Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 29 Fj árlag-afr um varp norsku ríkisstjdrnarinnar Deilt um sér- stakan skatt sem á að draga úr þenslu NORSKI fjármálaráðheiTann, Karl Eirik Sehj0tt-Pedersen, kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórn- ar Verkamannaflokksins á norska þinginu í gær. Það sem kom mest á óvart í frumvarpinu er tillaga ríkis- stjómarinnar um að norsk fyrirtæki skuli greiða 1,5% viðbótarskatt af tekjum sínum, sökum ástandsins í efnahagsmálum, svokallaðan „efna- hagsástandsskatt". Samkvæmt frumvarpinu verður tekjuafgangur ríkisins 177 milljarðar norskra króna á næsta ári, en að við- bættum vaxtatekjum ríkisins af olíu- sjóðnum samtals 192 milljarðar, sem samsvarar um 1.730 milljörðum ís- lenskra. Tekjur ríkisins árið 2001 eru áætlaðar 681 milljarður norskra króna en útgjöld 504 milljarðar. Fyrirtæki í eigu hins opinbera eru undanþegin efnahagsástandsskatt- inum, enda er þenslan í einkageiran- um helsta áhyggjuefnið, að því er fram kom í ræðu fjármálaráðherrans á norska þinginu í gær. Rök fyrir skattlagningunni eru þau að ríkis- stjórnin verði að geta byggt upp og haldið úti velferðarkerfi án þess að þenslan í efnahagslífinu aukist. Fjár- málaráðherrann segir ekki til um hversu lengi slík skattlagning er nauðsynleg. Efnahagsástandsskatturinn er „sprengjan" í norska fjárlagafrum- varpinu. Samtök atvinnulífsins í Noregi hafa gagnrýnt tillöguna harkalega og segja hana atlögu að fyrirtækjum í landinu og grafa und- an alþjóðlegri samkeppnishæfni þeirra. Stjórnarandstaðan hefur einnig gagnrýnt skattlagninguna og fleira í frumvarpinu. Að meðtöldum tekjumissi vegna skattalækkana á ýmsum sviðum, verður tekjuaukning ríkissjóðs um 12 milljarðar norskra króna á næsta ári, og kemur meira en helmingur til vegna efnahagsástandsskattsins. Upphæðin samsvarar rúmum 100 milljörðum íslenskra króna. Schjptt-Pedersen segir fjárlaga- frumvarpið hlutlaust, þ.e. markmiðið er að dempa þensluna í norsku efna- hagslífi og stöðva vaxtahækkanir norska seðlabankans. „Til að geta byggt upp og viðhaldið sterku vel- ferðarkerfi verður þenslan í einka- geiranum að minnka. Það er tilgang- ur efnahagsástandsskattsins," sagði fjármálaráðherrann m.a. í ræðu sinni. Norski seðlabankinn hefur nokkr- um sinnum hækkað vexti undan- farna mánuði og seðlabankastjórinn hefur lýst því yfir að til vaxtalækk- ana gæti komið, að því tilskildu að ríkisstjórnin legði fram strangt fjár- lagafrumvarp. Vaxtafundur Seðla- bankans 1. nóvember nk. leiðir í ljós hvort svo er. Markmiðið að slá á þenslu en auka velferð Efling velferðarsamfélagsins er höfuðmarkmið ríkisstjórnarinnar, að því er fram kom í ræðu Schjott- Pedersen í gær. I fjárlagafrumvarp- inu er lögð áhersla á heilbrigðiskerf- ið og útgjöld til öldrunarmála eru verulega aukin. Fjárlagafrumvarpið leiðir til lægra verðs á kjöti, sterku víni og bensíni, en tvennt hið fyrst- nefnda er það sem Norðmenn sækja einkum til Svíþjóðar í tíðum verslun- arferðum þangað. Ríkisstjómin hefur mætt þrýst- ingi vegna bensínskatts og mun lækka hann þannig að verð á bensín- lítra til neytenda lækkar um sem samsvarar tæpum 11 íslenskum krónum í tveimur þrepum, 1. janúar og 1. júlí nk. Verð á bensínlítra er nú um 95 íslenskar krónur. Aðrir þingflokkar hafa krafist enn meiri lækkunar á bensíni og Fram- faraflokkurinn, með Carl I. Hagen í fararbroddi, telur