Alþýðublaðið - 05.03.1960, Page 15

Alþýðublaðið - 05.03.1960, Page 15
 legt — eða var það líka dá- samlegt? „En þetta er þara vinna“, flýtti hún sér að fullvissa sjálfa sig. „Drake gefur mér þetta fyrir það, sem ég á að gera fyrir hann. Og fyrst ég vil það sama — að skilja Guy og Gwen að — þá hef ég ekk- ert að óttast“. Bjallan hringdi Jill gekk til dyra og hleypti Cicely inn. — Það var í fyrsta skipti, sem Cicely hafði heimsótt hana. Cicely stóð með hendur á mjöðmum og leit í kringum sig. „Noh“, sagði hún loks, „sé þetta verðlaun syndarinnar, þá vil ég lifa í synd!“ „Láttu ekki svona Ciceiy“, sagði Jill reiðilega. „Ég sagði þér að þetta væri vinna og þetta er hluti vinnunnar“. Cicely glotti. „Þú sagðir það, já. Og ég sem hélt að tími kraftaverkanna væri lið- inn. Jæja, jæja!“ Híin sagði ekki meira. Það var svo margt. sem hún vildi láta Jill gera fyrir sig og hún vildi ekki rífast við hana. „Hefurðu hitt Guy?“ spurði hún. Jill roðnaði. „Nei — til hvers?“ rödd hennar var köld sem ís. Cicely ynpti öxlum. „Mér datt það bara í hug að þú hefðir kannski rekist á hann þegar þú varst úti með vinin- um. Þú hefur víst ekki hitt frænda hans Rick Anderson heldur?“ Jill hr'sti höfuðið. „Nei“. Cicely varp öndinni léttar. Það væri ekki gott ef Rick minntist eitthvað á ávísunina, sem hún, Cicely, hafði fram- selt. „Jæja“, sagði hún eftir smá þögn. „Það er sennilega nóg af karlmönnum kringum þig núna svo þú þarft ekki að hugsa um Guy“. Jill leit undan. Ef hún þyrfti aðeins ekki að hugsa um Guy! „Ég er að fara á ball í kvöld“, sagði hún og rödd hennar titraði. Hún gat ekki talað um Guy. „En hvað þú átt gott! Mig langar svo á ball“, sagði Cice- ly öfundsjúk. Jill var fljót að svara“. Það er velgjörðarball“, sagði hún. „Kannski getur Drake fengið aukamiða. Hann þekkir svo marga. Ég skal spyrja hann“. Cicely klappað' saman hönd unum. „Það væri dásamlegt, Jill. Þakka þér fyr:r“. Jill tók símann, en Drake var ails ekki ánægður. — En hann vildi umfram allt geðjast Jill og samþvkkti þetta því. Cicely hljón heim til að skipta Um föt, en hún sagðist verða fljót. „Ég skil uyrnar eítir ólæst- ar“, sagðí Jill J>á kemstu inn, þó ég sé að klæða mig“. Hún baðaði sig í Ijósbláa postulínsbaðinu og vafði svo um sig, rósrauðum greiðslu- slopp og settist við snyrtiborð- ið. í lengri tíma starði hún á sig í speglinum og hugsaði: „Er þetta Jill Cooper, sem aldrei vildi þiggja neitt af neinum, en lifir nú í velmegð á kostnað Drake Meredith. — Hvað myndi fólk segja, éf það vissi ,það? Hvað myndi Guy halda? Hún fölnaði. Henni var sama . . . Hún stundi og gróf andlitið í höndum sér. Hún heyrði ekki að setustofudyrn ar voru opnaðar og áður en hún vissi hvað var að ske — hafði karlmaður tekið utan um grannt mitti hennar og þrýst vörum sínum að nakinni öxl hennar og hvíslað hásum rómi: „Elsku Jill, þú ert þó ekki óhamingjusöm?“ Hún dró' að sér greiðslu- sloppinn. „Drake, hvað viltu hingað?“ stamaði hún. „Við hvað áttu?“ Grieg: Hann hló blíðlega og dró hana að sér. „Við hvað ég á, ástin mín? ‘Við hvað á maður, þegar maður kyssir fallega stúlku? Hann á við ...“ Hann lækkaði róminn skyndilega og dökk augu hans leiftruðu - „hann á við, fallega Jill, að þú ert yndisleg, hann biður þig um að vera dálítið góða við sig“. Hann ætlaði að kyssa hana aftur, en Jill hrinti honum frá sér. Hún var skelfd. „En þú lofaðir að ekkert slíkt kæmi fyrir“, sagði hún hvasst. „Þú sagðir . . .