Morgunblaðið - 05.10.2000, Page 30

Morgunblaðið - 05.10.2000, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tengslanet sviðslista- manna ✓ Sjálfstæðu leikhóparnir á Islandi standa fyrir evrópsku listaþingi næstu fjóra dag- 7 ana í Reykjavík. Asa Richards og Þórarinn Eyfjörð segja Súsönnu Svavarsdóttur frá tilgangi þingsins, tengslum íslenskra lista- manna við IETM - óformlega evrópska listaþingið - og þeim listviðburðum sem boðið verður upp á. EVRÓPSKA listaþingið verður sett í Reykjavík í dag og er haldið hérlendis í fyrsta sinn. Það eru Sjálfstæðu leikhúsin sem standa að þinginu, ásamt Hinu húsinu, IETM í Belgíu, íslenska dansflokknum, Kulturkonzepte frá Austurríki, Listaháskóla Islands, Norræna húsinu, Nordisk Ide Forum frá Danmörku og ReykjavíkurAka- demíunni. Sjálfstæðu leikhúsin eru samtök sjálfstæðra leikhúsa og dans-/list- hópa á fslandi sem gengu til liðs við IETM í lok síðasta árs og eru fyrstu íslensku félagarnir. IETM stendur fyrir „The Informal Eur- opean Theatre Meeting" og er tengslanet menningarfrömuða og skipuleggjenda menningarviðburða í Evrópu á sviði leiklistar, tónlistar og dans. I netinu eru yfir 450 stjórnendur listahátíða, leikhúsa og menningarstofnana, auk fjölda framleiðenda, leikskálda, tón- skálda, danshöfunda, leikara og hugsuða. Starf IETM snýst um samskipti og samstarf. Síðastliðin tuttugu ár hafa félagar þess tengst og átt samstarf, þvert á öll landa- mæri, og hefur þannig orðið til stór hópur fagfólks í Evrópu sem stöðugt leitar nýrra hugmynda, þróar nýjar samstarfsaðferðir og -verkefni. Evrópska listaþingið IETM er í senn fjögurra daga listahátíð, þar sem gestgjafalandið er með kröft- uga listadagskrá, og ráðstefna þar sem flutt eru erindi og fólk alls staðar að í Evrópu, allt frá Græn- landi til Ukraínu, vinnur saman í hópum og miðlar hugmyndum og upplýsingum. Þau Ása Richards og Þórarinn Eyfjörð, sem eru í verk- efnisstjórn ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni, Ólöfu Ingólfsdóttur, Jórunni Sigurðardóttur og Halli Helgasyni, eru forsvarsmenn verk- efnisins, og þegar þau eru spurð hvers vegna Sjálfstæðu leikhúsin standi fyrir IETM-þinginu segir Þórarinn: „Ása hefur verið tengd þessum samtökum í nokkur ár og því fólki sem er í forystu þar. Hún kom á fund hjá Bandalagi sjálf- stæðra leikhúsa síðastliðið haust og kynnti þetta tengslanet fyrir okkur og sagði að það væri mögu- leiki á að halda þingið hér að þessu sinni. Við fórum mjög vandlega í gegn- um það hvað þetta væri og hvernig þátttaka gæti nýst okkar félögum, sem og öðrum sviðslistamönnum hér á landi. Eftir þá skoðun vorum við sannfærð um að við ættum að hrinda þessu í framkvæmd." Þórarinn segir Sjálfstæðu leik- húsin vera fyrstu íslensku samtök- in sem ganga í IETM. „Við geng- um í samtökin £ nóvember síðastliðnum og það er ótrúlegt að við skulum vera fyrstu íslensku samtökin sem það gera þegar á það er litið að IETM hefur starfað í áratugi." fslenskur markaður - alþjóðlegt samstarf „Það lýsir kannski frekar þeirri stöðu sem við erum í hér heima,“ segir Ása. „Markaðurinn í listum á Islandi er afar smár. Þó svo að ein- staka hópum og einstaklingum hafi tekist að stækka atvinnumarkað sinn gildir það ekki fyrir fjöldann. íslensk leikhús eru til dæmis