Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 27

Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 27 göngu vera farin að snúast um frið- arferlið og þá spurningu hvort Pa- lestínumenn eigi að fá sitt eigið ríki. Allt snúist um öryggismál og önnur mikilvæg málefni á borð við félags- leg mál sitji á hakanum. Hesi segist vera bjarsýnni á fram- tíðina en Rinat. „Ég hef trú á því að einhvern daginn komist á friður milli Israela og Palstínumanna,“ segir hann. „Pað verður ekki á morgun en við erum á réttri leið og þetta er því bara spuming um tíma.“ Hann kveðst þó hafa áhyggjur af næsta stríði sem hann telji ekki langt und- an. Þá hafí hann áhyggjur af tilvist Hamas-samtakanna og vopnaupp- byggingu stjómvalda í Iran og Sýr- landi. „Það er erfitt að búa við sí- fellda ógn þegar maður á barn og fallega eiginkonu," segir hann. „En þetta er mitt heimaland og ég á ekki um annað land að velja.“ „Ég er ekki að segja að ég sé bit- ur,“ segir Rinat. „Við erum mjög hamingjusöm og ánægð með að búa í Israel. I hvert skipti sem við komum heim frá útlöndum segjum við að það jafnist ekkert á við Israel, jafnist ekkert á við Jerúsalem. Þrátt fyrir að Iranir beini eldfaugum sínum að okkur teljum við að hvergi sé betra að búa og ala upp börn en hér.“ Haifa en hætt við það þar sem hún hafi komist að þeirri niður- stöðu að hún vildi ala börn sín upp við arabiska menningu. „Mað- ur fær kristilegt uppeldi fyrst og fremst frá foreldrum sínum,“ seg- ir hún. „En menningin er eitthvað sem verður að vera til staðar í umhverfinu." Hún kveðst teija að staða ísrael- skra araba muni versna mjög á næstu árum. Hún hafi batnað mikið í valdatíð Rabins en síðan versnað á ný. „Á valdatíma hans fengu arabar atvinnutækifæri sem þeir gátu ekki látið sig dreyma um fyrir nokkrum árum,“ segfir hún. „Nú hefur hins vegar samdráttur í fjárveitingu til þorpa araba gefið tóninn um það sem koma skal.“ „Ástandið hefur þó alltaf verið betra hér fyrir norðan," segir Fadi. „Hér finnum við ekki eins fyrir mismunun." Þau segja hins vegar að oft geti verið erfítt að standa milli Palestínumanna og , Israela. Málefni Palestínumanna séu dregin fram í dagsljósið í kring um hverjar kosningar enda telji arabískir stjórnmálamenn sig geta unnið stuðning út á þau. „Ég tel hins vegar að við séum búin að styðja Palestínumenn nógu lengi,“ segir Fatin, „og að kominn sé tími til að við hugum að okkar eigin hagsmunum. Við höfum okkar eigin vandamál og ég tel að við þurfum að einbeita okkur að því að leysa þau.“ Að semja frið við uppruna sinn vandamál dagsins í dag. „Ég ólst upp eins og hver annar ísra- elskur krakki," segir hann. „Enda vorum við ekki nógu mörg til að hópa okkur saman. Ég vissi lítið um Eþópíu og í mín- um huga voru Eþíóp- íumenn annaðhvort vinir föður míns eða gamlir frændur." Hann segist oft vera spurður að því hvort ekki hafi verið erfitt að vera eini svarti strákurinn en hann minnist þess ekki. „EÞÍÓPÍUMENNIRNIR fóru skelfdega í taugarnar á mér.“ ASSER Elias er ísraeli af eþíópískum uppruna sem starfar með hagsmuna- samtökunum Israeli Association for Ethiopian Jewry. Hann segir starf samtakanna felast í því að safna upplýsingum um það sem betur mætti fara innan eþíópíska samfélagsins og reyna í fram- haldi af því að hafa áhrif á stefnu yfirvalda. „Eg er langt frá því að vera hinn dæmigerði eþíópíski inn- flytjandi,“ segir hann. „Ég ólst upp í ísrael og þurfti á unglings- árum að læra að lifa með eþíópíska samfélaginu. Þetta reyndst mér erfitt og það er fyrst núna sem ég er að finna