Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Ný byltingarkennd tækni í sjónmáli í fískvinnslu Tvö- til þre- faldar afköst í bolfiskvinnslu NÝ tækni gæti stóraukið afköst í fiskvinnslu á komandi árum, bæði á sjó og landi. Þetta kom fram í máli Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Utgerðarfé- lags Akureyringa hf., á fundi grein- ingardeildar Kaupþings um stöðu og horfur í sjávarútvegi, sem hald- inn var á mánudag. Guðbrandur segir að þróun nýirar tækni, sem geri kleift að skera beingarð úr fiskflökum, lofi mjög góðu. „Samstarf okkar við aðila í röntgen-greiningu hefur sýnt að það er hægt að greina bein í flökum. Þannig verður því vænt- anlega um hraðsnyrtingu á flökum að ræða í framtíðinni, í stað þeirrar miklu vinnu sem snyrtingin krefst í dag. Hraðsnyrtingin fælist þá í að sjáanleg bein og blóðblettir yrðu fjarlægð strax en síðan tæki við myndgreining á sérstakri línu.“ Guðbrandur segir að tækniþró- un í fiskvinnslu hafi verið geysilega ör á undanfómum árum. Sérstak- lega hafi mátt merkja það í rækju- vinnslu en einnig í bolfiskvinnslu á allra síðustu árum. „Þannig hafa afköst í bolfiskvinnslu ÚA aukist úr 14 til 15 kílóum á manntímann í allt að 25 til 30 kíló á manntímann á þremur árum. Með þeirri tækni sem við höfum í dag tel ég að hægt sé að ná afköstunum í 35 kíló á manntímann. En með nýrri tækni er hægt að spara mikla handfjötlun á flökunum. Tilraunir okkar á þess- ari tækni í hermum bendir til að með henni sé hægt að tvö- til þre- falda afköst í bolfiskvinnslu. Þessa tækni má nota bæði á landi og á sjó, rétt eins og flökunarvélar.“ Bætir samkeppnisaðstöðu fiskvinnslunnar Guðbrandur á von á að frumgerð þessarar tækni verði tekin í notkun hjá ÚA í vetur. Hann segir að tæknin muni bæta samkeppnisað- stöðu fiskvinnslunar og bendir á að erfiðlega hafi reynst að manna fiskvinnslu, sérstaklega í hinum dreifðari byggðum landsins. Þann- ig sé helmingur starfsfólks ÚA á Raufarhöfn útlendingar. „Það hlýt- ur að vera markmiðið að einfalda og gera sjálfvirka þá þætti starf- seminnar sem eru tiltölulega ein- hæfir og þykir ekki spennandi að vinna við. Tölvubúnaður er sífellt að verða öflugri en er á sama verði. Það gerir þessa þróun mögulega,“ segir Guðbrandur. Stofnkostnaður ekki undir milljarði FÁI Samherji leyfi til að koma fyrir laxeldiskvíum í Reyðarfirði, eins og fyrirtækið stefnir að, skapar stöðin þar að minnsta kosti 40 störf, að sögn Finnboga Jónssonar, stjórnar- formanns Samherja. Samherji hefur verið þátttakandi í lúðueldi í Eyjafirði í mörg ár, en Samherji er stærsti hluthafi í Fisk- eldi Eyjafjarðar fyrir utan ríkið. Finnbogi Jónsson segir að stjórn fyrirtækisins hafi tekið þá stefnu að auka verulega þátttöku Samherja í fiskeldi og stefnt sé að því að fara í laxeldi í verulegum mæli. „Það er auðvitað undir því komið að það fáist leyfi til að ala lax í sjó því enginn fjárhagslegur grundvöllur er fyrir því að ala lax í fulla stærð í keram á landi. Það er fullreynt." Samherji hefur þegar fjárfest í laxeldisstöðinni íslandslaxi hf. í Grindavík með kaupum á 50% hlut og í framhaldi af því keypti íslands- lax stærstu seiðaeldisstöð landsins, sem er að Núpum í