Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Októberspá Veðurklúbbsins á Dalbæ Bjart veður þótt aðeins kólni Dalvik. Morfjunblaðið. BJARTSYNI ríkir meðal félaga í Veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík um að veðrið í október verði þokka- legt, að minnsta kosti tvær fyrstu vikur mánaðarins. Líkur séu þó á rigningu og jafnvel slyddu til fjalla á kvartilaskiptunum 5. október. Telja sumir klúbbfélagar að veðr- Skarðshlíð fjölmennasta gatan SNÆGIL í Giljahverfi á Akur- eyri er orðið næstfjölmennasta gata bæjarins, samkvæmt yíir- liti frá manntali Akureyrarbæj- ar um fólksfjölda eftir götum og hverfum. Skarðshlíð er hins vegar fjölmennasta gata bæjar- ins líkt og undanfarin ár en þar bjuggu um 550 manns hinn 1. desember í fyrra en um 380 í Snægili. íbúar í Vestursíðu voru á þessum tíma 344, í Tjamarlandi 339, í Hjallalundi 323, í Smára- hlíð 266 og í Heiðarlundi 265. Fjölmennstu hverfin á Akureyri eru Síðuhverfi með um 2.800 íbúa, Lundahverfi með 2.250 íbúa og Hlíðahverfi með um 2.190 íbúa hinn 1. desember sl. ið gæti breyst í kringum tunglfyll- ingu 13. október en aðrir segja breytinga ekki að vænta fyrr en viku síðar. Þær muni þó aldrei verða stór- kostlegar, mánuðurinn í heild muni verða bjartur og þó að kólni aðeins um miðjan mánuð verði síðustu dag- arnir ágætir, jafnvel mjög hlýir. Fram kemur í spánni að ef veðrið á Mikaelsmessu, 29. september, sé gott séu auknar líkur á að það hald- ist svo fram til jóla. Þann dag var ág- ætisveður svo nú er bara að sjá hvert framhaldið verður. Einnig benda félagar áhugasömu fólki um veður að taka vel eftir veðrinu 1. nóvember, á allraheilagramessu. Gott veður þann dag boði góðan vet- ur en hafi veður verið gott dagana á undan og spillist á allraheilagra- messu sé ekki von á góðu. Þannig hafi háttað til frostaveturinn mikla, haustið var gott en svo brast á með hríðarbyl á allraheilagrames.su og framhald þess vetrar sé mönnum kunnugt. Einn veðurklúbbsfélagi hefur tek- ið eftir því í tvö skipti í röð nú nýlega að sjá tungl og sól á lofti á sama tíma og könnuðust einhverjir við að hafa séð slíka sjón. Þeir sem kunna að geta liðsinnt félögunum á Dalbæ eru beðnir að hafa samband við Júlíus Júlíusson umsjónarmann klúbbsins, t.d. í netfang hans á juljul@island- Gærusöltun í fullum gangi hjá Skinnaiðnaði SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akureyri saltar um 400 þúsund gærur á þessu hausti, sem er svipað magn og undanfarin ár. Fyrirtækið hefur fengið bráða- birgðaaðstöðu fyrir söltunina í hin- um gömlu áburðarskemmum Kaup- félags Eyfirðinga við ósa Glerár. Söltunin hefst um leið og slátur- tíðin en gærunum þarf að koma í salt innan við sólarhring frá slátr- un. Sláturtíðin cr enn í fullum gangi en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins fer eitthvað að hægjast um eftir næstu viku. Kaupmenn óhressir með flutning á tollafgreiðslu fslandspósts til Reykjavíkur Telja að breytingin seinki vöruafgreiðslu ÍSLANDSPÓSTUR hf. hefur með bréfi til viðskiptavina sinna tilkynnt um breytingar á þjónustu á toll- afgreiðslu til landsins. Breytingar felast í því, eins og segir í bréfinu, að frá og með 1. október sl. ber að skila tollskýrslum til Tollstjórans í Reykjavík en ekki pósthúsa eins og áður var hægt. Bréf Islandspósts þar sem þessi breyting er kynnt, barst viðskiptavinum fyrirtækisins á Akui-- eyri 2. október, eða degi eftir að hún átti að taka gildi. Framkvæmd breyt- ingarinnar hefur verið frestað um viku, eða til næsta mánudags. í bréfi íslandspósts kemur einnig fram að tollafgreiðsla hjá Tollstjóra getur farið fram með SMT-toll- skýrslu eða tollskýrslu á pappír. Frá og með næstu áramótum verður öll tollafgreiðsla fyrirtækja að fara íram með SMT og þá verða þau að senda allt inn á rafrænu formi. Kaupmenn á Akureyri eru ekki alls kostar sáttir við þessar breyting- ar, enda telja þeir að með því að þurfa að skila tollskýrslum til Reykjavíkur en ekki á næsta pósthús, seinki vöru- afgreiðslu um 2-3 daga frá því sem verið hefur. Ragnar Sverrisson, for- maður Kaupmannafélags Akureyrar, sagðist hafa orðið var við gífurlega óánægju meðal sinna félagsmanna. Ragnar hafði sjálfur ekki fengið bréf Islandspósts og hann sagði það fyrir neðan allar hellur af fyrirtækinu að senda út tilkynningu um þessa breyt- ingu daginn eftir að hún tók gildi. Ragnar sagði að þetta mál yrði til umræðu á aðalfundi Kaupmannafé- lagsins nk. mánudag og að þar yrði mjög líklega lögð fram tillaga um að kaupmenn á Akureyri hættu við- skiptum við íslandspósts vegna þessa máls. Enda sé þarna verið að stíga stórt skref í þá