Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 45 Bananalýð- veldið Island hugsandi“ „ÖXAR við ána, ár- dags í ljóma...“ Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan barist var fyrir sjálfstæði ís- lenskrar þjóðar. Þá sveif andi bjartsýn- innar yfir vötnum og menn fögnuðu í full- vissu þess að fram- undan væri betri tíð í eigin landi. í dag berst hins vegar hinn almenni launþegi fyrir tilveru sinni og rétti en með litlum árangri í því umhverfi sem búið er að koma upp með góðri samvinnu eignamanna og „rétt verkalýðsfélaga. Bifreiðastjórafélagið Sleipnir er lítið félag en nokkuð traust, og ég veit ekki um marga þegna þessa lands sem bera meiri ábyrgð í starfi sínu. En nú er svo komið að Samtök atvinnulífsins, undir stjórn Ara Edwalds, pólitísks uppeldis- sonar Davíðs Oddssonar, virðast hafa gert það að forgangsverkefni að ganga af þessu félagi dauðu. Allir muna eftir löngu og átaka- miklu verkfalli Sleipnis í vor og sumar. Það endaði með því að Sleipnismenn ákváðu að fresta verkfallsaðgerðum. Nú er svo komið að útgerðarmenn langferða- bíla ganga á bílstjóra sína og bjóða þeim hærra kaup ef þeir vilja ganga úr félaginu og í verkalýðsfé- lagið Eflingu. Auðvitað væri auð- velt fyrir þessi fyrirtæki að greiða Sleipnismönnum þetta kaup, en þá væri tilgangi þeirra ekki náð; þeir Benedikt Bi-ynjólfsson vilja ná fram hefndum á Sleipni með því að koma félaginu fyrir kattarnef. Þannig ætla rútueigendur að nota bflstjóra til að ná sér niðri á félaginu fyrir að þora að standa uppi í hárinu á þeim í vor. Það er svo umhugs- unarefni þeim sem velta fyrir sér mann- réttindum, réttindum verkafólks og bara venjulegu siðferðis- mati hvernig það má vera að félag eins og Efling skuli láta nota sig í þessu máli eins og félagið gerir, að það skuli taka við rútubíl- stjórum undir þessum kringum- Sleipnir Eldri og reyndari bíl- stjórar, segir Benedikt Brynjólfsson, eru nú að yfirgefa stéttina vegna launanna. stæðum án þess einu sinni að hafa samið um taxta þeim til handa. Því staðreyndin er sú að Efling hefur engan slíkan taxta! Og það er líka spurning hvers konar mannrétt- indi það eru sem menn búa við, ef atvinnurekendur geta gert það að skilyrði fyrir launahækkun að menn gangi úr einu verkalýðsfé- lagi í annað sem er vinnuveitend- um þóknanlegra. Hvar er félaga- frelsið? Hvar er samningsfrelsið? Hætt er við að þetta þættu ekki merkileg vinnubrögð ef þau væru iðkuð í Suður-Ameríku. Þá myndi einhver örugglega hrópa: „Ban- analýðveldi!" Það er reyndar skelfilegt til þess að vita að eldri og reyndari bílstjórar eru nú að yfirgefa stéttina vegna launanna, enda hefur aldrei orðið eins mikið um rútuóhöpp og sl. sumar. