Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ _________AÐSENPAR GREINAR______ Styttri biðlistar á leikskóla NÝSAMÞYKKT fjárhagsáætlun Rey kj avíkurborgar fyrir árið 1996 ber þess merki að skólamálin í víðustu merkingu þess orðs eru enn í for- gangi. Myndarlegu átaki í dagvistarmálum er haldið áfram í þeim tilgangi að vinna á hin- um hvimleiðu biðlistum eftir leikskólarýmum í borginni. 90% aukning frá ’94 til ’95 Á árinu 1995 var varið 415 milljónum króna til uppbyggingar í leikskóla- málum en það var 90% aukning frá árinu 1994. Þá var hafist handa við að byggja þijá nýja leikskóla, í Rimahverfi, Laugarneshverfi og á Háskólasvæðinu. Ennfremur var byggt við átta eldri leikskóla og fímm skóladagheimili tekin undir starfsemi dagvistar barna. Þannig voru á árinu 1995 tekin í notkun 240 ný heilsdagsrými á leikskólum borgarinnar, en einnig var hlutur heilsdagsrýma aukinn almennt á eldri leikskólum þannig að alls fjölg- aði þeim um 400 á árinu. 400 ný rými árið 1996 Nú er reiknað með að á því ári sem er nýhafíð fjölgi um sem svar- ar 350-400 heilsdagsrýmun, en þar munar mestu að teknir verða í notk- un leikskólarnir þrír sem áður er getið um. Að auki má búast við að rýmum fjölgi nokkuð á eldri leik- skólum í kjölfar nýrra viðmiðana í reglugerð um leikskóla sem skapar möguleika á betri nýt- ingu margra eldri leik- skóla. Á þessu ári verð- ur lokið við fram- kvæmdir við leikskól- ana í Rimahverfi, Laugarneshverfi og á Háskólasvæðinu en að auki hefjast fram- kvæmdir við tvo nýja leikskóla, í Borgahverfi og í Bústaðahverfí. Ennfremur verður byggt við tvo til þrjá eldri leikskóla og einu skóladagheimili verður breytt í leikskóla, Seljakoti í Seljahverfi. Loks verður gerður nýr gæsluvöllur á mörkum Engja- og Rimahverfa. Biðlistinn styttist Til viðbótar þeim byggingafram- kvæmdum sem hér hafa verið rakt- ar, hefur borgin komið til móts við þarfír barnafólks með ýmsu öðru móti, t.d. með auknum rekstrar- styrkjum til einka- og foreldrarek- inna leikskóla og niðurgreiðslum á dagvistargjöldum hjá dagmæðrum. Áformað er að þessari stefnu verði fylgt áfram þannig að fjármunir til þessa málaflokks nýtist sem best til að auka þjónustu við börn á leik- skólaaldri og foreldra þeirra. Reikn- að er með að í árslok verði nær eingöngu böm yngri en 2ja ára á biðlistum Dagvistar barna. Fjölbreytt þjónusta Meginmarkmiðið með þjónustu Dagvistar barna á að vera að bjóða börnum á leikskólaaldri fjölbreytta þjónustu á eins hagkvæman máta Kostnaður borgarsjóðs, segir Árni Þór Sig- urðsson, við hvert barn á ieikskólum hefur farið lækkandi og unnt er. Sérstaklega ber að leggja áherslu á að sem flestir fái notið þjónustu Dagvistar en að hún verði ekki bundin við forgarigshópa eins og tíðkaðist til skamms tíma. Með sívaxandi framboði á leik- skólarými þarf samhliða að vinna markvisst að því að hagræða í rekstri leikskólanna þannig að kostnaður við þjónustuna verði hvorki foreldrum né skattgreiðend- um ofviða. Að þessu er sífellt unn- ið og til marks um það má benda á að kostnaður borgarsjóðs við hvert barn á leikskólum borgarinn- ar hefur farið lækkandi undanfarin ár. Þannig var heildarkostnaður á hvert barn um 270 þúsund á ári árið 1991 en var á árinu 1995 um 247 þúsund. Lætur nærri að lækk- unin sé um 10%. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að heils- dagsrýmum hafi fjölgað á kostnað hálfsdagsrýma en þau fyrrnefndu eru talsvert dýrari í rekstri eins og að líkum lætur. Það þarf því engum að dyljast að barnafólk hefur nú þegar orðið áþreifanlega vart við stefnubreytingu í sínum málum í Reykjavíkurborg. Höfundur er borgnrfulltrúi og formaður stjórnar Dagvistar barna. Árni Þór Sigurðsson Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness / 500.000 KRONA VERÐLAUNAFÉ! Bókaforlagið Vaka-Helgafell stofnaði á síðasta ári til Bókmenntaverðlauna Hall- dórs Laxness, í samráði við fjölskyldu skáldsins. Megintilgangur verðlaunanna er að efla íslenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endurnýjun íslenskrar frásagnarlistar. Bókmenntaverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á hausti komandi. VERÐLAUNIN Vaka-Helgafell leggur fram verðlaunaféð sem nemur 500 þúsund krónum en við verðlauna- upphæðina bætast venjuleg höfundarlaun sam- kvæmc rammasamningi Rithöfundasambands íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunin verða veitt fyrir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu eða safn smásagna, að undan- genginni samkeppni sem er öllum opin. Frestur til að skila handritum í samkeppni þessa árs er til 15. apríl 1996. Þau skal senda til Vöku-Helgafells, Síðumúla 6, 108 Reykjavík, merkt „Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness". Handritin eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn fylgi með í lokuðu umslagi. Bókin sem verðlaunin hlýtur mun koma út hjá Vöku-Helgafelli sama dag og verðlaunin verða afhent en að því er stefnt að það verði í lok nóvembermánaðar. DÓMNEFND Ætlunin er að Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verði veitt árlega. Komist dómnefnd hins vegar einhverju sinni að þeirri niðurstöðu að ekkert handritanna sem skilað er inn verðskuldi verðlaunin getur hún ákveðið að veita þau höfúndi sem talinn er hafa auðgað íslenskar bókmenntir með verkum sem þegar hafa verið gefin út. SAMKEPPNIN ÖLLUM OPIN ftrekað skal að samkeppnin um Bókmenntaverð- laun Halldórs Laxness eru öllum opin hvort sem þátttakendur hafa áður gefið út bækur eða ekki. Við hvetjum því jafnt unga sem aldna höfunda til þess að senda handrit sín í keppnina. Að samkeppni lokinni geta þátttakendur vitjað handrita sinna hjá Vöku- Helgafelli. Upplýsingar um samkeppnina veitir Pétur Már Ólafsson í síma 550 3134 milli kl. 9 og 17. VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6 108Reykjavík Sími 5503000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.