Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ____________AÐSENDAR GREINAR Jerúsalem 3.000 [ Ólafur Jóhannsson FRÁ Jerúsalem. Á ÞESSU ári á Jerúsalem afmæli, 3.000 ára sem höfuð- borg Ísraelsríkis. Fáar eða engar borgir í þessum heimi eiga jafnvíðtæka og áhri- faríka sögu sem snert- ir allt mannkyn. Borgin er með þeim fallegustu í heimi. Að sjálfsögðu er erfitt að sannfæra þá sem ekki hafa verið þar um slíkt. Yerushalayim, en það er nafn hennar á hebresku, er ekki aðeins tignarleg, það mætti segja að hún væri nokkurs konar hughrif, eitt- hvað sem heillar ferðamanninn. Jerúsalem hefur verið nefnd „Borg friðarins“, og er nefnd með um 70 ólíkum nöfnum í Biblíunni. I Talmud, sem er safn munn- mælasagna meðal gyðinga, segir á einum stað, „Þegar Guð deildi fegurðinni meðal þjóðanna, gaf hann níu tíundu hluta Jerúsalem, einn tíundi hluti féll til annarra þjóða, en þegar hann deildi þján- ingunni á jörðina, fékk Jerúsalem níu tíundu hluta en restin af heim- inum aðeins einn tíunda“. Jerúsalem er um 850 m fyrir ofan sjávarmál, 60 km frá Tel Aviv, um 50 km frá strönd Miðjarð- arhafsins og 19 km fyrir vestan Dauðahafið. íbúar eru um Vi milljón. Fyrr á tiðum var litið á Jerúsalem sem miðpunkt alheimsins og á gömlum landabréfum er borgin fyrir miðju, á mörkum Evrópu, Asíu og Afríku. Afmælishátíðin byijaði 4,sept- ember sl. með ólýsanlegri flugelda- sýningu og ljósatækni, þar sem sögu borgarinnar var lýst í aðalat- riðum á veggjum þjóðminjasafns- ins. Á þeirri stundu sagði forsætis- ráðherra, Yitzhak Rabin, í ræðu sinni; „Það er ekkert ríki án Jerú- salems og engin friður án óskiptrar Jerúsalem.“ Einnig sagði hann; „Jerúsalem er hjarta gyðingaþjóð- arinnar." Fjármálaráðherrann Uzi Baram sagði m.a; „Þessi hátíð er í raun hátíð allra þjóða.“ Sérstaka sögu og tengsl hafa hinir kristnu við „Borgina á fjallinu". Gert er ráð fyrir að um ein millj- ón ferðamanna komi á þessu hátíð- arári til ísraels, þar á meðal fjöldi kristinna manna. „Kristna sendiráð- ið“ gerir ráð fyrir að um 6-7.000 manns komi frá um 90 lönd- um til að taka þátt í Laufskálahátíðinni sem er í september. Einnig verður nú í febrúar þriðja heims- mót kristinna zionista í Jerúsalem. Það er ekki oft að haldið er upp á 3.000 ára afmæli. Borgin er þó eldri og hafði önnur nöfn, hét bæði Jeru og Salem. Nákvæman dag er ekki hægt að tilgreina þegar hún verður höfuðborg Israels. Þó munu fom- og sagnfræðingar almennt vera sammála að Davíð konungur hafi unnið borgina af Jebúsítum árið 1004 f. Krist. Heimildir greina frá yfírráðum Jebúsíta í borginni um 300 ámm áður og vora þar mörkin milli norður- og suðurríkis. Með til- komu Jerúsalems sem höfuðborgar, sameinuðust þessi ríki í eitt, ísrael. Davíð konungur gerði einnig Jerúsalem að trúarlegri miðstöð gyðingdóms og hugðist byggja musteri fyrir sáttmálsörk Drottins á Moríahæð. Það kom þó í hendur Salómons, sonar Davíðs, sem seinna var konungur eftir lát föður síns, að láta byggja hið mikla musteri í borginni. Eftir þetta varð Jerúsalem heilög borg í augum gyðinga. Eins og Rabin forsætis- ráðherra sagði í ræðu sinni að Jerúsalem væri „hjarta gyðinga". I bænaþjónustu sinni snúa gyð- ingar augliti sínu til Jerúsalem. Það er einnig gamall siður þeirra í brúðkaupsveislum að brúðgumi stígur á glas og brýtur, sem á að minna á eyðingu Jerúsalemsborgar árið 586 f. Krist þegar Nebukad- nesar Babyloníukonungur her- leiddi gyðinga til þrælkunar og brenndi musterið. Einnig rifja þeir upp við þetta tækifæri Davíðssálm 137:5-6 ...,,Ef ég gleymi þér, Jerú- salem, þá visni mín hægri hönd. Tunga mín loði mér við góm, ef ég man eigi til þín, ef Jerúsalem er eigi besta yndið mitt...