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að það eru ekki laun okkar bílstjóranna sem eru að sliga fyrirtækin, enda vandséð hvaða erindi fyrirtæki, sem geta ekki greitt 100.000 krón- ur í dagvinnulaun, eiga á markað í nútímasamfélagi. Það sem er að fara með rútufyrirtækin eru þeirra eigin undirboð. Þar eru fyrirtæki, sem vegna launastefnu sinnar skipta oft um bílstjóra og ráða helst óvana menn sem eru að byrja í þessu starfi. Það ætti til dæmis að vera umhugsunarefni fyi'ir foreldra, sem eru að senda börnin sín í skóla- eða skíðaferða- lög norður í land fyrir 800-1.000 kr. sætið, að þeim stjórna jafnvel bílstjórar sem kunna hvorki né geta sett keðjur undir bfl. Flutn- ingabílstjórar hafa þurft að standa í því að keðja fyrir þessa menn og jafnvel taka keðjurnar af aftur. Það gildir nefnilega það sama um rútubílstjóra og aðrar starfsstétt- ir; léleg laun fæla í burtu reynda menn og hæfa. Þannig eru það ekki launataxt- arnir sem eru að sliga fyrirtækin; það eru fyrirtækin sjálf sem eiga mesta sök á því hvernig komið er. Ég get nefnt sem dæmi að fóstur- dóttir mín var að hefja störf um daginn á skrifstofu. Byrjunarlaun- in hennar voru ekki 73.000 krónur eins og hún hefði fengið hefði hún farið að aka rútu; nei, byrjunar- launin voru 160.000 krónur. Höfundur er rútuhílstjnri. Er skammsýni í heil- brigðismálum dragbítur á þjóðarhag Islendinga? TOLUVERÐ um- ræða hefur verið und- anfarið um lyfjakostn- að hérlendis. í þeii'rí umræðu blandast þó saman epli og appels- ínur. Annars vegar er ríkið nú í seinni tíð að koma sér undan því að niðurgreiða hin ýmsu lyf, og hins vegar er liggur sú staðreynd fyrir að lyfjaverð hef- ur lækkað hér síðast- liðin ár. Jafnframt ber að hafa í huga að ís- lenska ríkið leggur Davíð virðisaukaskatt á lyf Ingason sem er hærri en í flest- um nágrannalöndunum okkar, auk þess sem Svíar leggja ekki slíkan skatt á sín lyf. Heildarlyfjakostnaður samfé- lagsins var 9,2 milljarðar á árinu 1999. Þetta virðast miklir peningar þegar upphæðin er slitin úr sam- hengi, en lítum nánar á eitt dæmi. Samkvæmt skýrslu Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar (WHO) eru þunglyndisraskanir fjórða helsta ástæðan fyrir glötuðum árum vegna fötlunar. Rannsókn Tinnu Trausta- dóttur, lyfjafræðings, sem greint var frá í Mbl. 17.9., leiðir í ljós að beinn og óbeinn kostnaður íslenska þjóðfélagsins vegna þunglyndis- raskana nemi að lágmarki sex mil- ljörðum króna á ári. Samkvæmt nýlegri könnun geðlæknanna Tóm- asar Helgasonar og Halldóru Ólafs- dóttur o.fl. gæti þessi kostnaður verið allt að þrisvar sinnum hærri (tvisvar sinnum hærri upphæð en allur lyfjakostnaður á íslandi og 3% af áætl- aðri vergri þjóðar- framleiðslu (GNP) árið 2000). Ef við hins vegar skoðum kostnað vegna sérhæfðra þunglyndis- lyfja á árinu 1998 var hann 700 milljónir, 8% af heildarkostnaði all- ra lyfja og 12% af heildarkostnaði vegna þunglyndisraskana, ef miðað er við lág- markstöluna í rannsóknamiðurstöðu Tinnu. Af þessu dæmi ætti að vera Ijóst að þegar litið er til bæði beins og óbeins kostnaðar í samfélaginu, getur heildarkostnað- ur vegna ýmissa sjúkdóma verið af stærðargráðunni 10 til 100 sinnum meiri en lyfjakostnaður vegna sama sjúkdóms. Athygli vert er einnig að hið opinbera lætur 4,5 milljónir af hendi rakna til fræðslu og fyrir- byggjandi starfsemi vegna þung- lyndisraskana í ár. Veit vinstri höndin gjörla hvað sú hægri gerir? Sú spurning hlýtur að slá hvern hugsandi mann hvort ekki sé um hróplega skammsýni yfirvalda að ræða þegar verið er að letja lækna til að nota