Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vatneyri BA er nú uiidan Austurlandi í sinni annarri veiðiferð án kvóta Landaði kvótalaus í gáma á Eskifirði í vikunni VATNEYRI BA, kvótalaus 350 tonna togbátur frá Patreksfirði, landaði í vikunni um 20 tonnum af fiski í gáma á Eskifirði, án þess að eiga fyrir því kvóta. Báturínn er enn á veiðum kvótalaus og segir Svavar Guðnason, útgerðarmaður, að um sé að ræða pólitíska aðgerð til að mótmæla kvótakerfinu. Til- gangurinn sé að láta draga sig og kvótakerfið fyrir dóm. Hann legg- ur 10% af aflaverðmæti inn á bankabók og 20% að auki ofan á verð fisks, sem fluttur er óunninn úr landi, og segist vilja greiða þjóð- inni veiðileyfagjald en ekki kvóta- eigendum. Þetta hafi hann tilkynnt stjómvöldum. „Þetta verður prófmál og þá er að sjá hvort þetta kvótakerfi hrynur til granna,“ sagði Svavar. „Það er réttlætismál að ríkið fái þessa peninga en ekki einhverjir menn sem eiga í raun ekki kvót- ann. Það er bara rugl að menn geti tekið einhvern kvóta og selt fyrir milljónir." Segir að ekki þurfi að vigta gámafisk Um það hvemig aflinn, sem fór í land á Eskifirði, hefði komist fram hjá hafnarvigt, sagði Svavar að ekki þyrfti að fara með gámafisk á vigtina, heldur mætti landa beint í gáma. Hann vildi ekkert segja um það hvenær eða hvar Vatneyrin kæmi úr næstu veiðiferð. Svavar sagði að verð á kílói á leigukvóta væri nú um 104 krónur en á markaði fást um 120 krónur fyrir kílóið, mismunurinn dygði varla fyrir olíu, hvað þá öðru. Auk Vatneyrar gerir Svavar út bátinn Háhyming BA, sem er ný- kominn úr veiðiferð fyrir leigu- kvóta. Hann sagði að verið væri að gera Háhyming kláran í næstu veiðiferð, kvótalausan. „Það er sjálfgert að gera eitthvað svona,“ sagði hann, „það er annað hvort þetta eða að leggjast niður og drepast." Hann sagði að áhöfnin um borð hefði ekkert haft um þessa ákvörð- un sína að segja. Morgunblaðið náði tali af Birni Kristjánssyni, skipstjóra á Vatn- eyrinni, sem sagðist vera að veið- um á Hvalbakshalla, austur af landinu. Um borð eru 8 menn, víðs vegar af landinu, en enginn frá Patreksfirði. Hann sagðist hafa landað 50 körum í rúman einn og hálfan gám á Eskifirði þegar upp kom bilun eftir hálfan annan sólarhring á sjó. Gámafisk, sem landað væri fyrir viðurkennd sölufyrirtæki erlendis, mætti vigta erlendis. „Vinn bara hjá manninum“ Aðspurður hvers vegna hann hefði farið kvótalaus með skipið á sjó sagði Björn: „Ég bara vinn hjá manninum, ég hefði misst vinnuna ef ég hefði ekki gert þetta. Ég hef verið á sjó í 33 ár og kann ekki annað.“ Hann sagðist vita að það væra líkur á að hann yrði dæmdur til sektar fyrir þetta eins og útgerðin en sagði að útgerðarmaðurinn ætl- aði að taka á sig alla ábyrgð af af- leiðingunum. Bjöm sagði að verð á leigukvóta væri orðið slíkt að það væri von- laust að gera út á það en þetta hefði verið í lagi meðan verðið var um 70 krónur fyrir kílóið, sem væri svipað og fiskvinnslustöðvar borguðu til eigin báta. Nýlega hefðu Vatneyr- inni verið boðnar 30 krónur fyrir kíló af spriklandi þorski ef lagt yrði upp hjá tilteknu frystihúsi. Stjómstöð Landhelgisgæslunnar var spurð hvort vænta mætti þess að varðskip yrði sent eftir Vatneyr- inni og vora svörin þau að slík mál færa sína leið í kerfinu. Bollurnar bragðast vel BOLLUDAGURINN er á morgun og má reikna með að landsmenn sporðrenni mörg hundruð þús- und bollum þennan dag. Fjóla Aronsdóttir og Guðrún Guðjóns- dóttir hjá Reyni bakara í Kópa- vogi halda hér á bakka með girnilegum bollum. Hugmyndir menntamálaráðherra Til umræðu í miðstjórn MIÐSTJÖRN Sjálfstæðisflokksins fjallaði á föstudag um hugmyndir Björns Bjarnasonar, menntamála- ráðherra, um breytingar á skipulagi flokksins, sem m.a. lúta að því að leggja niður embætti varaformanns. Fyrir fundinum lá bréf frá Bimi um málið. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vildi í samtali við blaðamann í gær ekki upplýsa á hvern veg afgreiðsla miðstjómarinnar hefði verið og vís- aði í því efni á Davíð Oddsson, for- mann miðstjórnarinnar. Kjartan sagði hins vegar að til- lögur Björns væru margþættar þótt eitt atriði, tillagan um að leggja nið- ur varaformannsembættið, hefði verið tekið út úr í opinberam um- ræðum. „Þetta verður væntanlega til meðferðar í skipulagsnefnd land- fundarins. Miðstjómin afgreiðir ekki breytingar á skipulagsreglun- um,“ sagði hann. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær. Morgunblaðið/Kristinn jHeimiÍislánj Besta leiðin heim. -ÓDÝRARI „ÖRU6GARI ..STYTTRJ EN ÞIG6RUNAR JiEfUREKKlVHöÐ FARIN ÁBUR %eo* ao /» *s* OwjJu-, stncM.vnmtem OO lirjpfciJtð I tm lL-j HEIMILISLÁN LANDSBANKANS - VEODEILOARLÁN H1 lAn m (A«r* k tl»IO Qg. XOTOOU HdSBAOl o vuxtmiAaÁ’v - «iaiw! • VUStSWAlAx - WU> trs»W3GWaj • VHMHBWSÁH - »«e SaMUWJ»ÚFT«¥6&JP«£U MÁNAÐARLE6 GR80SUIBYR0} AF VEDOcILDARlÁN! - MEÐ ' SðfWUNARUFTRYGSlMGU. I SAUANSmSN V® HÚS8RÉFALWJ- KJRSÍhCðR Jiaaccftós A VLOOfSQWtó! - U» SCfAt;8A«irmGCtK3-J OQ»i. i! jmsc,® sCíviw# ** vae» MEÐ blaðinu í dag fylgja auglýs- ingablöð frá Heimsferðum, „Sumar- bæklingur Heimsferða með ferðum til Benidorm, Barcelona og London." MEÐ blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Landsbanka íslands „Besta leiðin heim“. Blaðinu er dreift í Reykjavík, Seltjarnamesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. A ► l-64 Viðskiptin færast á suðvesturhornið ►Apótekum á höfuðborgarsvæð- inu fjölgar og sjúklingar njóta góðs af lægra verði. A lands- byggðinni eiga apótek í vök að verjast./10 Eru Norðurlanda- þjóðirnar líkar? ► Tölfræði þarf ekki að vera þurr og leiðinleg./12 Veggjakrot fylgifiskur borgarmenningar ► Mörgum þykir veggjakrot ekki til prýði og til að uppræta það er vænlegast að nálgast vandann af festu og þolinmæði./24 Með gestrisni í blóðinu ► f Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Pétur Snæ- björnsson í Hótel Reynihlíð./30 B___________________ ► l-20 „Snjókarl“ á fjalli ► Sigurður Jónsson á Egilsstöð- um er einn þeirra sem sjá um að ökumenn komist leiðar sinnar yfir fjallvegi að vetrarlagi./l&10-12 Aftur til upprunans ►Stöðugt færist í aukana að fólk kaupi gömul hús vegna þess að það sér mikla möguleika í breyt- ingum á því./6 Skapanornirnar gefast aidrei upp ►Á millistríðsárunum varð Ely Culbertson forríkur á þvi að semja sagnkerfi í brids./14 c \Jferdalog ► l-4 Sætaframboð miðað við aukna ferðagleði ► Ferðaskrifstofur kynna sumar- bæklinga sína í dag./2 Markmiðið er 100% ánægja gesta ► Hótel Saga og Hótel ísland komin í keðju Radisson SAS Hot- els Worldwide/4 D BÍLAR ► l-4 VW smíðar ofurbíla ►Volkswagen undirbýr nú harða samkeppni við BMW og Mercedes-Benz./2 Reynsluakstur ► Hljóðlátur og aflmikill BMW langbakur./4 Eatvinna/ RAD/SMÁ ► l-20 Aukin verkefni Gólflagna erlendis ►Aðilar á Nýfundnalandi áhuga- samir./l FASTIR ÞÆTTIR Fréttir V2/Wbak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Skoðun 34 Minningar 36 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 í dag 50 Brids 50 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 18b Dægurtónl. 19b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.