Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sýknaður af ákæru vegna umferðarlagabrots í Háraðsdómi Norðurlands vestra, Það er ekki furða þótt vinsældir Dóra dali og fylgið hrynji þegar hvert klúðrið eftir annað dynur yfír. Tilkynning dómstolaráðs Skýrslutökur af börnum fari fram í Barnahúsi í NÝJUM leiðbeinandi viðmiðum dómstólaráðs til dómara um skýrslutökur af börnum sem brotaþolum í kynferðisbrotamálum er gert ráð fyrir að skýrslutökur af yngri börnum en 14 ára fari fram í sérútbúnu skýrslutökuher- bergi í húsnæði dómstóls eða Barnahúsi. Einnig segir að dómari geti t.d. ákveðið að skýrslutaka fari fram í Barnahúsi ef fyrir ligg- ur að barnið þarf að gangast undir læknisrannsókn sem fram geti far- ið þar. Þá segir í viðmiðunum að telji dómari af sérstökum ástæðum heppilegt að skýrsla af börnum eldri en 14 ára verði tekin í sérút- búnu skýrslutökuherbergi þá skuli það gert, annars fari skýrslutökur fram í dómssal. í fréttatilkynningu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um málið segir að tilkynning dómstólaráðs marki tímamót því þar sé í fyrsta skipti gert ráð fyrir Barnahúsi í vinnureglum dómstólanna. Þá seg- ir að tilkynningin styrki starfs- grundvöll Barnahússins. Dóms- málaráðherra, Sólveig Péturs- dóttir, og Páll Pétursson félagsmálaráðherra hafa undanfar: ið rætt málefni Barnahúss. í fréttatilkynningunni segir að með viðmiðunarreglum dómstólaráðs sé stigið fyrsta skrefið að samræmd- um verklagsreglum og reglur um nýtingu Barnahúss við skýrslutök- ur verði útfærðar nánar síðar. Þá segir að með viðmiðum ráðsins sé Barnahúsið orðið fast í sessi sem úrræði í þessum erfiðu málum, sem sé ekki síst til hagsbóta fyrir yngri börnin. Þá kemur fram að frá því að lagabreytingar um skýrslutökur af börnum í kynferðisbrotamálum tóku gildi 1. maí 1999 til 15. sept- ember hafi verið teknar 111 skýrslur af börnum. Þar af hafi 60 skýrslutökur, einkum af yngri börnum, farið fram í Barnahúsinu. Þær tölur sýna, segir í fréttatil- kynningunni, að dómarar nýti sér aðstöðu í Barnahúsinu í meirihluta mála og það því farið að nýtast vel sem kostur við hlið aðstöðu dóm- stólanna. í tilkynningu dómstólar- áðs segir að það verði að teljast hagræði fyrir dómstóla að geta nýtt aðstöðu Barnahúss til yfir- heyrslu. I tilkynningu dómstólaráðs kem- ur fram að það mun vinna áfram að vinnutilhögun fyrir dómara sem sinna skýrslutökum af börnum. En mikilvægt er að mati ráðsins að verklagsreglur um skýrslutökur í kynferðisbrotamálum séu sam- ræmdar, sé litið til hagsmuna barna. ríww— ■ t ;:m. S. m m- ftrc “Packard Be allsiifijSÉ l-Media 7800a rw Örgjörvi AMD K7 800 Flýtiminni 512Kb Vinnsluminni 64Mb, stækkaniegt í 512 Harðurdiskur 15 GB Skjákort Skjár DVD+CDRW 3D hljóð Fjöldi radda Hátalarar Faxmótald 32Mb TNT II - TV útgangur 17" tífaldur leshraði +áttfaldur skrifhraði 64 Dimand 56k - V.90 Fax Verð Club 2600 Verð I l-*.900 ■VI»rmgw.|iwMwcMiM«»yy»aiMWW8ai ________________________ Frá árinu 1996 hefur Packard Bell verið mest selda heimilistölvan í Evrópu 169.900 __ríÍL_ RáDIOfswllSf Geblagötu 14 • Slml 462 1300 Lágmúla 8 • Símf 530 2800 www.ormsson.ls Málþing Lögfræðingafélagsins Stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga Kristján G. Valdimarsson Lögfræðingafélag ís- lands heldur árlegt málþing sitt á morgun. Þar verður fjallað um stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Forsætis- ráðherra, Davíð Oddsson, fiytur ávarp á þinginu og fjöldi fyrirlestra verður haldinn. Málþingsstjóri er Berglind Asgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í félags- málaráðuneytinu. Kristján Gunnar Valdimarsson hér- aðsdómslögmaður er for- maður málþingsnefndar Lögfræðingafélags ís- lands. Hann var spurður hvað rætt yrði um í sam- bandi við stjórnsýsluna? „Það eru tíu ár núna síð- an embætti umboðsmanns Alþingis var stofnað og um sjö ár síðan stjórnsýslulögin tóku gildi. Af þessu tilefni þótti rétt að líta yfir farinn veg og reyna að átta sig á hvort þessar aðgerðir hefðu bætt réttarstöðu borgar- anna.