bestu mögulegu meðferð- arkosti og hindra aðgang sjúklinga að bestu lyfjum (nýlegt lítið dæmi er sú umræða sem verið hefur um niðurgreiðslu sveppalyfja) og þar með auka annan kostnað en beinan lyfjakostnað upp úr öllu valdi. Fyrir íslenska skattgreiðendur Lyfjakostnaður Er það ekki skammsýni, spyr Davíð Ingason, þegar verið er að letja lækna til að nota bestu mögulegu meðferðar- kosti og hindra aðgang sjúklinga að bestu lyfjum? hlýtur það að vera heildarkostnað- urinn í samfélaginu, þ.m.t. raun- verulegur sparnaður, sem er áhugaverður, miklu fremur en lyfjakostnaðurinn einn og sér. Væntanlega er það skattgi'eiðend- um lítið gleðiefni ef hér er í stórum stíl verið að spara aurinn til að henda krónunni! Höfundur er lyljafræðingur. Undirhyggjan í stjórnmálum FATT er ógeðfelld- ara en undirhyggjan í íslenzkum stjórnmál- um þar sem sá sem lýgur mest er talinn beztur. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þessu nú í tilefni af ný- útkominni álitsgerð auðlindanefndar, sem er meira blekkingar- plagg en menn hafa lengi séð bh’tast frá stjórnvöldum og er þó þar af ýmsu að taka. Niðurstaðan er að kvótakerfið skal standa áfram, kvótar skulu vera áfram fram- seljanlegir, almenningur skal útilok- aður frá þátttöku í þessum stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar, sægreif- arnir skulu áfram einráðir um með- ferð fiskveiðanna, erlendum aðilum skal heimilt að eiga hluti í íslenzkri útgerð og taka þar öll völd þegar þeim sýnist svo. Augljóst er að fram- sóknarmenn hafa tekið öll völd í þessari nefnd, enda er formaður þeirra höfundur kvótakerfisins í fiskveiðum, sem samþykkt var á Al- þingi 1983 og Framsókn fékk síðan breytt í frjálst framsal á kvótum 1990. Fram til þessa var slíkt fram- sal aðeins heimilt milh íslenzkra að- ila, en nú hefir Framsókn söðlað um og ákveðið að það skuli opnað öllum erlendum aðilum, sem þó þurfa ekki að tengjast útgerð eða fiskveiðum á nokkurn hátt. Þannig hafa allir er- lendir aðilar meiii rétt en venjulegir peysulegir Islendingai'. íslendingar hafa háð mörg þorskastríð til að tryggja landinu og landsmönnum full yfirráð yfir fiskveiðunum við landið. Nú skal þetta gleymt og grafið og öllum erlendum aðilum heimiluð afnot þessara réttinda inn- an landhelginnar. Ef þetta era ekki landráð, þá era landráð á Islandi ekki til. Skoðanakönnun DV sýnir að Framsókn fengi nú sjö þingmenn í stað tólf í síðustu alþingiskosningum þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn úthlutaði þeim sex ráðherram í vinn- andi ráðuneytum, en héldu sjálfir eftir sex dauðum ráðuneytum. Allt of hægt dvínandi fylgi Framsóknar veldur þó því að þeir beita nú stóru leynikanónunum í auðlindamálinu. Prófessor Ragnar Árnason fær frí úr áróðursferðum sínum í útlöndum til að koma í Sjónvarpið. Prófessor Eiríkur Tómasson skýrir í útvarpi út nauðsyn þess að breyta þurfi stjórnarskránni því að „þjóðareign“ á fiskinum í sjónum sé allt annað en „sameign þjóðarinnar" svo sem nú er í lögum. Sama gerir Kristinn H. Gunnarsson, talsmaður flokksins á Alþingi, en hann greiddi því atkvæði sitt að Vestfirðir hafa bráðum engan talsmann