Morgunblaðið - 14.02.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.02.1999, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ci Oi egðu mér hvað þú borðar og ég skal segja þér hver þú ert,“ segir máltækið. | Einmitt mataræðið upp- lýsir Norræna tölfræði- handbókin og þó upplýsingarnar veiti kannski ekki fullkomin svör um okkar innsta eðli bregður bókin upp áhugaverðri mynd af þeim þjóðum, sem búa á Norðurlöndun- um. Séð utan úr heimi eru þessar þjóðir líkar, en undir tölfræðilegi'i smásjá ei-u þær býsna ólíkar. Mataræði, lífslíkur og aðstæður á vinnumarkaði gi’eina þjóðirnar að, en gefa jafnframt gott færi á að hugleiða hvernig á þessum mun stendur. Islendingar: Ung þjóð - ungir einstaklingar íslendingar eru ekki aðeins ung þjóð, heldur erum við sem einstak- lingar yngri en aðrar Norðurlanda- þjóðir, því hlutfall fólks undir 24 ára aldri er hærra á Islandi en á hinum Norðurlöndunum. Islensk böm á aldrinum 0-15 ára eru 24 prósent þjóðarinnar, en 20% hjá Norðmönn- um, sem næstir koma. Islensk ung- menni á aldrinum 15-24 ára eru 16 prósent, en 13% hjá Norðmönnum. Þessi unga þjóð er líka sú þjóð á Norðurlöndum, sem er duglegust að fjölga sér. Miðað við stuðulinn 100 árið 1990 var hann á síðasta ári 107,3 en 104,4 hjá Norðmönnum, sem einnig hér koma næstir. Þessar tölur gefa færi á að velta íyrir sér kynslóðaskiptingu, sem er víða í Evrópu vaxandi vandamál. Vandinn felst í ört vaxandi hópi elli- launafólks, sem síminnkandi hópur ungs fólks og fólks á vinnualdri þarf að halda uppi. Víða eru að rísa upp öfiugir þrýstihópar gamais fólks, sem ekki tekur aðeins með þegjandi þökk og auðmýkt því sem að því er rétt, heldur stendur fast á sínu og vill meir. I Bandaríkjunum eru slík samtök víða orðin sterkt afl, sem hikar ekki við að bítast við yngra fólk um fé til skóla og annarra barnaþarfa og ýtir undir þjóðféiags- togstreitu. Burtséð frá öllum ráð- stöfunum ættu stórir hópar ung- menna og fólksfjölgun að draga úr þessari tilhneigingu á íslandi, þó líklega án þess að íslenskir stjóm- málamenn séu lausir við að þurfa að velta fyrir sér hvemig félagsþáttum er snúa að gamla fólkinu eigi að koma sem best fyrir. Lífslíkur eru áhugaverður hluti af tölfræðimynd þjóða. Hér er munur þjóðanna töluverður, þar sem Svíar standa best en Danir verst. Lífslík- ur nýfædds barns í Svíþjóð 1996 voru mestar, 81,5 ár fyrir konur og 76,5 ár fyrir karla. A íslandi eru þessar tölur 80,6 ár og 76,2, þar sem konurnar voru í þriðja sæti á eftir Norðmönnum og karlar í öðm sæti. Bæði danskar konur og karlar reka lestina, með 78 ár og 72,9 ár og þar hafa lífslíkur farið minnkandi. Danir gera gjarnan grín að Svíum fyrir að banna allt, sem gott er. Það má þó leiða að því líkum að markviss heilsustefna Svía hafi áhrif á lífslík- urnar. Flestir læknar em sammála um að reykingar skaði heilsuna. F'ví er athyglisvert að sjá að Danir reykja líka mest á Norðurlöndum, um 3,2 kg tóbaks á ári, en Svíar og Finnar reykja minnst, 1,1 kg. En íslenskum reykingamönnum þykir