Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 32

Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kammertónleikaröðin Norðurlöndin hefur göngu sína í Deutsche Oper Hið ófundna land kynnt í Berlín Berlín. Morgunblaðið. KAMMERTÓNLEIKARÖÐIN „Norðurlöndin" hófst á dögunum í Deutsche Oper í Berlín. Undan- farna tvo vetur hefur kammersveit óperunnar haft tónleikaröð um It- alíu og Austurríki. Miðað við fyrri raðir sveitarinnar eru Norðurlöndin lítt þekkt tónlistarsvæði meðal þýskra tónlistarunnenda. Þótt Þjóð- verjar hafí frá því um miðja 19. öld verið undir áhrifum rithöfunda og málara Norðurlandanna verður hið sama ekki sagt um tónskáld norð- ursins. Þau námu þó mörg hver í Þýskalandi og þá helst i Leipzig og Berlín. Mörg þessara tónskálda hafa því orðið fyrir áhrifum þýskra tónsmiða en ekki náð að hasla sér völl i Þýskalandi. Finnland og Nor- egur hafa þó ákveðið forskot þar sem Sibelius og Grieg eru flestum þýskum tónlistarunnendum kunnir. Hrífandi kynnir Sama verður varla sagt um Is- land og Atli Heimir Sveinsson átti því erfitt verk fyrir höndum þegar hann flaug til Berlínar til að kynna fyrsta dagskrárlið raðarinnar sem bar titilinn ísland - Hið ófundna land. Tónleikagestir sem þegar höfðu lesið kynningu tónleikanna í tímariti óperunnar áttu von á hríf- andi og skemmtilegum kynni og stóð Atli Heimir óneitanlega undir þeim væntingum. Hann byrjaði á hraðri yfirferð um sögu Islands en gaf sér þó tíma til að veita gestun- um innsýn í efnahagskerfi jafnt sem menningararf þjóðarinnar. Með höfðatöluútreikningum sýndi Atli fram á að einn af hverjum tíu þús- und íslendingum væri tónskáld. Hann notaði ítrekað Grieg til að tengja ófundna landið við megin- land Evrópu. Þannig kynnti hann tríó í a-moll fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son með því að greina frá því að Sveinbjörn hefði líkt og Grieg num- ið tónsmíðar hjá Carl Reinecke í Leipzig. Við kynningu á strengja- kvartettinum Mors et vita (1939), sem Jón Leifs samdi í Potsdam í upphafi síðari heimsstyrjaldar, sagði Atli frá því þegar Jón Leifs fór ungur að árum til Leipzig í tóns- míðanám. Ólíkt Sveinbirni hefði Jón lagt upp úr því að þróa með sér sér- íslenskan stíl með því að sækja efn- ivið í íslensk þjóðlög og rímnakveð- skap. Eflaust hafa einhverjir gestanna séð kvikmyndina um meistarann og því kannast við söguna af því þegar Jón Leifs flutti Hamborgarhljóm- Tónlistarmennirnir sem önnuðust flutninginn í Deutsche Oper. Atli Heimir Sveinsson stóð undir væntingum sem hrífandi og skemmtilegur kynnir. sveitina til íslands og gaf löndum sínum tækifæri á að heyra í fullskip- aðri sinfóníuhljómsveit í fyrsta sinn. Óbærilega léttur lífsstíll Að loknum myrkum og dapurleg- um tónum Jóns var komið að Visit sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi sérstaklega fyrir heimsókn íslensks strengjakvartetts til Bergen árið 1993. A köflum má heyra að verkið er glettinn óður til Grieg. Þorkell var eina tónskáldið sem átti tvö verk á tónleikunum og var verkinu Kalais (1976) vel tekið meðal tón- leikagesta. Atli greindi frá því að til væri íslenskt landakort sem sýndi Kalais, son norðanvindsins, leika á lútu. í raun hefði hann þó leikið á flautu og því hefði Þorkell samið Kalais fyrir flautu. Eric Kirchhoff var ítrekað klappaður upp fyrir glæsilega túlkun sína á gamansömu verki Þorkels. Sömuleiðis var eldra verki eftir Atla sjálfan, Klifi (1967), vel tekið. Hann kynnti síðan Atla Ingólfs- son sem einn af sínum uppáhalds- nemendum og Three Moments (1986) sem námsverk sem hefði hrifið kennarann á sínum tíma. Að lokum