Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vaia Þórsdóttir leikkona á leið til Italíu Sækir Dario Fo heim í Mílanó VALA Þórsdóttir leikkona mun í apríl næstkomandi halda til fundar við hið heimskunna leik- ritaskáld Dario Fo í Mílanó á ítal- íu. „Ég veit ekki hvað bíður mín þarna úti en ég fer með opnu hugarfari og ætla að taka ýmis- legt efni sem ég á í fórum mínum með mér. Það verður stórkost- legt að hitta þennan mann,“ seg- ir leikkonan. Forsaga málsins er sú að eitt af lokaverkefnum Völu við Bret- ton Hall listaskólann í nágrenni Leeds í Englandi á liðnu ári var einleiksverk sem byggði á leiklist Darios Fo, stjórnmálaskoðunum og fleiru manninum tengdu. „Verkinu var mjög vel tekið og þar sem Fo er í miklu uppá- haldi hjá mér ákvað ég að senda honum það í byijun desember síðastliðins ásamt bréfi, þar sem ég sagðist ætla að gefa honum þetta verk og að mig langaði til að hitta hann,“ segir Vala og bætir við: „Ég bjóst ekki við því að hann myndi hafa samband en í byrjun janúar hringdi hann í mig hingað til íslands og bauð mér að koma að heimsækja sig.“ Dario Fo er afkastamikill höf- undur gamansamra ádeiluverka sem þekktur er fyrir að beina spjótum sinum að þjóðfélagslegu misrétti og jafnvel kaþólsku kirkjunni. Notar hann meðal annars aðferðir commedia dell- ’arte til að koma ádeilu sinni til skila. Fo, sem stendur á sjötugu, er kvæntur leikkonunni Frönku Rame og starfa þau mikið sam- an. Mörg verka höfundarins hafa verið færð upp á íslenskum fjöl- um og er skemmst að minnast sýninga á Við borgum ekki, við borgum ekki í Borgarleikhúsinu. Þakkaði fyrir sendinguna En hvernig verkaði þessi heimskunni maður á Völu Þórs- dóttur? „Þetta var frekar stutt spjall en Fo var nyög hlýr og þakkaði mér innilega fyrir send- inguna. Síðan bað hann mig vin- samlegast að ræða við aðstoðar- mann sinn, Mario, sem myndi sjá um að gera allar ráðstafanir." Vala lauk á liðnu ári prófi með fyrstu einkunn frá Bretton Hall. Nýverið fór hún með hlutverk í leikritinu Margrét mikla sem Lundúnaleikhópurinn setti upp i Tjarnarbíói og í mars mun hún taka þátt í einleikjahátíð í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum. „Ég verð þar með verk sem ég skrif- aði í fyrra og fjallar um fráskilda þrítuga konu.“ Vala gerir á hinn bóginn ekki ráð fyrir að starfsvettvangur hennar verði hér heima í nánustu framtíð. „Ég er ekki alkomin heim enda langar mig til að spreyta mig á erlendri grundu. Ætli ég verði ekki með bæki- stöðvar í London. Engu að síður er ég tilbúin til að taka að mér verkefni hér heima annað veifið. Fyrst af öllu hef ég þó hug á að sækja námskeið sem Fo og Rame gangast fyrir í Danmörku í maí.“ Gestir á bókasýn- ingimni í Frankfurt ZUrich. Morgunblaðið. BÓKMENNTIR einnar þjóðar eru ávallt kynntar sérstaklega á stærstu bókasýningu heims í Frankfurt í Þýskalandi. Það stóð til að Ungveija- land hlyti þann heiður árið 1997 en stjórnendur sýningarinnar vilja nú að menning Portúgal verið frekar kynnt það ár. Ungverjalandi hefur verið boðið að kynna bókmenntir sínar árið 1999 í staðinn. Árið 1998 eru fimm hundruð ár liðin síðan Portúgalinn Vasco da Gama sigldi í kringum jörðina. Port- úgalar ætla að minnast þess á veg- legan hátt og meðal annars halda heimssýningu í tilefni af stórafmæl- inu. Þeir óskuðu eftir að fá að kynna bókmenntir sínar sérstaklega á bókasýningunni í Frankfurt 1997 til að vekja athygli á afmælinu. Stjórn- endur sýningarinnar féllust á það nú í vikunni svo framarlega sem Ungveijar samþykkja breytinguna. Austurrískar bókmenntir voru kynntar sérstaklega á bókasýning- unni í fyrra og írskar verða í mið- punkti á sýningunni í ár en hún verður haldin 2. til 7. október. Sviss- neskir höfundar og bókmenntir verða kynnt árið 1998. Grípum geirínn í hönd KVIKMYNDIR Háskólabíó Land og frelsi „Land and Freedom" ★ ★ ★ Leikstjóri: Ken Loach. Handrit: Jim Allen. Aðalhlutverk: Ian Hart, Rosana Pastor, Iciar Bollain, Tom Gilroy, Marc Martinez og Frederic Pierrot. Parallax Pictures. 