Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLABIÐ LISTIR Martin Enckell þýðir ljóð Jóhanns Hjálmarssonar ásamt Lárusi Má Björnssyni Að ljáljóð- unum sitt sænska eyra Finnlands-sænska ljóðskáldið og þýðand- inn Martin Enckell vinnur þessa dagana af miklum krafti að þýðingum á úrvali ljóða Jóhanns Hjálmarssonar á sænsku. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti hann að máli að loknum drjúgum vinnudegi heima í stofu h.já samverkamanni hans, Lárusi Má Björnssyni. Morgunblaðið/Árni Sæberg SKÁLDBRÆÐURNIR og þýðendumir Martin Enckell og Lárus Már. „VIÐ höfum náð býsna góðum takti - þetta er eiginlega eins og ljóða- verksmiðja," segir Martin Enckell um samstarfið við kollega sinn, Lár- us Má Bjömsson. Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði íslands og Finnlands og meðan á rúmlega hálfs mánaðar dvöl Enckells hér á landi stendur vinna þeir félagar af kappi frá morgni til kvölds. „Sjálfur kann ég jú ekki ís- lensku,“ segir Enckell og lýsir sam- starfmu þannig að Lárus hráþýði og hann fínpússi. „Ég ljæ ljóðunum mitt sænska eyra og slípa þau til,“ segir hann og bætir við að oft verði hann líka að endurorða hugsun og myndmál ljóðanna. Þar komi til mikil túlkun, sem á stundum geti verið vandasöm. Þegar fín- pússningu er lokið er útkoman bor- in undir skáldið og hafi þýðendumir misskilið eitthvað fá þeir útskýring- ar og leiðréttingar frá fyrstu hendi. Raunar segir Enckell að Jóhann hafi hingað til ekki gert margar al- varlegar athugasemdir. Fagurfræðileg sjónarmið sameiginleg Enckell lætur afar vel af sam- starfinu við Lárus og segir þá hafa sömu fagurfræðilegu sjónarmið. Samvinna þeirra nær aftur til árs- ins 1993 þegar þeir hófust handa við þýðingar á ljóðum 16 íslenskra skálda fyrir finnlands-sænska tíma- ritið Horisont, sem í það skiptið var tileinkað íslenskri samtímaljóðlist. Aður hafði Láras verið í Finnlandi og þýtt ljóð finnskra og finnlands- sænskra skálda á íslensku. Þetta er í þriðja sinn sem Enckell sækir ísland heim. Hann segir það yfirleitt hafa verið miklar vinnuferð- ir og því hafi hann ekki haft tækifæri til að sjá svo mikið af landinu. Hann hefur ferðast víða, einkum um Asíu, en einnig Suður-Ameríku og Evrópu og aðeins um Afríku. Upp á síðkastið hefur hann beint sjónum til Rúss- lands og m.a. unnið með rússneskum skáldum í Pétursborg. „En nú er ég með smáböm og þá kemst maður lít- ið frá, a.m.k. ekki lengi í einu, svo á seinni árum hafa þetta aðallega verið styttri vinnuferðir," segir hann. Að lokinni þessari vinnuskorpu snýr Enekell aftur heim til Helsingfors og heldur áfram að slípa þýðingar þeirra Lárusar. Ætlunin er að bókin innihaldi breitt úrval ljóða Jóhanns Hjálmarssonar, allt frá fyrstu ljóða- bók hans til hinnar nýjustu. Þeir hafa ekki enn fengið forleggjara til að gefa bókina út en láta sig dreyma um að hún muni koma út samtímis á sænsku í Svíþjóð og Finnlandi. Enckell er fæddur árið 1954 inn í tvítyngda fjölskyldu; móðirin er finnskumælandi og faðirinn sænskumælandi. Hann sendi frá sér fyrstu ljóðabókina fyrir um 25 áram og síðan hafa komið út eftir hann bækur með þriggja til fjögurra ára millibili. Sú nýjasta kom út árið 1996 og ber hún hið langa heiti dár kárleken ár en dunkel och föröd- ande foreteelse. A síðustu árum hef- ur hann í auknum mæli snúið sér að þýðingum. Sjálfur skrifar hann á sænsku en þýðir aðallega úr finnsku. En hvernig skyldi áhuginn á ís- lenskum skáldskap vera til kominn? „Það er eiginlega Lárusi að kenna - eða þakka,“ segir hann. „Annars vora líka til íslenskar bækur í bóka- hillu foreldra minna, Islendingasög- ur og Eddukvæði. En það var ekki fyrr en ég kynntist Lárasi að ég varð virkur lesandi íslenskra ljóða.