Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 51 FRÉTTIR Ur dagbók lögreglunnar Fátt ungt fólk í miðborginni 27.-30. október ÞRÁTT fyrir rólegt yfírbragð var mikið að gera hjá lögreglunni um helgina. Bókfærðar eru 389 bók- anir í dagbók. Af þeim eru m.a. 10 líkamsmeiðingar, 17 innbrot, 14 þjófnaðir og 25 skemmdarverk. Sextíu og þrír ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt og 12 ökumenn, sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Tilkynnt umerðaróhöpp eru 24 talsins. Meiðsli á fólki urðu í þremur tilvikum. Rólegt var í miðborginni aðfaranótt laugar- dags. Þó var sparkað í höfuð á liggjandi manni svo sprakk fyrir. Lögreglumenn komu honum til áðstoðar. Þessa nótt voru um 2.000 manns þegar flest var eftir að vínveitingahúsum var lokað. Aðfaranótt sunnudags var heldur fleira fólk, en áberandi var hversu fátt ungt fólk var á svæðinir. Maður var fluttur á slysadeild eft- ir að hafa fengið glerbrot í auga. Bókanir vegna brota á áfengis- lögunum eru 33 talsins. Langmest eru þau vegna ölvaðs fólks, sem ekki kunni fótum sínum forráð. Vista þurfti um 40 einstaklinga í fangageymslunum vegna ýmissa mála. Á föstudag var tilkynnt um reyk frá íbúð við Kambasel. Engin var heima, en í ljós kom að húsráð- andi hafði gleymt glerkaffikönnu á heitri eldavélahellu áður en hann yfirgaf íbúðina. Um miðjan dag á föstudag varð gangandi maður fyrir bifreið á Gnoðarvogi við Suðurlandsbraut. Hann var þó ekki á að láta það trufla sig heldur stóð upp og gekk ,á braut. Skömmu síðar var öku- maður fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á Sæ- braut. Á föstudagskvöld missti öku- maður eitt hjól undan bifreið sinni þar sem hann var að aka um yesturlandsveg við Mógilsá. Óhapp hlaust ekki af, en ökumað- urinn var aðstoðaður við að koma hjólinu undir bifreiðina aftur. Skömmu eftir miðnætti á föstu- dag voru þrír aðilar fluttir á slysa- deild, þar af einn með sár eftir minniháttar hnífsstungu, eftir ólæti ungmenna utan dyra í Berg- unum. Vista þurfti einn í fanga- geymslu. Færa þurfti annan þang- að eftir slagsmál á bílastæði í Hólunum og. enn annan eftir slagsmál á veitingastað nálægt miðborginni. Um svipað leyti þurftu lögreglumenn að leysa úr ágreiningsmáli í Grensáshverfí þegar fímmti farþeginn komst ekki með fjórum öðrum í leigubíl. Skömmu fyrir hádegi mældu lögreglumenn ökutæki á tæplega 110 km hraða á Vesturlandsvegi. Ökumaðurinn var færður á lög- reglustöðina og sviptur ökurétt- indum til bráðabirgða. Um miðjan dag voru ökumaður og farþegi fiuttir á slysadeild eft- ir árekstur tveggja bifreiða á Kringlumýrarbraut við Lista- braut. Um kvöldmat þurfti að vista karlmann í fangageymslum eftir átök á veitingahúsi. Kona var flutt á slysadeild, tannbrotin. 'Skömmu síðar var annar maður fluttur í fangageymslu frá veitingahúsi þar sem hann hafði skallað mann og hótað dyravörðum lífláti. Flytja þurfti enn annan á slysadeild eftir slagsmál utan við einn veitinga- staðanna í miðborginni. Talið var að maðurinn væri handleggsbrot- inn. Þá var maður fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild eftir að hafa dottið á spilakassa á veit- ingastað og fengið stóran skurð á ennið. Um hálffimmleytið komu lögreglumenn að hópslagsmálum utan við einn veitingastaðinn. Handtaka þurfti sex aðila og færa á lögreglustöðina. Einum var síð- an