Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 42

Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 42
42 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ 'MINNINGAR ÞORGEIRIBSEN þjóðmál og sveitarstjórnarmál miklu skipta. Hann var virkur í félags- • starfí á ýmsum sviðum og naut alls - “Staðar trausts og virðingar. A hann var hlustað þegar hann kvaddi sér hljóðs. Hann var orðhagur og talaði gott mál, var víðlesinn og fróður um menn og málefni. Hann var Ijóðelsk- ur og skáldmæltur vel. Þopgeir var einn þeirra manna sem settu svip á bæjarlífið. Hann var góður sam- ferðamaður. Maður sem var oft svo eðlilegt að tæki forystuna. Hann vís- aði góðan veg og það var farsælt að fylgja honum. Við þökkum ánægju- . lega og trausta samfylgd. Góður vin- ur er horfinn á braut. Við kveðjum hann með söknuð í huga og óskum ^honum blessunar guðs á nýjum veg- um. Það er mikill harmur kveðinn að hans ágætu konu Ebbu Lárusdóttur og fjölskyldunni allri. Þeim flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng er huggun harmi gegn. Páll V. Daníelsson. Þorgeir Ibsen, fyrrverandi skóla- stjóri, er allur. Síðustu árin háði hann baráttu við banvænan sjúkdóm af þeirri karlmennsku og æðruleysi sem ætíð einkenndu hann. Hann var glaður og reifur til síðasta dags. Enginn má sköpum renna og enda- lpkin komu þrátt fyrir allt snöggt og T?vænt 8. febrúar síðastliðinn. Þorgeir Ibsen var Vestfirðingur í húð og hár og í æðum hans rann sjó- mannsblóð. Ævistarf hans varð þó fyrst og síðast að fræða börn og ungmenni. Hann var ungur kennari í Borgai-firði og á Akranesi. Þrítug- ur varð hann skólastjóri í Stykkis- hólmi árið 1947 og í Hafnarfirði við Lækjarskóla árið 1955, sem þá var eini barnaskólinn sem starfaði á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Þar lauk hann starfsferli sínum í árslok 1*986 eftir rúmlega þriggja áratuga stjóm skólans. Þorgeir var mikilhæfur skólamað- ur og bjó yfir góðri þekkingu á fræðslumálum. Til viðbótar kennara- menntun hér heima aflaði hann sér framhaldsmenntunar meðal annars í uppeldisfræðum í Bandaríkjunum. Hann íylgdist ávallt vel með því sem var að gerast á vettvangi skólamála, var vel lesinn og viða heima, opinn fyrir nýjungum, en um leið raunsær, enda ríkur af reynslu áratuga starfs. Öll kennsla fórst honum vel úr hendi, en lengst af var hans aðalstarf að stjóma skóla. Þar nutu eðliskostir hans sín best, lipurð og ljúfmennska, samfara einbeitni og ákveðni. Hvert itnál vildi hann skoða af skynsemi og finna lausn. Hann var líka virtur af samstarfsfólki sínu jafnt sem nem- endum og öllum þeim mörgu, sem nutu leiðsagnar hans, vildi hann koma til þroska. Þar skilur Þorgeir eftir sig mikið og farsælt ævistarf. Þorgeir Ibsen var bæði vel máli farinn og ritfær. Hann skrifaði tíð- um í blöð um ýmis efni, en þó mest um skólamál. Hugðarefni hans voru mörg og hann lá ekki á skoðunum sínum, heldur setti þær fram af djörfung, en ætíð málefnalega. Hann var unnandi íslenskrar tungu og góðra bókmennta. Sjálfur fékkst hann nokkuð við kveðskap, einkum hin síðari ár og gaf þá út ljóðabókina ^Hreint og beint“. Það heiti lýsti ekki aðeins ljóðum Þorgeirs, heldur honum sjálfum. Hann var aldrei hálfur í neinu. í bókinni er ljóðið „Skólastefna“, sem lýsir viðhorfum Þorgeirs vel. Vort dýra móðurmálið muna skulum vér, og brýnum stinna stálið þvi stefna mörkuð er: Að vinna að ræktun lýðs og lands, að leita ætíð sannleikans, að unna lands vors æskulýð alla vora tíð. Leiðir okkar Þorgeirs Ibsen hafa legið saman lengi. Eg minnist hans fyrst sem ungs kennara, þegar hann kom