ein- göngu rekin fyrir íslenskan mark- að sem er mjög óhagkvæm eining, svo maður bregði fyrir sig markað- stungutaki. Ég hef oft velt því fyr- ir mér hvað fólk telur það þýða „að stunda alþjóðlegt samstarf". For- senda þess að geta verið í alþjóð- legu samstarfí er að hafa skilning og þekkingu - í þessu tilfelli - á al- þjóðlegum listmarkaði. Mörg íslensk fyrirtæki hafa lagt sig fram um að þekkja erlenda markaði, eðli þeirra og umfang og sækja mikið þangað, með góðum árangri. Þetta ætti íslenski lista- geirinn, eins og hver annar at- vinnugeiri í landinu, að gera. Margir úr þeim hópi sem hingað kemur setja upp sýningar eða há- tíðir - en þeir hugsa „glóbalt", það er að segja, þeir hugsa um fimm eða sex borgir þegar þeir setja upp sýningarnar - og í rauninni hafa þeir Evrópu, og jafnvel íleiri svæði, í hendi sér þegar þeir skipu- leggja þær. En til þess þarf þekk- ingu.“ Einstakt tækifæri Ása og Þórarinn segja listaþing- ið vera einstakt tækifæri fyrir ís- lenska listageirann, vegna þess að þá fjóra daga sem það stendur sé hópum og einstaklingum boðið að Þórarinn Eyfjörð og Ása Richards. Morgunblaðið/Jón Svavarsson eiga samneyti við marga af helstu menningarfrömuðum Evrópu, kynnast þeim og mynda tengsl, og bæta við: „Þetta á einkum við ef við horfum á þingið út frá einstakl- ingnum sem spyr: Hvemig kynnist ég öðrum listamönnum? Hvernig næ ég í hugmyndir og hvernig miða ég það sem ég er að gera - hugmyndir mínar og aðferðir - við það sem er að gerast í öðrum lönd- um? Það gerir maður helst með því að hitta fólk, tala saman, kryfja það sem maður er að gera í ljósi þess sem kollegarnir eru að gera annars staðar. Á þann hátt getur maður lært og þroskast," segir Þórarinn. „En það er misskilning- ur ef fólk heldur að það sé einhver úti í heimi sem ætlar sér að veiða einhvern hér á landi til að verða eitthvert nafn úti í heimi. Við fáum þetta þing hingað heim til þess að íslenskir listamenn og aðrir fái tækifæri til þess að kynn- ast kollegum sínum persónulega." „Þingið snýst ekki um það að selja sýninguna sína,“ segir Ása, „Það getur auðvitað gerst og ef það ger- ist er það mjög gleðilegt. Núna er- um við fyrst og fremst að halda þingið til þess að skapa skilyrði fyrir gesti okkar og íslenska lista- menn til þess að kynnast. Það er undir hverjum og einum þátttak- anda komið hvernig hann gerir það og hvað hann fær út úr því.“ Samstaða sviðslistastofnana Hversu margir þátttakendur verða á þinginu? „Hingað koma um hundrað og fimmtíu þátttakendur alls staðar að í Evrópu og hér heima eru skráðir þátttakendur þegar orðnir yfir hundrað. Og það ánægjulega er að það hefur myndast mjög mik- il samstaða meðal sviðslistastofn- ana og sviðslistamanna hér heima. Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleik- húsið þáðu boð um að taka þátt í listaþinginu og það gladdi okkur mikið. Við vildum alls ekki halda þetta þing hér heima nema allir sem vinna að sviðslistum hefðu tækifæri til þess að taka þátt í þinginu - vegna þess að málefnið er mikilvægt." Ása og Þórarinn segir listaþingið mjög fjölbreytt. Fyrir utan málþing, kynningar- fundi og samræðuhópa sé viðamikil listadagskrá sem einnig er opin al- menningi. „Þegar IETM ákveður að sækja eitthvert land heim er það gagngert í þeim