“ Hann tók um hendur henn- ar. „Hverju skiptir það sem ég sagði, engillinn minn? Það er það, sem ég segi núna, sem skiptir máli.. . Og ég segi að þarna sem þú situr umvafin silki, ertu fallegasta vera, sem ég hef nokkurn tíman séð ... yndislega, aðdáunar- verða dóttir götunnar!“ Jill var hætt að vera hrædd — hún var orðin reið í stað- inn. „Ég er kannske dóttir göt- unnar, en ég er ekki vinkona eins eða neins“, sagði hún á- kveðin. „Vilduð þér gjöra svo vel og fara út úr herberginu mínu?“ „Þínu herbergi?“ sagði hann léttilega. „Mínu her- bergi, áttu víst v'ð. Ég borga reikningaha. Og því skildi ég yfirgefa herbergi mitt aðeins vegna þess að falleg stúlka er þar inni?“ spurði hann glettn- islega og blikkaði hana. „Ó“, veinaði Jill. „Þú sagð- ir að þetta væri nokkurs kon- ar atvinna! Ég trúði því. Ann- ars hefði mér aldrei komið til...“ „En þó það sé vinna, finnst þér þá ekki... að við gætum skemmt okkur eilítið?“ „Kallarðu þetta skemmt- un?“ Rödd hennar brast. Hann hló blíðlega. „Er það ekki skemmtun? Mesta skemmtun heimsins. Að elska og kyssa... það er eina skemmtunin. vina mín“. „Mér — mér flnnst þetta dýrslegt“, kallaði hún hátt, „nema maður elski hvort ann- að, nema maður þrái hvort annað“. „Jill... hvernig veiztu að ég elski þig ekki?“ Hann tók um hendur hennar. „ Jill, neit- aðu mér ekki um kossana ... sem þú gafst öðrum“. „En skilurðu það ekki? Ég elskaði hann, elskaði hann!“ ✓ / Rödd hennar var hás af æs- ingu. „Það var gjörólíkt! Ég elska þig ekki. Það eyðileggur allt...“ „Ég hélt að þér fyndist allt þegar eyðilagt“. hæddist hann. „Þú elskaðir hann og hann sveik þig vegna ríkrar stúlku. Er hans ást öðru vísi en mín? Kannske“, hann kyssti hana á kinnina, „væri ég lengur hjá þér, hjartað!“ Hún reyndi að slíta sig af honum, en skyndilega var her bergið baðað ljósi. Cicely stóð á þröskuldinum, ljóst hár hennar ljómaði, skarlatsrauð- ur kvöldkjóllinn féll fast að henni og hún hló hæðnislega. 5 „Svo þetta er vinnan!“ vein aði hún. „Mér datt það í hug! Ég ásaka þig ekki heldur fyrir það. Ég bjóst við að vinur þinn hlyti að vera fífl eða ný- kominn af geðveikrahæli ef hann gæfi þér allt þetta fyrir ekkert! Og ég verð að segja það að mér finnst hann ekki heimskulegur11. Hún hneigði sig í áttina til Drake. Drake var fljótur að átta sig, enda var hann heimsmað- ur og augu hans voru eins hæðnisleg og Cicely. „Fallegt af yður að segja þetta, vin- kona. Nei, ég held að ég sé ekkert heimskur og ég full- vissa yður um að innrétting geðveikrahælis er mér jafn framandi og höll konungsins af Abyssiníu. Og þó er erfitt að töfra þessa ungu konu. Ég hef verið óheppinn“. „Segðu það steininum!“ hló Cicely. „Ég skal láta eins og ég trúi því“. „Cicely, hvernig dirfist þú!“ Jill tróðst milli þeirra. „Þú hefur engan rétt til að tala svona. Ég sagði þér satt í dag. Þetta er vinna og...