“ - Og hafa þærgert það? „Persónulega tel ég að svo sé. En hvað fyrirlesarar á málþinginu segja kemur í ljós á rnorgun." -Hverjir halda fyrirlestra á málþinginu? „Tryggvi Gunnarsson, umboðs- maður Alþingis, mun tala um stjómsýsluna, hlutverk hennar og kröfur. Páll Hreinsson prófessor fjallar um Handverk stjórnsýsl- unnar. Ólafur Jóhannes Einars- son lögfræðingur ræðir um and- mælareglu stjórnsýsluréttar í ljósi nýrra dóma. Birgir Tjörvi Pétursson lögfræðingur fjallar um ólögfest verkefni sveitarfé- laga, þ.e. þegar sveitarfélögin taka að sér ýmis verkefni sem þeim eru falin lögum samkvæmt. Kristján Andri Stefánsson, deild- arstjóri í forsætisráðuneytinu, mun fjalla um lögmætisregluna og þjónustugjöld, þ.e. heimild til töku gjalda af hálfu hins opinbera fyrir þjónustu. Ekki er t.d. að finna heimild til gjaldtöku í lögum um leikskóla. Þá vaknar sú spurning hvort heimilt sé að taka gjald fyrir þjónustuna.“ -Þú hefur unnið hjá umboðs- manni Alþingis, hver er skoðun þín á mikilvægiþess embættis? „Ég tel það mjög mikilvægt sem eftirlitsaðili með stjómsýsl- unni til verndar borgurunum gegn valdi hins opinbera. Ég get nefnt sem dæmi mál frá árinu 1997. Þetta mál er um birtingu reglna samkvæmt EES-samning- unum. Stjómvöld töldu nægja að vísa til nafns og númers þessara reglna Evrópusambandsins en umboðsmaður taldi þetta ekki í samræmi við lög hér á landi og stjómarskrá landsins, né mann- réttindasáttmála Evrópu og grundvallarsjónarmið réttarríkis- ins. Auðvitað skiptir miklu máli að almenningur geti með aðgengilegum hætti fengið að vita hvaða reglur gilda í landinu. Frumkvæði umboðs- manns Alþingis í þessu máli leiddi til þess að á fundi ríkisstjórnar var ákveðið að taka álit þetta til athugunar og gera tillögur um hvern- ig brugðist yrði við þeim og loks gerðar úrbætur á birtingu umræddra reglna. Þetta sýnir að stundum em yfirvöld að „stytta sér leið“, en það getur komið niður á réttindum almenn- ings.“ -Eru málþing Lögfræðingafé- lagsins þýðingarmikil í starfi þess? ► Krislján Gunnar Valdimars- son fæddist í Reykjavík 1. októ- ber 1964. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Sund 1984 og lagaprófi frá laga- deild Háskóla íslands 1990. Hann hefur starfað hjá fjármála- ráðuneytinu og verið skattstjóri í Vestfjarðaunidauni, skrifstofu- stjóri eftirlitsskrifstofu Skatt- stjórans í Reykjavík og hjá um- boðsmanni Alþingis. Nú er hann forstöðumaður skattaráðgjafar hjá Búnaðarbankanum Verð- bréfum. Krislján er kvæntur Ástu Valdimarsdóttur, yfír- lögfræðingi hjá Einkaleyfastof- unni og eiga þau einn son og Kristján á einnig eina dóttur. „Já, þau em það. Svona stórt málþing er alltaf haldið einu sinni á ári og þar fáum við til liðs við okkur færustu sérfræðinga á sínu sviði hverju sinni. Síðan em mán- aðarlega haldnir félagsfundir þar sem tekin era fyrir ýmis mál og fengnir sérfræðingar til að ræða þau. Þetta geta verið mál almenns eðlis eða málefni líðandi stundar. Síðasti fundur var t.d. um Scheng- en-samstarfið, sem snýst um vegabréfareglur Evrópusam- bandsins og landamæraeftirlit.“ - Hverjir eiga a ðild að Lög- fræðingafélagi Islands? „Það eru allir þeir sem lokið hafa prófi í lögfræði. Hins vegar er svo til Lögmannafélag íslands þar sem aðeins þeir sem hafa lög- mannsréttindi hafa aðildarrétt. Síðan er til Félag lögfræðinga í fjármálafyrirtækjum." -Hafa stjórnsýslulögin mikið verið rædd meðal lögfræðinga að undanförnu? „Þau hafa mikla þýðingu og mætti jafnvel ætla að dómstólar geri ríkari kröfur til stjórnsýsl- unnar með tilkomu þessara laga. Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði fram fmmvarp til þessara laga á sínum tíma á Alþingi og for- sætisráðuneytið hefur gefið út sérstakt skýr- ingarrit með stjórnsýslulögunum, ásamt því að gefa út bók um starfsskilyrði stjórnvalda. Því var tal- ið við hæfi að fá hann til þess að setja málþingið á morgun og ræða að- eins um þessi mál.“ - Eru stjórnsýslu- lögin samin með tilliti til þeirra laga sem gilda um þetta efni í ná- grannalöndum okkar? „Já, þau era svipuð og lögin sem gilda um stjómsýslu, t.d. á Norðurlöndum. Við leitum mikið fanga þar í fræðilegri umfjöllun um þessi mál, ekki síst leitum við til Danmerkur í þessu skyni.“ Embætti um- boðsmanns Alþingis tíu ára og sjö ár síðan stjórnsýslu- lögin tóku gildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.