“ Heimskórinn æfir fyrir tónleika með Pavarotti ÍSLANDSDEILD Heimskórsins er að hefja sitt áttunda starfsár, en 16. júní nk. eiga kórfélagar kost á því að syngja með Luciano Pa- varotti í Vigelandsparken í Osló og einnig eru fyrirhugaðir tónleikar með Pavarotti og Heimskómum í Stokkhólmi og í Beijing í Kína. Verkefni kórsins, svokölluð Grand Opera, era þekkt kórverk úr vin- sælum óperam, hluti af þessum kórverkum var á dagskrá kórsins á Listahátíð í Reykjavík í júnímánuði 1996 en þá tóku um 300 kórfélagar víðsvegar að úr heiminum þátt í þeim tónleikum. Á tónleikum kórsins í Ósló verð- ur kórinn um 500 manns og sinfón- íuhljómsveit Norsku óperannar sér um undirleik. í beinu framhaldi af tónleikum kórsins í Noregi verður haldið til Kína. íslandsdeildin hefur tekið þátt í sjö tónleikum á vegum World Festival Choir og flutt Messa di Requiem eftir Verdi, Messías eftir Handel og Grand Ópera. Islenskir kórfélagar hafa sungið undir stjórn m.a. Lorin Maazel, Vladimú’ Fedoseev og Klauspeter Seibel og einsöngvarar hafa verið Luciano Pavarotti, Placido Domingo, Dmitri Hvorostovsky, Carol Va- ness, Shirley Verrett og Rannveig Fríða Bragadóttir. Kórinn er stærsti áhugamanna- kór heims og íslandsdeildin getur enn bætt við sig fólki í allar raddir. Kórstjóri fyrir þetta verkefni er Júlíana Rún Indriðadóttir og fyrsta kóræfingin verður 27. febrú- ar nk. Kynnningarfundur verður haldinn 15. febrúar nk. á Grand Hóteli, klukkan 20.30 og þar mun verða staddur sérlegur listrænn ráðgjafi kórsins frá aðalskrifstof- unni í Noregi. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 29. útdráttur 3. flokki 1991 - 26. útdráttur 1. flokki 1992 - 25. útdráttur 2. ftokki 1992 - 24. útdráttur 1. flokki 1993 - 20. útdráttur 3. flokki 1993 - 18. útdráttur 1. flokki 1994 - 17. útdráttur 1. flokki 1995 - 14. útdráttur 1. flokki 1996 - 11. útdráttur 2. flokki 1996 - 11. útdráttur 3. flokki 1996 - 11. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. april 1999. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV mánudaginn 15. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. ✓ Ibúðalánasjóður Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 Saga Reykjavíkur afhent BORGARSTJÓRANUM í Reykja- vík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, var afhent nýútkomin Saga Reykjavíkur - Borgin 1940-1990, á fundi í Höfða á föstudag. Höfundur bókarinnar er Eggert Þór Bern- harðsson sagnfræðingur. Saga ReykjaviLur var útnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun- anna 1998. í ritnefnd sátu sagn- fræðingarnir Lýður Björnsson, Helgi Þorláksson, Helgi Skúli Kjartansson og Kristín Ástgeirs- dóttir, og Kristján Benediktsson, fyrrum borgarfulltrúi. Morgunblaðið/Ásdís EGGERT Þór Bernharðsson, höfundur Sögu Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Lýður Björnsson ritnefndarmaður við afhendingu bókarinnar í Höfða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.