Alþýðublaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 2
zsœseaaKíH]® | Otgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Kitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rltstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guömundsson _Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að- Mtur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. -> Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði. FLAKARiNN SÚ deild Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sem annast útflutning sjávarafurða, sendir öðru ’hverju frá sér fjölritað fréttablað, þar sem ráða- menn deildarinnar koma á framfæri margvíslegum upplýsingum og skoðunum. Er þar oft fróðleik og- góðar hugmyndir að finna. Nýlega birti fréttabréfið hressilega hvatning- ■argrein um aukna menntun þeirra, sem meðhöndla og meta útflutningsafurðir okkar, og mun ekki af veita. Greinin er á þessa leið, hér.birt með beztu 'ineðmælum Alþýðublaðsins: „'Æ fleiri dreymir nú um fiskiðnskólann okk- ar. Og það er líka víst, að þeir draumar rætast, þótt eiahver dráttur verði. þar á. Þeir síðustu ber- | Öreymnu: Einar Sigurðsson, sem í Morgunblaðinu 21. þ. m. ritaði ágæta grein, m. a. um þörf á slíkum | skóla, og dr. Sigurður Pétursson, sem flutti prýði- legt erindi í útvarpið nýlega um mátvælaiðnaðinn, I en þar taldi hann það stórt atriði, að komið yrði upp svona skóla hið allra fyrsta. Ef maður leiðir hug- ann að skólamálum þjóðarinnar, kpmst maður að raun um, að þeim er á margan hátt mjög kyndug- lega fyrir komið. Æðri menntun er svo almenn, að við eruð orðnir útflytjendur að verkfræðingum og læknum, og lögfræðingar myndu vafalaust verða fluttir út líka, ef þeirra menntun væri ekki stað- bundin við hólmann og ónothæf í útlandinu. Ekki skal farið að tala um það hér, hve miklu ríkið hefur til kostnað við menntun þeirra, sem út flytjast, og hversu lítið það fser í staðinn, ef sleppt er „hróðri landsins, sem þeir flytja um álfur allar“, en til lít- is gagns er það fyrir okkur, því lítið fáum við fyrir i þann hróður til að lifa af. En af fiskinum lifum við og þeir menn, sem ábyrgð eiga að bera á því, að hann sé söluhæfur í útlöndum, svo við fáum fyrir »hann fullt verð og getum lifað í landinu og látið börnin okkar verða verkfræðinga og lækna, — fá enga menntun til að geta gegnt þessu starfi sínu sómasámlega. Það getur ekki verið allt með felldu :i þjóðfélagi, sem krefst þess, að maður, sem hyggst verða rakari, þurfi að ganga í iðnskóla í þrjá vet- ur og vera í læri hjá rakarameistara í fjögur ár áð- • ur en honum er treyst til að skera hár og skegg Sborgaranna, en annar, sem vill læra að meta og nmeðhöndla útflutningsvörur landsmanna, þurfi að eins að fara á þriggja vikna námskeið og vinna eitthvað í frystihúsi. Sannarlega væri nú óskandi að einhverja menn í háum stöðum færi að dreyma um fiskiðnskólann okkar, því svoleiðis menn eiga t*niklu auðveldara með að láta draumna rætast. Vonandi fær enginn martröð út af þessu, því alveg væri það voðalegt að dreyma, að maður væri að raka flakara eða jafnvel flaka rakara.“ g 5;-!.i»uarz 1960 — Alþý&ÍiMaífltf ALMENNUR stúdentafund- ur var haldinn í Háskóla íslands s. 1. laugardag og þar rædd mál efni Njassalands og dr. Hasting Banda og málaleitan sú, sem hr. Chiume bar fram við íslenzk stjórnarvöld, sem kunnugt er af fréttum. Boðaði Stúdentaráð Háskóla íslands til fundarins eftir að hafa rætt málið. í upphafi' fundarins flutti Thorolf Smith fróðlegt erindi um þróun og ástand í Njassa- •landi. Sagði hann m. a. í upp- hafi máls síns. „Ástæðan fyr- ir því, að Kanyama Chiume kom hingað tli lands til þess að fara fram á stuðning ís- •lendinga í þessu máli, er ekki aðeins sú, að hann telur sig eiga vísa samúð „fulltrúa elzta þings veraldar11, ei'ns og hann segir í bréfi, sem hann ritaði ýofsum aliþingismönn- um fyrr f vetur, heldur og vegna þess, að bæði ísland og Bretland eru aðilar að mann- riél((|ii^da:3álitmá|la Elvrópuráðs- i'ns. Ríkisstjórn Bretlands hef- ur kveðið svo á fyrir sitt leyti, að sáttmáiinn skuli ekki aðeins gilda fyrir hei'malandið, heldur einnig fyrir 42 nýlendur og landssvæði, sem lúta, þar á meðal Njassaland. Aftur á móti heimilar stjórn Bretlands þegnum sínum ekki að skjóta máli' sínu sem einstaklingar tii mannréttindanefndarinnar, — eins og ísland og flest samnings ríkin gera. Þess vegna geta Njassamenn ekki komið kærum sínum á framfæri við mannréttinda- nefndi'na, nema einhver samn- ingsaðilinn skjóti málinu til hennar. Og nú hefur sem sé verið farið fram á Það við okk- ur íslendinga, að við komum til liðs við hina þeldökku meðbræð ur okkar í Njassalandi, þar sem vði höfum til þess aðstöðu, og ætla má, að við, sem um aldir urðum að þola kúgun og undir- okun erlendra manna, tökum vel þessari' málaleitan Njassa- manna. Mér virðist skylt, eðlilegt og sjálfsagt að veita Njassamönn- um allt það lið,. sem við frekast megum“. 