stöðu mína innan þessara tveggja sam- félaga." Fjölskylda Assers er vel þekkt innan eþíópíska samfélagsins í Israel enda voru foreldrar hans meðal fyrstu eþíópísku innflytj- endanna. Faðir hans kom fyrst til ísraels með hópi ungra manna árið 1956 en á þeim árum var eþíópíska samfélagið enn ekki viðurkennt sem fullgilt samfélag gyðinga. „Fólk var að byija að velta því fyrir sér hvaða fólk þetta væri inni í miðri Afríku sem hagaði sér eins og gyðing- ar,“ segir hann. „í kjölfarið var nokkrum ungum mönnum boðið til tveggja ára námsdvalar í ísra- el og var faðir minn þeirra á meðal. Hann dvaldi síðan ólög- lega í landinu í nokkur ár en fór þá aftur til Eþíóíu þar sem hann gekk að eiga móður mína.“ Árið 1967yar þeim síðan smyglað til Israels ásamt nokkrum öðrum fjölskyldum. Á þeim tíma var skipulagður flutn- ingur eþíópískra gyðinga til ísra- els ekki hafinn og einungis örfá- ar eþíópískar ljölskyldur í land- inu. Asser segir innfiytjendurna ekki hafa notið neinnar aðstoðar. Fólk hafi þurft að vinna myrkr- anna á milli til að hafa í sig og á auk þess sem erfítt hafi verið að fá rabbína til þess að umskera drengi þar sem þeir hafi ekki viðurkennt að um sanna gyðinga væri að ræða. Vandamálin hafí þó verið smávægileg miðað við Hann hafi frekar ver- ið álitinn sérstakur í jákvæðum skilningi. Asser segir að hlutirnir hafi ekki farið að breytast fyrr en ár- ið 1984 en þá stóðu yfírvöld í fsr- ael fyrir komu 7.000 eþíópískra gyðinga til landsins. „Til að byrja með fór þetta fólk afskaplega í taugarnar á mér,“ segir hann. „Faðir minn tók virkan þátt í starfinu með innflytjendunum og heimili mitt varð eins og félags- miðstöð fyrir þetta fólk.“ „Var stoltur af því að tilheyra þessari þróun“ „Það var ekki fyrr en eftir að ég Iauk herskyldu að ég fékk áhuga á uppruna mínum,“ segir hann. „Áhuginn kom smám sam- an eftir að ég fór að gera mér grein fyrir því að ég tilheyrði þessu fólki.“ Hann segir að mikið hafi verið fjallað um það í fjöl- miðlum er 15.000 eþíópískir gyð- ingar komu til ísraels í Salomon- aðgerðinni árið 1992. Á þeim tíma hafí litið út fyrir að eþíópíska samfélaginu myndi takast að aðlagast ísraelsku sam- félagi. Almenningur hafí því Iitið samfélagið jákvæðum augum. Fólk hafi talað um að það gæfi ísraelsku þjóðfélagi Iit og hann hafi verið stoltur af því að til- heyra þessari þróun. Asser lauk námi í almanna- tengslum og markaðssetningu og var við störf í Tel Aviv er hann hitti mann sem hann segir hafa breytt Iífi sínu. „Þetta var for- stjóri Copt-miðstöðvarinnar, fé- lagsmiðstöðvar fyrir eþíópi'sk strokuböm," segir hann. „Hann bauð mér að koma og kynna mér stafið." Hann kveðst hafa farið í heim- sókn og verið nokkra daga að jafna sig. Þaraa hafi hann kynnst skuggahliðum samfélagsins sem hann hafi ekki haft hugmynd um að væru til. Hann hafi hitt eitur- lyfjaneytendur, glæpamenn og gleðikonur, harðsvíraða unglinga sem litu á sig sem utangarðsfólk sem ætti enga samleið með ísra- elsku samfélagi. „Ég vildi miðla þessu fólki af reynslu minni og þekkingu og fór að taka þátt í starfi samtak- anna,“ segir hann. „Eftir nokkra mánuði sagði ég síðan upp vinnu minni og sneri mér alfarið að starfinu með samtökunum." Asser segir að „blóðmálið“ hafi átt stóran þátt í því að hann sneri sér alfarið að starfi sínu innan samtakanna en með blóðmálinu vísar hann til þess þegar upp komst að ísraelski blóðbankinn hefði árum saman hellt niður öll- um blóðgjöfum eþíópískra gyð- inga af ótta við eyðnismit. „Þetta er einungis eitt af fjölmörgum dæmum um það hversu klaufa- lega stjórnvöld hafa staðið að málefnum eþíópíska samfélags- ins,“ segir hann. „Þetta samfélag er skelfilega illa statt en verst af öllu er að það er engin opinber stefnumótun varðandi uppbygg- ingu þess.