Morgunblaðið - 14.02.1999, Page 30

Morgunblaðið - 14.02.1999, Page 30
30 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX PÉTUR Snæbjörnsson er hótelsljóri í Reynihlíð og hefur verið síðástliðin sex ár. Honum er þjónustulundin í blóð borin, byijaði níu ára að dæla bensíni á bfla og hefur starfað nánast óslitið á einn eða annan hátt við hótelreksturinn síðan. MEÐ GESTRISNI ÍBLÓÐINU eftir Rögnu Söru Jónsdóftur HÓTEL Reynihlíð í Mý- vatnssveit heldur upp á 50. starfsár sitt í sumar. Hótelið hefur verið rekið af sömu fjölskyldunni í hálfa öld og meira til, því á bænum Reynihlíð er löng hefð fyrir gestamóttöku, eins og í Mývatnssveitinni almennt. I raun var móttaka gesta og ferða- manna kvöð á bændum í gamla daga. Þeir voru skyldugir til að hýsa ferðamenn, og fylgja þeim yfír Jökulsá þar sem norður-þingeyskir bændur tóku á móti þeim. „Það eru til dæmi þess að fyrri tíðar bændur hrökkluðust í burt af Reykjahlíð af því þeir gátu ekki stundað búskap fyrir ferðamannaánauð," segir Pét- ur Snæbjömsson hótelstjóri Hótels Reynihlíðar til að útskýra þá hefð sem er fyrir komu ferðamanna í Mývatnssveit. Afi og amma Péturs hófu form- legan rekstur gistiheimilis eftir að hafa tekið á móti gestum í mörg ár, í nýju íbúðarhúsi sínu árið 1943. Reksturinn vatt upp á sig og fyrr en varði var öll fjölskyldan komin á kaf í bæði gisti- og veitingarekstur. Arið 1947 hófust þau svo handa við að reisa nýja og stærri byggingu og var hún teldn í notkun tveimur ár- um síðar. I dag er nánast búið að byggja utan um þá byggingu en á nokkurra ára fresti hefur verið ráð- ist í að byggja við eða endurbæta það sem fyrir er. Fj ölskyldufyrirtæki í meira en 50 ár Hótel Reynihlíð er algerlega byggt upp á einkaframtaki og hefur alltaf verið rekið af sömu fjölskyld- unni. Upphaflega var það rekið af ömmu og afa Péturs, síðan af VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Pétur Snæbjörnsson er fæddur á Húsavík 29. desember árið 1959. Hann lauk matreiðslunámi árið 1980 frá Hótel- og veit- ingaskóla Islands, meistaranámi í matreiðslu frá Norsk Hotell- Högskole árið 1984 og hótelstjórnarnámi frá sama skóla árið 1985. Árið 1986 var Pétur veitingastjóri í nokkra mánuði á Hótel Borg. Hann var hótelsljóri á Hótel Húsavík frá 1986-1989 og kenndi matreiðslu við Hótel- og veitingaskóla ís- lands frá 1990-1995. Árið 1993 gerðist hann hótelsljóri á Hótel Reynihlíð þar sem hann starfar enn í dag. Pétur er kvæntur Maríu Rúriksdóttur og eiga þau tvær dætur, 14 og 9 ára. HÓTEL Reynihlíð árið 1959, tíu árum eftir að það var byggt. HÓTEL Reynihlíð eins og það lítur út í dag. tengdasyni þeirra, Arnþóri Björns- syni, og nú af Pétri. Aðspurður um reksturinn segir hann að hann geti verið mjög sveiflukenndur. „Við höfum ekki fengið mikið af styrkjum skal ég segja þér en okk- ur hefur lánast að haga fjárfesting- um eftir afkomugetu á hverjum tíma og höfum getað staðið í skilum við okkar skuldbindingar. Faró dreymdi sjö mögur ár og sjö góð ár, og þannig eru viðskiptin. Það hefur ekkert breyst frá þeim tíma. En hins vegar þá hefur þetta fyrirtæki aldrei verið hætt komið, okkar lán er hvað það er geysilega mikið að gera í mjög stuttan tíma. Sem gerir það að verkum að dæmið gengur upp,“ segir Pétur. Hótelið er opið allt árið um kring, þótt vetrar- og sumarvertíðin ^ séu tvennt ólíkt í huga Péturs. Á vetuma er umfang allrar starfseminnar mun minna, kaffihúsið er að jafnaði lokað en við höfum það opið um helgar þegar eitthvað sérstakt stendur til. Pétur segir að brýnasta verkefn- ið sem hann standi frammi fyrir núna sé að skapa meiri umferð á veturna en verið hefur hingað til. „Það er mjög nauðsynlegt að auka nýtingartímann en eins og er stendur mesti álagstíminn yfir í tvo mánuði á sumrin. í raun er þörf á mun stærra gistirými í 30 daga á ári, en það er ekki nægur tími til þess að réttlæta þá miklu fjárfest- ingu