Alþýðublaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 3
bMMMMMUMMMMMMMMWH* Þau stilla I SYNINGARGLUGGA Málarans í Bankastræti er um þessar mundir útstill- ing frá HAB (Happdrætti Alþýðublaðsins). Utstilling þessi hefur vakið mikla athygli fyrir hvað hún er vel úr garði gerð. Höfundur útstillingar- innar er ung kona að nafni Kristín Þorkelsdóttir, og býr hún að Kleppsveg 6 með manni sínum Herði Daníelssyni. Þau eiga tvö börn. Alþýðublaðið leit inn hjá Kristínu fyrir stuttu, og spurði hana nokkurra spurninga. — Er langt síðan byrjaðir að fást við útstill ingar? — Nei, þessi útstilling í Málaraglugganum er.eig- inlega fyrsta útstillingif| sem ég hef gert. Annars er maðurinn minn líka með mér í þessu. — Hafið þið eitthvað lært í sambandi við útstill inga-; eða auglýsingateikn un? — Við vorum bæði í Handíðaskólanum, og þar kenndi ég manninum mín- um einn vetur. — Þið hafið kannski kynnst í Handíðaskólan- um? — Já, það gerðum við nú reyndar. — Hafið þið mikið að gera við auglýsingateikn- ingar? — Nei, það er nú heldur lítið, það er að segja við höfum aldrei tíma til þess nema á kvöldin. Maðurinn minn vinnur hjá síman- um, og það er erfitt að standa í þessu þegar mað- ur á tvö börn. En eftir að við stilltum út í Málara- gluggann h'afa okkur boð- izt nokkur tilboð ura að stilla út annarsstaðar. Heima hjá Kristínu og Herði er ein stofa undir- lögð af allskyns pappír, pennslum, málningardoll- um og öllu því er tilheyrir verkinu. Á veggjunum hanga málverk eftir frúna, og allt ber vott um að þarna búa listamenn. Myndin er af Kristníu við vinnu. Yngri sonurinn er að dunda sér á gólfinu, og eiginmaðurinn stendur við málningarborðið. 203 íbúðir á 15 árum Fékk 201 slag i féEagsvistinni ísafirði, 29. febrúar. í VETUR hafa Alþýðuflokks félögin hér í bænum að venju gengizt fyrir skemmtikvöldum í veitingasölum Alþýðuhúss- ins, þar sem spiluð er félags- vist og síðan dansað að spila- mennskunni lokinni. Auk glæsi legra heildarverðlauna, sem veitt eru að aflokinni þriggja kvölda keppni, eru veitt prýði- leg kvöldverðlaun. Alls hafa verið haldin 8 spilakvöld í vetur og hefur að- sóknin verið ágæt, eða spilað á 20—27 borðum hverju sinni, enda er þetta orðinn vinsæll þáttur í skemmtanalífi ísfirð- inga og á sívaxandi vinsæld- um að fagna. Sést það m. a. gleggst á því, að s.l. sunnudag var að hefj- ast fjögurra kvölda spila- keppni og var þá alveg hús- íyllir, eða spilað á 30 borðum og varð fjöldi manns frá að hverfa. Þó var þetta sama kvöld félagsvist og dans í tveim öðrum samkomuhúsum bæjar ins. í spilakeppninni s.l. sunnu- dag fékk Ingimar Ólason bif- reiðarstjóri 201 slam samtals, en það er hæsta slagatala til þessa, sem nokkur hefur feng- ið á einu kvöldi á félagsvist Alþýðuflokksfélaganna á ísa- firði. B. S. FLOKKURINN Keflvíkingar! ALMENNUR fræðslufundur um „stjórnmálaviðhorfið í dag“ verður haldinn í Félags- bíói á morgun kl. 3 e.h. Ræður flytja: Emil Jónsson sjávarút- vegsmálaráðherra og Guð- mundur í. Guðmundsson utan- ríkismálaráðherra. Allir vel- komnir meða húsrúm leyfir. Alþýðuflokksfélögin í Keflavík. UM þessar mundir eru liðin 15 ár síðan Byggingarsamvinnu félag prentara hóf byggingar- framkvæmdir. Félagið var stofnað 1944 af 43 prenturum. Fyrst byggði félagi'ð þrjú. tveggja