Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MfjrgTinblaðið/iiAX Hugmyndasmiðjan kynnir vinnu sína. Oræfajökull skartar sínu fegursta. Fjölgun ferða- manna með til- komu þjóðgarðs Ráðstefna Landverndar um Vatnajökulsþjóðgarð sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri leiddi saman ólíka hagsmunahópa sem málinu eru nákomnir. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hlýddi á mismunandi sjónarmið ræðumanna ARÁÐSTEFNU Landverndar um Vatnajökulsþjóðgarð kynnti vinnu- hópur, s.k. hugmyndasmiðja undir formennsku Ingu Rósu Þórðardótt- ur, hugmyndir sínar um framkvæmdir á Vatnajökulssvæðinu, mörk þjóðgarðsins, ein- kenni, sérstöðu og vemdunargildi einstakra svæða sem mikilvægt yrði að halda innan hans. Komist hugmyndir hópsins til framkvæmda yrði Vatnajökulsþjóðgarðurinn stærsti og fjöl- breyttasti þjóðgarður Evrópu. Þar myndu Is- lendingar etja kappi við Norðmenn sem hyggja á svipaðar framkvæmdir, þ.e. að eiga yfir að ráða stærsta þjóðgarði álfunnar. Dr. Jack D. Ives, prófessor hjá Háskóla Sameinuðu þjóð- anna, einn erlendra gesta á ráðstefnunni sem kominn var til að miðla af alþjóðlegri reynslu sinni um jökla og þjóðgarða lýsti yfir ánægju sinni með þessa væntanlegu samkeppni meðal grannþjóðanna íslands og Noregs og sagði að ekkert nema gott eitt til handa náttúrunni gæti leitt af slíkum keppnisanda. Dr. Ives er Vatnajökulssvæðið vel kunnugt frá fjölda rannsóknarferða hans þangað, þeirri fyrstu í för með Sigurði Þórarinssyni og Ragn- ari Stefánssyni árið 1952 þegar hann var enn við nám við háskólann í Nottingham. Hann sagði að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs væri „ómetanleg gjöf til mannkyns," og því væri ábyrgð íslendinga gagnvart heiminum afar mikil. Aukinheldur lagði hann áherslu á að enginn staður í veröldinni kæmist í líldngu við jökulinn og því þyrfti ábyrgðarfulla stjórnun á „heimsarfleifðinni" sem hann svo nefndi. Vegna þessa þarf að bregðast skjótt við áður en „óafturkallanlegar breytingar á landslagi verða - því þegar slíkar breytingar hafa orðið verður eftirsjáin það eina sem eftir stendur". Auk augljóss fagurfræðfiegs sjónarmiðs vemdunar jökulsins er hann ómetanlegur fyrir sakir rannsókna. Að sögn Dr. Ives má þar finna upplýsingar um loftslagsbreytingar undanfarinna alda sem og gróðurhúsaáhrif. Nákvæm skráning at- burða um tengsl fólksins og náttúruaflanna finnst í kirkjubókum, munnmælasögum, minn- ingum hinna sem eldri eru - allt upplýsingar tengdar afkomu þjóðarinnar í gegnum aldirn- ar. Þegar Ives var spurður hvaða mistök ís- lenskir ráðamenn ættu helst að forðast við skipulag og framkvæmd þjóðgarðsins, svaraði hann kíminn að það væri erfitt að eyðileggja jökulhettuna sjálfa - það væri svæðið í kring- um hana sem þyrfti frekari athugunar við því alls ekki væri ólíklegt að sá fjöldi ferðamanna sem sækir hálendið í dag myndi tuttug- eða þrítugfaldast á næstu tíu árum. Jöklaþjóðgarður í Noregi - norskar reynslusögur Annar erlendur gestafyrirlesari á ráðstefn- unni