tilgangi að kynnast listalífi þeirrar þjóðar sem landið byggir og mynda tengsl. Það er þvi undir okkur hér heima komið hvernig við nýtum þetta tækifæri. í þeirri stefnu sem Sjálf- stæðu leikhúsin hafa markað er eitt aðalverkefni samtakanna á næstu árum að koma á öflugum samskiptum við kollega í öðrum löndum. Samtökin vilja leggja sitt af mörkum til þess að stækka at- vinnumarkað íslenskra sviðslista- manna og sviðslistir eru stór og vaxandi atvinnugrein á Islandi." Á listaþinginu verða níu fram- úrskarandi danssýningar, níu metnaðarfullar leiksýningar og sex aðrir sviðsviðburðir. Þingið hefst formlega með setn- ingarathöfn í Loftkastalanum kl. 17 í dag en á morgun, föstudag, hefst dagskráin klukkan 10.30 í Loftkastalanum með málþingi sem ber yfirskriftina „Samstarf lista og vísinda - Hvers vegna?“ þar sem fimm listamenn, fræðimenn og vís- indamenn lýsa í stuttu máli sýn sinni á stöðu og framtíð lista og vísinda og samstarfs þessara tveggja heima. Sama dag geta þátttakendur valið á milli fimm málstofa á milli klukkan 15 og 18. Yfirskriftir þeirra eru: „Hvað varð um köttinn hans Schrödingers og hvar eru nýju alkemistarnir", „Evrópsk menningarstarfsnet“, „Hoppað á milli heimsálfa", „Flæð- ið milli listgreina" og „Verkefnaval £ menningarlega fjölbreyttu samfé- lagi“. Fjölbreytt listadagskrá Á laugardaginn á milli klukkan 13.30 og 16 geta þátttakendur valið um málstofur sem bera yfirskrift- irnar: „Leitin að kettinum heldur áfram...“, „Alþjóðlegt menningar- samstarf1 og „Listirnar andspænis pólitískum öfgum“. TÓNLISTARFÓLK og leikarar taka hér þátt í lokaæfingu órator- íunnar „Die Jakobsleiter", sem út- leggja má sem „Jakobsstiginn", sem nú er sýnd í ríkisóperunni £ Vín. Leikritin sem sýnd verða á há- tíðinni eru: „Stormur og Ormur“, úr einleikjaröð Kaffileikhússins, sýnt i Möguleikhúsinu, „Völuspá", sem einnig verður sýnd i Mögu- leikhúsinu, „Þúsundeyjasósa", há- degisleikhús Iðnó, „Lér konungur" hjá Leikfélagi Reykjavikur i Borg- arleikhúsinu, „Ég sé“, sem Draumasmiðjan sýnir í Möguleik- húsinu, „edda.ris", sem Banda- menn sýna á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins, „Leifur heppni" sem 10 fingur sýna í Möguleikhúsinu, „Sjálfstætt fólk, seinni hluti“ í Þjóðleikhúsinu og „Háaloft" Völu Þórsdóttur og The Icelandic Take Away Theatre, sem sýnt er í Kaffi- leikhúsinu. Dansleikhús með ekka sýnir „Tilvist" í Iðnó og danssýningarnar átta sem verða á þinginu eru „12 vindstig", eftir Láru Stefánsdóttur og Guðna Franzson, „My Movem- ents Are Alone like Streetdogs“, sóló eftir Jan Fabre fyrir Ernu Ómarsdóttur sem verður í Tjarnar- bíói, „She Shrieks and Mamma", gestasýning frá Danmörku í Tjarn- arbíói, „Silent Whisper“, í Tjarnar- bíói, „Orsögur frá Reykjavík“, í Tjarnarbíói, ,,Excess baggage" í Tjarnarbíói, Islenski dansflokkur- inn sýnir verk eftir Katrínu Hall og Ólöfu Ingólfsdóttur í Borgar- leikhúsinu og i Listasafni Islands - Hafnarhúsi verður danssýningin „Nakin“ eftir Sveinbjörgu Þór- hallsdóttur og Jóhann Björgvins- son sem einnig dansar. Jakobsstiganum er stjórnað af Michael Boder. Þessi óvenjulega og frumlega sviðsmynd sem hér má sjá var aftur á móti hönnuð af Marco Arturo Marelli. Stigi Jakobs Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.