“ Cicely var fljót- að hugsa. Hún vildi ekki móðga Jill fyrr en hún hefði feng'ð það, sem hún vildi. Það var heimsku- legt af henni að vera Jill ekki sammála. „Vitanlega, ýina mín“, sagði hún hratt. „Kanntu ekki að taka gríni? Ég veit að þetta var ekkert. Aðeins vinarkoss. Og hvers vegna ætti ég að á- saka þig? Hef ég ekki oft kysst ✓ vini mína? Svona nú, Jill, láttu ekki svona. Kynntu okk ur“. Jitl hikaði, en roðinn hvarf úr andliti hennar. Til hvers var líka að láta svona? Og hvaða máli skipti hvað Cicely hélt? Hún varð mjög þreytt eftir æsinguna skömmu áður. „Þetta er Cicely' Fenshaw — Drake Meredith11, kvnnti hún. Drake leit á Cicely. Honum hafði einmitt dottið í hug að hann gæti notað hana. Hann þurfti ekki nema líta einu sinni á þessar þunnu grimmd- arlegu varir og blá augún sem lágu svo nálægt hvoru öðru til að sjá að hún sveifst ein- skis. Og það er stundum gott að hafa félaga, sem einskis svífst. Nú brosti hann til henn ar og sagði: „Eigum við að fara inn í stofuna og fá okkur glas meðan Jill er að klæða sig?“ „Fínt!“ brosti Cicely. „Þér ættuð að verða feginn“, bætti hún svo hæðnislega við. „Það er ekkert eins gott eins og að fá sér eitt glas, þegar maður hefur orðið fyrir ástarsorg“. 6. Það var ást alls staðar í danssalnum, nema hvað hat- ur var í hjarta grönnu dökk- hærðu stúlkunnar, sem dans- aði í faðmi Drake Mere- dith. Því Guy var þarna. Guy var að dansa við Gwen Farra- day og í hvert sinn, sem Jill leit yfir herbergið á þau sam- an, hvíldi höfuð Gwen á öxl hans og hún leit upp til hans, en hann brosti til hennar. Líf ið var ekki þess virði að lifa því. Hvernig gæti hún afborið þetta? „Guy virðist bara vera hrif inn af Gwen“, hvíslaði Drake. „Já“. Varir Jill voru stífar, hana langaði til að veina.' „Nei, nei! Hann getur ekki verið farinn að elska hana strax! Hann er að- gera sér upp ást eins og hann gerði við mig, en hana vill hann eiga, því hún er góður kvenkostur. Ó, hvað hann er viðbjóðsleg- ur!“ Hljómlistin hætti og hún sá að hún stóð við hlið Guy og Gwen. Gwen leit á Jill, kink- aði svo kolli til Drake og leit undan. Guy leit á-Jill. Hann gerði sig líklegan til að yrða á hana, en hún leit undan og sagði hátt við Drake. „En hvað ég skemmti mér vel. Ég held að ég hafi aldrei skemmt mér jafn vel!“ Drake hló með sjálfum sér. Hann vissi vel hvernig stóð á því að Jill var svo elskuleg við hann. „Ég líka, ástin mín“, sagði hann lágt en þó nægilega hátt. „En við skemmtum okk- ur alltaf vel saman, er það ekki, hjartað mitt? Hvort sem við vinnum, skemmtum okkur eða elskumst...“ Guy kipptist við og hann roðnaði af reiði. „Sérstaklega þegar við elskumst...“ Jill hló inni- lega. Guy kreppti hnefana, hann var ákveðinn að berja Drake, en einmitt þá hóf hljómsveitin að spila á ný og Drake og Jill dönsuðu af stað. Guy stóð eftir. Hann veitti því enga eftirtekt að allir hin- ir voru farnir að dansa. Hann vissi ekkert nema það að þarna var Jill, Jill hans ... Gwen tók um hendi hans. „Hvað er að? Eigum við ekki að dansa?“ „Jú, ætli það ekki“. „Finnst þér ekki skrýtið, hvernig þau haga sér?“ spurði Gwen, þegar þau höfðu dans- að um stund. „Hvernig hver haga sér?“ urraði Guy. .„Ó, búðarstúlkan og Drake. Hann heldur henni áreiðan- lega uppi“. Æðarnar á enni Guy sáust nú greinilega. „Vitleysa!“ sagði hann. „Jill er ekki svo- leiðis. Hún gæti ekki verið það!“ Svo Guy var enn hrifinn af stúlkunni. Hún varð einhvern veginn að sannfæra hann um ómerkilegheit hennar, en hvemig? „Þú veizt víst fátt um svona stúlkur — er það ekki?“ mal- aði hún. „Jill er ekki svona stúlka — Jill er aðeins Jill“, sagði hann illur. „Aðeins Jill?“ sagði hún hæðnislega“. Sjáðu hana Alþýðublaðið ■5. rnarz 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.