“ Hann segir að rekja megi stór- an hluta vandans til þeirrar ákvörðunar yfirvalda að senda öll eþíópísk börn í heimavistar- skóla. I fyrsta lagi hafi ekki verið um góða skóla að ræða. Þá hafi þessi ákvörðun ekki verð tekin með menntun barnanna í huga heldur hafi hún átt að leysa fé- lagslegan vanda fjölskyldna þeirra. í stað þess að fjölskyldun- um væri veittur stuðningur til þess að hafa börnin heima hafi þeim verið boðið að senda þau í burtu og bláfátækir foreldrarnir hafi ekki átt um annað að velja. „Þetta skar á tengsl barnanna við foreldra þeirra og þann menningarheim sem þau eru runnin úr,“ segir hann. „Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra og ég tel að eina leiðin til að lækna sár samfélagsins sé að að- stoða þau við að kynnast upp- runa sínum á ný og semja við hann frið.“ Þannig kveðst Asser telja að þau þurfi í raun öll að fara sömu öfugsnúnu leiðina og hann hafi farið. Unga kynslóðin þurfi ekki að læra að Iifa með ísraelsku samfélagi heldur því eþíópíska og því sé hann ef til vill dæmigerðari en hann hafi viljað vera Iáta í upphafí. Viljum halda í það sem gerir okkur að Rússum OLGA Ben-Avi kom til ísraels 1. júlí árið 1991 þá 19 ára gömul. Eftir ársdvöl í ísrael hóf hún kennaranám og fékk að því loknu vinnu við kennslu. Eiginmaður hennar Oren Ben- Avi, er ísraeli sem vinnur á ferðaskrifstofu, og eiga þau tvö börn. „Ég ólst upp hjá móður minni og móðurforeldr- um í Moskvu og hafði alltaf litið á mig sem Rússa,“ segir hún. „Frændi minn hafði áhuga á að komast til ísraels en við höfðum lítinn áhuga á því. Við stóðum í þeirri trú að það væri ekkert gyðingahat- ur í Rússlandi og sáum því enga ástæðu til þess að fara fyrr en eitt kvöldið að ofstækismenn vopnaðir hnífum og öxum reyndu að brjótast inn til okkar. Þeir hrópuðu: „Út með gyðingana. Út með gyðing- ana“ og bnitu allt og brömluðu.“ Olga segir að það hafí orðið þeim til lífs að afi hennar hafi einhvern tíma sett upp stálhurð og það hafí tekið árásar- mennina langan tíma að brjóta hana niður. Lög- regla hafi svo komið á vettvang rétt í þann mund sem þeir voru að komast inn. Tveir árásarmannanna voru handteknir en einn náðist aldrei enda kveðst Olga telja að nágrannar þeirra hafi falið hann. Þegar fjölskyldan kannaði svo málið nokkrum dögum síðar komst hún að því að mönnunum tveimur hafði verið sleppt. Ekki hefði verið hægt að halda þeim þar sem þeir hefðu hvorki brotist inn né rænt neinu. „Lögreglan sagði að þeir hefðu bara viljað drepa okkur af því við værum gyðingar og að okkur væri í sjálfsvald sett að fara til ísraels ef við vildum vernd,“ segir hún. „Svo við fórum að ráðum þeirra, seldum eigur okkai', keyptum miða og fórum.“ Olga segist hafa verið kölluð krulla í barnaskóla þar sem hún hafi haft liðað hár en flestir Rússar hafi slétt hár. Hún hafi hins vegar ekki orðið vör við gyðingahatur á götum úti fyrr en eftir árásina, þá hafi það hins vegar ekki náð að skelfa hana þar sem hún hafi vitað að hún væri á förum. Hún segir að mjög erfitt hafi verið að koma tii Israels enda hafi þau komið á þeim tíma þegar þúsundir rússneskra gyðinga streymdu til lands- ins og ísraelar hafi ekki verið undir það búnir að taka við öllu þessu fólki. „Þegai’ við komum á flug- völlinn var okkur vísað inn i sérstakan innflytj- endasal þar sem við vorum látin bíða í tvo