til starfa við Bamaskóla Akra- ness haustið 1941. Hann var glæsi- menni og það fylgdu honum ferskir vindar og kraftur. Hann var góður íþróttamaður og valdist strax til for- ^>stu í íþróttahreyfíngunni, beitti sér fyrir stofnun íþróttabandalags Akraness og var þar fyrsti formað- ur. Hann var hvatamaður þess að Akurnesingar hófu að senda lið til þátttöku í Islandsmeistaramótinu í knattspyrnu, fyrstir utan Reykja- víkur. Arangur þessa frumkvæðis átti síðar eftir að bera ríkulega ávöxtun Akurnesingum til vegsauka og öllum knattspyrnuunnendum til óblandinnar ánægju í „Hólminum“ eins og Þorgeir nefndi ætíð Stykkis- hólm, lét hann líka strax að sér kveða og gerðist meðal annars frumkvöðull að iðkun badmintoní- þróttarinnar. Var hann um áraraðir Islandsmeistari í þeirri grein. Þegar við Þorgeir höfðum báðir flutt til Hafnarfjarðar hófust náin kynni okkar sem síðar leiddu til vin- áttu. Við störfuðum mikið saman þau ár sem ég var formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og oft fór ég í smiðju til Þorgeirs og leitaði ráða. Mest varð þó samstarf okkar innan vébanda Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þar var Þorgeir traust- ur og áhrifamikill liðsmaður, hug- myndaríkur og fylginn sér, vildi veg og þroska hvers einstaklings sem mestan og bar um leið mikla um- hyggju fyrir þeim, sem minna mega sín. Hann lagði ætíð gott til allra manna, jafnt samherja sem and- stæðinga. Hann gegndi margvísleg-- um trúnaðarstörfum á vegum Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði var meðal annars varabæjarfulltrúi um skeið og forrnaður sjálfstæðisfélags- ins Fram. I síðustu bæjarstjórnar- kosningum óskuðu sjálfstæðismenn í Hafnarfirði eftir því við Þorgeir, að hann skipaði heiðurssæti á fram- boðslista flokksins. Ekki stóð á Þor- geiri að leggja sitt lóð á vogarskál- ina, fremur en fyrri daginn. Kempan fór í slaginn með sama eldmóði og áður og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfrði hlaut góðan sigur. Seinustu árin fækkaði samfund- um okkar Þorgeirs, en við töluðum þeim mun meira saman í síma. Hann var brennandi í andanum sem fyrr og hafði skoðanir á hinum ólíkustu málum. Hugur hans var þó fyrst og fremst bundinn við heimilið og börn- in hans og fjölskyldur þeirra. Hann fylgdist gi'annt með sínu fólki og þar var hamingja hans. Það er sjónarsviptir að Þorgeiri Ibsen. Eg þakka vináttu hans og tryggð, sem ég hef notið í áratugi. Við Sigríður sendum eiginkonu hans, Ebbu Lárusdóttur, börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Þorgeirs Ib- sen. Árni Grétar Finnsson. Þegar mér barst sú frétt að vinur minn og samherji, skólastjórinn, fræðimaðurinn og eldhuginn Þor- geir Ibsen væri látinn setti mig hljóðan. Hugur minn hvarfar til lið- ins árs þegar undirbúningur fyrir bæjarstjórnarkosningar stóð sem hæst. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafn- arfrði hafði valið sitt fólk á fram- boðlista flokksins og skipaði Þorgeir heiðursæti listans. I strangri kosn- ingabaráttu á pólitískum vettvangi er mikilsvert að hafa góða og kapps- fulla liðsheild og geta sótt hollráð í smiðju góðra manna. Smiðja eldhug- ans og fræðimannsins Þorgeirs Ib- sens nýttist enda vel í strangri en góðri kosningabaráttu og hollráð hans hvöttu menn til dáða. Þorgeir Ibsen gat líka glaðst yfir góðu gengi Sjálfstæðisflokksins sem vann stór- sigur í kosningunum og sannarlega kunnum við sjálfstæðismenn að meta hans góða hlut í þeim sigri. Þorgeir Ibsen var í áratugi í fylking- arbrjósti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfrði og gegndi þar