Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 34

Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SIÐASTA SAMBAN „Buena Vista Social Club er sannarlega frískleg upplifun,“ segir í dómnum. KVIKMYIVDm Bfðborgin BUENA VISTA SOCIAL CLUB ★ ★★% Heimildarmynd. Leikstjórn og handrit Wim Wenders. Upp- tökustjóri Ey Cooder. Kvikmynda- tökustjóri Robby Miiller, o.fl. Þeir sem koma fram: Ibrahim Ferrer, Compay Segundo, Rubin Gonzalez, Omara Portuondo, Luis Barzaga, Joachim Cooder, Ry Cooder, Carloz Gonzáles, Salvador Repilado Labr- ada, Pio Leyva, Manuel Puntillita Licca, o.fl. hljómsveitarmeðlimir. Sýningartími 100 mín. Þýskaland/ Bandaríkin/Frakkland/Kúba. Árgerð 1999. EIN besta mynd Wim Wenders, þýska leikstjórans, fyrsta Kvik- myndahátíðargestsins, „Islandsvin- arins, nýbylgjumannsins, og hver veit hvað, var Lightning Over Water (’80). Ógleymanleg heimildarmynd um Nicholas Ray, þann mistæka snOling og lærifoður Wenders. Þá var þessi fyrrum heimsfrægi leik- stjóri flestum gleymdur og dró fram II e g n b o g i n n MÁLVERKCONDOS (CONDO PAINTING)**% Leikstjóri: John McNaughton. Fram koma George Condo, William Burroughs og Allen Ginsberg með- al annarra. Bandaríkin 2000. Myndlistarmaðurinn George Condo lætur gamminn geisa í þess- ari mynd um hugmyndir sínar um myndlist og menningu. Hvort sé merkilegra, sjónvarp eða klassísk málverk. „Ef Móna Lísa er svona merkileg, af hverju hefur þá aldrei verið gerð sjónvarpsþáttaröð um hana?“ Einnig talar hann um aðferðir sínar við listsköpunina og þær eru sýndar. í myndinni fær hann til liðs við sig tvo ameríska menningar- frömuði, þá William Burroughs og Allen Ginsberg, og þeir velta vöng- um yfir því sameiginlega áhugamáli sínu sem listin er. Sem leikmanni á þessu sviði fannst mér svolítið erfitt að fylgjast með þessum háleitu umræðum á út- lífið í fátækt, heltekinn af sjúkdómn- um sem dró hann skömmu síðar til dauða. Wenders lætur vel að gera heimildarmyndir, Buena Vista Social Club er sannarlega frískleg upplifun þar sem dýrðleg tónlist eldsprækra, aldurhniginna, kúbverskra músík- anta skyggir þó á allt annað. Þar með talda leikstjóm Þjóðverjans. Það mun hafa verið kvikmynda- tónskáldið og tónlistargúrúinn Ry Cooder (á t.d. magnaða tónlistina í bestu myndum Walters Hill, einsog Crossroads), sem kom Wenders á sporið og úr varð fyrst geisladisk- urinn góði með tónlistinni. Hann sló í gegn um allar jarðir. Síðan myndin, sem einnig hefur hlotið aðsókn og aðdáun um víða veröld. Tónlistarmennimir vom sumir hverjir hættir að spila sökum elli, þó einkum vegna þess að þeir bám ekk- ert úr býtum í víðfeðmu fangelsi Kastrós, sem lítur út eins og amer- ískur bflakirkjugarður. Cooder tókst þó að smala saman nokkram helstu mambókóngum Kúbu fyrir og eftir Kastró; píanóleikaranum Ruben lensku, auk þess sem maður vissi aldrei hver var hvað því það var ekki útskýrt. Auk þess hefði verið skemmtilegra ef maður hefði fengið einhverjar bakgrannsupplýsingar um Condo. Það er eiginlega gert ráð fyrir að áhorfandinn vissi allt fyrirfram og þannig orkar myndin tvímælis sem heimildarmynd. Annars er þetta vel gerð mynd því hún sýnir mjög nána mynd af listamanninum við sköpun sína. Mér fannst bæði gaman og merki- legt að fylgjast með því þegar hann byrjaði á einu verki sínu í upphafi myndarinnar og hvernig hann lauk því í lokin, gjörsamlega ólíku því sem það var í upphafi. Maður fer í