Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 56
■56 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM STUÐNINGSMENN Rimaskóla hvöttu sína menn óspai-t. Ljósmynd/Helgi Árnason SIGURLIÐ Rimaskóla var skipað þeim (f.v.) Jóhanni Fjalari Skafta- syni, Siguijóni Kjærnested, Hólmfríði Knútsdóttur og Ingibjörgu Evu Þórisdóttur. Ræðukeppni grunnskóla Ræðubikarinn endur- heimtur RÆÐUKEPPNI grunnskóla er nú komin í fullan gang. Fyrstu umferð er þegar lokið og náðu átta skólar 4*ð komast áfram í næstu umferð. Athygli vakti að þeir skólar sem unnið hafa keppnina undanfarin ár, Hagaskóli og Rimaskóli, voru dregnir saman í fyrstu umferð. Því varð um hörkukeppni að ræða enda bæði liðin mjög vel undirbúin. Það ríkti mikil stemmning í Rimaskóla þar sem keppnin fór fram. Stuðningsmenn liðanna troð- fylltu sal skólans og hvöttu sína menn. Allir skemmtu sér hið besta því auk þess að færa rök fyrir máli sínu sýndu ræðumenn ágætis tilþrif í leik og léttu spaugi. Umræðuefnið var hvort leyfa ætti líknardráp og voru Rimskælingar meðmæltir líknardrápum en fulltrú- ar Hagaskóla mæltu gegn þeim. Rimaskóli hafði betur og sigraði með rúmlega 200 stiga mun. Ekki skyggði það á sigurgleði nemenda að ræðumaður kvöldsins var valinn Jóhann Fjalar Skaftason, formaður nemendaráðs Rimaskóla. Nemend- ur Hagaskóla, sem urðu meistarar í fyrra, eru því nú fallnir úr keppni þrátt fyrir góða framgöngu. Þau Hafsteinn Þór Hauksson þjálfari Rimaskóla og Marta Karls- dóttir félagsstarfskennari voru á einu máli um að nú yrði markið sett hátt og stefnt að því að endur- heimta ræðubikarinn góða sem Rimaskóli vann vorið 1997. Doris-dúettinn í Listaklúbbi Þjóðleikhússins á mánudag Herkúles, Gosi og leynigestur Á MORGUN mun Doris-dúettinn, sem skipaður er söngkonunum Guð- rúnu Gunnarsdóttur og Berglindi Björk Jónasdóttur, flytja lög úr teiknimyndum í Listaklúbbi Þjóð- leikhússins. Tvisvar áður hafa þær komið fram með svipaða dagskrá sem var vel tekið. Á dagskránni eru lög úr teiknimyndum á borð við Gosa, Litlu hafmeyjuna og Hefðar- frúna og flækinginn auk þess sem lög úr nýrri myndum verða tekin. Sérstakur leynigestur stígur á svið og mun flytja mjög nýstárlegar út- setningar af þekktum lögum. Síðasti leynigestur var Stefán Hilmarsson sem tók nokkur lög við mik- inn fógnuð viðstaddra. Hvaðan skyldi sú hugmynd vera komin að flytja lög úr teiknimyndum? Erum svo væmnar og barnalegar „Ætli við séum ekki bara svona barnalegar báðar tvær og í væmnari kantinum? Við erum líka svo gamaldags í okkur, því lög úr teiknimynd- um sem við sáum þegar við vorum litlar rifjuðust upp fyrir okkur þegar börnin okkar fóru að horfa á allar nýju Disney-myndirnar“. - Áttu uppáhaldsteikni- mynd? Já, „Lady and the Tramp“ eða Hefðarfrúin og flækingur- inn er uppáhaldsteiknimyndin mín. Lagið „He’s a tramp“ úr henni er í uppáhaldi hjá mér en öll lögin í myndinni eru skemmtileg og myndin sjálf alveg yndisleg.“ - Hvað með nýjustu teikni- myndirnar, hafið þið séð þær? „Já við höfum fylgst mjög vel með þeim og höfum sungið inn á þessar myndir annað slagið og það hefur aukið áhuga okkar enn frekar á þessum lögum.“ -En eru þetta ekki bama- lög? „Dagskráin okkar er ekki ætluð bömum. Margir virt- DÚETTINN ásamt hljómsveit og siðasta leynigesti. Efri röð frá vinstri: Stefán Hilmarsson, síðasti leynigestur, Þórður Högnason bassaleikari, Björgvin Ploder trommuleikari, Pálmi Sigurhjartarson, harmonikkuleikari með meiru, Guðrún Gunnarsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir söngkonur. Á myndina vantar Karl Olgeirsson. ustu söngvarar og lagasmiðir í heimi hafa samið og flutt þessi lög en þau hafa ekki fengið verðskuldaða athygli, sérstaklega ekki hér á landi þar sem sumum finnst þau bamaleg. Erlendis fá þau mun meiri athygli og heyrast oft enda alveg frábær lög. Við gemm þau í okkar stíl og þau eiga að höfða til fullorð- inna sem enn muna eftir þessum lögum. Við reynum að gera þau svolítið „orginal" og eram t.d. með kontra- bassa, harmonikku og bong- ótrommur þannig að þetta á að verða mjög ekta.“ Léttleiki og róleg lög - Verður framhald af samstarfi ykkar Berglindar? „Já, við ætlum endilega að reyna það. Við höfum áður flutt þessa dagskrá en bæt- um nú við lögum og svo spinnum við líka, stundum heilu lögin! Við vitum í raun ekkert hvað kemur til með að gerast, ekki frekar en áhorfandinn, svo þetta er allt mjög spennandi og rosa- lega gaman. Strákamir sem spila með okkur hafa ekki síður gaman af þessu. Yfir þessu er ákveðinn léttleiki, lögin og textarnir eru mjög vandaðir og rólegu lögin ofsalega falleg. Sem sagt, eitthvað fyrir alla.“ FLUTT verða lög úr gömlum og nýjum teikni- myndum, þar á meðal úr Disney-myndinni Herkúles. GUÐRIJN Gunnarsdóttir ætlar að flytja lög úr uppáhalds teiknimyndinni sinni, Hefðarfrúin og flækingurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.