fjölmörg- um trúnaðarstörfum. Hann gekk ákveðinn og skipulagður til verka með hugsjónir Sjálfstæðisflokksins að leiðarljósi og hagsmuni Hafnar- fjarðar í öndvegi. Fyrir það ber að þakka. Hafnarfjörður, bærinn í hrauninu, er meðal fegurstu bæja landsins. Hraunið, Hamarinn, læk- urinn og höfnin eru einkennandi og mótandi í lífi hvers Hafnfirðings. I fallegu og rólegu umhverf lækjarins stendur Lækjarskólinn. Ein af feg- urstu byggingum bæjarins. Lengi vel var Lækjarskólinn eini barna- skóli bæjarins og um áratuga skeið stýrði skólamaðurinn Þorgeir Ibsen skólanum af stakri prýði. Svipmikill, traustur og farsæll skóla- og fræði- maður sem lét sér annt um skólann sinn. Á liðnu vori ritaði Þorgeir greinar í Hamar, blað okkar Sjálf- stæðismanna. I upphafi einnar greinar stendur: „Á næsta leyti ei-u aldahvörf, - gamla öldin er að kveðja og ný öld heilsar okkur innan tíðar". Þessi upphafsorð eru mér hugstæð. Við horfum jú til nýrrar aldar, nýrra tækifæra en um leið ber okkur að horfá til baka. Staldra við og þakka fyrir þau tækifæri sem okkur hafa hlotnast og auðvelda okkur að takast á við framtíðina. Þorgeii- Ib- sen lagði sannarlega sitt af mörkum til þess að gera okkur kleyft að takast á við verkefni nýrrar aldar. Um leið og ég þakka Þorgeiri vini mínum handleiðslu og vinarhug í starf og leik flytjum við þér, Ebba mín, og fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Magnús Gunnarsson og fjölskylda. Kveðja frá Lækjarskóla Þorgeir Ibsen, íyrrverandi skóla- stjóri, er látinn. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með honum minnumst hans með hlýhug og virð- ingu. Hann var ákaflega hlýr og mannlegur yfirmaður sem treysti sínu fólki í hvívetna. Hann var okkur kennui-unum góður bakhjarl ef á móti blés í starfnu og skemmtilegur félagi á góðum stundum. Hann bai- hag nemandans ávallt fyrir brjósti og sagði oft við kennarana: „Nemandinn er einn en greinarnar eru margar." Þorgeir var skólastjóri frá 1955 til 1987 og var vakandi fyrir nýjungum og mörgu því sem betur mætti fara í skólamálum á starfstíma sínum. Ymsar nýjungar sáu dagsins ljós á þessum árum. Þar má nefna að „Barnaskólablaðið" hóf göngu sína fjölritað þegar fjölritun var ekki eins einfalt mál og ljósritun er í dag. Tekið var í notkun fyrsta magnara- kerfi sem sett var upp í íslenskum skóla. Þar var hægt að ávarpa nem- endur í gegnum hljóðnema og hlusta á útvarp eða segulband í hverri stofu og á göngum og þótti þetta mikið þarfaþing. Lúðrasveit var stofnuð í skólanum. Svokölluð blöndun í bekki var tekin upp vetur- inn 1968-1969 mörgum árum áður en grunnskólalögin voru sett. Stofn- aður var bamakór. Handbók, eins konar skólanámskrá, var gefin út. Fyrsta tölvan kom 1985 og þannig mætti lengi telja. Þegar Þorgeir tekur við starf skólastjóra heitir skólinn Barnaskóli Hafnarfjarðar og þar voru þá yfir 760 nemendur. Gífurleg þrengsli voru í skólanum og nokkrum árum síðar er byggður nýr skóli í Hafnar- firði, Öldutúnsskóli, en þá var nem- endafjöldinn kominn yfir 950. Við það að nýr skóli var tekinn til starfa var ákveðið að breyta nafni Barna- skólans sem eftir það var nefndur Lækjarskóli. Við sem störfum í skól- anum í dag eigum ekki auðvelt með að hugsa okkur hvernig vinnuað- staðan var við þessar aðstæður en Þorgeiri tókst að halda uppi metn- aðarfullu skólastarf þrátt fyrir þrengslin. Þegar ákveðið var árið 1977 að byggja við skólann sex kennslustofur lagði Þorgeir mikla áherslu á að kennarar fengju að hafa áhrif á hvernig stofurnar yrðu úr garði gerðar og sýndi þannig enn í verki það traust sem hann bar til