Morgunblaðið - 31.10.1995, Page 31

Morgunblaðið - 31.10.1995, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 31 LISTIR NEMENDUR Ijóða- og aríudeildar Söngskólans í Reykjavík. Tölvumar hafa allt af rétt fyrir sér Nýjar bækur Náttúra, saga og minningar NY UOÐABÓK eftir Þorstein frá Hamri er komin út og nefnist Það talar í trjánum. Þetta er fjórtánda ljóðabók skáldsins sem hefur fyrir löngu tryggt sér sess meðal helstu sam- tímaskáida á íslandi og hlotið margvíslegar við- urkenningar fyrir verk sín. Er skemmst að minnast þess að fyrir síðustu ljóðabók sína, Sæfarann sofandi, hlaut Þorsteinn ís- lensku bókmenntaverð- launin 1992. í nýju bókinni er að finna á fimmta tug ljóða og skiptist hún j Þorsteinn frá Hamri kápumynd. 2.980 kr. fjóra kafla. „Sem oft fyrr eru það maður, náttúra og saga sem skáldinu er hugleiknast og ljóðin geyma minn- ingar, jafnvel um það sem er að fullu gleymt svo ekkert lifír eftir nema ilmblær; önnur segja frá vitjun til vöggu Seifs, draum- konum og vökustund- um,_“ segir í kynningu. Utgefandi er Iðunn. Það talar í trjánum er 64 blaðsíður að lengd, prentuð í Prentbæ hf. Gunnar Karlsson gerði Verð bókarinnar er Erótík til daglegs brúks KVIKMYNDIR Stjörnubíó; Bíóhöllin TÖLVUNETIÐ „THE NET“ ★ ★ Vi Leikstjóri: Irwin Winkler. Aðalhlut- verk: Sandra Bullock, Jeremy Nort- ham, Dennis Miller og Diane Baker. Columbia Pictures. 1995. ALLT þitt líf er bundið í tölvum og það er enginn vandi að þurrka það út eða breyta að vild. Eina stundina ertu meinlaus einyrki við tölvuna heima hjá þér, þá næstu ertu eftirlýstur glæpamaður. Og það er lítið mál að fara inn í tölvu- kerfi alríkislögreglunnar, sjúkra- hússtofnana, fjármálaheimsins á Wall Street eða hvað sem er, breyta skýrslum eða valda glundroða. Sandra Bullock kemst að þessu við illan leik í Tölvunetinu, nýjum bandarískum samsæristrylli eftir Irwin Winkler, sem fer seint í gang og er aðeins of langur fyrir þá litlu sögu sem hann hefur að segja en er engu að síður prýðileg afþreying. Hitchcock hafði einstakt lag á að setja sakleysingja í klípu sem rak þá á flótta án þess þeir vissu sitt ijúkandi ráð og áttu við ofur- efli að etja. Winkler gengur mjög í smiðju hans og stýrir Tölvunetinu haganlega en án mikils frumleika. Bullock smellpassar í hlutverk KVIKMYNDIR Regnboginn AÐ YFIRLÖGÐU RÁÐI „MURDER IN THE FIRST“ ★ ★ Vi Leikstjóri: Marc Rocco. Aðalhlut- verk: Christian Slater, Kevin Bacon, Gary Oldman, Brad Dourif. Le studio canal +. 1995. FANGAEYJAN Alcatraz er fyrir löngu orðin samnefnari fyrir ómannúðlega fangavistun og þar gerist helmingurinn af amerískum fangamyndum. Sú nýjasta er Að yfírlögðu ráði og eins og margar aðrar Alcatrazmyndir byggir hún á sönnum atburðum. Ungur lög- fræðingur fær augljóst morðmál í hendur þar sem fangi hefur ráðist á samfanga sinn og myrt en þegar lögfræðingurinn kafar dýpra í mál- ið kemst hann að því að það er fyrst og fremst við fangelsið sjálft tölvufríks sem uppgötvar fyrir til- viljun viðamikinn tölvuglæp og er þessi dæmigerða hversdagshetja Hitchcocks. Hún er svo einangrað- ur einyrki að hún þekkir aðeins einn eða tvo menn í öllum heimin- um sem geta staðfest hver hún er eftir að búið er að gera hana að glæpamanni á lögreglutölvunum. Og þeir eru ekki lengi að týna tölunni. Leikstjórinn Winkler, sem var áður sjónvarpsstjarna eins og félagi hans, Ron Howard (Apollo 13), fóðrar spennuna með athyglisverðri og raunsannri lýsingu á tölvu- þjóðfélagi sem ekki gerir ráð fyrir persónulegum samskiptum. Samfé- lagið er gersamlega háð upplýsing- um í gegnum tölvur og hefur ofur- trú á tölvum. Þeim er miklu frekar trúað eri fólki og það er helsta vandamál Bullock. Hún getur ekki haft rétt fyrir sér af því tölvumar segja annað. Þú