ekið á slysadeild, en öðrum leyft að fara að viðræðum loknum. Um miðnætti á sunnudag var maður handtekinn eftir að hafa ógnað fólki með hnífí. Þá voru þrír strákar staðnir að þvf að skjóta með loftbyssu á Ijósa- staura. Hald var lagt á byssurnar. Sorg og sorgar- viðbrögð SIÐMENNT, félag áhugafólks um borgaralegar athafnir, heldur fund um sorg og sorgarviðbrögð mið- vikudagskvöldið 1. nóvember kj. 20.30 í Faxafeni 12 (húsnæði Skák- sambands íslands). Á fundinum verða stuttar fram- sögur þar sem m.a. verður fjallað um sorg og missi frá sjónarhóli heimspekinnar og út frá reynslu af starfi meðal syrgjenda. Að loknum framsögum verða almennar um- ræður. Fundurinn er öllum opinn. beint í íþróttastarf en fræðslu? Hvers vegna færast reykingar og drykkja niður aldurstigann?; Helgi Sigurðsson læknir ræðir um hvort forvarnir okkar séu fólgnar í óbein- um skilaboðum sem fá fólk ekki til að breyta um lífsstfl; Magnús Sche- ving íþróttamaður ræðir Af hvetju skila forvamir sér ekki betur?; Ólaf- ur Ólafsson landlæknir flytur að lokum erindið Er hægt að hafa áhrif á lífshætti og venjur fólk? Hvernig? Leiða forvarnir til forræð- ishyggju? Að lokum erindum verða pallborðsumræður. Fundarstjóri er Sigrún Stefáns- dóttir fréttamaður. Ráðstefna um forvarnir og heilsu FORVARNIR og heilsa nefnist ráð- stefna á vegum Samtaka heilbrigð- isstétta sem verður í Norræna hús- inu 1. nóvember kl. 16.30-19. Fundarstjóri er Sigrún Stefáns- dóttir fréttamaður. Erindi flytja Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra, Ólafur Ólafsson land- læknir, prófessor Þórólfur Þórlinds- son og Þóroddur Bjarnason félags- fræðingur, Helgi Sigurðsson, sér- fræðingur í krabbameinslækning- um, og Magnús Scheving þolfimi- meistari. Á eftir verða pallborðsum- ræður með fyrirlesurum. Rætt um forvarnir og heilsu SAMTÖK heilbrigðisstétta halda ráðstefnu 1. nóvember í Norræna húsinu í Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 16.30 og lýkur kt. 19. Dagskrá er sem hér segir: Ingi- björg Pálmadóttir flytur erindið Setjum við næga peninga í forvarn- ir?; Þórólfur Þórlindsson prófessor og Þóroddur Bjarnason félagsfræð- ingur flytja erindið Er peningum betur varið með því að setja þá UNNIÐ að stífluframkvæmdum. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Aðgerðarann- sóknir á spítala Framkvæmd- ir við Drangs- nesvatnsveitu Drangsnesi. Morgunblaðið. Lokið er fyrri hluta framkvæmda við svokallaða Bæjarvatnsveitu vatnsveitu Drangsness. Gerður var stíflugarður neðan við eldri stíflu sem fyrir var. I stíflugarðinn fóru rúmlega 1.200 rúmmetrar af efni. Til þéttingar stiflunni var not- aður þéttidúkur á bentonibasis og beggja megin við hann var komið fyrir hlífardúkum. Alls voru not- aðir í hana tæpir 900 fm af dúk- um. Jafnframt þurfti að koma fyr- ir undir stíflunni ductil-pípum og tengingum í þriggja metra háum steyptum grunni. Milli stíflugarðs- ins fer fram hreinsun vatns í sér- stöku síubeði. Hafsteinn Helgason hjá Vatns- hreinsun hf. sá um hönnun og eftirlit með veituframkvæmdum. Kostnaður við veituframkvæmdir ársins eru rúmar fimm milljónir króna og var þetta stærsta verk- efni Kaldrananeshrepps á yfir- standandi ári. Á næsta ári er ráð- gert að vinna að endurbótum á aðveituæðinni úr Bæjarvötnum og einnig verður komið fyrir sérstök- um hreinsibúnaði og eftir þær framkvæmdir