vísast for- vitnilegt að íslendingar, sem lifa næstlengst, nota einnig næstmest tóbak. Ymsar aðrar tölur um líf og dauða má nefna. Fjöldi fóstureyð- inga hjá konum yngri en 19 ára er næstminnstur á Islandi, 15 á hverj- ar þúsund konur, lægstur í Finn- landi 10, ‘en hæstur í Svíþjóð, 19. Sama fylgni er í öðrum ___________ aldurshópum. Þó saman- tektin sé miðuð við Norð- urlandaþjóðirnar fimm er ekki hægt að láta hjá líða að bregða upp græn- lenskum fóstureyðingartölum, því þar er fjöldi fóstureyðinga á allt öðrum skala. Hjá grænlenskum konum undir 19 ára eru tilfellin 113 á hverjar þúsund konur og 120 hjá konum á aldrinum 19-24 ára. Hverjir borða mest? Hverjir drekka mest? Matur er okkar allra megin, en það fer eftir þjóðum hvaða matur. Eru Norðurlanda- þjóðirnar líkar? Hver segir að tölfræði sé þurr og leiðinleg? Ekki Sigrún Davíðs- döttir eftir að hafa gluggað í Norrænu töl- fræðihandbókina, sem er náma skemmtilegs fróðleiks, er veitir til- efni til margvíslegra vangaveltna um Islend- inga og Norðurlanda- þjóðirnar. ALSÆLL norrænn neytandi. ► NORRÆNA tölfræðihand- bókin 1998 er geíin út af Nor- rænu ráðherranefndinni, með efni frá hagstofum Norður- Ianda. Bókinni fylgir geisla- diskur er inniheldur enn meira safn upplýsinga en er í bdkinni. Magnús S. Magnús- son, skrifstofustjdri á Hag- stofu Islands, sat í ritnefnd bdkarinnar, en Helga Einars- ddttir, viðskiptafræðingur á Hagstofunni, hafði umsjdn með vinnslu og frágangi ís- lenska efnisins. Islendingar nota næst- mest tóbak Morgunblaðið/Halldór ALDRAÐIR mótmæla kjörum sinum við Alþingishúsið haustið 1997. Atvinnuþáttaka eldri borgara er hvergi meiri en á íslandi. Við íslendingar skerum okkur auð- vitað úr í lambakjötsneyslu, borðum 27 kg á ári, sem er fimmfalt meira en Norðmenn, næstir á eftir okkur, gera. A hinum Norðurlöndunum er lambakjötsneysla hverfandi, sem hlýtur að gera þau að kjörlendi fyi'ir markaðssetningu á íslensku lamba- kjöti, ekki síst þar sem í ákveðnum hópum þykir frekar framúrstefnu- legt að borða lambakjöt. Það kemur víst engum á óvart að Danir eru leiðandi á sviði svínakjötsneyslu, innbyrða 65 kg á ári, sem er næst- um tvöfalt það sem Svíarnir í öðru sæti snæða af því. Hér reka íslend- ingar lestina með sín 14 kg árlega. Og ef það er merki um ríkidæmi að hafa nautakjöt á borðum, þá er auð- vitað áhugavert að sjá að hinir ný- ríku ohufurstar, Norðmenn, snæða mest af hautakjöti, 20 kg á ári, en íslendingar borða minnst, 13 kg. Af öðrum afurðum neyta Norð- menn mests hveitis allra Norður- landaþjóða, Svíar borða mest af kartöflum og Finnar mest af nýju grænmeti, 53 kg, en þar reka Is- lendingar lestina með 31 kg. Þegar kemur að sætindum snúast þessar tölur við. íslendingar eru allra Norðurlandaþjóða mest gefnir fyrir sætindi, ef marka má sykur-, síróps- og hunangsneyslu þeirra, sem er 53 kg á ári, en Finnar reka lestina með 36 kg. Það er líka sjald- gæft að sjá fólk í helgarinnkaupum á Norðurlöndum með 10-12 1 af gos- drykkjum, þó slík sýn sé algeng á