þessarar stéttar enda hélst honum vel á kennurum. Það var samt ekki fyrr en veturinn 1968-1969 sem heimild fékkst til að ráða ritara að skólanum. Það var Ebba Lárusdótt- ir, eiginkona Þorgeirs, sem var ráð- in og starfar hún enn við skólann. Starfsfólk Lækjarskóla sendir Ebbu og fjölskyldu innilegustu sam- úðarkveðjur við fráfall þessa mæta manns. Reynir Guðnason. • F/eiri minningargreinar um Þorgeir Ibsen bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. Ingólfur Þorsteins- son var fæddur 14. febrúar 1899 að Lang- holti í Flóa. Faðir hans, Þorsteinn Sig- urðarson, var bóndi þar. Tvíbýli var í Langholti og bjó hann á vesturhluta jarðar- innar. Þorsteinn var hinn mesti kappsmað- ur, sérstaklega vinnu- samur enda búnaðist honum vel og bjó lang- an aldur í Langholti. Móðir Ingólfs var Helga Einarsdóttir; hún var að áliti móður minnar af- burðahúsmóðir. Helga andaðist fyr- ir aldur fram úr spönsku veikinni, en svo var illkynjuð drepsótt nefnd sem gekk haustið 1918 og lagði fjölda fólks í gi’öfina. Helga gekk með þrettánda barn þeirra hjóna þegar hún lést og voru ellefu þein’a á lífi. Ingólfur var annar í aldursröð barna þeirra og elsti sonurinn. Ingólfur ólst upp hjá foreldrum sínum eins og börn á þeim tíma við mikla vinnu. Faðir hans var talinn vinnuharður en hygginn verkstjóri. Hann vildi að unnið væri af kappi en gerði sér ljóst að börn, sem ynnu mikið, yi’ðu einnig að njóta hvfldar og sá til þess að þau hefðu hvfldar- tíma. Ingólfur byrjaði nám sitt í farskóla og mun þá strax hafa kom- ið í ljós hversu fjölhæfur hann var og námfús. Síðar leitaði hann sér aukinnar menntunar, fyrst með skólavist í Flensborg í Hafnarfirði, síðan fór hann í Bændaskólann á Hólum og var þar í tvo vetur og tók þaðan búfræðipróf. I millitíðinni var hann vistmaður á Melstað í Miðfirði og vann þar öll algeng landbúnaðarstörf. Þá fór hann til Danmerkur og vann þar á bænda- býli. Alla tíð var hann síðan að auka þekkingu sína með bóklestri eða á hvern þann hátt sem jók honum fræðslu. Sem unglingur, er hann var enn heima í Langholti, sótti hann tveggja vikna nám í hljóðfæraleik að Þjórsá. Það mun hafa verið að Þjótanda og kennari hans var Ein- ar Brynjólfsson bóndi þar, fjölhæf- ur listamaður. Þarna náði hann þeirri hæfni að eftir það var hann kirkju- organleikari og stýrði kirkjusöng svo áratugum skipti eða allt þangað til hann flutti til Reykjavíkur. Þá tók hann þátt í starf söngkóra og studdi alla tón- mennt þar sem hann kom því við enda var hann ágætlega músíkalsk- ur. Þá studdi hann hvað eina sem honum fannst horfa til aukinnar menningar og mannheilla. Á námsánim sínum vann Ingólf- ur margbreytileg störf svo og fyrstu árin eftir að þeim lauk. Hann var aðstoðarmaður verkfræðinga sem undirbjuggu Flóaáveituna og síðar, þegar vinna hófst við skurð- gröft, hefur hann án efa unnið við hann. Þá var hann við barna- kennslu í Hraungerðishreppi um eitt skeið. Þá var farkennsla og að einum hluta var kennt í Oddgeirs- hólum. Hann þótti ágætur heimilis- maður, hjálpsamur, kátur og glett- inn en þó hófstilltur. Þá starfaði hann fyrir Búnaðarsamband Suð- urlands og mun hann fljótt hafa orðið trúnaðarmaður Búnaðarsam- bandsins við úttekt jarðabóta. Ingólfur mun fyrstur manna hafa ræktað hafra til haustfóðurs handa mjólkurkúm. Árið 1924 urðu þáttaskil í lífi Ing- ólfs er hann kvæntist. Kona hans var Guðlaug Brynjólfsdóttir frá Skildinganesi við Reykjavík, mikil- hæf sæmdai’kona. Þau byggðu sér smáhús, áfast við íbúðarhús Þor- steins, föður Ingólfs, og bjuggu þau þar í fjögur ár. Þau munu þá þegar hafa átt