1995. GAMALL maður deyr einn í íbúð sinni í Liverpool og ung dótturdótt- ir hans tekur að gramsa í dóti hans og kemst að því að maðurinn tók þátt í borgarastyijöldinni á Spáni um miðjan fjórða áratuginn. Þannig hefst nýjasta mynd breska leikstjór- ans Ken Loach, Land og frelsi, og í gegnum gömul bréfaskipti sem unga konan fínnur í fórum afa síns kynnumst við frásögn mannsins af biturri reynslu hans úr stríðinu. Borgarastyijöldin á Spáni hefur löngum verið litin í rómantísku ljósi í bókmenntum og bíómyndum en Loach fer aðrar og beinskeyttari leiðir enda einn helsti arkitekt þjóð- félagsraunsæisins í breskum bíó- myndum samtímans. Hann sýnir hvað lýðræðishreyfingamar, sem börðust gegn fasismanum, áttu helst við að etja en það voru enda- laus innbyrðis átök milli ólíkra arma, ólíkra stefnumiða og ólíkra skoðana þar til hver höndin var upp á móti annarri og hinar ýmsu hreyf- ingar tóku að beijast á móti hver annarri án þess að liðsmenn þeirra hefðu hugmynd um hvers vegna. Einn daginn börðust menn gegn fasismanum, þann næsta voru þeir ákærðir fyrir fasisma. Mynd Loach er talsverð opinberun þeim sem ald- ir eru upp á Hemingway. Honum tekst að slá rómantíkina af með eftirminnilegum hætti. í leiðinni ýtir hann þrátt fyrir allt undir von sósíalismans um rétt- látt þjóðfélag. Myndin fylgir í kjöl- far hruns Sovétríkjanna og er áminning Loach um að gleyma ekki hugsjónum sósíalismans þótt hann hafi farið villur vegar undir stjóm Stalíns og skósveina hans. Sagan er sögð í endurliti og frá sjónarhóli ungs hugsjónamanns og kommúnista frá Liverpool sem heldur til Spánar að beijast fyrir breyttum og betri og jafnari heimi. Herdeild hans á Spáni er óagaður og reynslulítill hópur Spánveija og útlendinga sem komnir eru í sömu erindagjörðum en brátt kemur í ljós að það eru ekki allir bandamenn að beijast fyrir sama málstaðinn og baráttan gegn fasismanum snýst upp í óskiljanlegan skrípaleik kommúnistahreyfínga með jafnólík- ar skammstafanir og þær eru marg- ar. Ian Hart, sem áður lék Lennoní ,,„Backbeat“, fer einkar vel með hlutverk hugsjónamannsins sem verður reynslunni ríkari og aðrir leikarar standa sig með mestri prýði í raunsæisstíl Loach. Hann notar heimildamyndatækni, nærmyndir og hreyfíngar myndavéla, með góð- um árangri til að færa áhorfandann sem næst atburðunum. Það kristall- ast í stórkostlegri sennu á milli tveggja kommúnistahreyfinga, sem skyndilega hafa orðið óvinir, og áhorfandinn er staddur í atinu miðju. Þar rís ringulreiðin hæst. Er nema von að Loach gráti glötuð tækifæri. Arnaldur Indriðason Kóngnrinn Brynner KVIKMYNPIR Rcgnboginn Kvikmyndahálíð 20th Ccntury Fox KÓNGURINN OG ÉG „THE KING AND 1“ ★ ★ Vi Leikstjóri: Walter Lang. Tónlist: Ric- hard Rodgers og Oscar Hammer- stein. Dansar: Jerome Robbins. Aðal- hlutverk: Doborah Kerr, Yul Brynn- er, Rita Moreno, Martin Benson. 20th Century Fox. 1956. ÞAÐ VAR vel til fundið hjá Regn- boganum að minnast 100 ára afmæl- is kvikmyndanna með endursýning- um á nokkrum af vinsælum myndum 20th Century Fox kvikmyndavers- ins. Ein af þeim er söngleikur Rich- ard Rodgers og Oscar Hammerstein, Kóngurinn og ég, frá árinu 1956 með Yul Brynner í óskarsverðlauna- hlutverki sínu. Leikstjóri myndarinn- ar var Walter Lang og Hollywood skartaði öllu sínu fegursta í „Cinem- ascope“ og „Color De Luxe“ með stórkostlegum leiktjöldum og skrautlegum búningum og víðáttu- miklum leiksviðum sem aðeins rúm- ast í stærstu kvikmyndaverum. Bíó- myndir áttu undir högg að sækja á þessum tíma vegna vinsælda sjón- varpsins