Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 21 Hermikrákur og goðsögur MYNPOST Gallcrí Greip MÁLVERK Sigtryggiir Bjami Baldvinsson. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 18. febr. Aðgangur ókeypis. MENN njóta listaverka á ýmsa vegu, en með mikilli einföldun (sem oft gerir skoðandanum auðveldara fyrir) má nálgast þau með vissa skiptingu í huga: þau sem vísa fyrst og fremst til eigin innri gilda, og hin sem vísa til ytri þátta, hulinna eða augljósra. Fyrrnefndu lista- verkin snúast að mestu um efni og form, myndbyggingu og ef til vill samspilið við umhverfið, á meðan hin síðari segja sögur, flytja boð- skap eða kveikja tilfinningar með ábendingum út fyrir sjálf sig. Sigtryggur Bjami Baldvinsson er í hópi þeirra yngri listamanna sem einkum fást við að skapa myndverk af síðari gerðinni, en verk hans hafa vakið verðskuldaða eftirtekt undan- farið ár. Á fyrstu einkasýningu hans síðasta vor vakti athygli samræða ýmissa verka hans við listasöguna, og á þessari litlu sýningu (hér eru aðeins sex málverk) heldur hann áfram á sömu braut, þó einnig komi fleiri þætti til. Hefðin hefur verið sterk í gegnum tíðina hvað varðar lögun myndverka; ferningurinn hefur verið ríkjandi, þó ýmsir listamenn hafí þar bryddað upp á öðru í gegnum tíðina. Sigtryggur Bjami notar oftar en ekki aðra flatar- gerð, einkum kringlótta og spor- Stríðsbrúður KVIKMYNPIR lláskólabíó FRÖNSK KONA (Une Femme Francaise) ★ ★ Vi Leikstjóri Regis Wargnier. Kvik- myndatökustjóri Francois Catonne. Tónlist Patrick Doyle. Aðalleikendur Emmanuelle Beart, Daniel Auteuil, Gabriel Barylb, Jean-Claude Brially, Heinz Bennent. Þýsk/frönsk. UGC 1995. Sænskir skýringartextar. JEANNE (Emmanuelle Beart) og atvinnuhermaðurinn Louis (Daniel Auteuil), ganga í það heilaga þegar síðari heimsstyijöldin er að skella á og verður hjónaband þeirra æ síðan í skugga styijalda. Louis er tekinn til fanga af Þjóðveijum, er síðan eft- ir atríðslok sendur til Berlínar. Þegar Þýskalandsdvölinni lýkur taka við átökin í Indókína, að síðustu starfar hann sem hermálaráðunautur á veg- um stjórnar sinnar í Damaskus. Jeanne stendur sig ekki sem stríðsbrúður. Allt frá því hún fær skilaboð frá manni sínum í fangabúð- unum, leggur hún lag sitt við aðra karla - byijar á sendlinum. Áhorf- andinn leitar einhverra annarra skýr- inga en leiða og sútar en fátt er um svör. Beart leikur þessa ótraustu konu á heldur lágum nótum, starir gjarnan fögrum augum eitthvað afar íjarrænt út í buskann og skapar sér litla samúð áhorfandans. Hann tekur hinsvegar út fyrir kvöl eiginmanns- ins, sem Daniel Auteuil leikur af miklu innsæi. Leikstjórinn, Wargnier, sem á að baki a.m.k. eina, ágætismynd./ndó- Morgunblaðið/Árni Sæberg Stopp í grannskólum SÝNINGAR á umferðarleikritinu Stopp standa yfir um þessar mundir. Um er að ræða farand- sýningu fyrir 9-10 ára skólabörn sem tekur um 40 mínútur í flutn- ingi. Það er Stoppleikhópurinn sem stendur að leiksýningunni í sam- vinnu við Skólaskrifstofu Reykja- víkur og Sjóvá/Almennar. Leik- ritið verður sýnt í flestum grunn- skólum Reykjavíkur en ætlunin er síðan að fara með það um land allt og sýna í grunnskólum. Öll hlutverk í Stopp eru leikin af Dofra Hermannssyni, Hinrik Ólafssyni og Katrínu Þorkelsdótt- ur, sem eru á meðfylgjandi mynd sem tekin var á sýningu í Breið- holtsskóla. Gunnar Gunnsteinsson skrifaði handritið og leikstjóri er Eggert Kaaber. LISTIR öskjulaga eftir því sem honum finnst myndefnin bjóða upp á. Hér er að fínna tvö lítil kringlótt verk sem vísa með ákveðnum hætti til Op-listarinn- ar, þar sem fletirnir gera vissa sjón- villu mögulega og kalla fram hreyf- ingu, þar sem allt er þó kyrrt. Önnur málverk listamannsins vísa með einum eða öðrum hætti út fyrir sig, og að þessu sinni vinn- ur hann þau ekki aðeins út frá listasögunni, heldur einnig út frá goðsögnum og orðvenjum, sem