gegnum allar útgáfurnar og pæling- ar listamannsins um hvernig hann vinnur með undirmeðvitundinni úr umhverfi sínu. Ég fann að mér var alls ekki sama um örlög málverks- ins og var oft ósammála breyting- unum sem Condo gerði þótt lokaút- koman væri auðvitað sú eina rétta. Sjálfsagt stórmerkileg mynd fyr- ir myndlistarspekúlanta og fróðleg fyrir leikmenn. Hildur Loftsdóttir Gonzales, sem er um nírætt en spilar eins og engill og sama máli gegnir um söngvarana Ibrahim Ferer og Omöra Portuondo. Orðin fyrir löngu löggiltir eldri borgarar en hafa til að bera slíkan þrótt og leiftrandi leik- gleði, að ekki sé talað um innbyggð- Óráðinn einmana- leiki B í ó b «rg i n FALLNIR ENGLAR (DUOLUO TIANSHI)^AA Leikstjórn og handrit: Kar-wai Wong. Aðalhlutverk: Leon Lei, Michelle Reis, Takeshi Kaneshiro, Karen Mok og Charlie Yeung. Kvikmyndataka: Christopher Doyle. Klipping og útlit: WiIIiam Chang. Hong Kong 1995. FALLNIR englar lifa sérstöku einangruðu lífi og virðast ekki ekki mikið þurfa á öðrum að halda, og þó... þeir bara hafa engan. Sagan er um leigumorðingja. Hún er um unga konu sem hann vinnur fyrir og sem dreymir um hann. Svo kemur He Zhiwu til sögu. Hann hefur þagað síðan hann var fimm ára þegar hann át dós af útrunnum ananas. Hann fer í ást- arsorg út af konu í ástarsorg. Þau eru svöl á yfirborðinu en undir niðri era þau einmana að reyna að finna út hvar þau standa í lífínu, og hvert þau eiga að halda í hrárri og ofbeldisfullri Hong Kong. Og þegar myndin er búin er maður ekki viss hver stefnan er, án þess að það skipti meginmáli. Það er þessi óráðni lífsstíll sem leikstjór- inn virðist hafa áhuga á og kvik- myndar. Og það gerir hann vel. Myndtakan er frábær, vel stílíser- uð en samt frjálsleg og tilrauna- kennd, með flottum litasamsetn- ingum saman við svarthvíta ramma. Hráar og hraðar tökur, þar sem haldið er á myndavélinni, era frábærlega klipptar saman undir skrýtinni tónlist. Hvað stílinn varðar finnst mér hin framúrskarandi kvikmynd hans, Chungking Express, hnit- miðaðri, líka í frásögn. En hversu hnitmiðaðir verða hlutirnir ef mað- ur notar ekki handrit, eins og Kar- wai Wong? Ég hef á tilfinningunni að hann sé svolítill Godard-maður í sér og geri bara það sem honum dettur í hug þá og þegar, og er það gott mál. Enda kemst hann upp með það, hann er með frábæra leikara með sér, og það er ekki spurning að mikill hluti myndar- innar er spuni. Takeshi Kaneshiro sem leikur hinn þögla He Zhiwu á an, seiðandi taktinn, að tónlistar- menn, fimmtíu, sextíu áram yngri, gætu verið stoltii' af. Það má einnig segja um aðra meðlimi þessa ein- staka bands, sem allt snýst um. Það er ótrúlegt, kröftugt og tónlistin fyrst og síðast undurfalleg. Þetta mjög auðvelt með að bræða mann. En það eiga hinar persónurnar líka því það sem maður sér af þeim, kannski sérstaklega kvenpersón- unum, era mikilvægar tilfinninga- stundir. Þær koma við mann og mann langar til að rétta þessum föllnu englum höndina og reisa þá við. Hildur Loftsdóttir Brölt á Balkan- MANIFESTO ★★ Leikstjóri og handritshöfundur Dusan Mavejev. Byggð á sögunni For a Night of Love, eftir Emile Zola. Kvikmyndatökustjóri Tomi- slav Pinter. Aðalleikendur Alfred Molina, Camilla Söberg, Eric Stoltz, Rade Serbedzija. Sýningartími. Bandarísk. Árgerð 1988. SJÁLFSAGT hefði furðusmíðin Manifesto aldi-ei komist á koppinn ef ekki hefði notið við tveggja sögu- frægra ísreaelsmanna