ætti vatnið að vera eins og best verður á kosið, hreint og örverusnautt. AÐGERÐARANN SÓKNAFÉLAG íslands gengst fyrir fundi um að- gerðarannsóknir á spítala á Borgarspítalanum 31. október kl. 16.30. Snjólfur Ólafsson, dósent við Háskóla íslands og formaður ARFÍ, flytur inngangserindi um notkun aðgerðarannsókna á spít- ala. Gísli Hermannsson, forstöðu- maður rekstrar- og viðhaldsdeild- ar, segir frá nýlegum verkefnum á Borgarspítalanum sem má flokka sem aðgerðarannsóknaverkefni eða hagræðingarverkefni. Margrét Björnsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri og Lára Sch. Thor- steinsson, forstöðumaður fræðslu- og rannsóknardeildar, segja frá könnun á viðhorfum sjúklinga til þjónustu Borgarspítalans sem gerð var á vegum fræðslu- og rann- sóknadeildar spítalans í vor. Ág- ústa Benný Herbertsdóttir, verk- efnastjóri sjúklingaflokkunar, seg- ir frá sjúklingaflokkunarkerfi frá Medicus Systems í Bandaríkjunum sem hefur verið í notkun frá 1989 á Borgarspítalanum. Á eftir verða umræður. n VINNINGASKRÁ BINGÓLOTTÓ Útdráttur þann: 28. október, 1995 — leikur að læra! Vinningstölur 28. okt. 1995 8*9*10* 11 * 14* 18*21 Vinningstölur 30. okt. 1995 ___________EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR VÖRl)ÚTTEKT. 10134 10648 10814 11298 11392 11752 12550 12699 13195 13654 14188 14488 14797 10172 10707 10883 11346 11398 11907 12618 12751 13438 14071 14203 14549 14870 10373 10721 10945 11374 11476 11968 12636 13114 13529 14115 14400 14638 10452 10810 11128 11387 11630 12330 12652 13168 13590 14185 14456 14780 BingAútdrittur: Tvisturinn 1 17 58 62 67 30 75 37 33 26 72 29 22 27 74 47 63 41 70 3 ___________EFTIRTALIN MIBANÚMER VINNA 1000 KR. VðRUÚTTEKT. 10082 10242 10691 10956 11380 12087 12327 12601 13141 13696 14285 14352 14862 10163 10346 10764 11006 11398 12123 12426 12749 13186 13749 14286 14503 14864 10173 10503 10862 11176 11491 12124 12436 12813 13652 14043 14325 14798 10195 10581 10869 11192 12001 12251 12471 13127 13691 14231 14345 14824 2*3*4* 15* 20* 28* 29 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN _ 28.10.1995 | QQÓ ®® D«Ö (38) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1 . 5 al 5 0 7.702.015 2. Plús5 '5 r 4 152.110 3. 4at5 129 8.130 4. 3al5 4.162 580 Heildarvinningsupphæö: 11.773.185 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Bingóútdráttun Þrísturínn 70 42 65 15 48 14 6 68 19 16 25 13 17 28 60 8 7 20 33 5 ___________EFTIRTALIN MIPANÚMER VINNA 1000 KR. VðRUÚTTEKT. 10061 10268 10666 11118 11335 11867 12141 12629 12917 13168 13766 14598 14927 10074 10308 10694 11191 11637 11897 12185 12789 12961 13471 14146 14617 14958 10192 10325 10779 11234 11752 11979 12258 12832 13011 13706 14476 14652 10251 10339 10837 11286 11763 12017 12267 12858 13036 13723 14533 14851 Lukkunúmcr. Ásinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VORUÚTTEKT FRÁ J.JONES & VERO MOPA. 13537 14470 14745 Lukkunúmer. Tvisturinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR VÖRUÚTTEKT FRÁ NÓATÚN. 14886 11574 10068 Lukkunúmen Þrísturínn VINNNINGAUPPILÆB 10000 KR VðRUÚTTEKT FRÁ HBP PÖNTUNARLISTANUM. 11863 11540 14313 Lukkuhiólið Rðð: 0083 Nr: 11307 __________________________________________BHahiólift | Rðð: 0083 Nr: 12519 Vinningar greiddir út frá og með þriðjudegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.