“ í Biblíunni er Jerúsalem nefnd um 670 sinnum. Það er staðreynd Jersúsalem er trúarlega og sögulega merkasti staður gyðinga og kristinna manna. Olaf- ur Jóhannesson skrif- ar Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis í 3.000 ár. að gyðingar hafa aldrei gleymt Jerúsalem þótt þeir hafi verið dreifðir meðal margra þjóða. í fjar- lægum löndum, á hátíð páskanna, var það og er enn siður að kveðj- ast með orðunum; „Næsta ár, Jerú- salem.“ Jerúsalem hefur aldrei verið höfuðborg neins annars ríkis en ísraels. í margar aldir hafa ólíkar þjóðir, m.a. arabar, Grikkir, Egypt- ar, Tyrkir og Englendingar, ráðið yfír Jerúsalem en engin þeirra gert borgina að höfuðborg sinni. Jerúsalem var síðast lögð í rúst árið 70 undir forystu Rómveija. Flestir gyðingar voru drepnir eða flúðu. Þó var ávallt lítill hópur þeirra eftir í borginni. Þrátt fyrir allar þeirra hörmungar og þjáning- ar meðal „þjóðanna" gleymdu þeir aldrei Jerúsalem, svo þegar ísraels ríki var stofnað 1948 (endurvakið) kom hluti borgarinnar undir stjórn þeirra og þrátt fyrir árásir ná- grannaþjóða og stöðugar hótanir um dauða og eyðingu, tókst þeim að endurheimta alla borgina í hinu svokallaða 6 daga stríði 1967. Síð- an hefur Jerúsalem verið óskipt höfuðborg Israels. Fyrir hina kristnu og Múha- meðstrúarmenn er borgin einnig „heilög". Hinir kristnu minnast þess að Jesús, 8 daga gamall, var færður í Musterið til að láta umske- rast (sem var og er siður gyð- inga). Einnig þegar hann, 12 ára gamall og hafði orðið viðskila við foreldra sína, fannst í Musterinu á tali við Farísea og fræðimenn. Hin- ir kristnu minnast ástar hans á borginni, þegar hann grét yfir henni rétt fyrir dauða sinn. Kristn- ir minnast einnig þjáningarsögu hans - Via dola Rosa - á leið til Golgata, sem var rétt fynr utan múra Jerúsalem. Þeir minnast krossfestingar hans og ekki síst upprisu á þessum stað. Ekki má gleyma hvítasunnudegi, þegar heilagur andi kom yfir postulana í Jerúsalem. Frá þeirri stundu er oft talað um fæðingu kristinnar kirkju. Á Olíufjallinu við Jerúsalem var Jesús burt numinn til himins. Gyð- ingar og kristnir vænta komu Hins smurða, Messíasar, á þessum stað, og trúa á friðarríki hér á jörð með Hann sem konung. Jerúsalem er því trúarlega og sögulega merkasti staður gyðinga og kristinna manna. Fyrir Múham- eðstrúarmenn er Jerúsalem þriðja helgasta borg þeirra eftir Mekku og Medínu. En ólíkt ritningum gyðinga og hinna kristnu er Jerú- salem hvergi nefnd í helgibók þeirra, Kóraninum. Fleiri og fleiri Islendingar ferð- ast til ísraels og hefur mikil aukn- ing átt sér stað á seinniáram, jafnt meðal einstaklinga og hópa. Frá Islandi eru ráðgerðar tvær ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar Úrval - Útsýn, páskaferð og haustferð. Landið helga, Borg Drottins, Zion, Jerúsalem og sagan, hafa því orðið þeim lifandi vitnisburður um það sem þeir hafa heyrt og lesió. Islenskir ísraelsvinir fagna með þjóðinni þessa 15 mánuði sem há- tíðin stendur yfir og senda þeim hamingjuóskir um leið og þeir biðja Guð Abrahams, ísaks og Jakobs, að borgin Jerúsalem verði áfram óskipt og ávallt sameinuð sem höf- uðborg Israelsríkis. Biðjið Jerúsalem friðar. Höfundur cr formaður félagsins Zíon Vinir ísraels. Stúdentar. Hversu lengi ætlið þið að þola ósannar fullyrðingar? VILHJÁLMUR H. Vilhjálmsson, sem er í stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna tilnefndur af Stúd- entaráði Háskóla ísr lands, skrifaði grein í Morgunblaðið 1. febr- úar sl. Hann fullyrðir þar í fyrirsögn og greininni sjálfri að stjóm LÍN hafí hunds- að