sem stækkun gistirýmis felur í sér. Vandamálið er hve eftirspurn- artíminn er stuttur og nú vinn ég að því að nýta fjárfestinguna betur. Það geri ég á tvo vegu, annars veg- ar með langtímaverkefni og hins vegar með skammtímaverkefni sem spennandi verður að sjá hvernig tekst til með,“ segir Pétur. Skammtímaverkefni Péturs eru ferðir sem hótelið, í samstarfi við ferðaskrifstofuna Arctic Ex- perience, mun standa fyrir í maí og september á þessu ári. Um er að ræða fjögurra daga ferðir þar sem flogið er með breska ferðamenn frá London til Keflavíkur, og þaðan beint í Mývatnssveit. Gist er á hót- elinu og er m.a. farið í hvalaskoðun frá Húsavík og fjölbreytt náttúra skoðuð í Mývatnssveit. Auk þess- ara ferða er fyrirhuguð ferð um næstu áramót þar sem 100 manns frá Bretlandi munu njóta áramót- anna í einstakri náttúrufegurð Mý- vatns. Jarðgufuböðin endurvakin Langtímaverkefni Péturs bygg- ist á endurvakningu aldagamallar hefðar sem skapar aukna afþrey- ingu fyrir ferðamenn. Baðfélag Mý- vatnssveitar hefur hug á að endur- vekja jarðgufuböð sem lengi hafa verið talin hafa góð áhrif á húð, öndun og stoðkerfí líkamans. „Ef okkur tekst að endurvekja þessa hefð þá erum við komin með dægradvöl sem hægt er að stunda yfir veturinn óháð veðri. Auk þess standa vonir til að með jarðgufu- virkjun í Bjarnarflagi, sem Lands- virkjun hefur sýnt mjög mikinn áhuga undanfarið, verði hér komið á fót baðaðstöðu við lón sem yrði í mótvægi við Bláa lónið á Reykja- nesi. Við teljum þennan kost einna bitastæðastan til þess að skapa við- skipti yfir vetrartímann,“ segir Pét- ur. Baðfélagið hefur þegai- komið upp gufubaði á jarðhitasvæðinu við Námaskarð og sækja þangað bæði ferðamenn og sveitungar, en baðið er með öllu náttúrulegt. Pétur set- ur aðgengi ferðamanna að Mý- vatnssvæðinu og viðskipti við hótel- ið í beint samhengi enda eðlilegt að taka mið af því hvernig hægt er að auka ferðamannastraum í sveitina við markaðssetningu á hótelinu. Einn liður í því að auka viðskipti á veturna hefur verið skipulögð dagskrá um páskana þar sem farið er í gönguferðir, skíðagöngu og fleira, en hótelið hefur staðið fyrir slíkri dagskrá sl. fjögur ár. I fyiTa var einnig boðið upp á sérstaka menningardagskrá og hyggst Pét- ur halda því áfram. Segir hann að þátttaka sé vaxandi í þessum við- burði, upphaflega hafi tíu manns tekið þátt en á síðasta ári voru þeir orðnir stjötíu. Þrátt fyrir nægar hugmyndir um hvernig megi efla ferðamennsku í Mývatnssveit í nánustu framtíð hefur Pétur ekki setið auðum hönd- um fram að þessu og í raun hefur eftirspui-n eftir gistirými utan hinna hefðbundnu ferðamánuða aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Að sögn Péturs eru allar helgar bókaðar frá jólum og fram yfir páska í ár. „Það er í auknum mæli að verða eftirsóknarvert að vera með árshátíðir og fundarhöld hér á hótelinu. Tímamir era að breytast og samgöngur hafa batnað gífur- lega og það er gott að halda fundi hér. Hér er ró og næði og menn ná yfirleitt mjög góðum árangri á fundum hér því það er engin trafl- un, auk þess sem allir eru á staðn- um,“ segir Pétur. Sveitakaffihús sló í gegn Hótel Reynihlíð tekur stakka- skiptum á sumrin. Þá iðar allt af lífi og um 50 manns koma til starfa á hótelinu. í gamla veitingasalnum, sem byggður var árið 1949 og held- ur enn upprunalegu útliti, eru sæti fyrir 120 manns. Þar er boðið upp á dýrari veitingar og betri þjónustu. Úti í Gamla bæ er hins vegar hægt að fá léttari veitingar á vægara verði. Þar rekur hótelið kaffihús þar sem krárstemmning ríkir á kvöldin. „Árið 1996 breyttum við Gamla bænum í kaffihús og endurgerðum garðinn þar í kring. Frá 1971 hafði verið rekin sjoppa og bensínsala í húsinu, en svo ákváðum við að breyta. Frá 1971 hafði verið bar inni á hótelinu þar sem fólk kom saman og gat fengið sér drykki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.