Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Afsláttarverslanir opnaðar í Faxafeni Veita 50- 80% afslátt Á síðustu árum hafa sprottið upp svokallaðar „outlet“-verslanir og jafnvel stórar verslunarmiðstöðv- ar í úthverfum stórborga erlend- is. Þetta eru nokkurskonar af- sláttarverslanir sem selja þekkt- ar merkjavörur á lækkuðu verði. Vörurnar sem fást í þessum búð- um koma úr öðrum verslunum þar sem þær hafa vikið fyrir nýj- um vörum. Einnig er um að ræða umframbirgðir úr búðum og jafn- vel eru dæmi um að vörur séu framleiddar sérstaklega fyrir verslanir af þessum toga. Fyrir nokkru var verslunin Toppskórinn í Faxafeni gerð að svona verslun en hún selur skó á lækkuðu verði frá skóframleið- endum á borð við Lloyds, Kaiser og Bruno Magli. í dag verður síðan opnuð versl- unin Herramarkaðurinn við hlið- ina á Toppskó ý Faxafeni. Að sögn Guðmundar Ólafssonar, sem er einn eigenda HGS, sem á verslunina, verða vörurnar sem eru á boðstólum þekktar merkja- vörur sem seldar eru með að minnsta kosti 50-70% afslætti. „Innkaupin verða gerð með þrenns konar hætti. Við kaupum umframbirgðir úr verslununum Boss í Kringlunni, Hans og Herragarðinum. Þá munum við einnig kaupa fatnað frá fyrir- tækjum erlendis sem gefa kost á að kaupa vörur í enda hvers sölu- tímabils á hagstæðu verði. Loks munum við selja eigin vörumerki í versluninni.“ Útsölutíminn styttist Guðmundur segir að fatnaður- inn sem kemur frá Boss, Hans og Herragarðinum berist í Herra- markaðinn að loknum útsölum en með þessum hætti sjá eigendur umræddra verslana í Kringlunni fyrir sér að útsölutíminn styttist. „Það þýðir að nýjar vörur berast fyrr í verslanirnar." Guðmundur segir að eigend- urnir hafi kynnt sér rekstur svo- kallaðra „outlet“-búða í Banda- ríkjunum og víðar og hann bendir á að Boss-fyrirtækið reki slíka verslun í Metzingen, sem er í um hálfrar klukkustundar aksturs- fjarlægð frá Stuttgart. Hann segist gera sér vonir um að fleiri verslanir bætist í hópinn innan skamms og að þarna í þessu hverfi, Faxafeni og ná- grenni, geti skapast svipuð stemmning og er í úthverfum stórborga þar sem búið er að koma upp sérstökum verslunar- kjörnum með svona búðum. Árstíðabundnar vörur I næstu viku verður opnuð þús- und fermetra verslun í Faxafeni tíu sem heitir Outlet 10. Að sögn Bolla Kristinssonar kaupmanns, sem rekur verslun- ina, er þetta verslun þar sem hægt verður að kaupa merkja- vöru fyrir lægra verð en ella. „Við munum selja fatnað frá þekktum framleiðendum á borð við Donnu Karan, Morgan, Levis, InWear og Kookai. Þetta eru aðallega umfram- birgðir úr okkar búðum en einnig kaupum við vörur úr öðrum verslunum í Reykjavík og erlend- is.“ Bolli segir að verslunin verði árstíðaskipt. „Þær vörur sem koma úr okkar búðum eftir síð- asta sumar eru geymdar í sex mánuði og koma í sölu í febrúar á næsta ári. Það er sú vernd sem við veitum viðskiptavinum okkar sem kaupa vörunar á fullu verði í búðunum. Þær verða ekki seldar í Outlet 10 fyrr en hálfu ári uppgnp Tilloóin ijHiia í 20 Upp^ripswrslurwrvi Olis um afli land 0ll5 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Verslunin Outlet 10 sem verður opnuð í næstu viku er í þúsund fer- metra húsnæði. Þar verður seldur fatnaður á lækkuðu verði frá ýms- um þekktum framleiðendum s.s. Levis, Donna Karan og InWear. Morgunblaðið/Árni Sæberg Toppskórinn í Faxafeni hefur um hríð selt skó frá þekktum skófram- leiðendum á lækkuðu verði og í dag verður opnuð verslunin Herra- markaðurinn sem selur herrafatnað frá þekktum framleiðendum á niðursettu verði. Nýtt Haust- o g vetrarlisti Kominn er á markað nýr H&M Rowells pöntunar- listi en þar er að finna haust- og vetrartísku á þrjú hundruð blaðsíðum. I frétta- tilkynningu segir, að í list- anum sé að finna fatnað fyr- ir börn og fullorðna en þess má geta að einnig er hægt að skoða og kaupa fatnað- inn í versluninni í Kringl- unni 7. Föndurlisti Kominn er út sænski Panduro- föndurlist- inn sem gildir í eitt ár. í frétta- tilkynningu frá inn- flytjandan- um B. Magnússon INC. segir að listinn innihaldi bæði hug- myndir og efni til föndur- gerðar. Þar segir ennfremur að nú sé timabært að panta jólaföndrið þar sem af- greiðslutími pantana sé þrjár til fjórar vikur. seinna.“ Aðspurður segir Bolli að afslátturinn sem veittur er frá fullu verði úr verslunum nemi frá 50-80%. Hann nefnir sem dæmi að í nóvember verði boðið upp á vönduð karlmannajakkaföt á 9.500 krónur Þá bendir hann á að hægt verði að kaupa gallabuxur frá Levis og Diesel á 3.500-3.900 krónur sem hann segir að séu þá komnar í verðsamkeppni við óþekktari vörumerki. Bolli leggur áherslu á að allt séu þetta vandaðar merkjavörur og það sé misskilningur að merkjavörur séu dýrari bara af því þær séu frá þekktum fram- leiðendum. Hann segir að efnin séu vandaðri í flíkunum, sniðin betri og meira lagt í allan frá- gang. . Áf!AMCUtíMAC>NAöUR VILT STJÓRNA AHYGGJUM OG ICVÍÐA? ICYNNINGARFUNDUR KL.20:30 í KVÖLD. . @581 2411 STJORNUNAR! SKÓLINN SOGAVEGI 69 * 108 REYKJAVlK • SlMI 681 /AW Ný verslun á Netinu Ahersla lögð á sölu notaðra bfla NÝ NETVERSLUN hefur hafið göngu sína og er hún á slóðinni www.heimakaup.is. Verslunin er starfrækt í Þýska- landi, af hópi Islendinga, sem hef- ur það að markmiði að veita Is- lendingum tækifæri á að kaupa vörur frá meginlandi Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. í fréttatilkynningu kemur fram að stefnan sé að bjóða upp á fjöl- breytt vöruúrval og hagstæðara verð en þekkist hérlendis. Fyrst um sinn mun verslunin leggja aðaláherslu á verslun með notaðar bifreiðar og til að tryggja viðskiptavinum öryggi verður boð- ið upp á ástandsskoðanir á bif- reiðunum með eins árs ábyrgð. Fljótlega verða síðan aðrar vörur á boðstólum eins og rafmagns- tæki, húsgögn, tölvur og smáhlut- ir. Netverslunin mun reglulega bjóða viðskiptavinum sínum tilboð eins og uppboð á bílum og þátt- töku í magninnkaupum. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.