Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR tæpum þremur ái-um voru 44 lyfjabúðir starfræktar á Islandi. Þá gengu í gildi lagaá- kvæði, sem losuðu um hömlur á fjölda apóteka. Þremur árum síðar eru apótekin 60 talsins og hefur fjölgað um 36,4%. Mest varð fjölgunin á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem lyfjabúðir voru 21 fyr- ir þremur árum, en eru nú 34, 61,9% fleiri en áður. Og enn á eftir að bætast við, því þeir aðilar sem mesta ábyrgð bera á fjölguninni, Lyfjabúðir og Lyfja, eru með áform um fleiri apótek. Þegar frelsi í lyfsölu var aukið var tekist á um það á þingi hvort það myndi leiða til aukinnar sam- keppni og lækkunar lyfjaverðs. Samkeppnin hefur svo sannarlega aukist og viðskiptavinir apótek- anna verða t.d. varir við hana í lengri afgi-eiðslutíma og á þann hátt, að apótekin keppast um að veita afslátt af hlut sjúklinga í lyfjaverði. Dæmi eru um að hlutur sjúklings sé alveg felldur niður. Samkeppnin og verðstríðið skil- ar sér hins vegar ekki út á lands- byggðina, með þeim undantekning- um að á Akureyri era fjögur apó- tek sem takast á, þrjú á vegum KEA og eitt á vegum Lyfjabúða, í Reykjanesbæ er samkeppni og á Selfossi. A minni stöðum er þessu ekki að heilsa og þar hefur rekstr- argrandvöllur apótekanna versnað vegna samkeppninnar syðra. Ibúar þar leita leiða til að njóta góðs af stríðinu á höfuðborgarsvæðinu og leysa út lyfseðla sína í borgarferð- um, eða fá ættingja og vini syðra til að gera það fyrir sig. Lyfsalan fær- ist því æ meira suður. Sveitarfélög láta markaðinn ráða Samkvæmt lyfsölulögum ber ráðherra að senda umsókn um lyf- söluleyfi viðkomandi sveitarstjórn til umsagnar. „Við mat umsóknar skal m.a. stuðst við íbúafjölda að baki lyfjabúðinni og fjarlægð henn- ar frá næstu lyfjabúð. Leggist um- sagnaraðih gegn veitingu nýs leyfis er ráðherra heimilt að hafna um- sókninni," segir í lögunum. Þrátt fyrir þetta ákvæði hafa sveitarfélög, þar sem virk sam- keppni er í lyfsölu, ekki beitt því til að koma í veg íyrir fjölgun apó- teka, hvort sem er í Reykjavík, á Akureyri, Selfossi eða í Reykjanes- bæ. Að vísu era lögin óljós hvað þetta atriði varðar og erfítt að sjá hvemig sveitarfélög ættu að meta fjarlægðir og íbúafjölda. Sumir lyf- salar halda því fram að þetta ákvæði, sem var ekki í upphaflegu framvarpi, hafí eingöngu verið hugsað sem dúsa upp í gömlu apó- tekarana, sem hafí trúað því að það tryggði að ekki risu ný apótek í næsta húsi. Jón Þórðarson, formaður Apó- tekarafélags Islands og lyfsali í Selfossapóteki, segir apótekara aldrei hafa fengið neina dúsu. „Eg hef aldrei skilið af hverju þetta ákvæði var sett í lög, því það hefur aldrei verið virt. Sveitarfélög hafa aldrei gert nokkra tilraun til að stemma stigu við fjölgun lyfja- búða.“ Verðið lækkaði í 29 tilvikum af 32 Samkeppnisyfirvöld könnuðu lyfjaverð í þrjátíu apótekum höf- uðborgarsvæðisins eftir að lögun- um var breytt, í mars 1997 og aft- ur í nóvember sama ár. „A þessu tímabili lækkuðu flest lyf í verði og í sumum tilfellum þurftu sjúk- lingar ekki að greiða neitt,“ segir Kristín Færseth sem hafði umsjón með verðkönnuninni fyrir Sam- keppnisstofnun. „Við könnuðum verð á 32 algengum lyfjum og í 29 tilvikum hafði verðið lækkað. Á þessum tíma kom fram, að sam- keppnin hafði þegar leitt til þess að apótekin felldu hlut sjúklings af dýrum lyfjum niður. Ég get tekið sem dæmi lyfíð Roaccutan. Þriggja mánaða skammtur af því kostar um 70 þúsund krónur og fólk þarf oft að taka nokkra Morgunblaðið/Árni Sæberg Fleiri hlekkir bætast í keðjur apóteka sem spáð er helmingi markaðar Viðskiptin færast á suðvesturhornið skammta. Þar sáu nær öll apótek- in sér hag í því að gefa eftir þrjú þúsund króna hlut sjúklingsins, gegn því að halda þessum miklu viðskiptum.