Alþýðublaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 7
Tweir'bílar í STYRKTARFÉLAG lamaðra óg fatlaðra er í þann veginn að hleypa a£ stokkunum þriðja símahappdrætti sínu, Gefnir verða út miðar með öllum síma númerum í Reykjiavík, Hafnar- firði, Keflavík og Akureyri. Um leið og fólk greiðir afnotagjald af síma, verður afhentur miði, sem veitir viðkomandi rétt til að kaupa happdrættismiða með símanúmeri sínu. RAUÐI KROSS íslands ákvað á fundi sínum í fyrradiag að gangast fyrir hjálp tij hins bágstadda fólks í jarðskjálftabænum Agadir eftir því, sem efni og aðstæður leyfa. Skrif- . stofa Rauða krossins í Thorvaldsensstræti 6 mun taka á móti fjárframlög- um í þessu skyni næ'stu daga kl. 1—5 til föstudags kvölds 11. þ. m. jnmHWMUwwMHmmmv Enginn happdrættismiði verð iur seldur nema gegn afhend- ingu heimildarmiða til 15. maí maí nk., en eftir þann tíma til 21. júní verða miðar seldir hverjum sem er. Að morgni 21. júní verður dregið á skrifstofu borgarfógetans í Reykjavík og samstundis hringt í vinnendur. Miðinn kostar 100 kr. Aðal- vinningar eru tvei'r: Opel Kara van fólksbifreið að verðmæti 160 þús. kr. og Volkswagen „station11 bifreið að verðmæti 150 þús. kr Þá verð,a fjórir aukavinningar, ávísanir á vöru- úttekt, hver að upphæð 10 þús. kr. Sala miðanna hefst í Rvík eftir helgina, en annars staðar bráðlega. Ágóða af happdrættinu verð- ur varið ti'l rekstrar æfinga- stöðvar SLF að Sjafnargötu 14 og til að reka sumardvalarheim ili fyrir fötluð og lömuð börn, eins og sl. sumr að Varmalandi í Borgarfirði. Er ekki' að efa, að almenningur bregzt enn vel við þessu happdrætti, sem styrkir fyrirmyndarmálefni. Kristján Sveins son sófti jbar læknaþing FYRIR nokkru síðan kom Kristján Sveinsson augnlæknir heim af þingi augnlækna, sem haldið var í Caracas í Venezu- ela. Kristján dvaldist 7 vikur er- lendis, og hefur Alþýðublaðið farið friam á það við Kristján að hann segði lesendum frá þing- inu og ferðinni. Hér fer á eftir frásögn Kristjáns. Okkur auglæknunum hér var boðið að taka þátt í þingi' augn- AFMÆLIS- Á MORGUN er æskulýðs- dagur íslenzku kirkjunnar. Er þetta annað árið, sem einn einn sunnudagur er sérstaklega valinn, sem æskulýðsdagur, en í fyrsta skipti, sem söfnuðir um land allt hafa sama sunnu- daginn. Hugmyndin er upp- runnin á Akureyri. Sérstakur æskulýðsguðþjón- ustur verða í flestum kirkjum landsins. Mun unga fóikið sjálft taka þátt í messugjörð- inni með því að lesa pistla og guðspjöll, syngja með kórum og leiða bænargjörð. Messu- forminu mun einnig verða breytt í sumum kirkjum, t. d. Hafnarfjarðarkirkju, þar sem sóknarpresturinn hefur tekið saman sérstakt messuform. — Um kvöldið verður almenn æskulýðssamkoma í Fríkirkj- unni í Reykjavík. Sérstök merki verða seld á æskulýðsdaginn og kosta þau 10 krónur. Athygli skal vakin á því, að í dagþók bíaðsins á 14. síðu er skýrt frá því, hvar merkin verða afgreidd til sölu- barna og hvar æskulýðsguðs- þjónustur í Rvík fara fram á morgun. SINFONÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS á tíu ára starfsaf- mæli á miðvikudaginn kemur, en 9. marz 1950 hélt sveitin sína fyrstu tónleika. í tilefni af afmælinu heldur sveitin 6 tónleika á næstunni og verða hinir fyrstu í Þjóðleikhúsinu á þriðjudag, 8. marz kl. 8,30. — Þá stjórnar dr. Róbert Abra- Jón Þórarinsson. ham Ottósson, sem stjórnaði fyrstu hljómleikunum, tveim verkum, er voru á fyrstu efn- isskránni, Egmont-fofleiknum eftir Beethoven, og Ófullgerðu symfóníunni eftir Schubert, nr. 8 í h-moll. Að auki verð- ur á tónleikunum á þriðju- daginn frumflutt Lýrisk svíta fyrir hljómsveit eftir dr. Páll Isólfsson. Næstu tónleikar sveitarinn- ar verða 22. marz næstk. og stjórnar dr. Róbert' þá aftur, í þetta skipti píanókonsert í d- moll eftir Mozart, einleikari Gísli Magnússon, og stærsta verki, sem hljómsveitin hefur nokkurn tíma ráðist í, Róman- tísku symfóníunni nr. 4 í Es- dúr eftir Anton Bruckner. Er þetta fyrsta hljómsveitar- verk þessa mikla tónskálds, sem flutt er hérlendis, og eitt mesta, listrænt fyrirtæki, sem hljómsveitin hefur ráðist í frá stofnun. að því er framkvæmda stióri hljómsveitarinnar, Jón Þórarinsson, tónskáld, tjáði blaðamönnum í gær. Frá stofnun hljómsveitarinn ar hefur hún haldið alls um 150 hljómleika í Reykjavík. en síðan hún var endurskipulögð 1956 hefur hún haldið 43 svm- fóníutónleika. 