ert það sem tölvan segir að þú sért. Winkler vinnur á skemmtilegan hátt með þessi sann- indi þar til Bullock er gersamlega króuð úti í horni, elt af morðingja sem Jeremy Northam leikur ágæt- lega. Hann lítur út eins og sonur Errol Flynns og er auðvitað Evr- ópumaður eins og öll önnur ill- menni kvikmyndanna. Sumsé: Tölvunetið er ekkert til að æsa sig út af en virkar ágæt- lega sem stundargaman. að sakast og yfírstjórn þess og breytir réttarhöldunum yfir fanganum í árás á Alcatraz. Að yfirlögðu ráði er hrottaleg og óþægileg mynd í lýsingu sinni á hvernig fangavarsla sem snúist hefur upp í geðveikislegan sadisma gerir morðótt villidýr úr meinleys- ingja. Óvinurinn er dreginn mjög skýrum dráttum svo jafnvel er hætta á einföldun; Gary Oldman er eins og klassískt nasistafól í hlut- verkl aðstoðarfangelsisstjórans sem í raun rekur stofnunina, kvelur fangann á allan hugsanlegan máta og grefur hann í kolsvartri einangr- un í meira en þijú ár samfleytt þegar hámarks einangrunartími var 19 dagar. Afskræmdur Kevin Bacon gefur samúðarfulla mynd af fanganum sem verður fyrir barð- inu á kvalalosta stjórans. Hann leikur einfaldan smáglæpamann sem settur var inn fyrir fimmdoll- ara stuld en reyndi að flýja og fékk því að kenna á því svo um munar Davíðs- kvöld Lista- klúbbins NEMENDUR Jjóða- og aríu- deildar Söngskólans í Reykjavík minnast aldarafmælis Davíðs Stefánssonar í samvinnu við Lis- taklúbb Leikhúskjallarans. I kvöld verður Davíðskvöld í Leikhúskjallaranuni. Nemendur Söngskólans flytja sönglög við ljóð Davíðs við undirleik og und- ir stjórn Magnúsar Ingimarsson- ar og Ólafs Vignis Albertssonar. Þorsteinn Gylfason prófessor verður kynnir á tónleikunum. Dagskráin hefst kl. 21.00 en húsið verður opið frá kl. 20.00. Söngdagskráin hefst á dúett eftir Jón Björnsson, en síðan taka við lög úr leikritum eftir Atla Heimi Sveinsson og Pál ísólfsson. Jóhann Ó. Haraldsson, Elísabet Jónsdóttir, Sigvaldi Kaldalóns, Karl Ó. Runólfsson og Jakop Hallgrímsson eiga einnig lög á fyrri hluta dag- skrár, svo og Páll Isólfsson, sem á flest lögin, alls átta. 17 söngv- arar ásamt píanóleikaranum Ólafi Vigni Albertssyni, koma fram í fyrri hluta dagskrár, sem lýkur með dúettum eftir Pétur Sigurðsson og Jón Björnsson. Eftir stutt hlé verður slegið á léttari strengi og flutt sígild dægurlög. Þau flytja 19 nem- endur, í einsöng og í kór, við undirleik og undir stjórn Magn- úsar Ingimarssonar. og er miklu líkari dýri en manni eftir „endurhæfinguna“. Bacon er góður leikari og gefur mikilvæga innsýn í sálarlíf manns sem er graf- inn lifandi og gerður bæklaður fyr- ir fimm dollara. Christian Slater stýrir aftur rétt- ardramanu sem fer mikið til troðn- ar slóðir. Slater kemst náttúrlega ekki hjá því að vitna í Emile Zola og berst með óþarflega miklum látum fyrir réttlætinu miðað við þungbúinn og lágstemmdan tóninn í myndinni. Og myndavél Fred Murphys er á hryllilega miklu flugi. Vélin er á sífelldum þeytingi inni í réttarsalnum og hnitar hringi yfir sviðið. Slík myndataka dregur at- hyglina mjög að sér þegar maður ætti að geta einbeitt sér í friði að réttardramanu. Sagan er mjög sterk og klunnaleg stílisering er veikleikamerki. Sagan er öðrum þræði fengin úr Frank Capra-myndum um ein- staklinginn gegn kerfinu. Gallarnir í fangelsiskerfinu eiga ekki að koma í ljós og barátta hins smæsta gegn ofurvaldinu er dregin skemmtilega fram. Að yfirlögðu ráði er óþægileg en athyglisverð mynd sem bætir enn í hryllings- sögusafn Alcatraz. Arnaldur Indriðason BOKMENNTIR Smásögur SKUGGAR VÖGGUVÍ SUNNAR eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Oddi prentaði. Forlagið 1995 — 168 síður. 