allir þekkja til. Litaval Sigtryggs Bjarna er nokkuð sérstakt, og einkennist öðru fremur af dokkum blæbrigðum, einkum grænum og bláum; við skoð- un verkanna tengist þetta litaspil öðru fremur öryggi og hlýju, sem hentar vel þeim viðfangsefnum, sem hann hefur valið sér. „Starrar við brunn“ dregur strax að sér athygli, enda skemmtilegt verk; umgjörð þess minnir á austur- lenska sessu, en spegilmyndin í brunninum vísar mjög sterkt til ákveðins verks Jóns Stefánssonar, og þar með listasögunnar í heild. Á síðasta ári varð nokkur umræða vegna fijálslegrar meðferðar lista- manns á verkum gömlu meistaranna, SIGTRYGGUR Bjarni Baldvinsson: Starrar við brunn. 1995. og hér blandar Sigtryggur Bjarni sér í hana með sínum hætti; listamenn eru sem starrar, hermikrákur, sem sitja við brunn listasögunnar og nærast á ríkulegum efnivið hennar. Goðsagan um Narkissos og Ekkó er meðal fegurstu sagna grískrar goðafræði, en hér er hún færð í nokk- uð annan búning en almennast er; regn afskorinna blóma niður á vatns- flötinn er ekki síður áminning um fegurð lífsins en fallvaltleika þess. Flestir kannast við hugtakið „í kyrrþey" í samhengi útfara náinna ættingja, sem ekki vildu láta um- stang þessa heims fylgja sér til hinstu hvílu. Þessi tilfínning kemst vel til skila hér, þar sem egglaga verkið vísar þó á sama tíma til endurnýjunar lífsins með forminu íinu saman. í Galleríi Greip er örlítill og þröng- ur rýmisangi til hliðar og niður af salnum, sem oft hefur að geyma skemmtileg verk, eins konar viðbót við það sem sýnt er uppi. Svo er einn- ig að þessu sinni: „Biðin“ er hin ei- lífa bið ævintýranna - og lífsins - eftir tækifærinu sem þarf til að við náum að mannast. Hvort það kemur eða hvenær verður tíminn einn að skera úr um. Sýning Sigtryggs Bjarna fer vel í þessu litla rými, og er rétt að hvetja listunnendur til að líta inn og fylgj- ast með þróun þessa unga lista- manns. Eiríkur Þorláksson ^ Stjórntækniskóli íslands Höföabakka 9 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækniskóli Islands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðs- fræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar: Markaðsfræði. Sölustjórnun og sölutækni. Vöruþróun. Vörustjórnun. Stjórnun og sjálfstyrking. Auglýsingar. Tölvunotkun í áætlanagerð. Viðskiptasiðferði. kína, tekur hér allt annan pól í hæð- ina, segir dapurlega hliðarsögu af stríðsrekstri og löngum ljarvistum sem laða fram hin óyndislegu við- brögð konunnar en karlinn fær ekk- ert að gert. Lítil skýring fæst á nán- ast ósjálfráðri þörf Jeanne fyrir nýja bólfélaga og tryggð hennar við hinn kokkálaða Louis. Öll er þessi saga einkar vandræðaleg og óþægileg og leikur Beart ekki til að glæða áhug- ann á hinni brokkgengu stríðsbrúði. Það má vera að Frönsk kona gjaldi fyrir óaðlaðandi söguna, hinsvegar er Wargnier með flest annað á þurru. Útlitið er óaðfínnanlegt, en myndin spannar hartnær tvo áratugi, m.a. Berlín í stríðslok, tónlistin er seið- andi og karlmennirnir komast vel frá sínu. Einkum Auteuil sem kokkálað- ur, niðurbrotinn eiginmaður og Gabrriel Barylli í hlutverki þýsks elskhuga Jeanne. Samskipti hinna frönsku- og þýskumælandi persóna myndarinnar eru forvitnileg og tákn- ræn fyrir samvistir þeirra. Sæbjörn Valdimarsson „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið." Elísabet Ólafsdóttir, Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tví- mælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags-, og/ eða framleiðslumálum sinna fyrirtækja." Hendricus Bjarnason, Skýrr Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. |>ú ert eiseoSvsTEMS • CISCO er mest seldi netbúnaður í heiminum í dag. • CISCO fyrir Samnetið / ISDN, Internetið og allar nettengingar. Hátækni til framfara Tæknival Skeifunni 17 • Sfmi 568-1665 • Fax 568-0664
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.