10 skólatónleika og tvenna aðra tónleika. auk bess sem hún hefur flutt þrjár ÓDerur á konsertpalli, alls 22 sinmim. í Revkiavík hefur hún bví haldið 77 tónleika á 4 ár- um og 48 tónleika á 35 stöð- um utan Reykjavíkur. Afköst sveitar'nnar eru þó enn meiri en bessi og verður þeirra getið síðar hér í blaðinu. lækna Norður og Suður-Amer- íku (6. Pan-American Congress of Op\iathalmoiogy), sem halda átti í Caracas í Venezuela dag- ana 31/1—7/2. Varð ég til þess að þiggja þetta góða boð. 30—40 STIGA HITI Ég flaug héðan fyrst til New York, og þaðan beint til Cara- cas. Það er heldur styttri lei'ð en héðan til New York. Það er mikii breyting að koma héðan eða: frá Norður- Ameríku, og koma þarna suður Kristján. Sveinsson. eftir, koma allt í einu í 30—40 stiga hita, og allt umhverfið vaf i'ð hitabeltisgróðri, pálmaviði og öðrum gróðri, sem við höf- um aldrei séð. Þingið var sett í hátíðasal há- skólans í Caracas, en síðan hald ið til í hóteli úti vi'ð ströndina, Puerto Aqual (nýbyggður klúbb ur, sem kostaði nær 40 millj. dollara), ágætur baðstaður og dásamlegt umhverfi. FYRIRLESTRAR OG KVIKMYNDIR Á þinginu voru haldni'r fyr- irlestrar fyrri hluta dagsins, en meira sýnt af kvikmyndum af margs konar augnaðgerðum seinni hluta dagsins. Áherzla var lögð á, að samræma sem bezt og efla samvi'nnu vest- rænna lækna, og einnig frá öðr- um heimsálfum. Gera kerfis- bundna rannsókn á útbreiðslu hinna ýmsu augnsjúkdóma í sem flestum löndum, í sam- bandi við kynflokka, loftslag, mataræði o. s. frv. (Reyna að finna helztu orsaki'r folindu og helztu varnir gegn henni.) í sambandi við það talaði ég um þann augnsjúkdóm, sem hér er algengastur og okkur erfið- astur, glákusjúkdóminn, og erfð ir, sem valda yfir 70% bli'ndu hjá okkur. Þar sem aftur á mcti. t. d. á Nýja Sjálandi ,að varla finnst nokkur glákublinda. Af nýjungum mætti helzt nefna endurbættar aðferðir við vefjayfirfærslur. Endurbættar aðferðir við lækningu á sjcn- himnulosi. Engar verulegar breytingar komu fram gagnvart lækningu á glákusjúkdómi. Eftir að þinginu lauk í Cara- cas, var því haldið áfrarn í New York, í eina vi'ku, og þar teknar til umræðu helztu meðferðir hinna ýmsu augnsjúkdóma. SKRAUTHÝSI OG KOFAR í Venezuela sá maður skraut- hýsi og mjög íburðarmiklar viUur, en í meiri fjarlægð upp í fjallahlíðunum höfðu fátækling arnir rutt skóginn og byggt sér kofa, sem mest líktust hænsna>» húsum. Þeir gera sennilega ekki eins miklar kröfur til hús- anna og við hér hei'ma geruan. Enga upphitun þarf, og í mörg- um 'húsagluggum eru engar glerrúður. Gott var að heimsækja amer- ísku læknana bæði suður- og norður frá. Læknar eru ve-1- komnir að koma á sjúkrahúsin, horfa á aðgerðir og vinnubrögð á sjúkrahúsunum. Þeir hafa á- gæt sjúkrahús og mjög fullkcra in tæki. Yfirleitt var ferðin á- nægjuleg og lærdómsrík. Það skal fekið fram, að frá- sögn þessi er aðeins örlítið yfir- lit af ferðinni. . Ný bók eftir Jón Dan ÚT eru komnar hjá Al- menna bókafélaginu bækur mánaðarins fyrir febrúar og marz. Er febrúarbókin tvær nýjar skáldsögur eftir Jón Dan og nefnir hann þær Tvær bandíngjasögur, en marzbókin Fölna stjörnur eftir danska rithöfundinn Karl Bjarnhof í þýðingu Kristmanns Guð- mundssonar. Tvær bandingjasögur eru þriðja bókin, sem kemur frá hendi Jóns Dan. Fyrri bandingjasagan nefn- ist Nótt í Blænt. Síðari sagan heitir Bréf aS austan. Karl Bjarnhof, höfundur bókarinnar Fölna stjörnur, ér einn af kunnustu nútímahþf- undum Dana, fæddur 1898. Alþýðublaðið — 5. marz 1960 Tf . Jl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.