Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 19 Guðmundur Þór Kárason brúðugerðarmaður Morgunblaðið/Ámi Sæberg GUÐMUNDUR Þór Kárason brúðugerðarmaður ásamt „skapvondu kanínunni'* Héðni. Boðið í prufu hjá Henson-fyrirtækinu GUÐMUNDI Þór Kárasyni brúðugerðarmanni hefur verið boðið að taka þátt í prufu fyrir brúðustjórnendur í höfuðvígi Henson-fyrirtækisins í New York dagana 17.-19. febrúar næstkom- andi. Verður hann meðal 27 þátt- takenda sem valdir voru úr hópi hundruða brúðustjórnenda víðs- vegar um heim. „ Ahugi þessa virta fyrirtækis er mikil viðurkenning fyrir mig en þeir þjá Henson gera miklar gæðakröfur. Ég geri mér engar sérstakar vonir en ef vel gengur er hugsanlegt að mér verði boðin vinna hjá fyrirtækinu," segir Guðmundur Þór. Guðmundur Þór er 21 árs að aldri og hefur starfað við brúðu- gerð í hálft annað ár. Hefur hann aðallega starfað fyrir sjónvarp og gerði meðal annars stjórn- málamannabrúðurnar sem voru í sviðsljósinu í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins í fyrra. Á liðnu ári útbjó Guðmundur Þór kynningarefni um sig og störf sín og sendi á ýmsa staði í Englandi og Bandaríkjunum. Segir hann viðbrögð hafa verið góð og meðal annars sé hægt að nálgast þetta efni í Puppet Cent- er í London. Mikill heiður „Síðan hringdu þeir í mig frá Henson í New York um daginn og sögðust vera mjög hrifnir af þessu kynningarefni. Mér skilst að efni af þessu tagi berist fyrir- tækinu í viku hverri, þannig að ég álft það ákaflega mikinn heið- ur að vera boðið utan,“ segir Guðmundur Þór og bætir við að sér sé ekki kunnugt um að ís- lenskir brúðugerðarmenn hafi spreytt sig á vettvangi Henson- fyrirtækisins áður. Henson-fyrirtækið er kennt við brúðugerðarmanninn Jim Henson, sem meðal annars átti heiðurinn af Prúðuleikurunum góðkunnu. Hann er nú Iátinn en sonur hans, Brian, mun hafa tek- ið við stjórnartaumunum eftir hans dag. Guðmundur Þór segir að sér sé ekki kunnugt um hvort hann sé enn í forsvari fyrir fyrir- tækið. Brúður Guðmundar Þórs verða að líkindum ekki með í för til New York en fyrirtækið vill sjá þátttakendur vinna með Hen- son-brúður. „Meira veit ég ekki,“ segir Guðmundur Þór, „en það væri vissulega gaman að fá að stjórna Prúðuleikurunum.“ Blásið í lúðra TÓNLIST í FÍII salnum SAMSPILSTÓNLEIKAR Flytjendur Eiríkur Óm Pálsson trompet, Einar St Jónsson trompet, Emil Friðfinnsson hom, Sigurður S. Þorbergsson básúna og Sigurður Smári Gylfason túba. Fimmtudagur 1. febrúar. ÞESSIR fimm ágætu hljóðfæra- leikarar hafa myndað með sér sam- spilshóp og kynntu hann með sínum fyrstu tónleikum sl. Iaugardag. Upp- hafsverk tónleikanna var Canzona eftir Gabrieli, stutt en fallegt verk. Hafi Gabrieli, sem á sínum tíma (f. 1557) var snillingur í meðferð hljóð- færa, skrifað Canzonuna fyrir blást- urshljóðfæri hafa þau hljóðfæri verið mjög ólík málmblásturhljóðfærunum sem við notum í dag. Þetta hefur bæði sína galla og kosti, auðveldara er að skila leikninni á hljóðfærin í dag en upprunalegi liturinn og áferð- in næst ekki. Hljóðfærin í dag eru einnig tónsterkari sem freistar hljóð- færaleikarans til að spila of sterkt og það varð einmitt tilfellið í þetta skiptið, munurinn á veiku og sterku spili var alltof mikill, spilið kom út fyrir ramma stílsins. Þessi ágalli var einnig í Madrigalanum eftir Monte- verdi. Intrada und Allegri eftir Pál Pampichler Pálsson gerði sig vel, dálítið poppað, ekki sérlega frumlegt né tískulegt en vel skrifað fyrir hljóð- færin og fimmmenningarnir höfu áreiðanlega gaman af að spila það. Kvintett nr. 3 eftir Victor Evald var miðjuverk tónleikanna, afar lítið merkileg smíð, ekki merkilegri en léleg karlakórslagasyrpa, Kvintett- inn tók 17 langar mínútur. Scherzo eftir óþekktan John Cheetham er stutt verk sem þeir félagar spiluðu ágætlega. Fisher Tull er einnig finnanlegur í uppflettiritum, en verk sem hann kallar Exhibition var næstsíðast á efnisskránni, sex stutt- ir þættir sem höfðu að markmiði að kynna hvert hljóðfæri fyrir sig, góð hugmynd en lítið meir. Síðast spiluðu þeir svo þekktan spænskan dans með kannske meira íslensku