var Norðmaðurinn Thor Midteng frá Náttúruverndarsamtökum Noregs. Midteng hefur mikla reynslu af stofnun ogrekstri jökla- þjóðgarðs því hann hefur um árabil tengst Jostedalbreen-jöklinum, stærsta jökli Noregs, sem nú er þjóðgarður. Midteng hóf mál sitt á að segja hvað íslend- ingar standi hjarta Norðmanna nærri og því hafi þeir mikinn áhuga á málefnum þeim er ís- land varði. Eitt þeirra séu áætlanir Norsk Hydro á fslandi og áhrif virkjana og stóriðju- vers á íslenska náttúru og mannlíf. Midteng þekkir vel til þar sem norska ríkis- rafmagnsveitan, Statskraftverkene, hugði á vatnsaflsvirkjanaframkvæmdir í Jostedalen í suð-austurhluta jökulsins og Stryn í norð- vestri. Norsk náttúruvemdarsamtök börðust gegn virkjunarhugmyndum en norska stór- þingið samþykkti framkvæmdimar. Mikill meirihluti íbúa Stryn kaus að fá virkjun og treysti á að hún myndi færa þeim ný störf og auknar tekjur fyrir þjóðfélagið. Byggingar- verktakar í heimabyggð vonuðust til að hagn- ast á byggingarframkvæmdum en ferða- mannaþjónustan skiptist í tvo hópa að sögn Midteng. Fyriráætlanimar mættu þó mót- stöðu bænda á Stryn-svæðinu sem stofnuðu með sér „Berg Breheimen“ samtökin, Bjargið heimili jökulsins. Þeir tóku að berjast gegn virkjuninni, og fyrir því að jökullinn yrði gerð- ur að þjóðgarði. í baráttunni beittu Bre- heimen-samtökin jákvæðum baráttuaðferðum sem fólust m.a. í árlegri uppákomu, Bre- heimen-fundinum. Þar var venjulega einum eða flefrum lykilmönnum innan stjómmálanna boðin þátttaka þar sem málefni virkjunar gegn þjóðgarði voru rædd. Midtang sagði að þótt umræðurnar hefðu verið nytsamlegar hefði náttúran sjálf þó séð um mestu vinnuna þar sem þátttakendunum gafst færi á að sjá stór- brotna náttúrana beram augum. „Ég vil leggja áherslu á að í slíkum tilfellum mælir náttúran sterkar fyrir sig sjálfa en nokk- ur orð rituð á blað eða ræðuhöld í fundasölum,“ sagði Midteng. Baráttan var löng og hatrömm en endaði með sigri náttúravemdarsinna þeg- ar þingið stofnaði Jostedalbreen þjóðgarðinn 25. október 1992. I dag era þrjár upplýsingamiðstöðvar starf- ræktar við þjóðgarðinn. Af 450 manna samfé- lagi Jostedalen starfa 13 í fullu starfi auk 45 starfsígilda á sumrin. Breheimen-miðstöðin og Jostedalsjöklaleiðsögumenn era beinar afleið- ingar af þjóðgarðinum en þar starfa 5 í fullu starfi og aðrir 35 era sumarstarfsmenn. Norsk Bremuseum, Norska jöklasafnið, í Fjærland tekur á móti 40.-50.000 gestum árlega. Þjóð- garðsmiðstöðin í Stryn var einnig sett á lagg- irnar vegna garðsins en sú miðstöð skapar ein flefri störf en fyrfrhugað vatnsorkuver að sögn Midteng. Lokaorð hans á ráðstefnunni lutu að fyrirfram gefinni tortryggni íbúa sem vora fyr- ir stofnun þjóðgarðsins fullir efasemda því þeir héldu að þjóðgarðurinn myndi hægja á þróun á svæðinu. Nú líta æ fleiri á garðinn sem nýjan möguleika í starfsháttum og þá sérstaklega innan þjónustu við ferðamenn. Landsvirkjun á öndverðum meiði Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, steig næst í pontu