölbreytta þjónustu. Frábær staðsetning og heilsugóðir viðskiptavinir. Hentar m.a. nuddurum, íþróttakennurum og dug- miklum einstaklingum. Nú er bara að drífa sig af stað...! 16000. 0 Mallorca - Spánn! Já, elskurnar mfnar, nú er ekkert annað að gera en að taka fram sólarolíuna óg sundfötin og setja sig í limbóstellingar því nú ert þú á leið til Spánar! Þetta er ekkert mál. Þú lítur bara við hjá okkur á Hóli í dag kl. 14-17 og kaupir þér lítinn sætan bar sem er vel staðsettur skammt frá Royal Magaluf hótelinu á Magalufströndinni. Rs. Ekki gleyma gítarnum og sólarstuðinu. Allir dansáKónga...! 14005. 0 Söluturn - lúga - skíði! Söluturn, grillmatur og margt annað. Á þessum stað eni ótæmandi möguleikar á aukinni veltu og umsvifiim, enda hefur staðurinn aðeins verið rekinn í nokkra mánuði. Það er spennandi að fá upplýsingar um þennan á Hóli í dag milli kl. 14 og 17. Velkomin, við erum með heitt á könnunni! 13031. 0 Raftækj averslun. Rótgróin verslun á frábærum stað í all- ra manna augsýn sem bíður eftir nýjum eiganda. Já, þetta er ekkert mál, þú hringir bara á Hól og færð allar upplýsingar. 12027. 0 Veitingahús á Suðurlandi - frábært tækifæri. Ef þú ert að leita að traustu og vel reknu veitingahúsi fyrir austan fjall, þá höfum við rétta staðinn fyrir þig. Þessi veitingastaður hefur verið afar vinsæll og vel rekinn, enda í eigu sama aðila til margra ára. Líttu við á Hóli í dag og renndu síðan strax austur. Það er ekki eftir neinu að bíða...! 14006. 0 Pizza — heimsending. Fyrirtæki sem hefur náð góðri markaðslilutdeild í pizzuheiminum enda með bragðmiklar og góðar júzzur. Allar upplýsingar eru gefnar á Hóli. 13029. 0 Hárgreiðslustofa. Glæsileg og nýtískuleg hárgreiðslustofa til sölu í vinsælum verslunarkjarna. 4 stólar ásamt frábærri aðstöðu og allt sem þarf til að gera fallegt faílegra. Traustur viðskiptahópur. 21001. ® Norðlendingar athugið! Á Akureyri vonim við að fá til sölu athygliverða verslun með matvöru, sælgæti, myndbönd og grillmat. Góður húsaleigusamningur í boði. Nú er bara að drífa sig af stað og prófa eigin atvinnurekstur. 10051. 0 Tölvuverslun - engin útborgun. Heildsala og smásala á hugbúnaði, bæði leikjum og fræðsluefni. Þessi verslun sérhæfir sig í góðri þjónustu við sína viðskiptamenn. 12003. 0 Tölvufyrirtæki. Innflutningsfyrirtæki í tölvugeiranum óskar eftir samstarfsaðila með fjármagn. Um er aó ræða inn- flutning á tölvum o.m.fl. Mjög spennandi verkefni í örum vexti tölvuheimsins. 16018. Erum með mikið úrval af söluturnum, skyndibitastöðum og veitingahúsum á skrá. Óskum eftir m.a. eftirtöldum fyrirtækjum á skrá: Lítilli vélsmiðju, heildsölum, framleiðslufyrirtækjum, sér- verslunum, bókabúðum og ýmiskonar rekstri sem flytja má út á landsbyggðina. Ef þú hefur áhuga á að selja fyrirtækið þitt, þá endilega hafðu samband við okkur á Hóli og málið er f höfn. Þú nefnir það, viö seljum það! Kennsla að byrja í grunn- skólanum Morgunblaðid. Flateyri. FINNA þarf nýtt húsnæði fyrir grunnskólann og leikskólann á Flateyri, en núverandi húsnæði skólp.nna er í jaðri snjóflóðsins. Búið. er að útvega húsnæði til bráðabirgða og komu börnin í grunnskólanum saman í gær og ræddu við kennara og skólastjóra. Sálfræðingar eru börnunum til að- stoðar. Um 60 börn stunda nám í grunn- skólanum á Flateyri og kom innan við helmingur þeirra saman í skól- anum í gær. Björn Hafberg skóla- stjóri sagði að börnin stæðu sig frábærlega vel og virtust vera tilbú- in til að hefja nám að nýju. Hann sagði að farið yrði hægt af stað við kennslu og henni hagað í sam- ráði við sálfræðinga og sérfræðinga í áfallahjálp. Björn sagði óvíst hvar skólinn yrði til húsa í vetur. íþróttahús Flateyr- inga er á svokölluðu gulu svæði, þ.e. í næsta nágrenni við skilgreint hættusvæði. Hús grunnskólans er næsta hús við íþróttahúsið. Björn sagði að skólinn yrði ekki starf- ræktur þarna næstu vikurnar, en endanlegar ákvarðanir um hús- næðismál skólans yrðu teknar af sveitarstjórn. Eldri krökkunum á Flateyri verður til að byija með kennt í húsnæði verkalýðsfélagsins, en yngri börn- unum verður kennt á bókasafninu, sem er við hliðina á skrifstofu Flat- eyrarhrepps. Björn sagði að erfið- leikar væru einnig í húsnæðismál- um kennara skólans. Nokkuð ljóst þykir að leikskóli verður ekki starfræktur í núverandi húsnæði skólans, en snjóflóðið féll upp að skólanum. Verið er að koma honum fyrir í íbúðarhúsi að Hafn- arstæti 13. í gær komu tveir leik- skólakennarar til Flateyrar, Guð- rún Alda Harðardóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakennara, og Unnur Jónsdóttir leikskólakenn- ari. Þær munu sjá um rekstur leik- skólans næstu vikurnar. Um 20 börn voru í leikskólanum áður en snjóflóðið féll. Samúðar- kveðjur frá þjóðhöfð- ingjum STEINAR WAAGE m DOMUS MEDiCA Avallt næg bílastæði i i I M f i I i i I i i FORSETA íslands og ríkisstjórn hafa borizt samúðarkveðjur vegna snjóflóðsins á Flateyri frá Dana- drottningu, forsetum Bandaríkj- anna, Finnlands, Ítalíu og Tékk- lands, forsætisráðherra Rússlands, formanni landsstjórnar Grænlands, forseta Evrópuráðsins, starfandi framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, borgarstjóranum i Barcelona, Sambandi norrænu fé- laganna og Félagi íslenzkra stúd- enta í Osló og nágrenni. i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.