'Síðan rakti T'horolf sögu landsins í stórum dráttum, — einkum þó frá árinu 1953, er Njassalandi' var þröngvað í Mið afríkusambandið — Sagði frá stofnun JÞjóðfrelsishreyfingar Njassalands árið 1946 og bar- áttu hennar síðan og forystu- manni hennar frá 1956, dr. Hast ings Banda, og róstunum þar, sem urðu í marz 1959, og leiddu til þess, að landsstjóri Breta lýsti' yifir neyðarástandi í land- inu, bannaði Þjóðfrelsishreyf- inguna og handtók dr. Banda ásamt 1300 löndum hans. Þess- ar aðgerðir brezka landsstjór- ans urðu fyrir mikilli gagnrýni, ekki' sízt í Bretlandi, og leiddi til þess að rannsaka málið. For- maður hennar var Devling dóm ari og er hún við hann kennd, Þessi nefnd skilaði skýrslu í júlí í fyrra og er í henni' m. a. sýnt fram á, að ekki hafi verið um neina morð-ráðagerð að ræða, og að dr. Banda hafi ekki hvatt landsmenn til ofbeldis- verka. Ennfremur segir í skýrsl unn, að enginn vafi' sé á því, að Njassaland sé nú lögregluríki, þar sem áhættusamt sé að láta í ljós samúð með stefnu Þjóð- frelsishreyfingarinnar, — sem fram til 3. marz hafi haft inn- an vébanda si'nna yfirgnæfandi meirihluta þeirra Afríkumanna í landinu, sem á annað borð hug leiða stjórnmál. Þrátt fyrir þetta he-fur brezka stjórnin vir.t að vettugi niðurstöður Devlin- nefndari'nnar, en á hinn bóginn hefur hún veitt 700 þúsund sterlingspund til aukinnar lög- gaszlu í Njassalandi. í niðurlagi erindis síns kom, Thorolf Smith þanni'g að orði: „Ég er þess fullviss, að yfir- gnæfandi meirihluti íslendinga, ef ekki allir, hafa samúð með kúguðum meðbræðrum okkar x Njasaslandi'. íslendingum er blátt áfram ekki stætt á öðru. Við hljótum ævinlega að taka málstað þess, sem kúgaður er, Framhald á.10. síðu. ýV Glannaskapur á Kleib arvatni. Óvitar á þeysiferð um vatnið í bifréiðum. ÍZ Varnaðarorð frá lög- regluþjóni. ÍZ Hægt að fara á skaut- um frá Sandskeiði til Reykjavíkur. FYRIR NOKKRUM dögum barst mér bréf frá lögregluþjóni þar sem hann segir frá ferð sinni að Kleifarvatni og því, sem hann, kona hans og lítill sonur sáu þar. Þau sáu bifreiðar þjóta um vatnið á ísnum og þótti lög- regluþjóninum þetta heldur glannalegt ferðalag fyrirhyggju- lausra manna. Bréf lögreglu- þjónsins hefur þegar birst í öðru blaði og virðist því sem hann hafi sent það fleirum en mér. — annes h o r n i n u Birtist það því ekki í mínum pistli. HINS VEGAR er bréfið þörf hugvekja. Vitanlega er það ó- fyrirgefanlegt kæruleysi og ó- þolandi glannaskapur að aka bif reiðum um hyldjúp vötn þegar frost hafa ekki verið meiri og langvinnari en nú. Auk þess má benda á það, að Kleifarvatn er mjög djúpt og allir vita hve svikult það er í frostum. — Á nokkrum stöðum rennur heitt vatn í það og er aldrei hægt að vita hvort ís á því er heldur, — jafnvel í miklum frostum. BIFREIÐ hefur farið niður um ís á Kleifarvatni og eftir þvf sem ég man bezt hlauzt slys af. Þá er annað: Hver er öruggur við stýri á bifreið, sem brunar eftir eggsléttum ís á stóru vatni? — Bifreiðarstjórinn getur allt í einu misst stjórn á bifreiðinni og það því fremur sem ekki eru neinar líkur til að bifreiðarnar, sem iögregluþjónninn sá á vatn- inu síðastliðinn laugardag, hafi verið á keðjum heldur aðeins á snjódekkjum í bezta falli. . BRÉF lögregluþjónsins hefur vakið athygli á ótrúleguna glannaskap fólks. Það ætti að verða til þess að menn léku ekki þennan óhugnanlega leik aftur. Vítin eru til þess að varast þau. EN AF ÞVÍ að ég fór að minn- ast á þetta, er rétt að vekja at- hygli á því, að nú virðist vera hægt að fara á skautum alla leið frá Sandskeiði og til Reykjavík- ur. Flestar ár og allar mýrar eru með eggsléttri íshellu. Að vísu eru árnar sumstaðar ékki á ís, en árnar hafa víða flætt upp á bakka sína og þar hefur myndast hið ákjósanlegasta skautasvell, HVERS VEGNA nota ungir Reykvíkingar ekki tækifærið? Getur Skautafélag Reykjavíkur ekki efnt til skemmtiferðar upp á Sandskeið og haldið þaðan í einum hóp á skautum sem leið liggur að Elliðaánum? Það væri1 gaman að horfa á slíkan hóp á fleygiferð eftir rásunum og yfir mýrarnar — til taorgarinnar. _ EN EF TIL VILL er til of mik- ils- mælst. Tjörnin er öll á ís, en. að undanskyldu skautamótinu um helgina sýnist mér sem Reyk víkingar séu afhuga þessari á- gætu íþrótt, sem er þó ein hiií fegursta. Tjörnin er alltaf auð. Aðeins nokkrir krakkar eru þa® að sníglast á kvöidin og þó fá. Hannes á horninu. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.