Morgunblaðið - 31.10.1995, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 31.10.1995, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Olíkir heimar TONLIST Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Copland: Klarinettkonsert; Kitaz- ume: Ei-Sho; Mozart: Píanókonsert nr. 20 í d K466. Ármann Helgason, klarínett; Júlíana Rún Indriðadótt- ir, píanó; S. í. u. stj. Ola Rudner. Háskólabíói, laugardaginn 28. október. TÓNLEIKARNIR á vegum Tón- vakans, Tónlistarverðlauna Rík- isútvarpsins, er vera áttu sl. fimmtudag, en frestuðust vegna atburðanna á Flateyri, hófust á laugardaginn var kl. 18. Auk framlags sigurvegaranna tveggja, Ármanns Helgasonar klarínett- leikara og Júlíönu Rúnar Indriða- dóttur píanóleikara, í verkum eftir Copland og Mozart var flutt nýlegt hljómsveitarverk,. Ei-Sho, eftir japanska tónskáldið Michio Kitaz- ume, að sögn tónleikaskrár í fyrsta sinn utan Japans. Er því óhætt að segja, að ólíkir tónheimar hafi birzt áheyrendum í kvikmynda- húsinu vestur á Melum. Konsert hins bandaríska Aar- ons Coplands frá 1948 fyrir klarí- nett, strengi, hörpu og píanó er aðgengilegt og vinsælt verk, þar sem „þjóðlegur“ stíll höfundar skarast við franska nýklassík, im- pressjónisma og jass. Hinn höfgi, hægferðugi Satie-ski vals fyrsta þáttar leiddi hugann að nærri því föstu hugtaki í bandarískri tónlist frá miðri öldinni, morgunskímu- stemmningu stórborgar. Eftir fremur rólegan fyrri hluta brast á með spriklandi einleikskad- enzu, og síðan urðu jasshrifin sterkari, fyrst með snert af skálm- andi búgívúgí og smellistrengja- bassa- slætti, sem óðara breyttust í flaumandi bíbopp-tónaflúðir og enduðu í bullsjóðandi síhreyfi, perpetuum mobile. Konsertinn gerði miklar hryn- rænar kröfur til flytjenda, sem voru því meiri, praktískt séð, sem stíllinn var hlustendum kunnugri og mistök því heyranlegri. Vildi stundum vanta upp á nauðsynlega snerpu, einkum í neðri strengjum, en einleikarinn var hins vegar með allt á hreinu og lék með miklum tilþrifum. Tilkoma japanska hljómsveitar- verksins Ei-Sho (1993) á þessari efnisskrá virðist flokkast undir n.k. vöruskipti alþjóðlegra ríkisútvarps- stöðva, í samvinnu við tónskálda- þingið í París (International Rostr- um of Composers), en í júní s.l. hlaut það æðstu viðurkenningu þingmanna. Verkið bar með sér að vera kunnáttulega samið og höfða til fagþekkjandi starfsbræðra,' eins og verða vill um flest nútímaverð- lapnaverk. í samræmi við japanskt skapferli, sem reyndar getur minnt á atburðaferil íslendingasagna, var langur aðdragndi að stórtíðindum, hvar eftir skullu á miklar svipting- ar, ýmist eldspúandi hamagangur eða fuglatíst og spætuhakk - hið síðasta í formi ákafs tré- og hof- blakkasláttar, er gerðist langdreg- inn áður en yfir lauk. Annars var orkestrunin víða athyglisverð, og kenndi litasamsetningasem heyrast ekki oft, þó að flest hljómi orðið gamalreynt í framsækinni tónlist. Hljómsveitin flutti verkið af innlif- uðu alefli undir stjórn hins sænska Ola Rudners að tónskáldi viðstöddu, sem hyllt var í lokin. Júlíana Rún Indriðadóttir, ásamt Ármanni handhafi Tónlist- arverðlauna Ríkisútvarpsins 1995, lék eftir hlé 20. píanókonsert Moz- arts, óvenju skapþunga smíð mið- að við birtufans flestra hinna 26 konserta, enda hafði verkið mikil áhrif á Beethoven, þegar hann fór að takast á við þessa tóngrein. Leikur Júlíönu bar vott um ljóm- andi tækni og töluvert skap, sem megnaði þó ekki að fullu að hemja þann vott af taugaspennu, sem stundum stakk sér upp á yfirborð- ið, t.a.m. í einleikskadenzu 1. þátt- ar. Tímaskyn píanistans var ann- ars gott, bæði hrynskerpa, söng- hæfni og heilbrigt rúbató, en nokkuð skorti hins vegar upp á dýnamíska