Ölfusi. Hún hét áður Silfurlax hf. og var í eigu Is- lendinga og Svía. Finnbogi segir að þetta séu mjög góðar seiðaeldis- stöðvar en áætlað sé að þar megi framleiða allt að fjórar milljónir 30 gramma laxaseiða á ári. „Síðan þarf að ala þessi seiði upp í 500 grömm og við sjáum möguleika á að gera það að hluta til í keram hjá íslandslaxi, þar sem nú er verið að framleiða lax í fulla stærð, sláturstærð. Þeirri fram- leiðslu yrði þá hætt og aðstaðan not- uð til að framleiða 500 gramma seiði. Jafnframt hefur Silfurstjarnan í Öx- Fyrirhugað sjókvíaeldi Sam- herja hf. á laxi í Reyðarfirði arfirði möguleika á að framleiða 500 gramma seiði í verulegum mæli en við tengjumst þeirri stöð í gegnum aðild okkar að Hraðfrystistöð Þórs- hafnar, sem á um helminginn í henni.“ Hann segir ennfremur að hug- myndin sé að fara með þessi 500 gramma seiði meðal annars í kvíar í Reyðarfirði og ala þau þar í slátur- stærð, sem tæki um 8 til 12 mánuði. Eldisfiskur verður mikilvægur þáttur „Við höfum trú á því að eldisfiskur verði mikilvægur þáttur í framboði á sjávarafurðum í framtíðinni og Sam- herji hefur mjög góðar forsendur til þess að fara inn á þessa braut,“ segir Finnbogi, spurður um ástæðu þess að Samherji fari inn á umrædda braut. „í fyrsta lagi teljum við að hér geti verið um mjög áhugaverðan fjárfest- ingarkost að ræða ef rétt er að mál- um staðið. í öðra lagi er Samherji mjög öfl- ugt félag sem hefur burði til að standa vel að allri framkvæmd. í þriðja lagi er Samherji með mikl- ar veiðiheimildir í uppsjávarfiski og er með verksmiðjur sem hafa mögu- leika til að framleiða fiskimjöl og lýsi í háum gæðaflokki, sem er nauðsyn- legur þáttur í framleiðslu á fóðri fyr- ir eldislax. Við trúum að það sé margt sem bendi til þess að aðgang- ur að þessu hráefni verði takmark- andi þáttur í fiskeldi í framtíðinni en þar hefur Samherji fyrir sterka stöðu. í fjórða lagi hefur Samherji öflugt sölukerfi til þess að markaðssetja og selja þessar laxaafurðir á erlendum mörkuðum og í mörgum tilfellum falla þær ágætlega saman við það sem við eram að gera auk þess sem ýmsir viðskiptavinir okkar hafa áhuga á því að við getum boðið þeim eldislax." Þegar íjárfest fyrir rúmar 200 milljónir króna Að sögn Finnboga hefur Samherji þegar fjárfest fyrir rúmlega 200 milljónir í möguleikum til seiðaeldis og framleiðslu á smálaxi. „Við geram ráð fyrir að stöð, eins og við erum að hugsa um á Reyðarfirði, kosti ekki undir einum milljarði, þegar allt er tekið til, fjárfesting í búnaði og líf- massa, en fjárfesta þarf í laxinum sjálfum áður en hann skilar tekjum." Fáist tilskilið leyfi hefst seiða- framleiðsla um áramótin en Finn- bogi segir að framleiðsla í 500 g stærð taki eitt og hálft ár og að þeim tíma loknum sé fyrst hægt að fara með þau út í sjó. „Vorið 2002 getur starfsemin verið komin í fullan gang, að því gefnu að við fáum leyfin fyrir næstu áramót.“ ^5-35% afsláttur af Ice-Lux frystildstum Verð frá Kr.23.995, 240 Ktra kr. 23.995,- 3fr9S»0. 320 Ktra kr. 28.995,- 39^90. 370 Ktrakr. 31.995.- 43^00. 460 Ktra kr. 35.995.- 49^90. Skráðu þig § / vefklúbbinn www.husa.is HÚSASMIÐJAN Sími 525-3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.