Islandi, en þessi venja fellur utan tölfræði- maelinga Norrænu töl- fræðihandbókarinnar og — fæst því ekki staðfest ísléndingar drekka mikið af DANIR reykja mest allra Norð- urlandaþjóðanna. þar. gosdrykkjum, en þeir hella ekki síð- ur í sig mjólk, 103 1 á ári. Hér eru Finnar enn í neðsta sæti með aðeins 30 1, en hinar þjóðirnar eru hálf- drættingar og tæplega það á við ís- lendinga. Undanrennu og léttmjólk líta íslendingar síst við, neyta að- eins 71 1 þessa, en hér bergja Svíar ákaft eða 1271. En fleira flýtur en mjólkin. Ef einhver var í vafa um áfengisneyslu Norðurlandaþjóða veitir tölfræði- handbókin svör við því. Danir drekka mest, 12 1 á ári á hvert mannsbarn, Svíar neyta helmings þessa og Norðmenn og Islendingar um 5 1. Hér væri freistandi að álíta að ríkiseinkasala áfengis og hörð skattlagning hefði sín áhrif, en sú kenning stenst tæplega ef neysla Finna er tekin með, því þeir neyta 8 1 og koma næst Dönum. Sé til lengri tíma litið hefur áfengisneysla dreg- ist saman á Islandi, í Svíþjóð og Finnlandi, en aukist lítillega í Nor- egi og heldur meira í Danmörku. En af því að tölfræðihandbókin heldur sig við mælanlegar einingar eru auðvitað engar tölur þar yfír þau stóru augu, sem ríkiseinkasölu- þjóðirnar íslendingar, Svíar, Norð- menn og Finnar reka upp, þegar þeir sjá að vín og bjór er drukkið í Danmörku jafnt þegar foreldrarnir fara með leikskólabörnum sínum í lautarferð og á skemmtunum for- eldra og barna í barnaskólanum, en það er rétt að taka fram að það eru foreldrarnir, sem fá sér í glas við þessi tækifæri og mörg önnur, ekki börnin. Sameinaður vinnumarkaður - sundrað vinnuafl Nori'æni vinnumarkaðurinn er áhugavert rannsóknar- _________ efni og það í stærra sam- hengi en aðeins því nor- ræna. Evrópusambandið vinnur að því að vinnu- markaður aðildarland- “ anna verði einn og óskiptur. Norð- urlandaþjóðirnar hafa haft með sér frjálsan norrænan vinnumarkað síð- an 1954, svo síðan hafa Norður- landabúar getað unnið þar sem þeim sýnist í þessum löndum. Rúm- um fjórum áratugum síðar, 1997, er þó hlutfall atvinnulausra í Finnlandi rúm 14 prósent, 8 prósent í Svíþjóð, en undir 5 prósentum á Islandi, í Noregi og Danmörku. Undanfarin Lambakjötið ekki vinsælt utan íslands ár hefur atvinnuleysi dregist saman í öllum löndunum nema Svíþjóð. I evrópsku samhengi séð er það ofurathyglisvert að opinn vinnu- markaður milli þjóða, sem líta á sig sem líkar, hefur ekki leitt til að fólk fari milli landa í leit að atvinnu, því þá væru þessar tölur jafnari. I um- ræðum um opinn evrópskan markað og evruna er iðulega bent á að skakkaföll, sem hitti fyrir ákveðin svæði, muni jafnast, því fólk færi sig til eftir atvinnu, líkt og gerist í Bandaríkjunum. Norrænar tölur ýta ekki undir þá trú að evrópskt vinnuafl sé mjög hreyfanlegt. Islendingar: Oðrum þjóðum vinnusamari - eða neyddir til að vinna? íslendingar eru tölfræðilega séð öðrum þjóðum vinnusamari, því at- vinnuþátttaka þeirra er hæst og þá átt við fólk í vinnu eða atvinnuleit. Af körlum á