og Hollywood mætti sam- keppninni m.a. með íburði og stór- fengleik sem aðeins fékkst í bíó. Myndin var útnefnd til fjölda óskars- verðlauna og hreppti þau nokkur fyrir ýmsa þætti í framleiðslunrn en Brynner einn hlaut ein af aðalverð- laununum. Hann er enda frábærlega líflegur og skoplegur einvaldur í hlutverki kóngsins af Síam árið 1862 sem vill flytja inn eitthvað af vestrænni sið- menningu til landsins og fær breska kennslukonu, Deborah Kerr, til að mennta börnin sín, hundrað og eitt- hvað að tölu. Þau tvö verða ástfang- in en við það missir einvaidurinn það sem gerir kónga að kóngum og deyr að lokum. Kerr er siðmenningin upp- máluð og skemmtilegastur er Brynn- er þegar hann lætur sem hinn menntaði og klóki einvaldur án þess kannski að eiga mikið fyrir því. Samstarf Rodgers og Hammer- stein gat af sér nokkra af þekktustu söngleikjum Bandaríkjanna á öldinni (Oklahoma, Tónaflóð) og þótt lögin úr Kónginum og mér heyrist örsjald- an núorðið hafa þau ekki elst illa. Þekktust þeirra eru án efa „Getting to Know You“ og „Hello, Young Lovers“. Dansahöfundurinn frægi, Jerome Robbins, á einstaklega skemmtilegt innskot með uppfærslu sinni á Kofa Tómasar frænda, sem flutt er fyrir kónginn og gesti hans. Kóngurinn og ég er enn bráðgóð skemmtun og lýsandi fyrir gamla Hollywoodrisann þegar einkunnar- orðin voru glys og glamúr. Arnaldur Indriðason , Ljósmynd/Sigrún Guðbrandsdóttir HLJOMSVEITIN Klakki. Listaverk - átaf fyrir sig... TONLIST III j 6 m d i s k a r KLAKKI: SORTNER DU SKY Nína Björk Elíasson (söngur), Maria Bisgaard (selló), Hasse Poulsen (gít- ar), Martin Bregnliöi (slagverk, ber- imbau, gyðingaharpa). Framleitt af AV-ART hljómplötum. (Fax 45-31104183). Dreifing: Japis. AACD 1002. KLAKKI er ekki fjölmenn hljóm- sveit, meðlimir aðeins fjórir, en hljóð- færin fleiri og sum býsna framandi. En það segir nú minnst um þessa frábæru og sérkennilega samansettu dönsku grúppu (einn aðilinn íslensk- ur), sem stofnuð var fyrir þremur árum af fjölmenntuðu tónlistarfólki, sem fremur sína óvenjulegu músík af einstakri list. Samsetning hljóð- færanna er bæði frumleg og athygl- isverð, hljómurinn (kvenröddin með- talin) hæfir þjóðvísunni jafn vel og Ijóðinu (yndislegar selló-strófur), og samt er þetta kammermúsík, sem teflir saman gömlu og nýju, „ólíkri" tónlist og ólíkum kúltúr... Allir eru snillingar á sín hljóðfæri, og íslend- ingurinn (Nína Björk Elíasson, bú- sett í Danmörku) syngur mjög falleg- an texta eftir nöfnu sína Arnadóttur og dönsku skáldin Simon Grotrian og Lenu Henningsen (og íslenska húsganga að auki) af sömu snilld- inni. Hún hefur einnig samið lögin við ljóð nöfnu sinnar, en Hasse Pouls- en við dönsku ljóðin. Ekki þótti mér þó minnst til sjálfra útsetninganna koma (þ. á m. á ís- lensku þjóðlögunum), sem mér skilst að allir eigi þátt í. Þær eru að sumu leyti það athyglisverðasta við þennan óvenjulega hljómdisk. Listaverk útaf fyrir sig, þó allt haldist hér í hendur og erfitt að skilja eitt frá öðru. Þótt hér sé mörgu blandað saman, gömlu og nýju og „ólíkum hlutum", virðast þjóðlögin - eiginlega þjóðvís- an og söngurinn sem bærist í bijósti alþýðunnar - gefa tóninn, jafnvel í því sem frumsamið er (það mætti líka segja um suma textana, t.d. eft- ir Nínu Björk, sem eru ekki fjarskyld- ir þjóðvísunni). Lögin eru látlaus og falleg, stundum elskulega hvunndagsleg, stundum áhrifarík í einfaldleikanum. En það eru þó út- setningarnar (ótrúlega listilegar og hugvitsamlegar - stundum skemmti- lega skondnar) og flutningurinn sjálfur sem gera hljómdiskinn sér- stakan og yndislegan. Svo eru um- búðirnar lítið listaverk í einfaldleika sínum. Og ljóðin líka. Einn sá besti og óvenjulegasti frá síðasta ári. Oddur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.