Fréttablaðið - 21.05.2001, Síða 11

Fréttablaðið - 21.05.2001, Síða 11
MÁNUDAGUR 21. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Pólitískur sigur: Forseti T ævan í Bandaríkj unum íslenskt atvinnulíf: Eignarhlutur ríkisins hefur aukist tæpei. ap. Gert var ráð fyrir að Chen Shui-biuan kæmi í dag til New York þar sem hann hyggst dveljast í tvo daga áður en hann heldur áfram ferð sinni til Suður-Ameríku. Forsetinn, sem er sá yngsti í sögu eyríkisins, hefur verið talsmaður sjálfstæðis Tævan og höfðu því margir áhyggjur af hörðum viðbrögðum Kína þegar hann var kjörinn fyrir einu ári. Lítið hefur þó breyst í samskiptum þjóð- anna síðan þá og þykir Chen hafa gengið vel að sigla milli skers og báru í samskiptum við stórveldið. Bandaríkjastjórn styður forsetann og hefur ákveðið að fara gegn vilja Kína með því að leyfa honum að heimsækja New York. Chen hefur sagst tilbúinn til viðræðna við Kína, en stjórnin í Peking vill að hann við- urkenni fyrst að Tævan sé hluti af Kína. Hefur hann lýst því yfir að til- A BÍLAÞVOTTASTÖÐ Í TAIPEI Chen Shui-bian, forseti Tævan, hélt upp á eitt ár í embætti með því að heimsækja verndaðan vinnustað í gær. gangur mögulegra viðræðna sé ein- mitt að taka á því atriði. Auk þess að vera yngsti forseti í sögu Tævan, 50 ára, er Chen sá fyrsti sem kemur úr röðum hinnar hefð- bundnu stjórnarandstöðu en ekki Þjóðernisflokksins. ■ EiCNAWTENCsi. Eignarhlutur ríkisins í atvinnulífi hefur aukist á undanförn- um árum þrátt fyrir sölu ríkisfyrir- tækja. Ástæða þessa er að atvinnu- greinar þar sem eignarhlutur ríkis- ins er stór, svo sem í fjármálum, fjar- skiptum og orkumálum hafa vaxið mun hraðar en aðrir atvinnuvegir. Á sama tíma og atvinnulífið í heild hef- ur vaxið um fjórðung hefur hlutur ríkisins vaxið um þriðjung. í úttekt Samkeppnisstofunar á stjórnunar- og eignartengslum milli fyrirtækja kemur fram að þrátt fyrir að nokkrar breytingar hafi orðið frá 1993, svo sem með tilkomu nýrra at- vinnugreina, eigenda og stjórnenda, séu niðurstöður svipaðar. Lítil tengsl eru á milli eignar og valds vegna þess að ríki, sveitarfélög og lífeyrissjóðir eiga drjúgan hluta atvinnulífs og stór hlutafélög eru í dreifðri eignaraðild almennings sem hefur lítil afskipti af stjórnun þeirra. Fákeppni einkennir enn íslenskt atvinnulíf og fyrirtækja- samsteypur eru enn áberandi en þeim hefur fjölgað og þær aukið um- svif sín frá því sem áður var. ■ BENSfNHÆKKANIR VÍÐA Bílaframleiðendur leita leiða til að finna orkugjafa sem geta leyst bensín af hólmi. Áhrif bensínhækkana í Bandaríkjunum: Bílar ganga fyrir korni eldsneyti. Um ein milljón bandarískra ökumanna eiga nú bíla sem hafa þann eiginleika að geta gengið fyrir blön- du af etanóli og bensíni, auk venju- legs bensíns, að því er Reuters- fréttastofan greindi frá. 85 prósent blöndunnar er etanól sem að megin- hluta er unnið úr korni og er blandan um þriðjungi ódýrari en venjulegt bensín. Ennþá er að vísu aðeins hægt að finna stöðvar sem selja hið nýja eldsneyti í hinum kornríku miðvest- urríkjum landsins. Ekki kemur fram hvort meiri eða minni mengun er af nýju eldsneytisblöndunni en útblást- urinn er sagður ilma betur. Helstu rökin sem mæla með notkun hennar eru því lægra verð. Sá ávinningur gæti þó dugað til að auka eftirspurn eftir blöndunni því bensín hefur hækkað jafnt og þétt í B.andaríkjun- um og er verð þar á sumum svæðum að nálgast hið íslenska. ■ VIDSKIPTll Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í