á Alþingi, enda að mestu búið að rýja þá öllum kvótum til veiða á eigin miðum. Formaður Framsóknarflokksins hefir nú „skipt um skoðun", og vill nú gefa öllum útlendum aðilum betri rétt til veiða í landhelginni en íslendingar sjálfir njóta. Formaður auðlinda- nefndar, Jóhannes Nordal, aíhendir forsætisráðherra þessar furðulegu tillögur í sjónvarpi. Allur almenn- ingur í landinu stendur gapandi af undran frammi fyrir slíkum vinnu- brögðum og má sín einskis gegn of- beldinu á Alþingi. Skyldu þeir halda áfram að kjósa Framsókn? Svo bar Onundur Asgeirsson við í tíð Tómasar Árna- sonar sem viðskipta- ráðherra að hann skip- aði Jóhannes Nordal sem formann olíun- efndar. JN ákvað að samið skyldi við nýtt olíufélag í Bretlandi, BNOC (British Nat- ional Oil Corporation^. Nú þurfti ekki lengut- að greiða fyrir útflutn- ingshagsmunum lands- ins með kaupum frá Rússlandi. JN fór með ráðherrann og alla þrjá forstjóra olíufélaganna í hádegisverðarboð til City Bank í London. Enginn þeirra átti neitt erindi þang- að, en tilgangur heimsóknarinnar var þó augljós. Síðan var haldið til Kvótinn Það er fyrirsjáanlegt, segir 0nundur Asgeirs- son, að almenningur á þess ekki kost að taka upp samkeppni við kvótakónga um kaup á slíkum veiðiheimildum. BNOC og skrifaði ráðherrann þar undir nýjan samning til eins árs og flutti þar áferðargott ávarp. Þegar samningurinn rann út hafði ísland tapað tveimur milljörðum króna miðað við að keypt hefði verið sama magn af Rússum svo sem fyrri samningar höfðu staðið til. Það eru ekki allar ferðir til fjár. Eg fæ ekki séð annað en að niðurstaða auðlinda- nefndar sé sama ruglið í nýjum bún- ingi, en Framsókn leyfist greinilega allt í skjóli Sjálfstæðisflokksins. LÍÚ hefir strax lýst yfir að útgerðin sé reiðubúin til að greiða mála- myndagjald síðar með nægilegum fyrirvörum, enda stendur stórút- gerðin á brauðfótum með yfir 170 milljarða skuldir. Þetta þýðir að til- lögur auðlindanefndar era ekki raunhæfar - eða m.ö.o. tilbúningur, settur fram í blekkingarskyni. Þá er furðulegt að Samfylkingin skuli styðja svonefnda fyrningarleið með 20% árlegri afskrift á kvótum, sem seldir skulu á opinbera uppboði árlega. Það er fyrirsjáanlegt að al- menningur á þess ekki kost að taka upp samkeppni við kvótakónga um kaup á slíkum veiðiheimildum. Þetta þýðir því í raun að Samfylkingin styður með þessu beint framhald kvótakerfisins. Þessi stefna getur ekki verið vænleg til atkvæðaveiða fyrir flokk, sem enga kvótakónga hefir að styðjast við eða verja. Það væri eflaust verðugt verkefrii fyrir Samfylkinguna að láta fara fram skoðanakönnun meðal almennings á stuðningi við kvótakerfið. ;' Niðurstöður af skýrslu auðlinda- nefndar em þá þessar. Þjóðareign á nytjastofnum gefur ekkert í aðra hönd. Sama gildir um þjóðareign á notkun á vatnafli. Tilgangurinn er því aðeins sá að blekkja almenning til að fela áframhaldandi úthlutun á veiðiheimildum til kvótakónga. Höfundurinn cr fv. forstjóri. Fagleg rábgjöf Fullkomin tölvuteiknun Fyrsta flokks hönnunarvinna wrifomr HÁTÚNI6A (i húsn. Förix) SÍMI: 652 4420t ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.