en spánsku sexi. Sem fyrr sagði, er hér um ágæta hljóðfæraleikara að ræða, sem von- andi ná að halda nópinn inn í fram- tíðina og þróa sitt spil. Enn fmnst mér stundum vanta svolítið á ná- kvæman innri ryþma, og fyrir lítinn sal FÍH spiluðu þeir of sterkt, p-spil var yfirleitt of lítið með í spilinu. Spilamátinn fer þó eftir því hvers konar efnisskrá félagarnir ætla að bjóða áheyrendum í framtíðinni. Ragnar Björnsson A vængjum söngsins NATALIA Chow og Helgi Pétursson. TONLIST Hátcigskirkja SÖNGUR OG ORGEL Flytjendur Natalia Chow sópran- söngkona og Helgi Pétursson orgel- leikari. Sunnudagur 4. febrúar. ÞAU hjón stárfa bæði við tónlist- arkennslu á Húsavík og í Mývatns- sveit og bæði eru þau organistar við Húsavíkurkirkju og kenna við Tón- listarskólana á báðum þessum stöð- um. Natalia hefur það þó fram yfir Helga að hún er góð söngkona og lét sér nægja að koma fram sem slík á tónleikunum í Háteigskirkju. Helgi hóf annars tónleikana með Tokkötu og fúgu í F-dúr eftir Buxtehude og skilaði hann þessu upphafsverki tón- leikanna skýru og vel mótuðu. Natal- ia söng Bist du bei mir, eftir Bach. Hún söng úr kórnum og því staðsett langt frá orgelinu og má það vera ástæðan fyrir nokkrum óróa í takti. Natalia hefur annars mikið skólaða rödd, sem þó er enn svolítið erfitt að átta sig á. Nokkuð fékk undirrit- aður á tilfinninguna að röddin hafi verið þanin um of í námi og opnuð um of á stuttum tíma. Röddin þarf að fá að vaxa með eigandanum og ekki borgar sig að reyna að taka sæluna út fyrirfram, það getur kom- ið niður á manni síðar. Lascia ch’io pianga eftir Handel fékk meiri ró yfir sig, en heimatilbúna kadensan í lokin var ekki í stíl Handels. Helgi lék því næst tvo sálmforleiki eftir Bach, Herzlich tut mich verlangen, sem ekki er einfalt að spila, þrátt fyrir sitt hæga tempo. Erfitt getur reyndar verið að fá jafnvægi í bæði nótnaborðin á litla orgelið í kirkj- unni, en hægri höndin var hér of sterk auk þess að nokkurs óróleika gætti hér í leik. Síðari forleikurinn, Nun komm’ der Heiden Heiland, upphafsforleikur Litlu orgelbókar- innar og merkir stig Krists niður til vor manna, hefði á þetta orgel betur verið leikinn með grunnröddum ein- um saman og kannske af meiri til- fínningu fyrir þessum þætti Guðs- sonar. En þetta sannar enn einu sinni hversu þessir litlu forleikir eru krefj- andi ef rétt er á haldið. 0 divine Redeemer reynir mjög á flytjandann og skilaði Natalia því vel, en fjar- lægðin við orgelið hlýtur að hafa gert henni erfitt fyrir. Röddina hafði Natalia í Agnus Dei eftir Bizet, en einhvem veginn vantaði dýpt í túlk- unina. Aftur komu tveir forleikir úr Litlu orgelbókinni, Gelobet sei’st du, Jesu Christ, og Wenn wir in höchsten Nöten sein, og enn sannar Bach yfir- burði sína, en orgelið gefur að vísu takmarkaða möguleika. Forvitnilegt var að heyra sungið á mandarínsku í 23 Davíðssálmi og virtist tungumál- ið fara vel í söng við fyrstu heym. í Ave Maríu Kaldalóns kom Natalia á óvart með skýrum framburði text- ans. Kannske ekki rétt að segja á óvart, því skýran framburð ættu all- ir söngvarar að temja sér, en hér hefðu íslenskir söngvarar getað lært af Nataliu. Enn kom forleikur úr orgelbókinni, Liebster Jesu, og nú gengu hlutimir upp. Lítið merkileg tónsmíð, A dream of Paradise, eftir H. Grey var næstsíðust á efnis- skránni, vafalaust heppileg fyrir röddina, en gjaman hefði ég viljað heyra Nataliu halda út síðasta tón- inn. Buxtehude Prelúdían og fúgan í g-moll á vel við leikmáta Helga og var góður endir á forvitnilegum tón- leikum. Ragnar Björnsson MIÐALDRA? ENGAN VEGINN Álag. Stress. Ofþreyta. Meira og minna hluti af daglegu lífi. Þess vegna Gericomplex. Sérstaklega samansett til að halda þér í líkamlegu og andlegu toppformi fram eftir öllum aldri. Gericomplex inniheldur yfir 20 vítamín og steinefni og hið frábæra Ginseng þykkni Ginseng G115. Áhrifin? Aukin líkamleg og andleg vellíðan. Bætt úthald. Árangurinn? Þú lítur vel út. Þér líður vel. GLÆDDU Þú glæðir líf þitt lífi. Éh eilsuhúsið Skólavörðustig & Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.