hæða tvístæð hús við Hagamei. í þeim húsum eru alls 18 íbúðir. Næst voru byggð fjölbýlishús við Nesveg, og í þeim er alls 21 íbúð. VÉLAÞVOTTAHÚS Síðan voru byggð fjölbýlis- hús við Hjarðarhaga. í þeim eru 29 íbúðir, og eru þar talin með 7 einbýlisherbergi í risi, sem breyta má í íbúðir. í húsum þessum eru vélaþvottahús, sem allir eigendur hafa aðgang að. Vélaþvottahús þessi eru búin suðupotti', pressum, þurrkum og öllum fullkomnustu tækjum á þessu sviði. Þvottaíhús þetta er algjör nýjung hér á landi í fjöl- býlishúsum. HÁHÚSIÐ Síðan kemur fyrsta íbúðar- háhúsið á íslandi. Var það steypt upp með skriðmótum og er fyrsta háhúsið á íslandi, sem steypt er með skriðmótum. í húsi' því eru 58 íbúðir, auk verzlunarhúsnæðis og sam- komusala. 62 ÍBÚÐIR Síðasta húsið, sem félagið hefur nú séð um byggingu á, er 14 hæða hús við Sólheima 23. í húsinu eru 62 íbúðir. HÚsið er Y-lagað (3 álmur), og eru fimm íbúði'r á hverri hæð. í kjallara hússins er: Kyndistöð, 2 véla- þvottahús, frystiklefi, geymslur fyrir hverja íbúð auk geymsla fyrir reiðhjól og barnavagna. í þakhæð eru 2 ,,lúxusíbúðir“ og samkomusalur. Á hverri hæð er sorpbrennsluofn og sorpni'ður- fall. í hverri íbúð er dyrasími og loftnet. FYRIR ÁRAMÓT í húsinu verða 2 lyftur, öiin- Tregur afli Eyjabáta Vestm.evjum, 4. marz. — Afli var mjög tregur í dag, allt niður í ekki neitt. Sumir bátanna komu jafnvel inn með netin í sér. ur 8 manna hæggeng, en hin 4 manna hraðgeng. Er nú verið að múrhúða íbúðirnar í húsinu, og við það vinna 10 múrarar, sem múrhúða 1 íbúð á hverjum 10 dögum að jafnaði'. Talið er að unnt verði að flytja í fyrstu íbúðirnar síðla sumar, og allar fyrir næstu áraimót. Aðeins 7 íbúðir í háhúsinu eru óseldar, og er öllum heim- ilt að gera kaup á þei'm. Þegar lokið er við byggingu háhússins við Sólheima, hefur félagið séð um byggi'ngu á 203 húsum, og er stærð þessara í- búða samtals 70 þús. fermetrar. í félaginu eru nú 400 félags- menn. I Stjórn félagsins skipa nú: Form. Guffbjörn Guðmundsson prentari, en hann hefur verið formaður félagsins frá upphaii. Ritari Kjartan Júlíusson skrif- stofumaður, og meðstjórnendur Kristján Kr. Skagfjörð múrara meistari, Einar Hagalínsson húsasmiður og Magnús Oddsson bif re.iðarst jóri. V araformaður er Björn Sigurðsson bygginga- meistari. Eins og sjá má af þess ari upptalningu er það ekkert skilyrði fyrir þátttöku í félag- inu að vera prentari. Félagið hefur skrifstofu á Hagamel 18. Sandgerðis- bátar afla heldur vel Sandgerði, 4. marz. — í gær voru 25 bátar á sjó og var afli þeirra samtals 268 lestir. Afla- hæst var Hrönn með 15,8 lest- ir. Víðir II. var með 15 lestir og Hamar með 6,4 lestir. Afli netabáta var með betra móti, miðað við undanfarna daga. Línuafli hefur og verið betri síðustu daga eftir að bát- arnir fóru að beita loðnu. ‘s«• ó.v. Flokksfélag- iö ræöir verðlagsmál ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur tal- mennan félagsfund nk. þriðjudagskvö'lld kl. 8.30. Dagskráin verður sem hgr segir: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning upp- stillingarnefndar og 3. Hvað er fyrirhugað í verðgæzlumálum? Framsögumaður verður Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðh. Alþýðublaðið — 5. marz 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.