maíbyrjun hækkaði um 1,4% frá síðasta mánuði. Helming hækkunarinnar má rekja til hækk- unar á bensín- og bílverði og tvo þriðju hluta til innfluttra liða. Þar gætir fyrst og fremst áhrifa gengis- lækkunar krónunnar. Allar sáttaleiðir eru þrautreyndar Steinar Berg segir allt hafa verið gert til þess að ná sáttum í máli Skífunar og Páls Rósinkrans. Vilja endurgreiðslu hluta kostnaðar vegna Vínils. skífan „Samningar [Skífunnarj gera kröfur til flytjenda og í samstarfi [milli útgefenda og tónlistarmanna] bera menn skyldur og ábyrgðir - hvor á sinn hátt. Þegar kemur að því að eitthvað bregst, eins og stundum vill verða, þá leita menn ekki álits dómstóla nema að búið sé að reyna alveg í þaula alla möguleika á sátta- leið,“ sagði Steinar Berg ísleifsson, framkvæmdarstjóri tónlistardeildar Skífunnar, í framhaldi af grein Fréttablaðsins 14. maí um málshöfð- un fyrirtækisins á hendur þremur tón- listarmönnum. Steinar benti á að Skífan væri ekki í málaferlum við Móeiði Júníusdótt- ur eða liðsmenn L Wn hljómsveitarinnar -®--------■ Vínill. í tilfelli Mó- eiðar væri um að ræða viðræður sem hefðu siglt í strand eftir að samningum hafði verið rift af Móeiði og nú væri verið að athuga hvað gera skyldi næst. Varðandi hljómsveitina Vínill STEINAR BERG Hann segist vona að framhald geti orðið á samstarfi Skífunar og Páls eftir að búið er að úrskurða í málinu; að Páll sé án efa einn besti söngvari islands. sagði Steinar að gerður hefði verið samningur við hljómsveitina um plötu sem hljómsveitin skilaði síðan aldrei af sér. Lagt hefði verið í mik- inn kostnað vegna plötunnar og eftir að fyrirséð varð að platan yrði aldrei að veruleika var ákveðið að fara fram á það að Vínilsmenn endur- greiddu hluta af útlögðum kostnaði. Mál Páls Rósinkrans er þó öðruvísi vaxið. Páll sagði í viðtali við Frétta- blaðið að hann hefði gert fjögurra ára samning við Skífuna sem Skífan vildi túlka sem fjögurra platna samning. Steinar telur samning vera skýran að þessu leyti og að Páll sé enn samnings- bundinn fyrirtækinu. „Við höfðum gert eina plötu með Páli og tapað miklum peningum á henni, en bjuggumst þó fyllilega við því að um væri að ræða fjárfestingu til framtíðar," sagði Steinar og bætti því við að aldrei hefði gefist tími til þess að vinna til baka þann kostnað þar sem Páll hefði gengið frá samningi sínum. Hann benti einnig á að ekki stæði til að klekkja á mönnum fjárhagslega, held- PÁLL FYRIR DÓH/I Skífan mun draga Pál Rósinkrans fyrir dóm til þess að athuga hvort fyrirtækið hafi túlkað sína samninga rétt til þessa. ur væri einvörðungu verið að fá þriðja aðila til þess að skera úr um atriði sem deilt væri um. „Það hlýtur að teljast eðlilegt í lýðræðissamfélagi að leitað sé ásjár dómstóla þegar tveir aðilar komast ekki að samkomulagi með öðru móti,“ sagði Steinar og bætti því við að hann vonaði að frekara samstarf milli Skífunnar og Páls gæti orðið að veruleika í framtíðinni - sama hvernig framangreind málaferli færu. omarr@frettabladid.is | STUTTAR~1 Landbúnaðarráðuneytið segir eig- anda hvolpafullrar Rottweilwer tíkur sem var í einangrunarstöðinni í Hrísey hafa skuldbundið sig áður en leyfi fékkst fyrir innflutningnum til að flytja ekki inn hvolpafulla tík. Brot á því eða öðrum skilyrðum innflutnings- leyfisins hafi varðað lógun dýrsins. Ráðuneytið hafi ákveðið að þyrma lífi tíkurinnar en lóga hvolpunum við fæð- ingu. Ráðuneytið segir að þrír hvol- panna hafa verið andvana fæddir en að tveir hafi verið