og var ósammála fyrri ræðumanni. Hún bar fram spurninguna hvort virkjun gæti starfað innan þjóðgarðs og sagði svarið ótvírætt vera játandi en fyrr hafði Inga Jóna, formaður Hugmynda- smiðjunnar, sagt að samkvæmt skilgreining- um væri „ekkert til fyrirstöðu að virkjun sé innan þjóðvangs - en ekki innan þjóðgarðs“. Yrði virkjað myndi svonefnt Hálsalón mynd- ast sem yrði að hluta innan þjóðgarðsins. Kost- ir virkjunar á áhrif verndunar landslags og líf- ríkis yrðu aukin þekking á jöklinum og hegðun hans þar sem Landsvirkjun myndi leggja til 15 milljónir árlega sem myndu skila sér í auknum náttúrafarsrannsóknum ájaðarsvæðum. Ókostir yrðu tilkoma manngerðs umhverfis í óbyggðum og aðgróður færi undir vatn. Ragn- heiður sagði ótvíræða kosti virkjunar vera já- kvæð áhrif á ferðamennsku og útivist á svæð- inu þar sem uppbygging greiðir fyrir aðgengi að þjóðgarðinum og samvinna kæmist á um uppbyggingu ferðaþjónustu. Áhrif virkjunar á byggðarþróun á jaðarsvæðum yrði fólksfjölg- un, auðugra mannlíf og fjölbreyttari ferðaþjón- usta. Ragnheiður kynnti svo rekstrar- og kostnaðaráætlun við þjóðgarð þar sem for- sendurnar vora miðaðar við Skaftafellsþjóð- garð. Áætlaður stofnkostnaður yrði 700 millj- ónir, rekstrarkostnaður 100 milljónir og vegir og slóðar 1800 milljónir, tölur sem myndu breytast til muna með „samnýtingu uppbygg- ingar og reksturs virkjunar og þjóðgarðs.“ Ræða Ragnheiðar vakti sterk viðbrögð ráð- stefnugesta. Árni Finnsson spurði hvort með i þessu væri kominn verðmiði á árnar og þá hvort Landsvirkjun væri tilbúin að borga kostnaðinn. Annar fundargestur, Auður Jóns- dóttir, minnti á norska rannsókn þar sem kom- ið hefði í ljós að allur kostnaður við rekstur þjóðgarðs skilaði sér þrefalt tilbaka í tekjum. Óðram var umhugað um 70 metra yfirborðs- sveiflu í Hálsalóni sem valda myndi rykstorm- um á vorin og leirflögum auk þess sem 12-13 litlar ár færa úr farvegi sínum. Sambýli þjóðgarðs og ferðamennsku Á öllu léttari nótum voru umræður um ferðamennsku í Vatnajökulsþjóðgarðinum. Einar Bollason, varaformaður Samtaka ferða- þjónustunnar, sagði að ef fara ætti saman verndun og nýting kallaði það á umferð um þjóðgarðinn. Umferð kallar á þjónustu og þjónusta kallar á atvinnustarfsemi. Þar endur- spegluðust orð Midteng um sambærilega að- stöðu í Noregi. Einar sagði einnig að engar andstæður þyrftu að vera í umhverfisvernd og 1 atvinnustarfsemi en á móti væri „tæplega 1 ásættanlegt að taka náttúraverndarsjónarmið fram yfir öryggissjónarmið". Því þyrfti að auð- velda aðgengi sem flestra með t.d. bílastæðum og aukinni þjónustu við gesti. Einar beindi at- hyglinni að því hvort sú þjónusta þyrfti að vera ókeypis og rekin af opinberum aðilum og taldi að slíkt væri alls ekld nauðsynlegt því ef gjald væri tekið fyrir þjónustuna ykjust kröfur að sama skapi og viðskiptavinirnir yrðu ánægðari með sinn hlut. Einar sagði einnig að meðlimir ferðaþjónustunnar teldu sig eiga „fullt erindi í 1 þjóðgarðana - fyrst og fremst til að veita þeim % sem sækja staðinn þjónustu á sem hag- ® kvæmastan og arðbærastan hátt án þess að verndargildi svæðisins sé á neinn hátt skert.