einhverja gripi þó að meg- inhluta teknanna væri aflað með vinnu sem sótt var annað. Þess hef- ur áður verið getið að tvíbýli var í Langholti og bjuggu þeir í vestur- bænum, Þorsteinn og Ingólfur, en í austur- bænum bjó aldraður bóndi í leiguábúð. Flutti hann þaðan vor- ið 1928. Tók Ingólfur þá jörðina og bjó þar í þrjú ár. Árið 1927 urðu stjórnarskipti á Is- landi. Við tók ríkis- stjórn Framsóknar- flokksins en burðarás þeirrar ríkisstjórnar var Jónas Jónsson, þótt ekki væri hann forsætisráðherra. Ingólfur var öflugur stuðningsmað- ur þeirrar ríkisstjórnar. Hann var ágætlega máli farinn, rökfastur og einarður fundamaður. Nú var það einu sinni á þjóðmálafundi í Tryggvaskála að hann lenti í afar hörðum stjórnmálaumræðum og hef ég heyi-t að andstæðingar hans hafi farið þar mjög halloka. Jónas Jónsson var á fundinum og hreifst svo af málflutningi hans að talið er að hann hafi leitt hugann að því að vinna að framboði hans til setu á Alþingi en það tók síðar aðra stefnu. Þá var það á fundi í Búnað- arsambandi Suðurlands að stjórn- málaumræður urðu, eins og oftar, og hélt Ingólfur uppi málflutningi fyrir Framsóknarflokkinn og leiddi hann líklega þó að fleiri tækju þátt í umræðunum. Eg hef heyrt til þess tekið hve festulega hann hélt á mál- um. Á þessum árum var hann kos- inn búnaðarþingsfulltrúi og styður það þá skoðun að hann hafi verið leiðandi hvað þessar umræður snerti. Á þessum árum vann hann nefndastörf fýrir ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar og var því oft langdvölum fjarri heimili sínu. Flóaáveitan var, eins og kunnugt er, stærsta verk sem hafði verið unnið á félagslegum grundvelli til styrktar íslenskum landbúnaði. Þegar lokið var framkvæmdum við hana 1927 var vatni veitt úr skurða- kerfinu um allan Flóa. Verkfræð- ingur, sem veitti verkinu forstöðu, var Steinn Steinsen og var hann forsjármaður hennar fyrstu starfs- árin en þegar verkinu var lokið fór hann að huga að öðru starfi. Var þá farið að leita að manni til að taka að sér forsjá áveitunnar og mun Ingólfur fljótt hafa komið til greina. Líklegt þykir mér að Steinsen hafi átt uppástunguna enda mun hann fyrstur hafa nefnt það við Ingólf. Ingólfur er svo ráðinn til starfsins og í upphafi mun hann hafa leitað aukinnar þekkingar á því sem fag- lega vék að starfnu. Var hann síð- an framkvæmdastjóri áveitunnar lengi. Síðar tók hann svo við for- stöðu Ræktunarfélags Flóa- og Skeiða og leiddi það fyrstu árin. Vorið 1931 fluttu þau hjón, Ingólfur og Guðlaug, frá Langholti og byggðu hús sitt Merkiland. Stóð það andspænis Mjólkurbúi Flóa- manna. Meðan húsið var í byggingu munu þau hafa haft íverustað í gömlu símstöðinni. Fljótlega eftir að þau fluttu að Merkilandi varð mjög gestkvæmt þar. Mátti segja að þar væri opið hús meginþorra þeirra manna sem bjuggu í nálæg- um sveitum. Kom margt til, margir áttu erindi við Ingólf, einkum um áveitutímann, svo var hann með fleiri störf sem juku gestakomu. Þá voru þau hjón veitul og dró glað- værð og góður heimilisbragur þeirra hjóna að sér fólk. Þar að auki þekkti Ingólfur íjölda manns sem hélt uppi kynnum við hann. Eg hygg að Merkiland hafi haft menn- ingarlegt gildi fyrir Flóa- hreppana meðan þau hjón réðu þar húsum. Ræktun hóf Ingólfur strax er hann settist að í Merkilandi enda hafði hann fengið keypt nokkurt land- svæði. Kringum húsið kom hann sér upp lítils háttar bústofni til tekjuaukningar fyrir heimilið. Ingólfur valdist fljótt til trúnað- arstarfa enda var hann félagslynd- ALDARMINNING INGOLFUR ÞORSTEINSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.