Alþýðublaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson NÝLEGA ákvaS stjórn Frjáls íþróttasambands íslands, að velja hóp frjálsíþróttamanna til sérstakra æfinga vegna væn'tan legrar þátttöku í Olympíuleik- unum í Róm og öðrum stórmót um, svo sem landskeppni í Oslo og Kanadaför frjálsíþrót,ta- manna. Eftirtaldir 26 frjálsíþrótta- menn voru váldir til þessara Benedikt fylgist þarna með stíl Friðriks í kringlukastinu. MtMttMMwmmumttmw UNGVERJINN GABOR ræðir hér við nokkra stökkvara um tækniatriði. Lengst til vinstri er Gabor — síðan Vilhj. Einarsson, Einar Frímannsson, Ingv- ar Þorvaldsson og Jón Fét ursson. æfinga, sem fram fara í íþrótta- húsi Háskólans: Vilhjálmur Ein arsson, ÍR, Hilmar Þorbjörns- son, Á, Valbjörn Þorláksson, ÍR, Svavar Markússon, KR, Krist- ieifur Guðbjörnsson, KR, Björg vin Hólm, ÍR, Hörður Haralds- son, Á, Jón Þ. Ólafsson, ÍR, Grétar Þorsteinsson, Á, Ólafur Unnsteinsson, HSK, Haukur Engilbertsson, UMFB, Jón Pét- ursson, KR, Þorsteinn Löve, ÍR, Hallgrímur Jónsson, Á, Friðrik Guðmundsson, KR, Gunnar Huseby, KR, Skúli Thorarensen ÍR, Þórður B. Sigurðsson, KR, Gylfi S. Gunnarsson, ÍR, Þórir Þorsteinsson, Á, Einar Frí- mannsson, KR, Helgi Björnsson ÍR, Gylfi Gunnarsson, KR, Heið ar Georgsson, ÍR, Ingvar Þor- valdsson, KR og Brynjar Jens- son, HSH. Þessar sameiginlegu æfingar eru einu sinni í viku, á fimmtu dögmm kl. 7 til 8. Þjálfararnir Benedikt Jakobsson og Simom>ú Gabor stjórna æfingunum í sa’meiningu og þegar fréttamað- ur' íþróttasíSunnar kom við í íþróttahúsi Háskólans s. 1. fimmtudag var ekki annað að sjá, en ailt gengi' mjög vel. Alls voru 16 íþróttamenn mættir á æíingunni. Þjálfararnir höfðu báðir nóg að gera og samstarf þeirra um hið sameiginlega tak HÆGT er að æfa grinda- hlaup í fþróttahúsi Há- skólans og á myndinni sjást, talið frá vinstri: Þór ir Þorsteinsson, Gylfi Gunnarsson og Grétar Þor steinsson. — Ljósm.: Sv. Þormóðsson. mark okkar allra, að gera í- þróttamenn okkar sem hæfasta til að vinna mikil afrek á kom- 0 andi keppnistímabili, er til fyr- irmyndar. Á hverja æfingu mæt ir einhver úr stjórn Frjálsí- þróttasambandsins. Fyrsti liður æfingarinnar er uppmýking, en síðan eru æfð tækniatriði, svo. sem kúluvarp, kringlukast og sleggjukast, grindahlaup, hástökk, þrístökk og svo viðbragð. MiHivega- og ianghlaupararnir fara út og hlaupa í klukkutíma. Bæði Benedikt og Gabor voru hinir ánægðustu og sögðu að Framhald á 10. síðu. Kiistleifur kaus heldur að hlaupa úti. ÚRSLITALEIKIR firma- keppni Tennis- og badminton- félags Reykjavíkur fara fram í dag kl. 3Vá—7 í íþróttahúsi Vals við Hlíðarenda. Alls tóku 120 firmu þátt í keppninni, og 16 þeirra keppa til úrslita. Þau eru: Samlag skreiðarframleið- enda, Ásgeir Ólafsson heild- verzlun, Hafskip h.f., Vérzlun- arspari'sjóðurinn, Heildverzlun- in