Fréttablaðið - 21.05.2001, Page 16

Fréttablaðið - 21.05.2001, Page 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 21. ma( 2001 MÁNUDAGUR BESTA PLATAN Haraldur Örn Sturluson hljómsveitinni Úlpu Nýbúinn að kaupa bunka „Ég fór í Hljómalind um daginn og keypti mér bunka af plötum. Sú sem stendur upp úr er platan Precious Falling með hljómsveitinni Quick- space. Hún er í mikilli spilun þessa dagana." ■ Próteinrík íþróttasúrmjólk með ekta vanillukornum! MJÓLKURSAMLAG KS SAUÐÁRKRÓKI fyriralla fjölskylduna UVA+UVB vörn Ofnæmisprófuð og ilmefnalaus Íl&w'"*** k Inniheldur E-vítamín og Gingko Biloba JL V*> &&***»! Smáauglýsingar HÁSKÓLABÍÓ Ithewayofthegun w. lojom Sýnd kl. 8 og 10 Ithirteen days kLoira ISWEETNOVEMBER kL 3AO. 550,8 or 10.20|prrl ÍNÝl STÍLUNN KEISARANS (k. taT) U40.6IRI9 ITRAFFIC kL10.05O FLOTTIR SAMAN Bill Bourne og KK lofa einstæðum tónleikum í Salnum á miðvikudaginn. Bill Bourne og KX í Salnum: Frábærir tónlistarmenn | FRÉTTIR AF FÓLKl l Söngkonan Björk Guðmundsdóttir heldur tónleika í Riverside kirkj- unni í New York þann 22. maí næst- komandi. Þar ætlar hún að frumflytja lög af nýjustu plötu sinni, Vespertine. Á föstudaginn voru seldir miðar á tón- leikana á heimasíðu Bjarkar, bjork.com. Mjög fáir miðar voru í boði. Á tón- leikunum, sem skiptast niður í tvö 45 mínútna sett, spila með Björk raftón- listarhljómsveitin Matmos frá San Fransisco og hörpuleikarinn Zeena Parkins. Bæði spila þau einnig á plöt- unni Vespertine, sem kemur út 28. ágúst. Kólumbíumenn eru æfir út í þátta- stjórnandann David Letterman. Rúmlega hundrað manns mættu fyrir utan upptökuverið á fimmtudaginn hann þegar hann bauð Ungfrú Kól- umbíu, Andrea Noceti, í þáttinn til sín. Letterman var að reyna að bæta upp fyrir brandara sem hann hafði sagt á kostnað hennar og Kólumbíu. Letterman sagði fyrr í vikunni að Noceti hefði laumað nokkrum þrýstn- um pokum af heróíni að dómnefnd- inni í Ungfrú heimur til að vænka stöðu sína. Kólumbía er helsti fram- leiðsluaðili kókaíns og heróíns í um- ferð í Bandaríkjunum. Á spjöldum mótmælendanna sást óánægja með að Noceti skyldi mæta í þáttinn. Þar stóð: „Andrea seldi sig, Kólumbía ekki,“ og „Við eigum kaffi en hann vill kókaín,“. Samkvæmt nýrri bandarískri könn- un lifa þeir sem hafa unnið Ósk- arsverðlaun fjórum árum lengur en þeir sem hafa ein- ungis verið tilnefnd- ir. Þá lifa þeir sem hafa unnið verðlaun- in oftar en einu sinni allt að sex árum lengur. Höf- undur könnunarinn- ar segir ástæðuna vera þá að þegar leikarar hafi unnið verðlaunin fái þeir fyliingu í lífið. „Við komumst að því að flestir deyja úr krabbameini, hjartasjúkdómum. En þeir sem hafa unnið fá sjúkdóma seinna eða berjast lengur við þá,“ segir Dr. Donald Redelmeier, prófessor í læknisfræð- um við háskólann í Toronto. tónleikar Bill Bourne og Kristján Kristjánsson, eða KK eins og hann er kallaður, munu spila í Salnum í Kópavogi, miðvikudaginn 23. maí næst komandi. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu fyrr í mánuðinum er Bill Bourne dótturdóttursonur Stephans G. Stephanssonar fjallaskálds. Hann hefur dvalið hér á landi í hálf- an mánuð og spilað víða svo sem í Grindavík, Borgarnesi, Hveragerði og á Gauki á Stöng. Það er vel við hæfi að KK og Bill Bourne spili saman því þeir eru báð- ir mjög framarlega á sínu sviði. Bill kveðst hlakka mikið til að spila með KK og blanda íslenskum áhrifum við tónlist sína. „Þetta verða mjög sérstakir tónleikar hjá okkur. Við ætlum að taka nokkur lög saman og spinna út í bláinn. Þetta verður al- veg einstakt og á aldrei eftir að ger- ast aftur á þennan hátt.“ Biil spilar sérstæða blöndu af margvíslegri al- þýðutónlist, s.s. blús, keltneskri tón- list og indíánatónlist. „Við ætlum að spila eins mikið og við getum á með- an hann er hér á landi.“ segir KK. Bill gæti komið fólki einkenni- lega fyrir sjónir, því á sviði ber hann gjarnan svartan pípuhatt á höfði og slær fæti sínum á þar til gerðan taktkassa (e. stompbox). Taktkassi þessi er nokkuð stórt og mikið fyrirbæri smíðaður úr krossviði. Hann er opinn í annan endann og þar er komið fyrir hljóð- nema sem magnar upp hið djúpa hljóð er berst úr kassanum. Bill á nokkra svona kassa út um allan heim enda of mikil fyrirhöfn að fly- tja slíkt fyrirbæri á milli landa. Að sögn Bills smíðaði sonur KK kass- ann sem hann notar hér á íslandi. „Sonur minn vinnur í trésmíðaverk- stæði. Hann sagaði efnið í kassann," jánkar hinn stolti faðir. KK mun hita áhorfendur upp, áður en Bill Bourne stígur á svið. Sá síðarnefndi mun síðan flytja eitt- hvað af sínum frábæru lögum einn áður en KK leggur honum lið og saman þeir spila fram eftir kvöldi. ■ NABBI I

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.