vilja Alþingis um það hvemig tillit skuli taka til húsaleigubóta við úthlutun námslána og staðhæfir að: „í úthlutunarreglum LÍN 1995-96, sem stjóm Lánasjóðsins setur og staðfestar era af ráðherra, er kveðið á um að húsaleigubætur teljist til tekna og komi til frádráttar námslánum, en vaxtabætur ekki“. Engin ákvæði eru um húsaleigubætur í reglum LIN Stjórnarmanninum hefur verið bent á að þetta eru með öllu ósannar full- yrðingar. Engin slík ákvæði um húsaleigu- bætur eru í úthlutun- arreglum LÍN. Hann lagði fram greinar- gerð í stjóm Lána- sjóðsins í þá veru sem grein hans fjallar um. Við sem skipum meiri- hluta stjómarinnar lögðum fram bókun um þetta efni en þar segir m.a. orðrétt: „í greinargerðinni (Vilj- álms) er gengið út frá því að stjórn LÍN hafi kveðið svo á ... „í úthlutunarreglum 1995-96 að hú- saleigubætur skuli teljast til tekna hjá lánþegum en vaxtabætur ekki“. Þá segir ennfremur í bókun meirihlutans: „Hér er um misskiln- ing að ræða. í grein 3.4.1. í úthlut- unareglum sjóðsins fyrir skólarár- ið 1994-95 segir svo orðrétt: „All- ar tekjur sem mynda skattstofn á árinu 1994 teljast til tekna við útreikning á námslánum." Enn- fremur segir svo: „Þessi breyting sem var gerð við endurskoðun út- hlutunarreglna fyrir skólaárið 1994-95 var hluti af þeirri við- leitni stjórnarinnar að einfalda reglur sjóðsins. Eftir breytinguna er tekjuhugtak LÍN það sama og skattyfírvalda." Vilji Alþingis í bókun meirihluta stjómar LÍN er vikið að ákvörðunum og vilja Alþingis. Þar er bent á að húsa- leigubætur teljist tekjur skv. skattalögum með hliðjón af 7. tölulið 28. greinar skattalaga. Tekið er fram að í lögum um húsa- léígubætur séu engin ákvæði um að þær skuli ekki teljast til skatt- skyldra tekna og orðrétt segir svo í bókuninni: „Hafi það verið vilji löggjafans að sömu reglur ættu að gilda um húsaleigubætur eins og um vaxtabætur, þá hefði vænt- anlega verið séð til þess í lagasetn- ingunni að húsaleigubætur væru Gunnar Birgisson „Allar tekjur sem mynda skattstofn á ár- inu 1994 teljast til tekna við útreikning náms- lána.“ Gunnar Birgis- son svarar í þessari grein gagnrýni á LIN og vitnar í þetta reglu- gerðarákvæði. undanþegnar skatti, eins og gert er með vaxtabætur. Þetta hefur hins vegar ekki verið gert.“ Verulegar hagsbætur fyrir námsmenn Þessi breyting á úthlutunarregl- um sem gerð var fyrir skólaárið 1994-95 og fulltrúar stúdenta m.a. samþykktu var mjög til hags- bóta fyrir námsmenn, einkum fólk með börn á framfæri, þar sem með henni töldust barnabætur ekki lengur til tekna. Vilhjálmi er allt þetta kunnugt Allt sem hér hefur verið rakið er Vilhjálmi, stjórnarmanni í LÍN og laganema, kunnugt. Það sem erfitt er að sætta sig við er að samt skuli hann velta sér upp úr ósannindum og blekkingum eins og naut í flagi. Hann veit líka að fyrri fulltrúar stúdenta í stjórn LÍN eru jafnábyrgir fyrir þeirri skilgreiningu á tekjum sem LÍN notar við útreikning á rétti manna til námslána, eins og við sem skip- um meirihluta stjórnar. „Ekki sér hann sína menn svo hann ber þá líka,“ var eitt sinn sagt. Þetta er svo sem ekki eina dæm- ið um slíkan málflutning stúdenta eins og ég hef áður að vikið í grein- um hér í blaðinu. Spurning mín er sú til þeirra námsmanna sem velja sér fulltrúa í trúnaðarstöður til þess að gæta hagsmuna sinna: Hversu lengi ætlið þið að þola þessum fulltrúum ykkar að halda uppi svona ósönnum málflutningi og blekkingum? Ég er sannfærður um að þess konar áróður verður ekki ykkur til framdráttar þegar til lengdar lætur. Höfundur er formaður stjórnar LÍN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.