Fréttablaðið - 21.05.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.05.2001, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 2l.maí2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 raargir myndu neyðast til að draga verulega saman seglin eða hætta í út- gerð. Það myndi án efa hafa afdrifa- rík áhrif á minni byggðalög á lands- byggðinni, þar sem fjöldi starfa myndu tapast. Hann sagði að mörg þessara byggðarlaga hefðu farið illa út úr kvótakerfinu þegar að togarar hefðu flust í burt og að smábátaút- gerðin hefði blásið nýju lífi í byggða- lögin, því væri óskiljanlegt að lands- byggðarþingmenn skyldu ekki hafa beitt sér meira í málinu. Að sögn Helga munu lögin hafa sérstaklega mikil áhrif á þá smábáta- sjómenn sem hafa lítinn þorskkvóta eða engan. Þeir væru ekki í glæsileg- um málum. Hann sagðist sjálfur vera sæmilega settur í dag, en þó væri ljóst að hann myndi tapa mörgum SMÁBÁTASJÓMENN ÓSÁTTIR Helgi Bergþórsson segir að menn séu felmtri slegnir yfir kvótasetningu ýsu, ufsa og steinbíts. milljónum á þessari ákvörðun Al- þingis. Hann væri t.d. búinn að veiða um 80 tonn af steinbít það sem af væri þessu fiskveiðiári en að á næsta fiskveiðiári mætti hann aðeins veiða 6 tonn. Helgi sagði að eina lausnin í þessu máli væri að leyfa áfram frjálsa veiði i steinbít og ýsu. Helstu rökin fyrir því væru þau að stórútgerðin hefði ekki náð að fylla kvótann og því væri forkastanlegt að smábátasjómenn myndu þurfa að leigja kvótann af henni, sérstaklega þar sem hún hefði alveg nóg fyrir sig. trausti@frettabladid.is Krakkneytandi í Bandaríkjunum: Dæmd fyrir að bana fóstri börn Eftir einungis 15 mínútna um- hugsun ákvað kviðdómur í Suður- Karólínu að hin 24 ára Regina McKnight hefði banað fóstri sínu með því að reykja krakk, að því er New York Times sagði frá. Dæmdi rétturinn hana í 12 ára fangelsi. Barnið fæddist andvana árið 1999, en þetta er í fyrsta sinn í Bandaríkj- unum sem fósturlát vegna eitur- lyfjanevslu móður er skilgreint sem morð. Aður hafa tilraunir til að sak- fella mæður fyrir glæp af þessu tagi fallið um sig sjálfar vegna þess að margar mögulegar orsakir, fyrir utan eiturlyfjaneysluna, geti valdið fósturláti og erfitt sé því að fullyrða um orsakir. „Hefði barnið verði kæft af móður sinni tveimur vikum eftir fæðingu væri engin spurning um sakfellingu ... eini munurinn hér var að atburðurinn átti sér stuttu áður en barnið fæddist," sagði Greg Hembree, saksóknarinn í málinu. Gagnrýnendur benda á að ekki sé örugg lagastoð fyrir dómi Suður- Karólínu-fylkis og að í framtíðinni muni reynast erfitt að meta ná- kvæmlega hvenær og hvernig móð- ir skaði barn sitt á meðgöngu. MáJ- inu hefur verið áfrýjað til hæsta- rétts. ■ UMDEILDUR DÓMUR Lögfræðingar McKnigh, sem er aftur orðin ólétt, hafa áfrýjað 12 ára fangelsisdómin- um til hæstaréttar. Rauði krossinn til hjálpar: Þorp í miðju átaka skopje, MflKEDONlu - ap Starfsmenn Rauða krosssins í Makedóníu fluttu í gær matvæli og neyðaraðstoð til íbúa svæðis er hefur lent í miðju átaka Makedóníuhers og uppreisnarmanna Albana. Um sex þúsund manns búa á svæðinu. Eftir að forsvarsmenn stríðandi fylkinga höfðu ábyrgst öryggi Rauða krossins var ákveðið að senda af stað fjóra bíla með vistir. Stjórnvöld í Makedóníu hafa margítrekað við íbúa svæðisins að þeir ættu að hafa sig á brott til þess að forðast kúlna- hríðina, en íbúarnir hafa til þessa ekki látið sér segjast. Um síðustu helgi mynduðu helstu flokkar Slava og Albana í Makedóníu þjóðstjórn í þeirri von um að hægt væri að kom- ast að leið til þess að enda ofbeldið á Balkanskaga. Upphaflega hótuðu stjórnvöld í Skopje að útrýma upp- reisnarmönnum féllust þeir ekki á SVANGIR NÆRÐIR Starfsmaður Rauða krossins heldur hér á barni frá þorpinu Kumanovo, um 38 kíló- metrum frá Skopje í Makedóníu. Vistir voru færðar fólkinu sem albanskir upp- reisnarmenn hafa verið sakaðir um að nota fólkið sem skjöld. úrslitakosti sem þeim voru settir fyr- ir fimmtudag, en sökum þrýstings frá vesturlöndum lofuðu stjórnvöld því að halda að sér höndum. ■ ésátíBmfaftiiííii liíííin Innifaliö: Flug, skattar, bíll í B flokki í viku m/v hjón með 2 börn 2-11 ára. Þýsk gæói og þjónusta Geróu verðsamanburð. þaó borgar sig. Upplýsíngar og bókanir hjá LTU á (slandi, sími: 587 1919 Þýska flugfélagið LTU hefur ákveðið að hækka ekki verðið í sumar þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. LTU býður íslendinga velkomna að nýta sér sína þjónustu. LTU er þekkt fyrir gæði, stundvísi, áreiðanleika og góða þjónustu.LTU er fjölskylduvænt flugfélag og býður fjölskyldum mjög góðan afslátt. Fjölskyldu-afsláttur LTU Börn 0-2 ára greiða 10% af fargjaldi. Börn 2-11 ára - 50% afsláttur af öllum fargjöldum. Unglingar 12-21 árs - 25% afsláttur af 3 mán. fargjaldi. Urval sumarhúsa og húsbíla LTU fiýgur 2-3 sinnum í viku tíl Ðússeldorf og Munchen frá 27. maí til 16. Þú getur pantað sumarbæklingTerra Nova á heimasíðu okkar: www.terranova.is TE!MA ‘ NOVA -Spenttandi valkostur- Stangarhyl 3A ■ 110 Reykjavík Sími: 587 1919 & 567 8545 Fax: 5870036 ■ ’jvww. terranova.is AP/JANET MORGAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.