Fréttablaðið - 21.05.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.05.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 21. maí 2001 MÁNUDACUR HRAÐSOÐIÐ ÖGMUNDUR JÓNASSON formaður BSRB Heimsmet í óbilgjörnum atvinnurekendum HVERSU miklu hafa verkföll skilað okkur i Ijósi þeirrar staðhæfingar að ísiand eigi heimsmet i verkföllum? „Ég hef vissar efasemdir um að þessi staðhæfing standist. Sjálfur hef ég verið búsettur t.d. bæði í Bretlandi og Danmörku og víðar þar sem ég hef komið hef ég heyrt því haldið fram að viðkomandi þjóð eigi samsvarandi heimsmet. Ég held að þetta sé komið frá þeim sem vilja grafa undan verkfallsbaráttu." HVERNIG stendur á því? „ Við skulum ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að launafólk beitir verkfallsvopninu er vegna óbilgirni atvinnurekenda." nvcK heldurðu að þróunin verði í þessum efnum? „Mér finnst það vera keppikefli að beina viðræðum samninga um kaup og kjör inn í farveg sem færir okkur niðurstöðurnar án verkfallsátaka. Það var m.a. markmið viðræðuáætl- ana sem lögfestar voru fyrir nokkru síðan. Vandinn er bara sá að menn hafa ekki staðið við þessar áætlanir. Þar er fyrst og fremst við atvinnu- rekendur að sakast. HVAÐ er til ráða? „Ég held að það sé hægt að setja inn í lög og leikreglur samfélagsins ákvæði sem eru samningshvetjandi. Það er í hæsta máta óeðlilegt að samningar séu ekki afturvirkir. Ef atvinnurekendur væru skuldbundnir til að greiða launahækkun frá þeim tíma sem liðinn er frá því samning- ur rann úr gildi og nýr tók við, þá eru menn komnir með hvata til að ná samningum. Með þessu er jafnframt búið að draga úr því að verkalýðsfé- lögin sjái sig alltaf knúin til að grípa til verkfallsvopnsins." Ögmundur Jónasson er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík og formaður þingflokks þeirra. Hann hefur ver- ið formaður BSRB undanfarinn ár. Áður starfaði hann m.a. a fréttastofu Sjónvarpsins. Ættfræðingur í skuldasúpu Oddur Helgason varadi við gögnum sem Genelogia keypti á 125 milljónir króna. ættfræði Oddur Helgason ættfræðing- ur segir að vegna vanefnda forsvars- manna líftækuifyrirtækisins Urðar Verðandi Skuldar (UVS) sé nú yfir- vofandi að hann tapi mörgum milljón- um króna. Oddur segist m.a. hafa steypt sér í skuldir vegna mikilla tækja- og bókakaupa í trausti þess að hann fengi greiðslur sem hann telur síg hafa samið um frá UVS. „Þegar Urður Verðandi Skuld var sett á laggirnar hafði ég samband við forsvarsmenn fyrirtækisins og bauð þeim þjónustu mína. Þeir komu síðan tveir á vinnustofu mína og við gerð- um heiðursmannasamkomulag um samvinnu ættfræðiþjónustu minnar og fyrirtækis þeirra," segir Oddur. Oddur segir að á fundi sínum með forsvarsmönnum USV hafi hann sagst telja að íslensku erfðagreining- arfyrirtækin ættu að stofna sjóð til eflingar íslenskri ættfræði og ætt- fræðibókaútgáfu. „Ég hafði síðar samband við annan forsvarsmanna Urðar Verðandi Skuldar um hvort mér væri ekki óhætt að gera ákveðna hluti í þessu sambandi í trausti þess að fyrirtækið myndi greiða fyrir það. Þrátt fyrir að hann gæfi mér loforð sitt komu aldrei neinar greiðslur og á endanum höfðu þeir dregið mig á asnaeyrunum í heilt ár. Á þeim tíma voru þeir að setja Genelogia Island- orium á laggirnar. Ég varaði þá við því að fara þá leið sem þeir fóru því ég vissi um vankanta þeirra gagna sem þeim stóð til boða annars staðar frá og þeir hugðust nýta við uppbygg- ingu ættfræðigrunns. Þeir hlustuðu ekki á mig, sem þeir hefðu betur gert, því nú hefur komið á daginn að ætt- fræðigögnin, sem þeir greiddu 125 milljónir króna fyrir, voru þannig uppbyggð að tekið hefði margra ára vinnu að koma þeim í nothæft horf fyrir það hlutverk sem þeir ætluðu þeim,“ fullyrðir Oddur. Það er þó lán í óláni fyrir Odd að nú er svo komið, að því er hann segir, að á vinnustofu hans er samankomnar einna mestu ættfræðiupplýsingar á einum stað á íslandi. gar@írettabladid.is ÆTTFRÆÐINGURINN í VÍGI SÍNU Á bak við Odd Helgason er skápur með á þriðja þúsund ættarmótatöl og framættir. FRÉTTIR AF FÓLKI Kristín Einarsdóttir lífeðlisfræð- ingur og fyrrverandi alþingis- maður hefur verið fengin til þess að stjórna gagnsókn Landverndar gegn upplýsingasjarmer- ingum Landsvirkj- unar vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Skýrsla um málið verður kynnt á Grand Hotel sjö- unda júní næstkom- andi en áður verða haldnir fjórir sér- fræðingafundir á sama stað, þar sem fjallað verður um áhrif virkjunar- innar á lífríki, samfélag, áfok, vatnafar, landslag, útivist, jarðfræði og mengun. Mðeal fyrirlesara eru líffræðingarnir Hrefna Sigurjóns- dóttir og Snorri Baldursson og Þórólfur Matthíasson hagfræðingur. „Tilgangurinn er að veita stjórnvöld- um og viðkomandi fyrirtækjum virkt aðhald, sem miðar að því að koma í veg fyrir eða draga úr skað- legum áhrifum fyrirhugaðra fram- kvæmda.