og ævintýra- manna sem töldu sig mikilhæfa kvik- myndagerðarmenn í ofanálag. Heita Golan og Globus, kumpánamir, og íyrirtæki þeirra, Cannon Films, komst á blað kvikmyndasögunnar fyrir endemi. Um árabil framleiddu þeir myndir í óðaönn fyrir morðfjár, en flestar ef ekki allar skiluðu þær tapi. Þeirra á meðal þessi losaralega kvikmyndagerð sögu Zola, um konu (Camilla Söberg), sem hyggst myrða konung sinn er hann gistir þorpið hennar, einhvers staðar á Balkan- skaga. Myndin, sem á sínum tíma var sýnd hérlendis í kvikmyndahúsi, var tekin á söguslóðum og kostaði talsverða peninga sem skiluðu sér ekki aftur, en sýna sig í ágætum sviðsmyndum, búningum og tökum. Undarlegt sam- safn leikara sprangar um sviðið; Mol- ina, Toltz, Söberg. Oll frekar slök og gæðaleikarinn Serbedzija (Eftir regnið) hefur lítið við að vera. Myndin er sögð vera svört gamanmynd um tvísýnt stjómarfar og líferni valda- manna í þessum heimshluta, en snýst einkum um kynferðislegar uppákom- ur að hætti hússins. Sæbjörn Valdimarsson fóík væri allt saman frægt og ríkt hvar sem væri utan eyjunnar fögra í Karíbahafinu og ein ánægjan af því að sjá myndina er að fá tækifæri til að sjá gleði þessara frábæra lista- manna er þeir upplifa umheiminn í Amsterdam og New York. Maður þakkar Wenders og enn frekar Cooder pent fyrir að fá að sjá það og heyra um stund. Sæbjörn Valdimarsson Ur og í Háskólabfó KLÁMFENGIN KYNNI (UNE LIASION PORNOGRAPHIQUE)AA Leikstjóri Frédéric Fontayne. Handritshöfundur: Philippe Blas- band. Aðalleikendur: Nathalie Baye, Serge Lopez. Belgía. 1998. SJÁLFSAGT hugsar einhver klámhundurinn sér gott til glóðar- innar er hann sér titil myndarinn- ar, en kemur að lokuðum dyrum, í orðsins fyllstu merkingu. Font- ayne er að reyna að útskýra fram- andi samband tveggja persóna, sem fyi’st og fremst er kynferðis- legt og gefið í skyn að það sé klámfengið, jafnvel afbrigðilegt. En tökuvélarnar koma oftast að lokuðum dyrum ástardyngjunnar. Hún (Nathalie Baye) og hann (Serge Lopez) eru stórborgarbúar með mikla þörf fyrir ópersónulegt, klámfengið ástalíf. Hún auglýsir eftir bólfélaga í klámblaði, hann grípur tækifærið á lofti. Þau leigja sér hótelherbergi og gera það sem hvatirnar bjóða þeim um stundar- bil í viku hverri. Allt gengur vel uns fleiri líffæri koma til skjalanna en kynfærin. Yfirhöfuð skilur „Klámfengin kynni“ lítið eftir sig. Við fáum ekk- ert tækifæri til að kynnast þessu fólki örlítið nánar, það er okkur jafnókunnugt og hvort öðru. Öll framkoma þess, þankagangur og lífsstíll á þann veg að hann vekur litla forvitni og samúð. Þau eru skip sem mætast að nóttu til í logni og sléttum sjó. Þau verða aldrei raunverulegar manneskjur af holdi og blóði, utan eitt augna- kast er eldri hjón koma inní fram- haldsskakið á hótelherberginu. Myndin er þó engan veginn al- vond. Höfundarnir velta fyrir sér spurningum sem sótt hafa á okkur öll um samband og tilgang, tryggð og hollustu tveggja einstaklinga. Fátt verður um svör en Fontayne leikstýrir leikuram sínum báðum af alúð og hlýlegri festu. Baye og Lopez fara vel með sín erfiðu hlutverk og gera persónurn- ar forvitnilegar þótt þær geri lítið annað en að fara úr og í. Annað hvort átti að gefa okkur betri inn- sýn í líf þeirra - eða gægjast inn fyrir dyrnar. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK Vangaveltur og sköpun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.