Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljjóska Ferdinand Smáfólk 4 Hvað er í HárkoOa, Magga.. Ég f ár langar mig að vera kassanum, ætla að vera með hana svaka sæt. herra? á bekkjarmyndinni Brosir þú Ég efast um að Magga? það skipti öUu, herra.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 e Símbréf 569 1329 Auðlindagjald Frá Snorra P. Snorrasyni: JÆJA Þá hefur niðurstaða auðlindanefndar litið dagsins ljós og er ekkert nema gott eitt um það að segja. Mikið vildi ég að góð sátt ætti nú eftir að ríkja um sjávarútveginn. Það sem hinsvegar knýr mig til að skrifa um þessa nýútkomnu skýrslu er sú umfjöllun sem hún fékk strax við útkomu hennar í ríkisútvarpinu 29. sept. sl. Þar var bæði talað við Brynjólf í Granda og Friðrik í LÍÚ. Voru þessir tveir menn sammála um að útgerðarmenn væru tilbúnir að ganga að þessu auðlindagjaldi að uppfylltum vissum skilyrðum: jafn- ræðisreglan yrði í hávegum höfð og það skyldi greitt af launum sjó- manna. Þetta eitt er nú alveg stór- kostlegt, koma með þessa yfirlýs- ingu þegar það er ósamið við sjómannastéttina í heild sinni. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta ekkert annað en skilaboð til sjó- manna um að nú skuli sverfa til stáls og boða til verkfalls sem fyrst. Astæðan fyrir þessari niðurstöðu er einföld. Þeir töluðu báðir um það að þennan útgjaldaauka á útgerðina yrði að taka alfarið af óskiptu afla- verðmæti, sem sagt lækka laun sjó- manna. Það er ekki nóg að sjómenn séu að borga olíu og slit á veiðarfær- um og búnaði, heldur ætla þeir líka að bæta þessu auðlindagjaldi við. Ég hef alla tíð verið hlynntur kvótakerfi og oft ritað um það í blaðagreinum, en kvótakerfið í þeirri mynd sem það þróaðist í var aldrei ætlun þeirra sem hönnuðu það. Því er auðlindagjald í hvaða formi sem er sjálfsagður hlutur. Ég get líka tekið undir það með þeim, að þá verði það að vera á jafnréttis- grundvelli, þ.e.a.s. að öll fyrirtæki sem vinna við að nýta sér auðlindir þjóðarinnar borgi afnotagjald fyrir það. Á sama hátt á það að vera alveg ljóst að við sjómenn getum gert sömu kröfu um það að við, einir launafólks í landinu, séum ekki að taka þátt í beinum rekstri sjávar- útvegsfyrirtækja. Nú þegar eru tek- in 30% af aflaverðmætinu áður en laun okkar eru reiknuð út (30% af óskiptu) og samkvæmt bráðabirgða- útreikningi Brynjólfs sýnist honum að það þurfi að taka svo sem 4% til viðbótar til að standa straum af kostnaðinum við auðlindagjaldið. Þess vegna er það jafnréttismál að við fáum okkar hlut af óskiptu og út- gerðin eigi afganginn til rekstrarins í hvaða formi sem hann er. Það er óþolandi að búa við þessar aðstæð- ur, að það sé einræðisstefna rekin í þessu sambandi. Það hljóta allir að sjá. Ef rekstur sjávarútvegsins er svona erfiður eins og þessir menn tíunda sýknt og heilagt verður að koma til ríkisstyrkur til fyrirtækj- anna. Þá yrði jafnræðisreglunni fullnægt og öll þjóðin tæki þátt í því, en ekki bara ein launastétt í landinu. Ég vona að auðlindanefnd sjái hvernig ósættinu sæmir og beiti sér fyrir því á komandi þingi að laga- setningin sem skyldaði sjómenn til að taka beinan þátt í rekstri sjávar- útvegsfyrirtækja (kostnaðarhlut- deildin svokallaða) verði afnumin. Sjómenn hafa alla tíð reynt eftir fremsta megni að ganga vel um auð- lind sína og vona ég að ekki verði breyting þar á. Að sjálfsögðu erum við tilbúnir að ræða við forráða- menn um það hvernig sumir hlutir megi betur fara, er ég þá að vitna í umræðuna sem varð um brottkast á afla og svo um umhverfismálin. Það má bæta allt ef viljinn er fyrir hendi, en þá verður að ríkja jafnrétti og samstaða. SNORRIP. SNORRASON, vélfræðingur. Nútímaaftökur - er þetta það sem við viljum? Frá Ingibjörgu G. Guðmundsdóttur: AÐ UNDANFÖRNU hef ég lesið greinar Jakobs Frímanns Magnús- sonar tónlistarmanns í Morgun- blaðinu þar sem hann gagnrýnir Dagblaðið fyrir óvandaða rit- stjórnarstefnu. Þegar ég las fyrstu grein Jakobs Frímanns hugsaði ég með mér að hér væru orð í tíma töluð, án þess að hafa sett mig sér- staklega inn í þau tilvik sem vitnað var í. Mér hefur svo oft blöskrað hvað sumir blaðamenn teygja sig langt í óhróðri um einstaklinga, augljóslega í því augnamiði einu að auka sölu blaðs síns og hversu fáir snúast til varnar þeim sem vegið er að hverju sinni. Fórnarlömbin sem „tekin eru af lífi“ með þessum hætti eiga gjarnan erfitt um vik að verja sig, m.a. vegna þess að aukin athygli á miskunnarlausa og óvandaða umfjöllun um mál þeirra getur gert illt verra. Þar að auki á fólk sér einskis ills von eftir vinsamleg samskipti við blaða- mann sem bregst trausti þeirra með því að skrumskæla viðtalið og slá upp fyrirsögnum sem greypast í vitund lesenda og gleymast ógjarnan. Rétt eins og Jakob Frímann vík- ur að í skrifum sínum er blaða- mennska af þessu tagi lýsandi dæmi um þá óvægni í mannlegum samskiptum sem ekki bara við- gengst heldur þykir jafnvel „svöl“ og sá mestur sem lengst kemst þótt á annarra kostnað sé. Ef sala á dagblaði er grundvölluð á slíkum vinnubrögðum er blaðið ekki papp- írsins virði. Ég vona að þessi þarfa ábending Jakobs Frímanns verði mörgum umhugsunarefni og opni augu þeirra sem gerst hafa þjónar þessa mengaða hugarfars. INGIBJÖRG G. GUÐMUNDSDÓTTIR, Grettisgötu 81, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.