Berg, Almennar tryggingar Framhiald á 14. síðu. Frjálsíþróttir á suöurhveli jaröar TVÖ NÖFN gngefa hæst í frjálsíþróttum Nýja-Sjálands. í fyrsta lagi er það Valerie Sloper, en hún hefur náð bezt 16,63 m. í kúluvarpi' og 52,18 m. í kringlukasti. Frjálsí- ‘þróttamót standa nú sem 'hæst í Nýja-Sjálandi og þessi afrek ungfrú Sloper voru unnin ný- lega á mátum. Hún verður erfiður keppinautur rússnesku stúlknanna Tamara Press og Nina Ponomareva. — Hin olympíuvon Nýja-Sjálands er Murray Halberg, sem náð hef ur mjög góðum árangri í lang hlaupum undanfarið. Hann hljóp t. d. 3 enskar mílur á 13:11,4 mín. á meistaramóti borgarinnar Auckland, sem er aðeins 6/10 úr sek. lakara en heimsmet Ástralíumannsins Albert Thomas. Hlaup hans var mjög jafnt og án allrar samkeppni, en Halberg tók strax forystu og millitímar á SUNDFÉLÖGIN í Reykjavík héidu innanfélagsmót í Sund- höllinni á mánudagskvöldið. Ágætur árangur náðist í mörg- um greinum, þó að ekkert met væri sett. Guðmundur Gísla- son sigraði í 100 m. skriðsundi á 58,5 sek. Siggeir Siggeirsson synti á 1:05,8 mín. — í 100 m. skriðsundi kvenna synti Ágústa Þorsteinsdóttir á 1:08,4 mín. og Hrafnhildur Guðmunds dóttir á 1:12,3 mín., sem er hennar langbezti tími og ann- ar bezti tími íslendings. Einar Kristinsson sigraði í 50 m. bringusundi á 34,8 sek. Ólafur Guðmundsson, Á, 34,9, Hörð- ur Finnsson, 35,2 og Guðmund ur Gíslason, 35,5 sek. — í 50 m. bringusundi kvenna urðu Hrafnhildur og Ágústa jafnar á 40,7 sek. Þorsteinn Ingólfsson varð fyrstur í 50 m. baksundi drengja á 35,9 og 50 m. slrrið- sundi drengja á 30,0 sek. Jó- hannes Aílason í 50 m. bringu- sumli . : siigja á 40,2. Ágústa í 50 m. flugsuhdi á 35,0 sek., en Hrafnhildur önnur á 39,0 sek. hvern hring voru: 65 — 67 — 66 — 66 — 67 — 65 — 67 — 65 — 66 — 67 — 68 — 62,4 sek. OoO NÝJASTA stórstjarna þeirra Ástralíumanna í frjálsíiþrótt- um er hin 24 ára gamli doktor, Anthony Blue. Á meistara- móti Victoriu-borgar kepptú hann og Elliott í 880 yds. — Elliott tók strax ^forystu og þegar um það bil 100 m. voru eftir var hann ca. 5 m. á und- an Tony, eins og hann er kall- aður. Þá tók doktorinn geysi- harðan.endasprett, sem Elliott réði ekkert við og sigraði á 1:49,2 gegn 1:49,8 mín. — Eft- ir hlaupið sagði Tony, að hann hefði' verið mjög taugaóstyrk- ur áður en keppnin hófst, en. nú er ég hamingjusamasti maður í heimi. Elliott brosti aðeins og sagðist einnig vera ánægður. — Ég hef ekki getað æft hraðann sem skyldi, sagði hann og Þar af leiðandi er ég hissa á, að tími minn skyldi vera betri en 1:50,0 mín. Mér finnst erfiðara að ná tíma und. ir .1:50 í 880 yds heldur en und; ir 4 mín 1 1 mílu „þegar ég er í æfingu“. VALERIE SLOPER - sigrar hún í Róm? Alþýðublaðið — 5. marz 1960 £1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.