sólar- hringa eftir því að röðin kæmi að okkur,“ segir hún. „Við fengum hræðilegan mat, týndum far- angrinum okkar og þegar röðin kom loksins að okkur voru starfsmennn-nir, sem voru af rúss- neskum uppnina, ekkert nema ónotalegheitin." Af flugvellinum var fólkið flutt í nýbúamiðstöðv- ar en fjölskylda Olgu þekkti fólk í Jerúsalem og fékk því að fara þangað. Með hjálp vina sinna fengu þau síðan fljótlega eigin íbúð og fóru því strax að sjá um sig sjálf og takast á við raunveru- leikann. „Hér erum við skil- greind sem Rússar“ „Þetta var mjög erfiður tími,“ segir Olga, „Við skildum ekki málið og fórum fljótlega að sjá eftir því að hafa komið. Um haustið gerðu hins vegar harðlínumenn valdaránstilraun í Rússlandi. Þá sá- um við svart á hvítu hversu ótryggt ástandið þar var og hættum að sjá eftir því að hafa farið þaðan. Eftir það fór allt að ganga betur. Þegar fólk hætt- ir að syrgja það sem var og fer að horfa fram veg- inn fara hlutirnir að ganga betur.“ Hún segir hins vegar allt vera mun auðveldara fyrir unga fólkið. Sjálfri hafi henni t.d. gengið vei að læra málið en mömmu hennar, ömmu og afa hafi gengið það illa. Þá sé hún mjög opinská þannig að hún hafi fljótlega farið að kynnast fólki. „Það má segja að ég hafi spjarað mig,“ segir hún. „Mamma, sem er verkfræðingur, er hins vegar enn atvinnulaus og öll hafa þau mjög takmarkaða kunnáttu í tungumálinu." Olga lýsir fyrstu kynnum sínum og Orens á þá leið að fjölskylda hennar hafi viljað að hún eignað- ist almennilegan kærasta eftir komuna til ísraels. Afí hennai’ hafi borið sig upp við rabbínann og honum dottið Gaby, bróðir Orens, í hug. „Hann setti sig í samband við móður þeirra,“ segir Olga hlæjandi. „En hún sagði að Gaby væri ekki rétti maðurinn og sendi Oren á stefnumótið í hans stað. Fimmtán mánuðum síðar vorum við gift.“ Hún segir marga innflytjendur standa í þeh-ri trú að auðveldasta leiðin inn í ísraelskt samfélag sé að giftast Israela. Hennar reynsla sé hins vegar Morgunblaðið/SBB „ÞAÐ er allt mun auðveldara fyrir unga fólkið." sú að það flæki einungis hlutina. „Þrátt fyrir að við viljum verða fullgildir ísraelar út á við viljum við halda í það sem gerir okkur að Rússum,“ segir hún. „Við eigum okkar venjur og hefðir sem erfitt er að halda í blönduðu hjónabandi. Ég tel t.d. mjög mikilvægt að börnin mín læri rússnesku en ein- hverra hluta vegna hefur mér ekki tekist að tala tvö tungumál inni á heimilinu. Oren talar ekki rússnesku og það kemur einnig í veg fyrir að við eigum eðlileg samskipti við rússneska samfélagið. Olga segir að þrátt fyrir að rússneska samélagið haldi þétt saman vilji það verða virkur þáttur í ísraelsku þjóðfélagi. „Við erum mun viljugri til að blandast öðrum hópum en til dæmis sephardim- gyðingar sem vilja ekkert hafa saman við ashken- azim-gyðinga að sælda,“ segir hún. Þá kveðst hún telja að rússnesku innflytjendurnir eigi eftir að sanna sig enda búi þeir að aldagamalli hámenn- ingu, þekkingu og menntun. Hún kveðst ekki hafa fundið fyrir neikvæðu við- horfi til rússneskra innflytjenda en hún heyri þó daglega af slíku. Þá segir hún algengt að fólk rugli saman rússneska gyðingasamfélaginu, Mafíunni og rússneskum gleðikonum sem fluttar séu til landsins. Þetta fólk eigi ekkert sameiginlegt með rússneska samfélaginu en komi þó óorði á það þar sem fólk geri ekki greinarmun á ólíkum hópum Rússa. „Þetta er sama gamla sagan,“ segir hún. „í Rússlandi vorum við skilgreind sem gyðingar og hér erum við skilgreind sem Rússar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.