að verð á bensín- lítra eigi að fara allt niður í 55 ís- lenskar krónur h'trinn. Norskir vöm- bílstjórar boðuðu í gær til aðgerða 11. október nk., til að þrýsta á um enn meiri lækkun en fjárlagafram- varpið gerir ráð fyrir. Ríkisstjórnin boðar aukin framlög til heilbrigðis- og menntakerfis. Sjúkrarúmum verður fjölgað um 6.000 á næsta ári og leikskólapláss- um einnig. Barnabætur verða hækk- aðar. Virðisaukaskattur á kjötvömr verður lækkaður tímabundið úr 23% í 18% og skattur á sterkt vín verður einnig lækkaður. Aftur á móti verða skattar á raf- magn og kyndiohu hækkaðir sam- kvæmt frumvarpinu og einnig era breytingar á virðisaukaskattskerf- inu boðaðar. Þannig verður lagður virðisaukaskattur á ýmiss konar þjónustu sem áður var skattfrjáls, s.s. þjónusta lögfræðinga. Einnig er boðaður virðisaukaskattur á ferðalög sem mjög hefur verið mótmælt. Auk þess er gert ráð fyrir skattlagningu arðs af verðbréfum eins og áður hef- ur komið fram. Breytingar á tekju- skattskerfinu eru litlar. Ríkisstjórnin leggur til að 13,2 milljarðar norskra króna af þeim tekjum sem skapast af olíufram- leiðslunni verði notaðir á næsta ári, en 71,8 milljarðar greiddir í olíusjóð- inn. Gamaldags Qárlagafrumvarp Venju samkvæmt hlaut fjárlaga- framvarpið mikla gagnrýni, m.a. mátti heyra að ífidsstjórnin væri föst í fortíðinni. Gagnrýnendur virðast sammála um að fjárlagafrumvarpið boði vandræði fyrir einkafyrirtæki en sterkari opinberan geira. Kjell Magne Bondevik, talsmaður Kristilega flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er andvígur tillög- um rfldsstjórnarinnar um efnahags- ástandsskattinn og breytingar á virðisaukaskattinum. Hann segir að miðjuflokkarnir séu sammála um hvað megi betur fara í framvarpinu og ræði saman um sameiginlega til- lögu á næstunni. Carl I. Hagen, formaður Fram- faraflokksins sem í skoðanakönnun- um hefur mælst með mest fylgi norskra stjórnmálaflokka, segist í samtah við NRK hafa orðið fyrir áfalli. Væntanleg fjárlög leyfi Norð- mönnum ekki að njóta tekjuafgangs- ins, heldur sé þvert á móti enn meira lagt á þá. Kristin Clement, framkvæmda- stjóri NHO, Samtaka atvinnulífsins í Noregi, gagnrýnir fjárlagafrum- varpið harðlega og í samtali við norska ríkissjónvarpið NRK segir hún fjárlagafrumvarjjið fjandsam- legt norskum fyrirtækjum. Það sé gamaldags þar sem ekki er minnst á verðmætasköpun og nýsköpun í at- vinnulífinu. Framvarpið dragi þvert á móti úr verðmætasköpun og grafi undan samkeppnishæfni norskra fyrirtækja á alþjóðamarkaði. Norska alþýðusambandið LO hef- ur aftur á móti fagnað framvarpinu, foi-maðurinn segir það hið besta í langan tíma og efnahagsástands- skatturinn það eina sem dugi til að slá á þensluna í einkageiranum. ÚTBOÐ OG SKRÁNING KAUPÞINGS HF. Sala á hlutafé í Kaupþingi hf., að nafnvirði allt að 180.000.000 króna. Sölufyrirkomulag Um er að ræða sölu á nýju hlutafé að fjárhæð 180 milljónir króna að nafnvirði. Af þessari fjárhæð hefur hlutum að nafnvirði 40 milljónum króna verið ráð- stafað til Sparisjóðs Færeyja, starfsmenn Kaupþings hf. og dótturfélaga hafa forgang að kaupum á 40 milljónum króna og starfsmenn sparisjóðanna og tilgreindra dótturfélaga þeirra hafa forgang að kaupum á 20 milljónum króna. Krónur 80 milljónir að nafnvirði, auk þeirra hluta sem hugsanlega seljast ekki í sölu til framangreindra aðila verða seldar til einstaklinga og lögaðila