Fréttablaðið - 21.05.2001, Side 2

Fréttablaðið - 21.05.2001, Side 2
KJÖRKASSINN Á að banna nektarstaði í miðborg Reykjavíkur? Niðurstöður gærdagsins á vwwv.vísir.is Spurning dagsins í dag: Á að fresta því að setja smábáta undir kvótakerfið? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun CULLPÁLMANUM FAGNAÐ Leikstjóri „La Stanza del Figlío," eða Her- bergi sonarins, Nanni Moretti bregður á leik með einni af stjörnum myndarinnar, leikkonunni Laura Morante, eftir að kvik- myndin var valin sú besta í gærkvöldi Lokadagur Gannes: Italir fengu gullpálmann kvikmyndahátið. Hápunktur gærdags- ins var val á bestu mynd hátíðarinnar og komu 23 kvikmyndir til greina. Svo fór að dómnefndinni leist best á hina ítölsku „La Stanza del Figlio," eða Herbergi sonarins, í leikstjórn Nanni Moretti, en hann leikur einnig aðalhlutverkið. Myndin fjallar um sálfræðing sem reynir að halda áfram lífinu eftir að sonur hans ferst í bíl- slysi. Fleiri höfðu veðjað á að mynd Baz Lurhman, „Moulin Rouge,“ með Nicole Kidman í aóalhlutverki fengi heiðurinn en svo fór ekki. Þá deildu Joel Coen og David Lynch með sér verðlaununum fyrir bestu leikstjórn, Coen fyrir „The Man Who Wasn’t There“ og Lynch fyrir Hollywood- söguna „Mulholland Drive.“ ■ I STUTT I Fundum Alþingis var frestað á öðrum tímanum í fyrrinótt eftir að samþykkt höfðu verið lög um heimild til sölu hlutafjár ríkisins í Landssímanum, lög um hækkun bóta lífeyrisþega og fleira. Þá var t.d. samþykkt tillaga um endurskoðun viðskiptabanns á írak. Björk Guðmundsdóttir verður með hljómleika í Riverside- kirkjunni í Harlem í New York í næstu viku en þar hyggst hún hefja kynningu á nýju plötunni sinni, Vespertine. Með Björk koma fram hljóðlistarmenn úr MATMOS-húpn- um ásamt hörpuleikaranum Zeena Parkins en þau unnu með henni á nýju plötunni. Fimmtugur maður fannst látinn um tíuleytið í gærmorgun í hlíð- um Akrafjalls. Hann hafði hrapað við eggjatínslu. Hann fór að heiman á laugardag en þegar ekki hafði spurst til hans í gærmorgun hófst skipulögð leit um klukkan átta. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hann á ellefta tímanum um morguninn og var hann þá látinn. Maðurinn hafði hrapað um 40 til 50 metra og hafnað í stórgrýti. FRETTABLAÐIÐ 21. rnai 2001 MÁNUDACUR F-16 loftárásir Israels: Árásirnar gagn- rýndar heima fyrir moskva. ierúsalem. ap. Bæði Ariel Sharon og Simon Peres vörðu í gær sprengju- árásir ísraels á föstudag, en 16 Palest- ínumenn og 6 ísraelar fúrust. „Við gerðum ekkert að eigin frumkvæði ... [loftárásirnar] voru viðbrögð við að- gerðum Palestínumanna," sagði Peres í gær í Moskvu þar sem hann hittir Pútín Rússlandsforseta. Loftárásirnar á föstudag hafa ekki aðeins verið fordæmdar af þjóðarleið- togum víða um heim, heldur einnig af blaðamönnum, stjórnmálaskýrendum og stjórnmálamönnum innan ísraels. „Við höfðum búist við meiri yfirvegun af forsætisráðherranum, utanríkisráð- herranum og hershöfðingjum ... Hern- aðarlega náðist lítill sem enginn árang- ur af F-16 sprengjuárásunum - en í stjúrnmálalegum skilningi hefur ísrael varpað sprengju á sjálft sig,“ skrifaði Hemi Shalev í Maariv-dagblaðið. Nokkrir ráðherrar ísraelsstjórnar kvörtuðu einnig undan því að árásirn- ar, sem eru þær fyrstu í 34 ár, hafi ekki verið bornar undir alla stjórnarliða. FÓRNARLÖMB STRÍÐSINS Bræðurnir Ali og Said syrgja eldri bróður sem borinn var til grafar i gær, en hann lést í loftárásunum á föstudag. í dag er hinn árlegi „Jerúsalem- dagur," en ísraelar hertóku hluta borg- arinnar 1967 og krefjast jafnan á þess- um degi að borgin í heild sinni tilheyri þeim sem réttmæt höfuðborg ísraels- ríkis. Á síðustu 8 mánuðum hafa 469 Palestínumenn fallið og 84 ísraelar. ■ Þroskaþjálfadeilan: Undanþágum neitað í dómi vinnudeila. Félagsdómur neitaði í gær að veita undanþágu frá verkfalli þroskaþjálfa fyrir níu starfsmenn á vistheimilum í Reykjavík. Reykjavíkurborg leit svo á að starfsmennirnir væru í ólöglegu verkfalli þar sem nöfn þeirra höfðu verið á undanþágulista borgarinnar. Þroskaþjálfar viðurkenndu ekki list- ann og fimm manna dómurinn féllst einróma á málstað þeirra. Ágreining- ur um störf níumenninganna leiddi til viðræðuslita á föstudag en í fram- haldi af dóminum er reiknað með að Ríkissáttasemjari boði til fundar í deilunni í dag. ■ SJÓMANNADAGURINN í REYKJAVÍK Sjómenn vilja ekki að sjávarútvegsráðherra eða útgerðarmenn komi nálægt hátíðarhöldunum að þessu sinni. Nærveru ráðherra ekki óskað á sjómannadag Sjómannadagsráð hefur ákveðið að vegna lagasetningar á verkfallið haldi sjávarútvegsráðherra ekki ræðu á sjó- mannadaginn eins og áratuga hefð er fyrir. Útgerðarmönnum ekki heldur boðið til hátíðarhaldanna. Ólafur Ragnar Grímsson verður heiðursgestur á ísafirði - veldur mikilli óánægju meðal sjómanna eftir að hann skrifaði undir lögin. sjómannadacurinn Sjúmann- dagsráð í Reykjavík og Hafn- arfirði hefur samþykkt að bjúða ekki Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að halda ræðu við hátíðarhöldin eins og áratuga hefð er fyrir. Eins var samþykkt að óska heldur ekki eftir þátttöku útgerðarmanna. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, verður ræðumað- ur á sjómannadaginn á ísa- firði. „Eg mun ekki hlusta á hann. Það var hann sem skrif- aði undir lög um að við færum í gerðardóm, þó svo við höfum ekki verið í verkfalli," sagði Sævar Gestsson, formaður mannafélags ísafjarðar. „Það er ekki útkljáð. í lögum sjó- mannadagsráð segir að allar tillögur PERSÓNUR OG LEIKENDUR ÓLAFUR RAGNAR: Formaður Sjómannafélags (safjarðar ætlar ekki að hlusta á forsetann þegar hann heldur hátíðarræðu á sjómann- daginn á l'safirði. GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON: Hann er for- maður sjómannadagsráðs og ritarí Sjómannafélags Reykjavíkur - en hann var formaður þess um árabil. Hann reynir að telja menn ofan af því að afþakka ræðu ráðherrans. ÁRNI MATHIESEN: Sjó- menn vilja ekki að hann taki þátt í hátíðarhöldum á sjómannadag. Sjó- skuli koma viku fyrir fund. Þetta eru mistök. Það er verið að ræða þetta og við erum í samstarfi við sjávarút- vegsráðherra og ríkisstjúrn um að efla sjómannadaginn og auka,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannadagsráðs, þeg- ar þetta var borið undir hann. „Það er ekki nokkur vafi um að það er vilji ráðsins að ráðherra tali ekki á sjómannadaginn," sagði Jónas Garðarsson formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur. ITann segist gefa lítið út á að tillagan hafi komið of seint fram. „Það er ekki í lögum sjómannadags- ráðs að ráðherra eða útgerðarmenn haldi ræður á sjúmannadag.“ Megn úánægja er meðal sjó- manna vegna lagasetningar Alþing- is. „Ég held, ef ráðherra verður samt sem áður ræðumaður á sjómanna- daginn, muni félagar í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur og fleiri félaga ekki taka þátt í hátíðarhöldunum," sagði Birgir Björgvinsson hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Birgir segir að á fáum vikum hafi ráðherr- ann sett tvenn lög á sjómenn og það komi ekki til greina að halda hátíð með honum. „Ég mun ekki hlusta á forsetann. Hann skrifaði undir þessi fasistalög. Það er ótrúlegt hvað okkur er boðið upp á og ég ætla ekki að gleðjast með þeim sem hafa tekið þátt í of- beldi gegn sjómönnum. Ef ég verð á svæðinu mun ég snúa baki að forset- anum þegar hann talar," sagði Sæv- ar Gestsson á ísafirði. sme@frettabladid.is Sjö nemendur festust inni í helli: u „Hellisbúum bjargað delemont. sviss - ap Sjö háskólanemend- um og fararstjóra þeirra var bjargað úr helli við frönsku-svissnesku landa- mærin í gær eftir að hafa setið þar í þrjá daga. Vatnsborð nálægrar ár kom í veg fyrir að þeir kæmust út úr hellinum og hefur ferðaskrifstofan sem skipulagði ferðina verið gagn- rýnd fyrir að hafa lagt í ferðina þrátt fyrir slök veðurskilyrði. Fólkið hélt sér í góða skapinu með leikjum, þolfi- mi og söng. Kafarar komust að ferða- GÓÐUR ENDIR Á FEIGÐARFLANI sögðu fjölmiðlar ( Frakklandi og Sviss eftir að búið var að bjarga hellisbúunum. löngunum á föstudag - rúmum 100 metrum frá inngangi hellisins - og komu til þeirra bæði fötum og mat. Sérfræðingum tókst loks að sprengja sér leið að ferðalöngunum og unnið var gegn vatnsflauminum með dælum. Hellisbúarnir voru ómeiddir eftir ævintýrið. ■ Skýrsla Samkeppnisstofnunar: Erfiðara en áður að greina eignatengslin eignarhald Ástæða er til að óttast að enn erfiðara verði fyrir yfirvöld að afla upplýsinga um eignarhald fyrir- tækja enn nú er. Eignarhald er ekki eins gagnsætt og skyldi, samkvæmt skýrslu Samkeppnisstofnunar um eignatengsl í íslensku atvinnulífi. Einkum á þetta við eignarhald í tengslum við helstu viðskiptablokk- irnar í íslensku viðskiptalífi. Færst hefur í vöxt að fyrirtæki og eigendur þeirra hafi flutt eign sína í eignar- haldsfélög bæði innlend og erlend. Nokkuð hefur verið um það að und- anförnu að stofnuð hafi verið eignar- haldsfélög í löndum þar sem skattar eru lágir. Þessi félög eiga svo hlut í ís- lenskum fyrirtækjum. íslensk stjórn- völd hafa ekki lögsögu yfir slíkum fé- lögum og erfitt að fá upplýsingar um eignarhaldið, nema með vilja eigend- anna. Einnig á bls.ll

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.