aflífaðir. —- Uthlutað hefur verið styrkjum þessa árs úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna, en árið 1974 gaf norska Stórþingið íslendingum 1 milljón norskra króna í ferðasjóð í tilefni 11 alda afmælis íslandsbyggðar. Þeir sem fá styrk að þessu sinni eru: Kristilega skólahreyfingin, meðferðarheimilið Árbót, kennarar Grenivíkur-, Valsár-, Stórutjarnar- og Þelamerkurskóla, Stígamót og nemendur við Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri. —♦— Yfirvöld í Kína tóku 15 manns af lífi fyrir rán og morð í gærmorg- un í bæjunum Chonqqing og Chang- de. Fjórtán þeirra sem líflátnir voru áttu að baki níu ára samfelldan feril af þjófnuðum og morðum, að sögn yf- irvalda. Aðgerðirnar eru liður í her- ferð gegn glæpum. Amnesty International og önnur mannréttinda- samtök segja Kínverja hafa líflátið meira en 500 manns síðan í apríl. Grafarvogur: Ok á ljósastaur umferðin. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Víkurvegi í Grafar- vogi um klukkan tvö í gærdag með þeim afleiðingum að hann ók á ljósa- staur. Að sögn lögreglu voru tvö börn í bílnum, en hvorki þau né ökumaður- inn slösuðust alvarlega. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var flutt af slysstað með kranabifreið. Sóknarfæri miðborgarinnar mýmörg: Líf á götur miðborgarinnar miðborcin Fólk 35 ára og eldra sækir frekar verslun og þjónustu í miðbæ- inn en eldra fólk. Yngra fólk kýs verslunarkjarna og er líklegra til að færa viðskipti sín í verslunarmiðstöð- ina í Smáralind. Auk aldurs hefur bú- seta og staðsetning vinnustaðar mikil áhrif á hvar fólk verslar. Ragnheiður Sigurðardóttir, Kristín Sævarsdóttir og Ingvar Baldursson hafa unnið rannsókn á framtíð mið- borgarinnar með tillit til byggingu verslunarkjarna á höfuðborgarsvæð- inu. í erindi sem Ragnheiður flutti hjá þróunarfélagi miðborgarinnar í síð- ustu viku kom fram að sóknarfæri miðborgarinnar eru mýmörg. „Við köllum þetta björgun 101 og útbjuggum skammtímamarkmið, sem fyrirtæki og hagsmunaaðilar geta sett sér. Það þarf að færa meira líf út á göturnar t.d. með.því að rýmka reglur um götusölu, fá.götulistamenn til að vera með uppákomur, huga að lífleg- um gluggaútstillingum og halda áfram að gera gömul hús upp,“ segir Ragnheiður. Hljómskálagarðurinn býður líka upp á ýmsa möguleika til að styrkja miðbæjarkjarnann að sögn Ragnheið- ar. Ilægt er að setja upp leiktæki fyr- ir börnin, koma á karnivali og fá fjöl- miðla til liðs við sig til að kynna uppá- komurnar. „Ef einhverjir viðburðir eru í gangi, sem trekkja fólk að, er gaman að fara þangað sem líf er. Við sjáum um leið og sólin fer að skína að fólk KRISTÍN SÆVARSDÓTTIR, RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR OG INGVAR BALDURSSON Verslunarkjarnar mun tapa viðskiptum með tilkomu Smáralindar en- miðbærinn þarf að styrkja ímynd sína sem sálin I Reykjavík rýkur niður í bæ og skiptir litlu hvort fólk býr í Breiðholti, Garðabæ eða Kópavogi," segir Ragnheiður Sigurð- ardóttir. ■ Til staöar t'yrir I'óik í vimuefnas anda Götusmiðjan óskar eftir að ráða fólk í eftirtalin störf við meðferðarheimilið að Árvöllum: ■ Meðferðarfulltrúa á næturvakt ■ Matráðskonu/mann í boði eru störf í krefjandi en jafnframt gefandi umhverfi þar sem unnið er með ungu fólki. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé fær í mannlegum samskiptum. UPPLÝSINGAR VEITIR MARSIBIL í S. 566 6100 MILLI KL: 13:00 OG 16:00 ALLA VIRKA DAGA.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.