átt að draga úr þjónustu við landsbyggðina. Einnig leið til flýta afgreiðslu Héðinn Gunnarsson, deildarstjóri hjá Islandspósti, sagði að við þessa breytingu geti það gerst að af- greiðslu vöru seinki um allt að 2 daga en að jafnframt sé verið opna á leið til flýta afgreiðslunni um einn dag. ís- landspóstur hefur getað séð um end- urskoðun tollskýrslna fyrir hönd rík- issjóðs en frá og með næsta mánu- degi flyst sú vinna yfir til Toll- stjórans í Reykjavík. Héðinn sagði að fram til áramóta geti fyrirtæki samið við íslandspóst um tollskýrslugerð- ina gegn gjaldi og þannig flýtt fyrir afgreiðslu vörunnar um einn til tvo daga. Héðinn sagði að vandamálið við að halda áfram þessari þjónustu á Akur- eyri og öðrum stöðum þar sem hún hefur verið til staðar, væri að stærst- um hluta tæknilegs eðlis. Niðurstað- an hafi því verið að fara í þá lausn sem verið er að kynna. Hann sagði það þó ekki útilokað, „ef markaður- inn kalli á það og það henti öllum, að opna fyrir þessa þjónustu aftur. Við treystum okkur hins vegar ekki til þess að gera það í þessu íyrsta skrefi". Varðandi þá gagnrýni að bréf ís- landspósts hafi borist aðilum málsins seint, sagði Héðinn að það væri vissu- lega neyðarlegt að vera að kynna eitthvað sem hafi tekið gildi einum eða tveimur dögum áður. Fram- kvæmdinni hafi hins vegar verið frestað um viku, eða til næsta mánu- dags vegna tæknilegra örðugleika. Rafrænt form um áramót Héðinn að sagði breytingin um áramót, þegar öll tollafgreiðsla skal fara fram með SMT, ætti eftir að falla í misgóðan jarðveg en þá verða fyrir- tæki skyldug að senda allt inn á raf- rænu formi. „Ef fyrirtæki ekki eiga þann búnað sem til þarf eru þau til- neydd til að kaupa þjónustuna af öðr- um.“ Pálmi Stefánsson, kaupmaður í Tónabúðinni í Sunnuhlíð, sagði að samkvæmt því ferli sem verið hafi við lýði, hafi kaupmaður átt þess kost á fá vöru sína afhenta sama dag frá pósthúsi og tilkynning um hana berst, þ.e. eftir að hann hefur gengið frá sinni tollskýrslu. Ragnar sagði að þar fyrir utan gætu komið upp ýmis vandamál, sem mun auðveldara væri að leysa í persónulegu sambandi við næsta pósthús heima í héraði. „Og hér á Akureyri höfum við notið frá- bærrar þjónustu hjá starfsfólki Is- landspósts." Pálmi tók undir með Ragnari og sagðist hafa heyrt þær raddir meðal kollega sinna að vegna þessara breytinga vilji þeir leita annarra leiða við innflutning á vörum sínum. „ís- landspóstur segir í bréfi sínu að þessi breyting eigi að bæta þjónustuna en mér sýnist allt benda til þess að því sé öfugt farið, alla vega hvað okkur varðar sem búum utan Elliðaánna,“ sagði Pálmi. Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Akureyrarhöfn Samdrátt- ur ílönd- uðum afla LANDAÐUR afli í Akureyrarhöfn á síðasta ári nam 60.820 tonnum, sem er tæpum átta þúsund tonnum minna en árið 1998, um 30 þúsund tonnum minna en árið 1997 og um 36 þúsund tonnum minna en árið 1996. Vörumagn um Akureyrarhöfn hefur hins vegar verið að aukast síð- ustu ár og nam rétt rúmlega 200 þús- und tonnum á síðasta ári. Arið 1994 f'óru 142 þúsund tonn af vörum um Akureyrarhöfn en frá þeim tíma og fram á síðasta ár hefur aukningin orðið um 68 þúsund tonn. í breytingum á lönduðum afla undanfarin ár munar mest um loðn- una en einnig hafa orðið sveiflur í bolfiski, frystum fiski, rækju og síld. Arið 1994 var loðnuaflinn rúmlega 31 þúsund tonn, rúmlega 60 þúsund tonn árið 1996 en aðeins 20 þúsund tonn í fyrra. Rækjuaflinn var 3.200 tonn árið 1994, um 8.600 tonn árið 1997 en tæplega 5.200 tonn í fyrra. Árið 1994 var rúmlega 15.600 tonnum af bolfiski landað á Akur- eyri, um 9.700 tonnum árið 1997 og um 12.300 tonnum í fyrra. Þá var um 11.600 tonnum af frystum fiski land- að á Akureyri í fyrra, sem er meira magn en barst árlega á land árin fimm þar á undan. Skipakomum einnig að fækka Skipakomum til Akureyrar hefur verið að fækka undanfarin ár og munar þar mest um fiskiskipin. Einnig hefur breyting á rekstri ferj- unnar Sæfai-a haft áhrif en Sæfari hefur verið með heimahöfn á Dalvík undanfarin ár. Komum vöruflutn- ingaskipa hefur einnig fækkað milli áranna 1998 og 1999, þrátt fyrir auk- ið vörumagn um höfnina. Komur fiskiskipa voru 495 árið 1995, 451 árið 1997 en 418 á síðasta ári. Komur vöruílutningaskipa voru 219 árið 1994, 279 árið 1996 en 251 í fyrra. Þá komu 24 skemmtiferðaskip til Akureyrar árið 1994, 38 árið 1996 og 27 árið 1999. Þessar upplýsingar koma fram í Staðreyndum í tölum 2000, riti Akureyrarbæjar. Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 •930 kr . mei flu^vallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.