í almennri áskrift. Sala hluta til forgangsaðila Af því hlutafé sem selt verður í útboðinu verður starfsmönnum Kaupþings hf., dótturfélaga og útibús, sem sérstaklega eru tilgreind í útboðs- og skráningar- lýsingu, veittur forgangur að 40 milljón- um króna að nafnvirði á útboðsgengi. Kaupþing hf. mun bjóða þessum aðilum lán fyrir hluta af kaupverðinu sem nemur allt að 75% af kaupverði. Starfsmönnum og stjórnarmönnum sparisjóðanna og tiltekinna dótturfélaga þeirra verður veittur forgangur að 20 milljónum króna að nafnvirði á útboðsgengi. Sparisjóði Færeyja er veittur forgangur að 40 milljónum króna að nafnvirði á útboðs- gengi. Þeir aðilar sem gert hafa fjárvörslu- samning við Kaupþing hf. er tryggður forgangur að 30 þúsund krónum hverjum að nafnvirði. Sá hluti þeirrar upphæðar sem forgangsaðilar kaupa ekki verður seldur almenningi í áskriftarsölunni. Almenn áskrift í almennu áskriftinni er hámarkshlutur hvers áskrifanda 50 þúsund krónur að nafnvirði á genginu 10,25 eða sem nemur 512.500 krónum að söluvirði. Verði um umframáskrift að ræða, skerðist hámarks- fjárhæð sem hverjum áskrifanda er heimilt að skrá sig fyrir, þar til heildar- nafnverð seldra hlutabréfa er komið niður í 180 milljónir króna. Skerðing verður því ekki sem hlutfall af þeirri fjárhæð sem áskrifendur hafa skráð sig fyrir. Þeir aðilar sem gert hafa fjárvörslusamning við Kaupþing hf. hafa forgang að 30 þúsund krónum hver að nafnvirði. Áskriftarfyrirkomulag Áskriftum í almennri sölu skal skilað á rafrænan hátt. Eingöngu verður tekið á móti áskriftum sem sendar eru á áskriftar- blaði með rafrænum hætti. Hægt er að fylla út og senda áskriftarblöð rafrænt til Kaupþings hf. í gegnum heimasíðu Kaupþings, www.kaupthing.is, en þar er jafnframt hægt að nálgast útboðs- og skráningarlýsingu Kaupþings hf. Áskrif- endur fá rafræna staðfestingu um inn- senda áskrift og er slík staðfesting for- senda gildis áskriftar. Ef ekki er samræmi á milli heimilisfangs sem tilgreina skal á greiðsluseðli og lögheimilis áskrifanda verður endanleg staðfesting send í pósti á lögheimili áskrifanda. Tekið verður á móti áskriftum i almennri sölu á tíma- bilinu frá þriðjudeginum 10. október til fimmtudagsins 12. október 2000. Þegar endanleg niðurstaða útboðsins liggurfyrir verða síðan sendir greiðsluseðlar til allra sem hafa skráð sig fyrir hlut. Síðasti greiðsludagur vegna kaupanna er 10. nóvember 2000. Skráning Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka á skrá öll hlutabréf Kaupþings hf. sem þegar hafa verið gefin út og sem verða gefin út að loknu útboði, samtals allt að 968.608.926 krónur að nafnvirði, enda hafi Kaupþing hf. uppfyllt öll skilyrði til skráningar að undanskildu ákvæði um dreifingu eignarhalds á a.m.k. 25% hlutabréfanna, en félaginu hefur verið veitt undanþága frá því ákvæði til 1. nóvember 2001. Útboðsgögn Unnt er að nálgast útboðs- og skráningar- lýsingu og önnur þau skjöl sem vitnað er til í útboðs- og skráningarlýsingu þessari hjá Kaupþingi hf. að Ármúla 13a, Reykjavík og á heimasíðu Kaupþings hf. Áhætta Áskrifendum er sérstaklega bent á að kynna sér umfjöllun um áhættuþætti í starfsemi félagsins og áhættu sem tengist kaupum á hlutum í félaginu í útboðs og skráningarlýsingunni. KAUPÞING Ármúli 13A j 108Reykjavík j sími 515 1500 í fax515 1509 www.kaupthing.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.