“ Utskriftarnemar í hagfræði við Háskóla íslands hafa gefið út tímaritið Hagmál. Meginumfjöllun- arefni blaðsins að þessu sinni er áhrif alþjóðavæðingar á íslandi. Að blaðinu unnu ellefu þriðja árs nemar í hagfræði undir stjórn Guðrúnar Mjallar Sigurðardóttur ritstjóra. Hagmál koma út árlega og er þetta fertugasti árgangur. Blaðinu er dreift til nema í viðskiptafræði og hagfræði, félaga í FVH og fjöl- margra fyrirtækja og stofnana. Af efni blaðsins má nefna ávarp eftir Geir H. Haarde, hagfræðing og f jármálaráöherra, þar sem hann rekur þær breyting- ar á íslensku efna- hagslífi sem urðu á tíunda áratug tutt- ugustu aldar. f ávarpi hans lýsir hann breytingum á skattaumhverfi og þeirri stefnu ríkis- Sinfóníuhljómsveit íslands: Enginn aðalstjórnandi tónlist. Þorkell Helgason, formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar fs- lands, segir það borna von að það takist að ráða nýja aðalstjórnanda að hljómsveitinni fyrir næsta vetur. Sinfónían verður því án aðalstjórn- anda þar til haustið 2002. Komið hefur fram að Saccani hafi yfirgefið hljómsveitina í fússi en Þorkell segir fjarveru hans í mars og apríl hafa verið vegna veik- inda og að hann hafi verið að leita sér lækninga í Bandaríkjunum. Það hafi síðan verið af persónulegum ástæðum, sem Þorkell segist ekki kunna skil á, að Saccani vildi fá sig lausan frá Sinfónínunni og stjórn hennar orðið við því jafnvel þó hún hefði kosið að Saccani ynni hér út samningsbundinn ráðningartíma. Þorkell segir að þó brotthvarf Saccanis skapi vandamál gefi það um leið tækifæri til að nýta næsta vetur til að prófa arftakann en Sin- fónían mun þá styðjast við gesta- stjórnendur. „Við höfum ekki stórar áhyggjur því hljómsveitin er orðin svo góð að hún heldur alveg sínu striki þótt hún hafi lent í þessum skammtímahremmingum," segir hann. Starfsmönnum Sinfóníunar var gerð grein fyrir starfslokum Saccanis eftir tónleika á fimmtu- dagskvöldið og Þorkell segir þá eng- STRÖNG LEIT FYRIR HÖNDUM Þorkell Helgason segir það aðeins mundu verða slembilukku takist stjórn Sinfóníunnar að finna nýjan aðalstjórnanda fyrir haustið. in sérstök viðbrögð hafa sýnt enda hafi niðurstaðan legið í loftinu um skeið. Þorkell segir að hljómsveitin beri engan aukakostnað vegna starfsloka aðalstjórnandans og geri jafnframt engar kröfur á hann á móti. „Þetta endaði með þeim ánægjulega hætti að Saccani kemur í haust og stjórnar einum tónleikum og það ætti að slá á fregnir um að hann hafi farið i einhverju fússi," segir Þorkell. gar@frettabladid.is ins að draga sig út úr atvinnustarf- semi með einkavæðingu ríkisfyrir- tækja. Geir tekur fram að næstu skref í einkavæðingu verði stigin á sviði orkumála. Má þá búast við að Landsvirkjun verði seld innan tíðar? Þór Sigfússon, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Norræna Fjár- festingarbankanum, fjallar um mýtur alþjóðavæðingarinnar í samnefndri grein. Greinin er byggð á bók Þórs um sama efni og inniheldur áhuga- verðar sögur af mistökum og hrak- förum íslenskra útrásarfyrirtækja. Meðal þess sem Þór telur að standi íslendingum fyrir þrifum í alþjóða- viðskiptum sé sá misskilningur að annar hver maður sé íslandsvinur og að dálæti umheimsins á Sögueyjunni komi til með að greiða íslenskum fyr- irtækjum leiðina í atvinnurekstri á erlendri grund. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar HÍ, fjallar um áhrif alþjóðavæðingarinn- ar á hlutverki ríkisins. Hann lýsir þróun síðustu ára og bendir á að lík- legt sé að sífellt stærri hlutur skatt- tekna þurfi að koma frá einstaklingum ef ríkisvaldið hyg- gst viðhalda þeirri þjónustu sem það nú stendur fyrir. Tryggvi telur þó kosti alþjóðavæðingar ómótstæðilega og segir að eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna í dag sé því að end- urskilgreina hlutverk hins opinbera í ljósi alþjóðavæðingar. Vegna fjölda áskorana verður farin aukaferð til Marmaris vikuna 24.- 31 maí. Gullnar strendur, íðandi mannlíf, þægilegt loftslag, Ijúffengur matur og ótrúlega hagstætt verðlag. Verðdæmi: kr. á mann m.v. tvo í íbúá' á Club llayda eða Portobello. URVALIÍTSÝN www.urvalutsyn.is Lágmúla 4: sími 585 4000 • Kringlunni: sími 585 4070 Kópavogi: 585 4100 • Keflavík: sími 585 4250 Akureyri: sími 585 4200 • Selfossi: sími 482 1666 -og hjá umboðsmönnum um land allt. Hækkaðu í heyrnartækj- unum, ég ætla að segja þér hvað mig langar í afmælisgjöf. ÞRÚÐA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.