Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 59

Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 59 ' - - - Peysan er einföld, stflhrein og fljötprjdnuð úr mjúku en grófu Alfa-garni á prjóna nr. 7, hún er því kjörið verkefni fyrir byrjendur sem og lengra komna. mRm Hvað fær börnin til að blómstra? „Bið jeg þú lærir / bestu hannyrðir, / sem auðareik / ætti að kunna, / sitja í sessi / með silfúrbjarta nál / í kvistu góma, / og brota allan saum. / Faldá fannhvítt lín, / föt að skera, / kraga að krúsa, / koma hadd í lag, / semja söðulþing, /sessu, áklæði, / borða að vefa, / og bönd spjöldum. / Urskurð allan vef / með írskum saum, / úrrak og flest flúr / við fald að leggja. / Tjöld ljósum lit / löng að prýða / með furðu fárámleg farfa skifti; / krosssaum og pells, / kasta í þjettan tvist, / raugna og refllsaum, / einnig sprang og glit / alt ullarverk / og pijónalist, / lúi- hærðan lagð / lita á margan hátt.“ Það var ekkert Iítið sem hann séra Stefán Ólafsson í Vallarnesi fór fram á að kvenfólkið kynni á 17.öld, ef marka má þessa vísu eftir hann. I mörgum ævisögum kvenna kemur fram að mikils var krafist af hveijum cinstaklingi strax á bamsaldri og oft úr hófi fram. Vegna þess hve vinna hvers og eins vó þungt í gamla bændasamfélaginu gat framlag barna skipt talsverðu máli fyrir afkomu heimilisins. Bömin urðu því oft að leggja mikið á sig við vinnuna til að standa undir kröfum for- ráðamanna sinna og til að verða viðurkennd sem gildir samfélagsþegnar. Bæði börn og fullorðnir sáu því sjálfan sig og aðra í gegn- um vinnuna og varð afrakstur hennar óhjá- kvæmilega einskonar mælikvarði á mann- eskjuna. Það skipti því miklu máli að standa sig. í ævisögunni I greipum brims og bjarga segir Sigríður Bjamadóttir, húsfrejja frá Lambadal í Dýrafirði, fædd 1907, frá aðstæð- um þegar hún var fimmtán ára. Hún var elst systkina sinna og þurfti að gæta bús og yfir tíu yngri systkina sinna þegar móðir hennar fór burt til að eignast bam: „Bæjarhúsum var þannig fyrirkomið að löng göng vom frá bað- stofu fram í hlóðaeldhús. Þangað fór ég með rokkhm og gat þá verið í næði meðan krakk- amir vom úti með pabba. Þá bar ekki eins mikið á því þótt eitthvað gengi stirðlega. Eg veit vel að bandið var misgróft og ekki bláþráðalaust en mér tókst að spinna það mikið að ég gat pijónað nauðsyn- legustu plögg, sokka og vettlinga. Strákamir fjórir fengu allir nýja sokka sem komu að fullum notum. Ég man að pabbi hældi mér fyrir dugnaðinn og mun mér ekki í annan tíma hafa þótt vænna um viðurkenningu fyrir verk mín.“ (bls.59) Það yrði nú mörgum ungl- ingnum ofviða í dag að stíga í spor Sigríðar en þama kemur hins vegar vel í ljós hversu mikilvægt það var fyrir sjálfsmynd bama að sýna fram á að þau gætu klárað verkefhin sem fyrir þau vom lögð og fá að launum viðurkenningu frá hinum fúllorðnu. Það hefur ekkert breyst. Oft vom þó kröfurnar langt fyrir ofan getu bamanna og segir Ólína Jónasdóttir frá Skagafírði, fædd 1887, í ævisögu sinni Efhátt lét ístraumnið Héraðsvatna svo frá: „Allan veturinn var tóvinna stunduð, unnið var pijónles, sem selt var, og plögg á heimafólk og mikið af vaðmálum og dúkum. [...] Ég var ung, þegar ég byijaði að pijóna og var látin gera mikið af því. Þegar ég var á tfunda ári, var ég látin pijóna alsnúna peysu handa Ólafi úr grófu, þrinnuðu bandi. Sú peysa réð næst- um niðurlögum mínum, því að ég veiktist og lá lengi. Alls staðar sá ég peysuna, jafnvel þegar ég sofnaði og gat helst ekki um annað hugsað. [...] Þó að peysan á Ólaf yrði mér svo baldin viðfangs, var ég töluvert upp með mér, er ég gat spunnið og pijónað. Þannig var ég hróðug af því að geta spunnið í leppa, þegar ég var á áttunda ári.