aldrinum 16-64 ára voru 89 prósent íslenskra karla vinnandi 1997, en Finnar ráku lest- ina með 77 prósent. Sama tala fyrir íslenskar konur var 81 prósent. En það má spá frekar í atvinnu- þátttökuna með því að líta á aldurs- hópaskiptingu. I öllum aldurshóp- um karla er atvinnuþátttaka ís- lenskra karla hæst. Meðal karla á aldrinum 25-44 ára er munurinn á Islendingum og hinum um 7 pró- sentustig, en myndin breytist er aldurinn færist yfír. í aldurshópn- um 45-54 ára er atvinnuþátttaka ís- lensku karlanna 98 prósent, 8-10 prósentustigum meiri en hinna þjóðanna og að öllum líkindum ekki aðeins Norðurlandamet, heldur heimsmet. Og þegar kemur að körl- um á aldrinum 55-64 eru 92 prósent þeirra íslensku í vinnu, en lestina reka Finnar með 47 prósent, svo þar munar um 40 stigum á mestu og minnstu þátttöku. Munurinn er um 25 stig milli íslenskra og norskra karla, sem koma þeim næstir. Myndin meðal kvennanna er ekki jafn ótvíræð, en hnígur í líka átt. Þar er atvinnuþátttaka íslenskra kvenna reyndar ekki hæst í aldurs- hópunum 25-34 og 34-44 ára. í fyrri hópnum leiða þær dönsku með 84 prósent, en þær íslensku eru í fjórða sæti með 78 prósent. í seinni hópnum leiða þær finnsku með 88 prósent, en þær íslensku koma í þriðja sæti með 87 prósent. í þess- um aldurshópum er munur mestu og minnstu þátttöku um fímm pró- sentustig. En hér breytist myndin líka þegar að eidri aldurshópunum kemur. Þar er atvinnuþátttaka þeirra ísíensku á aldrinum 45-54 ára mest, 91 prósent, sem er um þrettán stigum yfir þeim dönsku með minnstu þátttökuna. I hópi kvenna 55-64 ára er munurinn um 40 stig á þeim íslensku með 81 pró- sents atvinnuþátttöku og hinna dönsku með minnsta þátttöku. Og hann er 15 stig milli íslenskra kvenna og sænskra, sem koma þeim næst hvað atvinnuþátttöku varðar. Þessar tölur má vísast túlka og lesa á ýmsan hátt. í Danmörku hef- ur mikið verið gert af því undanfar- in ár að fá eldra fólk til að draga sig í hlé frá vinnumarkaðnum til að rýma fyrir yngra fólki, þó nú sé reyndar verið að snúa þeiiri þróun við. Það gæti skýrt litla þátttöku danskra kvenna og karla, en hvaða aðstæður ríkja á fínnskum vinnu- markaði, sem gera það að verkum að tæpur helmingur þeirra er ekki lengur á vinnumarkaðnum í hópi 55-64 ára skal ósagt látið. í ná- grannalöndunum er ails staðar að spretta upp eftirlaunamenning, sem felst í því að fólk kýs að hætta fyrr en síðar að vinna til að geta helgað _________ sig áhugamálum. Þessi menning er greinilega enn ekki komin til Is- lands ef marka má mikla atvinnuþátttöku eldra ““““““ fólks. Mikil atvinnuþátt- taka eldri íslendinga verður vart skýrð með öðru en því að félags- kerfíð bjóði ekki upp á að fólk dragi sig i hlé. Vísast koma þó einnig önn- ur atriði til, til dæmis óáþreifanleg atriði eins og afstaða Islendinga til vinnu. En hverjar sem vangavelt- urnar eru um líf og leik á Norður- löndum veitir Norræna tölfræði- handbókin mikilvægar vísbendingar um hvað þar hrærist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.