“ í verðkönnun þeirri, sem gerð var í mars 1997, voru aðeins sex apótek sem felldu hlut sjúklings af verði þessa lyfs niður, en í nóvem- ber sama ár hafði þetta snúist við. Þá vora aðeins sex apótek sem ekki felldu hlut sjúklings niður. Kristín segir þessa þróun hafa haldist. Samkeppnin sé í raun svo mikil, að flest apótekin bjóði dýrari lyf með þessum hætti. Á þingi höfðu menn á sínum tíma áhyggjur af því að aukin samkeppni apóteka um viðskipta- vini gæti leitt til þess að lyfja- neysla myndi aukast. Lyfsalar segja þennan spádóm ekki hafa ræst, enda haldi læknar utan um lyfseðilsskyld lyf og þeir hafí enga ástæðu til að ávísa glatt, þótt apó- tekum fjölgi. Lyfsalar segja að aukning hafi einna helst orðið í sölu á níkótínlyfjum, sem fáir fetti fmgur út í og að vísu hafí einnig orðið nokkur aukning í sölu á verkjalyfjum á síðustu áram. Verðmyndun á lyfjum er með þeim hætti, að ekki er sjálfgefið að lækkun til sjúklinga þýði minni út- Hörð samkeppni í lyfsölu hefur leitt til lægra lyfjaverðs fyrir íbúa stærstu þétt- --------------7--------------------------- býliskjarna. I grein Ragnhildar Sverris- dóttur kemur fram að á næstu árum stefn- ir í að tvær keðjur lyfjaverslana, Lyfja og Lyfjabúðir, nái um helmingi markaðshlut- deildar í lyfsölu á landinu. A landsbyggð- inni eiga apótek hins vegar í vök að verjast og íbúar þar beina viðskiptunum suður. gjöld ríkisins, eða Trygginga- stofnunar ríkisins sem tekur þátt í lyfjakostnaði. Eggert Sigfússon, deildarstjóri lyfjamáladeildar ráðuneytisins, segir að þrátt fyrir að verð á einhverjum lyfjum fær- ist niður séu sífellt ný lyf að koma á markaðinn, sem séu dýr á meðan einkaréttur á framleiðslu þeirra sé í gildi. Um síðustu áramót var reglum um þátttöku Tryggingastofnunar í lyfjakostnaði breytt. Lyf era flokk- uð í fjóra flokka. I fyrsta flokki era þau lyf sem Tryggingastofnun greiðir að fullu, s.s. krabba- meinslyf, lyf gegn sykursýki o.s.frv. I öðram flokki era lyf sem sjúklingar greiða sjálfír að fullu, s.s. sýkklyf, svefnlyf, róandi lyf o.s.frv. I þriðja og fjórða flokki greiðir Tryggingastofnun hluta af verði. í öðram flokknum greiðir sjúklingurinn fyrstu þúsund krón- urnar og 40% af kostnaði umfram þá upphæð, að 1.800 krónum. I hin- um flokknum greiðir sjúklingur fyrstu þúsund krónurnar og 80% upp að 3.500 krónum. Þessi flokkur er sá stærsti. Þá greiða elli- og ör- orkulífeyrisþegar lægri upphæðir en hér er talið. „Sparnaður Tryggingastofnunar felst í breytingum á gi’eiðsluregl- unum,“ segir Eggert Sigfússon. „Samkeppnin hjá apótekunum tryggir hins vegar lægri kostnað fyrir sjúklingana, því þau bjóða af- slátt af sjúklingahluta. Hins vegar fær Tryggingastofnun ekki afslátt og er rakkuð um sinn hlut sam- kvæmt samþykktri verðskrá.“ Eggert segir að ef einhver apó- tekanna mynda eins konar inn- kaupasamband og nái hagstæðari kjörum en hjá lyfjaheildsölum myndi hagnaður af því að öllum líkindum renna til apótekanna sjálfra. „Undanfarin þrjú ár hefur reglum um hlutfallsgreiðslur Tryggingastofnunar verið breytt um hver áramót. Ramminn sem alþingi setur um lyfjakostnað er settur í fjárlögum og Trygginga- stofnun verður að finna sem rétt- látastar greiðslureglur til að halda sig innan hans.“ Eggert segir að apótek úti á landi séu í verri aðstöðu til að bjóða afslátt, þar sem umsetning þeirra sé miklu minni en stórra apóteka á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar sé hverju apóteki skylt að halda grannlager, þótt það geti verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.