var komið að Páli Pampichler Pálssyni og sagði Atli Pál hafa stuð- að íslensku tónskáldin þegar hann gerði innrás frá Austurríki með hinn óbærilega létta lífsstíl í far- teskinu. Páll samdi Morgen við texta John Henry MacKay en einn- ig er til verk eftir Strauss við þenn- an sama texta. Anne-Marie Seager mezzósópran söng texta MacKay en Jens Holzkamp stjórnaði sveitinni. Á lokatónleikum raðarinnar sem verða 18. júní 2001 má aftur heyra íslenska tónsmíð en þá kynna öll löndin fimm ný tónverk. Verk eftir Ingu Guðrúnu. Verk eftir Ingu Sólveigu. Samskipti Hollendinga og íslendinga á 17. öld SAMSÝNING þeirra Ingu Sól- veigar Friðjónsdóttur og Ingu Guðrúnar Hlöðversdóttur verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 6. október. Sýningin samanstendur af ljósmyndum og málverkum og fjallar um sam- skipti Hollendinga og Islendinga á 17. öld. Inga Guðrún fjallar í verkum sinum um veru Jóns Hreggviðs- sonar í Rotterdam, verk Ingu Sól- veigar tengjast fór „Gullskipsins" og strandi þess á Skeiðarársandi 1667. í tilefni sýningarinnar hef- ur verið gefin út lítil bók á veg- um Rotterdamborgar. Sýningin er á dagskrá hjá Reykjavík - menningarborg 2000 og Rotter- dam - menningarborg Evrópu 2001. Steinaríkið mynd- að og þrykkt MYJVPLIST ís1ensk grafík, Hafnarhnsinu GRAFÍK KRISTÍN PÁLMADÓTTIR Til 8. október. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. LJÓSMYNDAÆTINGAR Kristínar Pálmadóttur eru merkileg könnun á íslenskri nátt- úru í nærmynd. Eins og allir vita eru auðnir landsins víðáttumikl- ar og nálægt verður grjótið enda- laust í margbreytileik sínum og ómælisvíddum. Ándspænis þessu víðerni mundar Kristín ljós- myndavélina, tæki sem í sjálfu sér er skrásetningarmiðill einsk- is og alls. Ljósmyndin er líkt og grjótið, að mestu sérkennalaust flæði sem engan endi tekur því gjörvöll heimsbyggðin verður að skrásetja sig eins og á tímum Ágústusar, en ekki einasta einu sinni heldur hundrað, eða jafnvel þúsund sinnum. Sagt er að gegn- um framköllunarvélar heimsins renni milljónir á milljónir ofan af ljósmyndum sem séu ámóta áhugaverðar fyrir utanaðkom- andi og grjótbirgðirnar á Kili. Kristín hefur með öðrum orð- um einbeitt sér að einhverjum erfiðustu úrlausnum sem hugs- ast getur; að persónugera grjótið með ætingartækninni og gera það einstakt í augum áhorfand- ans. Merkilegt nokk þá tekst henni að gæða myndir sínar ein- hverri sérstæðri nálægð svo að tilraun hennar virkar. Með því að nota littóna með mikilli natni og fágun fangar hún athygli áhorf- Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Ein af ætingasamstæðum Krist- ínar Pálmadóttur í sýningarsal Islenskrar grafíkur. andans svo honum virðist sem ein samsetning eða samstæða búi yfir sérkennum sem aðrar skort- ir. Myndum sínum raðar Kristín saman í nokkurra mynda sam- stæður, fjórar, sex eða fleiri, auk þess sem hún sýnir aðrar í beinni röð, eina á eftir annarri. Vissulega krefst list Kristínar þess að áhorfandinn sé vakandi yfir margræði myndmáls hennar. Það eru í raun gestirnir sem velja myndirnar á endanum, en þannig er það einmitt með fegurðina í allri sinni margbreytni að hún hittir okkur fyrir hvert og eitt með einstökum hætti. Ætingarmyndir Kristínar koma okkur einmitt til að hug- leiða hvernig fegurð náttúrunnar virkar. Ef til vill er það ekki ósvipað listinni. Við venjumst ákveðnum stað og lærum að þekkja hann í smáu og stóru. Um leið fer hann að örva fegurðar- skyn okkar. Þannig á hver sinn uppáhaldsstein og sína upp- áhaldsmynd þegar öllu er á botn- inn hvolft. Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.