“ Anna Dóra Sæþórsdóttir landfræðingur gerði athugasemdir við ræðu Einars. Anna sagði að vissulega væri blessun að ferðamennsku í auknum störfum, tekjum og gjaldeyri fyrir þjóðina en ókostir væra líka fyrir hendi þar sem viðkvæm náttúrasvæði láta á sjá með auknum ágangi. Anna framreiknaði svo fjölda ferðamanna sem sækja ísland heim og með því 1 að reikna með þeirri áframhaldandi 8,1% fjölg- § un sem verið hefur undanfarin ár fylla ferða- ( menn 1 milljón árið 2015. Af þeirri milljón má gera ráð fyrir að stór hluti kjósi að heimsækja Vatnajökulsþjóðgarðinn. Þolmörk ferða- mennsku byggjast annars vegar á líffræðileg- um og rýmislegum þolmörkum umhverfisins og hins vegar á fólkinu, þ.e. heimamönnum og ferðamönnum og hvað þeir era tilbúnir að tak- ast á við í umgengni við náttúrana og hver ann- an. Magnús Tumi Guðmundsson hjá Jöklarann- sóknarfélaginu minnti á að með aukinni ferða- | mennsku þyrfti að sporna gegn sóðaskap því i jökullinn geymir það sem hann fær og ósjáleg sorprönd á jökulhettunni væri til einskis nema óprýði og skaða. Magnús lagði einnig áherslu á að jökullinn væri síbreytilegur og ekki eilífur og því væri skynsamlegt að skilgreina mörk þjóðgarðsins skynsamlega. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðheiTa, ávarpaði samkomuna að síðustu og sagði mikilvægt að ferðamennskan yrði í anda „sjálfbærrar þróunar" og einnig | væri mikilvægt að öll landnýting yrði skipulögð f í nánu samstarfi við heimamenn og férðaþjón- | ustuaðila. Siv sagði að með stofnun þjóðgarðs- i ins yrði auðveldara að setja reglur um umferð og umgengni á jöklinum þannig að saman færi „nýting og náttúruvernd," og að þessi stærsti þjóðgarður Evrópu yrði „Mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda. Þjóðgarðurinn verður án vafa öflug lyftistöng fyrir efnahag okkar og atvinnulíf, sérstaklega byggðanna í kring.“ Ráðherra sagði svo að lok- um að: Með samstilltu átaki stjórnvalda, sveit- arfélaga, hagsmunaaðila og félagssamtaka ná- um við öragglega þessum náttúraverndar- |. áföngum í höfn.“ 6,5% meira til rannsókna í ár HEILDARÚTGJÖLD ríkisins til rann- sdkna og þróunarstarfsemi eru áætluð 6,7 milljarðar króna á næsta ári, sem er 6,5% aukning frá árinu í ár. í síðasta íjáriaga- frumvarpi var fjallað sérstaklega um út- gjöld til rannsókna. Reiknað var með 6,3 milljóna framlagi í ár. En heildarútgjöldin í fyrra námu 7,6 milljörðum og lækkunin milli ára er aðallega vegna nýs hafrann- sóknaskips, Áma Friðrikssonar RE, en kostnaður við smíðina féll að mestu til á síðasta ári. Aukningin til næsta árs er einkum vegna verkefna á vegum Islenska upplýsinga- samfélagsins, tungutækni og sérstakrar áætlunar um rannsóknir og þróun í upp- lýsingatækni. Þá er gert ráð fyrir 100 milljóna framlagi í Kristnihátíðarsjóð, samkvæmt samþykkt Alþingis frá Þing- vallafundinum í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.