hendingamótun. Hljómsveitin lék stórvel og bættu neðri strengir nú fyrir doðann í Copland í lokaþætti píanókon- sertsins með hnitmiðaðri grimmd. Tónleikunum lauk með stuttu ávarpi Heimis Steinsonar útvarps- stjóra, þar sem m.a. var komið inn á farsælt samstarf Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar, og að því loknu voru verðlaun Tónvakans 1995 afhent. Ríkarður Ö. Pálsson. Fjölmennt kóramót KÓRAMÓT framhaldsskól- anna var haldið í þriðja sinn í Langholtskirkju um helgina. Þrettán kórar mættu til leiks með um 440 ungmenni innan- borðs. Meðal dagskrárliða var samsöngur allra kóranna og voru fjögur íslensk lög flutt með þeim hætti. Þá komu tíu kórar fram einir og sér, þeirra á meðal Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem getur að líta á meðfylgjandi mynd. Stjórn- andi hans er Jón Ingi Sigur- mundsson. unni stolið? ELDUR í Kaupmanna- höfn heitir ný skáldsaga eftir franska rithöfundinn, Gilles Lapouge, en svo virðist sem söguþráður bókarinnar sé nokkuð lík- ur söguþræði íslands- klukku Halldórs Laxness. Hefur Vaka-Helgafell, sem á útgáfurétt á verk- um Laxness, leitað til hlutlausra aðila í Frakklandi til að lesa yfir söguna með það fyrir augum að bera hana efnislega saman við ís- landsklukkuna. I fréttum Ríkisútvarpsins á sunnudag kom fram að aðalper- sónu bókarinnar, doktor Péturs- son, svipi mjög til Arnas Arnaeus í Islandsklukku Halldórs. Hann fer í nafni Danakonungs til íslands í þeim erindagjörðum að safna skinnhandritum en í ferð hans er ýmislegt líkt lýsingum Halldórs. Ólafur Ragnarsson, framkv.æmda- stjóri Vöku-Helgafells, sagði í sam- tali við blaðamann að forlagið hafi gert ráðstafanir til að farið yrði yfir málið í Frakklandi. „Við höfum fengið tvo óvilhalla aðila í Frakk- landi til að lesa þessa frönsku bók og bera hana saman við Islands- klukkuna. Það mun hins vegar taka nokkra daga að fá umsagnir þessara aðila og fyrr en .þær liggja fyrir munum við ekki gera neinar ráðstafanir í þessu máli. Ef í ljós kemur að þarna er um einhvers konar eftirlík- ingu á íslandsklukkunni að ræða verður að taka á því en ef þessi Tiöfundur er að skrifa nýja skáld- sögu um líf Áma Magnús- sonar og annarra frægra persóna sem ekki á margt skylt við sögu Halldórs þá er honum það frjálst. Það hefur enginn einkarétt á því að skrifa sögu Árna Magnússonar. Það sem vekur hins vegar fyrst og fremst forvitni er nafnið á bók- inni, Eldur í Kaupmannahöfn, vegna þess að þriðja bók íslands- klukkunnar var með þessu sama nafni, Eldur í Kaupinhafn, og þriðji hlutinn núna eftir að hún kom út á einni bók. Manni finnst það svo- lítið skrýtið að höfundurinn skuli ekki hafa valið eitthvert annað nafn.“ Fram hefur komið gagnrýni á franska þýðingu Regis Boyer á íslandsklukkunni og segir Olafur Ragnarsson að hún komi sér nokk- uð á óvart. „Þýðingin fékk góða dóma þegar hún kom út og Boyer er einn af virtustu bókmennta- mönnum Frakklands sem hefur sérhæft sig í þýðingum á norræn- um bókmenntum. Halldór las að auki yfir þýðingu Boyers sjálfur á sínum tíma og hafði engar athuga- semdir við hana.“ Kórsöng- ur og kvæði- DAGSKRÁ með verkum skáldanna Davíðs Stefánsson- ar frá Fagraskógi og Halldórs Kiljan Laxness, sem frestað var um síðustu helgi verður nú flutt í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, miðvikudag- inn 1. nóvember kl. 21 og í félagsheimilinu Þingborg í Hraungerðishreppi fimmtu- daginn 2. nóvember kl. 21. Flutt verða mörg af þekkt- ustu lögum íslenskra tón- skálda við ljóð Davíðs Stef- ánssonar og Halldórs Laxness og lesin verða ljóð og söguk- aflar sem tengjast lögunum. Flytjendur eru blandaður kór úr uppsveitum Árnes- sýslu, sem hlotið hefur nafnið Vörðukórinn. Kórinn er nú að hefja starfsár sitt og er stjórn- andi hans Margrét Bóasdóttir. Benedikt Árnason leikari og leikstjóri annast upplestur, einsöngvarar eru Ásta Bjarnadóttir, Haukur Har- aldsson og Margrét Bóasdótt- ir. Píanóleikari er Agnes Löve. Á meðan gestir hlýða á dagskrán verður boðið upp á kaffi og er það innifalið í að- gangseyri. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Landssöfnunarinn- ar fyrir Flateyringa, „Sam- hugur í verki". Kristján syngur til styrktar Flateyringnm KRISTJÁN Jóhannsson mun halda tvenna einsöngstónleika með Sin- fóníuhljómsveit íslands hér á landi í maí á næsta ári og hyggst hann gefa ágóðann af þeim fyrri til bygg- ingar tónlistarhúss. Ágóðinn af síð- ari tónleikunum mun hins vegar renna til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna snjóflóðsins á Flat- eyri. „Mig langar til að taka þátt í því að rétta þessu fólki hjálparhönd,“ sagði Kristján í viðtali við blaða- mann í gær. „Að vísu er þetta ekki stórt en samt eitthvað. Ég mun koma í maí og syngja Óþelló eftir Verdi. Þetta verður í fyrsta skipti sem ég syng það verk. Þetta verður frumraun og æfing fyrir uppsetn- ingu á verkinu sem ég syng í í óperunni í Bologna á Ítalíu næsta haust. Ég hafði ákveðið það áður að gefa ágóðann af fyrri tónleikunum til byggingar tónlistarhúss. Svo koma þessi ósköp upp á Flateyri og við ákváðum það hjónin að láta ágóðann af seinni tónleikunum renna til þeirra sem eiga um sárt að binda þar. Ég vona að þetta geti eitthvað lyft undir með fólki þótt það verði auðvitað aldrei bætt þegar fólk missir ættingja sína og vini.“ Kristján sagði að fréttir af ham- förunum á Flateyri hefðu verið mjög litlar í Bandaríkjunum síðan þær riðu yfir. „Mér finnst þær hafa ver- ið alveg skammarlega litlar. Við sjáum kannski af þessu hvað við erum lítil í heiminum. Það et ekki víst að fólk hér geri sér grein fyrir því hversu stórt skarð hefur höggv- ið verið í þjóðina. Eina stöðin sem hafði fréttir af flóðinu hér var fréttastöðin CNN og ég held reynd- ar að það sé vegna þess að íslend- ingur vinnur þar.“ Kristján og Domingo til íslands Kristján sagðist einnig vera kom- in í samband við Placido Domingo sem hann sé að reyna að fá með sér til íslands haustið 1997 að halda tónleika. „Þetta yrðu einir eða tvenn- ir tónleikar. Hugmyndimar eru tvær; annars vegar að hann syngi á öðmm þeirra og svo ég undir hans stjóm, hins vegar að við myndum syngja tvær einþáttungsópemr þar sem við myndum stjóma hvor öðr- um. Þetta gæti orðið mjög skemmti- leg uppákoma." Kristján segir að hann bíði nú aðeins eftir lokasvari Domingos um að af þessu verði. „Við vomm orðn- ir mjög góðir mátar þegar við vomm saman með sína ópemna hvor í Metropolitan á New York og höfðum góðan tíma til að ræða þá hluti. Sinfóníuhljómsveit íslands er komin inn í þetta dæmi og þetta er eigin- lega bara spuming um að koma þessu inn í dagskrána hjá okkur. Við emm að stefna að því að gera þetta um haustið 1997, þetta gæti ef til vill verið opnunin á starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar." Kristján segir að ætlun sín sé að gefa ágóðann af þessum tónleikum til byggingar tónlistarhúss. „Ég læt ekki deigan síga í þeim efnum því við emm engin menningarþjóð nema eiga gott tónlistarhús. Það er ekki nokkmm manni bjóðandi, þær að- stæður sem em heima núna. Ég hef minnst á þetta við Domingo þannig að hann veit hvað ég ætla að gera við minn hlut af ágóða tónleikanna en ég get auðvitað ekki sagt til um hvað hann myndi gera við sinn.“ Kristján er að syngja í óperanni í Chicago þessa dagana, titilhlutverk- ið í ópem Giordano, Andrea Chéni- er, sem gerist í frönsku bylting- unni. Islandsklukk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.