Morgunblaðið - 27.05.1999, Page 65

Morgunblaðið - 27.05.1999, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 65 I DAG Árnað heilla pT O ÁRA afmæli. í dag, 0 \/ flmmtudaginn 27. maí, verður fimmtugur Guð- mundur Unnarsson, bif- reiðastjóri, Engihjalla 11, Kópavogi. BRIDS Umsjón Ouðmundur Páll Arnarson HÆKKUN á veikum tveim- ur í þrjá er taktísk hindrun, en ekki áskorun í geim. Oft er tilgangurinn sá að veiða andstæðingana í doblgildru ef þeir hætta sér inn á svo háu þrepi. Suður gefur; AV á hættu. Norður A 43 V KD106 ♦ KD1095 + 73 Austur + ÁD8 V ÁG5 ♦ 73 + D10965 Vestur Norður Austur Suður - - 2spaðar Pass 3spaðar Pass Pass Pass í þessu tilfelli hefði norður ekkert á móti því að fá AV í fjögur hjörtu. En austur á of mikið í spaða til að blanda sér í sagnir og passar því. Og nú byrjar ballið. Lea- sndinn er í austur og þarf að finna réttu vömina til að hnekkja þremur spöðum. Makker kemur út með smáan spaða og þú ákveður að láta áttuna duga. Suður drepur og spilar tígli á kónginn, en makker sýnir jafna tölu spila, svo þú gerir ráð fyrir að hann sé með ÁG fjórða. Sagnhafi spilar næst spaða úr borði. Þú drepur með ás og makker fylgir. Nú er úrslitastundin runnin upp. Hvemig hyggstu verj- ast? Þrautin er fengin að láni frá Eddie Kantar og hans röksemdir hljóða einhvem veginn þannig: Laufslagir varnarinnar fara ekki neitt, en ef suður á þrílit í hjarta er stórhætta á því að vörnin missi af slag þar. Skiptingin sem ber að varast er 6-3-2-2. Norður A 43 ♦ KD106 ♦ KD1095 + 73 Vestur Austur + 76 A ÁD8 ♦ 832 ♦ ÁG5 ♦ ÁG62 ♦ 73 + KG82 + D10965 Suður A KG10952 V 974 ♦ 84 + Á4 Ef laufi er spilað drepur suður, tekur spaðakóng og spilar tígli. Síðar getur hann þá hent hjarta niður í tíguldrottningu. Eina vörn- in er sú að spila tígli yfir til makkers, sem skiptir svo (vonandi) yfir í hjarta. Þú dúkkar hjartakónginn og getur nú trompað tíguldrottninguna ef sagn- hafi spilar henni. Þá fær vörnin tvo á hjarta og spilið fer einn niður. BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 15. maí sl. í Þingvallakirkju af sr. Rúnari Þór Egilssyni Eva Carlsson og Thomas Ljunggren frá Svíþjóð. Heimili þeirra er að Suðurhúsum 9, Grafarvogi. Hlutavelta Morgunblaðið/Kristján ÞESSAR ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri, ásamt þremur vinkonum sfnum, til styrktar Rauða krossi ís- lands og söfnuðust 2.226 kr. F.v. Vódís Á. Valdemarsdóttir, Tinna Ingólfsdóttir og Ánna Sif Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Höllu S. Guðmundsdóttur og systumar Karen Evu og Katrínu O. Harðardætur. Morgunblaðið/Kristján VINKONURNAR Sigrún Björk Sveinbjömsdótdr og Hrefna Rut Nfelsdóttir héldu fióamarkað í götunni heima hjá sér, Álfabyggð á Akureyri á dögunum og söfnuðu 620 krón- um. Þær hafa fært Rauða krossinum á Akureyri peningana. Með morgunkaffinu Ast er... 6-5 ... völundarhús. f,. A-, \ \ Jóhannes úr Kötlum (1899/1972) Brot úr Ijóðinu íslendinga- Ijóð. LJOÐABROT ISLEN DING ALJOÐ | Land míns fóður, landið mitt, laugað bláum straumi, eilíft vakir auglit þitt ofar tímans glaumi. Þetta auglit elskum vér, - ævi vor á jörðu hér 1 brot af þínu bergi er, blik af þínum draumi. Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rósum, hennar sögur, hennar ljóð, hennar líf vér kjósum. Ein á hörpu íss og báls aldaslag síns guðamáls æ hún leiki ung og frjáls undir norðurljósum. STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake TVIBURAR Afmælisbam dagsins: Þú átt auðvelt með að koma skoðunum þínum á framfæri og fylgja þeim eftir. Þú kannt vel að krydda mál þitt með kímni. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þetta verður hálfgerður leið- indadagur hjá þér en þótt þér finnist allt ganga á afturfót- unum skaltu halda ró þinni því allt hefst þetta nú að lok- um með góðu móti. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er ágætt að leyfa tilfinn- ingunum að njóta sín en um leið skaltu varast að láta þær hlaupa með þig í gönur. Hlustaðu á rödd hjartans og þá fer allt vel. Tvíburar (21. maí - 20. júní) ‘ríA Þú ert að fást við verkefni sem krefst allrar þinnar at- hygli og heilmikilla vanga- veltna. Gefðu þér góðan tíma því miklu sldptir að árangur- inn verði sem bestur. Krabbi ~ (21. júní - 22. júlí) Enginn getur rænt þinn innri mann svo þér er óhætt að leyfa honum að njóta sín í umgengni við aðra. En mundu að enginn er annars bróðir í leik. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) W Það eru einhverjar undiröld- ur í kringum þig svo þú skalt fara þér hægt og vera viðbú- inn hverju sem er. Reyndu samt að láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á störf þín. Meyja (23. ágúst - 22. september) (Bu> Þú ert óvenju fljótur að kom- ast að kjarna málsins og það vekur bæði aðdáun og öfund þeirra sem með þér starfa. Mundu bara að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Wg xrx (23. sept. - 22. október) & A Þótt þér finnist þú eiga fátt þegar þú lítur í kringum þig er það ekki öll sagan því að sjáÚur ert þú þín dýrmætasta eign.____________________ Sporðdreki (23. okt - 21. nóvember) tC Þær aðstæður hafa skapast að þú ert í óvenju valdamikilli aðstöðu og því skiptir miklu máli að þú kunnir með vald þitt að fara. Best er að beita því aldrei. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Það er nauðsynlegt að draga glögg skil milli draums og veruleika því þótt draumar geti verið góðir þá er veruleikinn oftast annar en í honum hrærumst við nú einusinni. Steingeit (22. des. -19. janúar) úStF Þér er að takast að safna saman öllum þeim upplýsing- um sem þú þarft til að ganga frá þýðingarmiklu máli. Þeg- ar það er búið getur þú litið bjartsýnn fram á veg. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) KStk Það verður reynt að bera í þig einhveijar sögur en mundu bara að þú ert engu nær um þann sem talað er um en nokkru nær um þann er mælir. Fiskar _ (19. febrúar - 20. mars) >♦■*» Finnist þér eins og traðkað sé á tilfinningum þínum skaltu draga þig í hlé gagnvart við- komandi og leyfa öðrum betri að njóta umhyggju þinnar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. x; tröppur - TRÖPPUR W o G W OG W STIGAR WSTIGAR JÍ? JÍlr s ÁRVÍK ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 TILBOÐ fná 27/5 til 3/6 '99 Myndarammar 10x15 cm afsláttur Myndarammar 13x18 cm 40% afsláttur 40% afsláttur Myndarammar 15x20 cm Myndarammar 18x22 cm. 40% afsláttur 40% afsláttur Myndarammar 25x30 cm Myndarammar 20x25 cm 40% afsláttur 40% afsláttur Myndarammar 30x40 cm Myndarammar 28x35 cm 40% afsláttur Myndarammar 40x50 cm afsláttur Rammar A4 40% afsláttur ATH.; EINSTAKT A ÍSUANDT Allar vörur í Ótrúlegu búðunum frá kr. 198-998. húðin LAUGAVEG1118 • KRINGLUNNI • KEFLAVfK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.