2.980 kr. AÐ UNDANFÖRNU hafa erótísk- ar smásögur og erótískar skáldsögur (minna hefur verið um erótísk ljóð) verið gefnar út hér á landi og er óhætt að segja að ekki hefur verið vanþörf á. Bókmenntir okkar hafa verið snauð- ar af erótík en þó ekki gjörsneyddar henni. Súsanna Svavars- dóttir var einn höfunda í Tundur dufli, erótísk- um sögum frá í fyrra. Nú er komin heil bók slíkra sagna frá hennar hendi. Bókin heitir skáldlegu nafni, Skuggar vögguvísunn- ar og gefur fyrirheit um ljóðræna munúð. Eftir lestur sagnanna gæti niðurstaðan orðið nyt- söm munúð í merking- unni erótík til daglegs brúks. Skáldskapur eða bara erótík Það er freistandi að staðnæmast við titilsöguna, samnefnda bókinni. í henni er margt að fínna. í frásagn- arhætti sögunnar fara fram þau átök sem skera úr um hvort sagan verður skáldskapur eða bara erótísk saga. Efnið er tilvalið í erótískar hugrenn- ingar. Ófullnægja leiðir af sér kyn- ferðislega vakningu. Með hana verð- ur að fara leynt, en við hana verður ekki ráðið. Drengur og kona fínna hvort annað. Hún finnur líka annan, jafnaldra hins. Þegar sá fyrri kemur til hennar aftur löngu seinna hugsar hún: „Núna fannst henni eins og hún hefði alltaf vitað að hann kæmi aft- ur. Þau áttu sér minningar sem eng- inn annar gat skilið; einn skugga sem fylgdi þeim báðum og'hún vissi að þannig yrði það alltaf. En hún vissi líka að hún yrði að halda Ara svo skuggarnir yrðu ekki að eilífu myrkri. Þau tvö, hún og Eddi, yrðu að sjúga líf og ljós úr öðrum til að myrkur heimur sársauka þeirra, skuggahliðar lostans, fengi notið sín.“ Lýsingin á því hvemig konan bregst við endurheimtum félaga sín- um er aftur á móti þess háttar eró- tísk uppskrift sem auðvelt er að finna í nytjabókum um kynlíf. Konan tekur við skipunum karlmannsins: „Hún þekkti hann svo vel, vissi hvar honum þótti best að láta narta í sig. Vildi hafa það hvassara en Ari.“ í orðunum um myrkan heim sárs- aukans em aftur á móti drög sem gætu dugað til markverðari skáld- skapar en raunin er. Þetta andrúm „skuggahliða“ lostans er reyndar kallað fram á ný í sögu sem verður líka að teljast eftirtektarverð og er að hluta minnisstæð: Nótt híenunn- ar. Þótt ekki verði kvartað yfír því að höfundurinn segi ekki það sem þarf að segja í þessari sögu skiptir hið ósagða meira máli. Hugkvæmni og innlifun Allar níu sögumar í Skuggum vögguvísunn- ar em vel stílaðar, en nokkrar of klisjukennd- ar til að vera sannfær- andi. Nefna má í því sambandi Sumarsögu og í mynd. Fyrrnefnda sagan er mjög nálægt því að vera venjuleg klámsaga, en hin er ein- um of kunnugleg, sver sig í ætt sagna um dul- arfullar og óhöndlanleg- ar konur fyrr og síðar. Á bleiku skýi og Stúlka um nótt eru dæmigerðar sögur til ákveðins brúks. I fyrrnefndu sögunni kemur þó fram hugkvæmni, en verulega þekkingu og innlifun er várla að finna í Skuggum vögguvísunnar svo að sá grunur verður áleitinn að höf- undurinn tali sjaldan af eigin reynslu. Þetta er auðvitað galli því að það sem til dæmis hrífur lesendur Anais Nin er það af hve mikilli þekkingu hún fjallar um kynlíf og hve haldin hún er af því. Húmor er ekki áberandi í sögum Súsönnu, en aftur á móti verða per- sónur hennar oft skoplegar og bijóstumkennanlegar. Með því að sýna hve vélrænt þær líta á kynlífið margar hveijar væri líka hægt að halda því fram að sögurnar væru eins konar varnaðarorð eða ádeila á kynhegðun fólks. En þannig eiga erótískar sögur ekki að vera að mínu mati. Erótískar sögur hljóta að ýta undir munúð og vegsama með þeim hætti lífíð. Einkunnarorð bókarinnar eftir Shusaku Endo eru mjög vel valin og umhugsunarverð: „Kynhegðun okkar tjáir okkar dýpstu leyndar- mál; þau sem við ekki þekkjum sjálf.“ Jóhann Hjálmarsson Arnaldur Indriðason Hryllingssaga frá Alcatraz Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.