“ (bls. 49-50). Það er alveg jafnmikilvægt nú eins og þá að böm fái verkefni sem þau ráða við því ef verkefnin verða bömunum ofviða er hætta á að þau brotni niður andlega og lfkamlega. Sé þeim hins vegar fengið í hendur verkefni sem miðað er við getu hvers og eins, blómstra bömin sem aldrei fyrr. í Spuna októbermánaðar er boðið uppá einfalda, stflhreina og fljótprjónaða peysu. Hún er úr mjúku en grófú Alfa-gami á pijóna nr. 7 og er hún því kjörið verkefni fyr- ir byijendur sem lengra komna. Gangi ykkur vel! Rúllukraga-peysa Hönnun: Ingjerd Thorkildsen Upplýsingar um garn í síma: 565-4610 Mál á peysu: (XS) S (M) L Yfirvídd: (90) 98 (106) 114 cm. Sídd: (53) 55 (57) 59 cm. Ermalengd: ( 39) 40 (40) 41 cm. Alfa-garn: Rautt nr. 4063: (9) 10 (11) 12 dokkur Svart nr. 1099: (2) 3 (3) 3 dokkur Prjónar: Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 6 og 7. Prjónfesta: 13 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 7 = 10 cm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. ATHUGIÐ: Randirnar yfir bijóstið = 2 umf. svart - 2 umf. rautt - 14 umf. svart - 2 umf. rautt - 2 umf. svart. BOLUR: Fitjið upp með rauðu á hringprjón nr. 6 (116) 124 (132) 140 lykkjur. Prjónið 3 cm stroff 2 sl. og 2 br. Skiptið yfir á hring- prjón nr. 7 og prjónið slétt prjón. f fyrstu umferð er aukið í (2) 4 (6) 8 lykkjur með jöfnu millibili = (118) 128 (138) 148 lykkjur. Þegar bolurinn mælist (27) 28 (29) 30 cm er komið að röndunum yfir brjóstið (sjá hér ofar). Ath. þegar prjónaðar hafa verið 7 umf. á breiðu svörtu röndinni, eru felldar af undir höndum 6 lykkjur sitt hvoru megin = (53) 58 (63) 68 lykkjur á hvorum helming fyrir sig. BAKSTYKKI: Um leið og randirnar eru prjónaðar er tekið úr undir höndum á hvorri hlið þannig: Takið úr 1 lykkju í hvorri hlið í hverri um- ferð 2 sinnum, síðan 1 Iykkju í hvorri hlið á öðrum hverjum prjóni (2) 2 (3) 3 sinnum = (45) 50 (53) 58 lykkjur. Eftir randirnar er prjónað áfram með rauðu þar til fullri sídd er náð eða þar til lengdin frá fyrstu úrtöku mælist (20) 21 (22) 23 cm. Nú er komið að hálsmálinu. Seljið miðjulykkjurnar (21) 22 (23) 24 á nælu og prjónið 2 umf. yfir lykkj- urnar (12) 14 (15) 17 á hvorri öxl. Fellið af. FRAMSTYKKI: Pijónið eins og bakstykki þar til hand- vegur mælist (15) 16 (17) 18 cm. Setjið miðjulykkjurnar (11) 12 (13) 14 á nælu og prjónið hvora hlið fyrir sig. Fellið af á öðr- um hverjum prjóni við hálsinn 2,1,1,1 lykkju á öllum stærðum. Prjónið þar til réttri sídd er náð og fellið síðan af. ERMAR: Fitjið upp með rauðu á sokkaprjóna nr. 6 (28) 28 (32) 32 lykkjur. Prjónið 4 cm stroff 2 sl. og 2 br. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 7 og prjónið slétt prjón. I fyrstu umferð er aukið í með jöfnu millibili (32) 34 (38) 38 lykkjum. Aukið síðan í undir höndum 2 lykkjur með ca. 3 cm millibili. Þegar ermin mælist (32) 33 (33) 34 cm eru randirnar prjónaðar eins og á bolnum og haldið er áfram að auka í undir höndum þar til (54) 56 (60) 62 lykkjur eru á ermi. Þegar 10 um- ferðir hafa verið pijónaðar af svörtu breiðu röndinni eru felldar af 6 lykkjur undir höndum. Prjónið nú ermina fram og til baka en takið jafnframt úr 2 lykkjur í byrj- un næstu 2ja pijóna, síðan 1 lykkju í hvorri hlið á öðrum hveijum prjóni þar til (30) 30 (32) 32 lykkjur eru eftir. Ath. Eftir randirn- ar er pijónað með rauðu. Héðan í frá er tekin úr 1 lykkja í hvorri hlið í hverri um- ferð þar til 20 lykkjur eru eftir í öllum stærðum. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið axlir saman. Hálskantur: Takið upp lykkjurnar í kringum hálsmálið á prjóna nr. 6 (64) 68 (68) 72 lykkjur í allt. Prjónið 5 cm stroff 2 sl. og 2 br. í hring. Skiptið yfir í á pijóna nr. 7 og prjónið þar til stroffið mælist í allt 11-12 cm. Fellið af með sl. og br. lykkjum. Saumið ermarnar á bolinn með aftursting frá röngunni og gæt- ið þess að láta randirnar á bol og ermum stemma saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.